Morgunblaðið - 02.02.2018, Page 34

Morgunblaðið - 02.02.2018, Page 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018 KRINGLU OG SMÁRALIND SKECHERS ON THE GO DÖMUSKÓR MEÐ LOÐFÓÐRI OG GOGAMAX INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41. KOMA EINNIG SVARTIR. DÖMUSKÓR VERÐ ÁÐUR 13.995 NÚ 6.997 50% Ásta Eygló Páls-dóttir myndlistar-maður á 80 ára af- mæli í dag. Hún fæddist á Sauðárkróki og er dóttir hjónanna Sigrúnar Fann- land og Páls Sveinbjörns- sonar. „Ég flutti suður til Keflavíkur 1954 í atvinnu- leit eins og margir ung- lingar urðu að gera á þessum tíma vegna at- vinnuleysis. Ég fór fyrst að vinna í fiski og svo hjá Kaupfélagi Suðurnesja, síðan vann ég hjá Frí- höfninni í sex ár. Fljótlega eftir þetta fór ég að sinna myndlistinni sem hefur átt hug minn allan frá því að ég var lít- il stúlka.“ Ásta sótti nám- skeið hjá Námsflokkum Keflavíkur undir hand- leiðslu Þorsteins Eggerts- sonar og árið 1970 hóf hún nám við myndlista- deild Baðstofunnar í Keflavík. „Aðalkennari minn var Eiríkur Smith og þar var ég í ellefu ár, þar af forstöðumaður í mörg ár. Einnig sótti ég námskeið hjá Einari Hákonarsyni í Myndlista- og handíðaskólanum.“ Ásta hélt sína fyrstu einkasýningu á Sauðárkróki árið 1982, einkasýningarnar eru orðnar 20 og einnig tók hún þátt í mörgum samsýningum heima og erlendis. Ásta fékk menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súluna, 2002 fyrir framleg til menningarmála. Eitt af áhugamálum Ástu er að ferðast. „Ég hef farið víða eins og til Evrópu, Asíu og Bandaríkjanna og ófáar ferðir hafa verið farnar til Gran Canaria.“ Með eiginmanni sínum, Gunnari Árnasyni, eignaðist Ásta tvo syni, Árna og Pál, barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin þrjú. „Ég er svo rík að eiga þessa yndislegu fjölskyldu sem er það dýrmætasta sem maður á. Sambýlismaður Ástu síðustu fimmtán árin er Sveinn Guðnason. „Við spókum okkur á Tenerife þessa dagana í tilefni afmælisins.“ Myndlistarmaðurinn Ásta Pálsdóttir. Hefur haldið fjölda einkasýninga Ásta Eygló Pálsdóttir er áttræð í dag Þ orgeir Örn Elíasson fæddist í Reykjavík 2.2. 1938 og ólst upp í Skerjafirði: „Bernskuár- in mótuðust af stríðinu. Við bjuggum í Garði, steinsteyptu húsi og opinberu neyðarskýli með sandpokum á allar hliðar, með aðal- fallbyssustæðið í 50 m fjarlægð og flugbraut hinum megin. Með lagningu vesturflugbrautar flugvallarins klofnaði Skerjafjarð- arbyggðin í tvennt. Tvær götur fóru að mestu undir brautina, fjöldi stein- húsa var rifinn, en timburhús flutt, t.d. inn í Laugarnes. Þetta var mikil röskun fyrir byggðina og íbúana. Ég varð undir 10 hjóla hertrukk þegar ég var polli, var fluttur á her- spítala og ekkert fréttist af mér fyrr en seint um kvöld þegar leit var haf- in. Einn dag hafði fjöldi fólks leitað skjóls í ibúð okkar. Herflugvél hafði lent á húsi þeirra og fest í þaki ann- ars húss, hinum megin götunnar. Bæði húsin brunnu og flugmaðurinn lést.“ Þorgeir var í sveit á sumrin vegna stríðsátakahættu, auk þess í sveit hjá afa sínum og ömmu í Reykhólasveit og í sveit á Götu í Hvolhreppi þegar Hekla gaus, 1947. Hann var í síma- vinnu á sumrin á Vesturlandi á ár- unum 1952-57: „Þar var unnið 10 tíma á dag, sex daga vikunnar og sof- ið í tjöldum.“ Þorgeir lauk landsprófi og stund- aði nám við lýðháskóla í Magleås í Danmörku 1955-56: „Þar hélt eðlis- fræðingurinn frægi, Niels Bohr, fyrirlestur þennan vetur. Þaðan hélt ég svo í tveggja mánaða ferð um meginland Evrópu, en stúdentsprófi lauk ég 1959.“ Þorgeir stundaði nám við Bænda- skólann á Hvanneyri, lauk þaðan BSc-prófi sem búfræðikandidat vor- ið 1962 og stundaði síðan nám við Búnaðarháskólann í Ási í Noregi. Þorgeir var tilraunastjóri á Til- raunastöðinni Reykhólum 1962, var síðar sölumaður hjá Glóbus hf og nokkrum öðrum fyrirtækjum í véla- innflutningi. Þorgeir Örn Elíasson verslunarmaður – 80 ára Slappað af í sólinni ́Þorgeir Örn og eiginkona hans, Sigurbjörg, í sumarfríi á Tenerife fyrir nokkrum árum. Bú- og vinnuvélar voru hans ær og kýr Með dóttursyni Þorgeir og Mikael Erlendsson á ferðalagi innanlands. Reykjavík Hrói Austmann Gunnarsson fæddist 24. febrúar 2017 kl. 15.21. Hann vó 4.216 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Edda H. Austmann Harðardóttir og Gunnar Ingi Jóhannsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.