Morgunblaðið - 02.02.2018, Page 37

Morgunblaðið - 02.02.2018, Page 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 L O K A D A G U R Ú T S Ö L U N N A R L A U G A R D A G I N N 3 . F E B 1 0% a f s l á t t u r a f n ý j u m v ö r u m o g s é r p ö n t u n u m -20% Recast svefnsófi, svefnbreidd 140x200 cm kr. 119.900 * skemill og stóll selt sér Nú kr. 95.920 2 0 - 6 0 % a f s l á t t u r a f ú t s ö l u v ö r u m Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu þolinmóður, að öðrum kosti getur þú skapað meiri ringulreið en þú ræður við. Velgengni er ekki bara fólgin í efnislegum gæðum. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú er tími til þess að fara úr vits- munalega hamnum yfir í þann líkamlega; hugsaðu minna og framkvæmdu meira. Gerðu þér glaðan dag og bjóddu vini þínum út að borða. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er hætt við að fréttir sem tengjast framhaldsmenntun, útgáfu eða ferðalögum dragi úr þér kjarkinn. Sýndu sveigjanleika þegar allir virðast vilja breyta öllu í kringum þig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Viljirðu búa við áframhaldandi vel- gengni máttu í engu slaka á. Farðu vel með það vald sem þér er falið. Annars sérðu eftir því. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft ekki að fyllast sektarkennd þótt þig langi til þess að draga þig í hlé og eiga stund fyrir þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er öllum hollt að eyða einhverjum tíma með sjálfum sér og þú þarft að gera upp þínar tilfinningar eins og aðrir. Ekki reyna að breyta þeim sem verða á vegi þínum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt einhver snurða hlaupi á þráðinn milli þín og vinar þíns, máttu ekki loka á vin- áttuna. Skilningur og hjartahlýja eru lyk- ilorðin. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Óraunsæi svífur yfir vötnunum í dag. Við þurfum öll á umhyggju að halda þeg- ar við stígum okkar fyrstu skref í lífinu og aft- ur þegar við eldumst. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ættir að endurmeta stöðu þína í félagi eða sambandi. Eitthvað sem þú gerir beinir sjónum fólks að þér. Gerðu eins mikið og þú getur fyrri hluta dags. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú kemst hugsanlega á snoðir um athyglisverð leyndarmál í dag og finnur í það minnsta lausnir á eldgömlum vandamálum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Innsæi þitt er þér dýrmætara en margt annað. Viðhaltu lífskraftinum með því að vera dálítið kvikur, hvort sem þú ert í stuði til þess eða ekki. 19. feb. - 20. mars Fiskar Samvinna þín við samstarfsfólk þitt gengur ekki nógu vel í dag. Galdurinn er að einbeita sér að því sem skiptir máli; hitt mæt- ir afgangi. Það hefur verið mikið flug á Fíu áSandi. Hér er náttúruskoðar- inn á ferðinni: Með sandkorn inni í sinni skel sjaldan líður ostrum vel en harðan sandinn húða þær og heiminum finnst perlan skær. Á miðvikudaginn skrifaði Sigur- lín Hermannsdóttir í Leirinn: „Góð- an daginn á köldum en fallegum degi. Mér varð litið upp á vestur- himininn sem ég var að skafa af bílnum í morgun:“ Löngum þessu lendir í, lífs hans fastar rullur. Kominn er á kenndirí, keifar himin fullur. Fía á Sandi svaraði að norðan: „Þeir voru sko tveir hér í gær- morgun:“ Lítið vín hann lét í tána ljúfur uppi á himni skín en annar fullur féll í ána og fráleitt ratar heim til sín. Ingólfur Ómar bætti við: Frost er úti, frónið allt fannablæju vafið. Gulur máninn glottir kalt gegnum skýjatrafið. Og á Boðnarmiði orti Jón Valur Jensson: Fullur er máni, í skýjum skín, skrýddur töfraljóma, ber þér svo áfram, ástin mín í austri, kveðju með sóma. Þessi vísa Helga Ingólfssonar segir það sem segja þarf: Hve ég leik við hvern minn fingur og hvergi fer, því ég sjálf er sérfræðingur í sjálfri mér. Hallmundur Kristinsson kemur að kjarna málsins: Gaman er að geta spáð í góða ræðu, ágætlega flutta, ef tekst í henni að teygja þráð til að gera langa sögu stutta! Evalía Erlendsdóttir, húsfreyja á Söndum í Meðallandi, var skáldmælt en nokkuð fjöllynd. Eftir henni er höfð þessi vísa er hún kom eitt sinn af fundi skipsbrotsmanna og mér þykir alltaf gaman að rifja upp: Af því bar ég enga sút, er mér bættur skaðinn: Silfurskeið og silkiklút sit ég með í staðinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af ostrum og fylliríi á himnum „HLJÓMAR EINS OG GÓÐUR DÍLL. MÁ ÉG SOFA Á ÞESSU?“ „ÉG HELD AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ FORÐAST RISABORGARANN!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar það er í lagi fyrir hann að gráta – stundum! ÞAÐ ER Á SVONA DÖGUM SEM ÉG ÓSKA ÞESS AÐ ÉG VÆRI TANNLÆKNIR! JÆJA, ÞÚ GETUR BYRJAÐ Á ÞVÍ AÐ KÝLA NOKKRAR TENNUR ÚT HÉRNA! ER ÞETTA EKKI NÓG? SAGÐI SÁ ÖFUNDSJÚKI Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÚTSALA Víkverji er sæmilega virkur á sam-skiptamiðlum. Í það minnsta nokkrum þeirra. x x x Bróðir Víkverja sagði eitt sinn aðFacebook væri eins og gott partý. Þar mætti eiga samskipti við skemmtilegt fólk, hitta einhverja sem ekki hafa orðið á vegi manns lengi, daðra og segja brandara svo eitthvað sé nefnt. Sumir eru svo skemmtilegir að eiga athyglina í partýinu. Aðrir kunna ekki að haga sér og þá þarf að vísa þeim á dyr. x x x Vinur Víkverja skrifaði eitt sinn áFacebook: „Ég hef átt í mjög flóknu sambandi við samskipta- miðla.“ Þótti Víkverja það verulega fyndið en vissulega getur þessi heim- ur verið furðulegur í takti við mann- skepnuna sjálfa. Ekki verður því á móti mælt að margir drepleiðinlegir láta ljós sitt skína á Facebook. x x x En þó má alltaf finna gimsteina semá glóir í mannsorpinu svo vitnað sé í Bólu-Hjálmar. x x x Einn slíkur gimsteinn er skáldið ogtónlistarmaðurinn Róbert Örn Hjálmtýsson. Hefur hann lengi glatt Víkverja með stórkostlegum at- hugasemdum um lífið og tilveruna. x x x Á dögunum mátti til að myndafinna eftirfarandi færslu hjá Ró- berti á Facebook: „Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að skrifa orðið afturábak afturábak: kab- árutfa.“ x x x Einnig er hægt að mæla með Face-book-tilþrifum Konráðs Jóns- sonar lögfræðings. Erfiðara er að vitna í þau þar sem hann er gjarnan að sprella með hjálp ljósmynda. En sem dæmi um uppátæki Konráðs má nefna að hann setti sig í samband við fólk sem hann kallar „símanúmers- nágranna.“ Fannst sem sagt rétt að kasta kveðju á þá sem eru einum staf frá hans eigin símanúmeri. vikverji@mbl.is Víkverji Játið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð. (Sálm: 100.3)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.