Morgunblaðið - 02.02.2018, Síða 44

Morgunblaðið - 02.02.2018, Síða 44
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 33. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Eiður og Ragnhildur selja sumar... 2. Hera sat berrössuð á malbikinu 3. Segir forsendubrest hafa komið ... 4. Skíðatæknin vakti athygli lögreglu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sigtryggur Baldursson, bæjarlista- maður Kópavogs 2017, setur upp gjörninginn „Undir með vitund“ í inni- laug Sundlaugar Kópavogs annað kvöld kl. 21, á sundlauganótt. Gjörn- inginn vinnur hann í samvinnu við ManKan, þá Tómas Manoury og Guð- mund Vigni Karlsson. Í verkinu nota þeir risatrommur sem Sigtryggur hannaði úr gömlum endurvarps- loftnetum og kallast Parabólur en einnig verður notaður búnaður ManK- an sem þeir hafa hannað og gerir þeim kleift að láta hvers kyns rafræna tón- sköpun og trommutakta, í rauntíma- hljóðvinnslu, stjórna myndvörpum sem skapa umgjörð um tónlistina svo úr verður heildarupplifun takts, tóna og myndverka, eins og segir í tilkynn- ingu. Þeir félagar notast við hátal- arakerfi á sundlaugarbakkanum og neðansjávarhátalara sem verður sett- ur ofan í laugina þannig að njóta má upplifunarinnar hvort heldur er af bakka, í laug, eða í kafi. Sama kvöld kemur fram dúettinn Between Mount- ains sem fór með sigur af hólmi í Músíktilraunum í fyrra. Morgunblaðið/Kristinn List sem njóta má á bakka, í laug og í kafi  Rithöfundurinn og sviðslistamað- urinn Friðgeir Einarsson flytur verk í vinnslu, Club Romantica, í menning- arhúsinu Mengi í kvöld kl. 21. Friðgeir hefur undir höndum nokkur mynda- albúm frá konu sem hann hefur aldr- ei hitt og hefur engin tengsl við og mun í máli og myndum segja sögu hennar og annarra sem koma fyrir á mynd- unum. Verkinu er lýst sem listrænum fyrirlestri um söfnun og sköpun minninga. Friðgeir flytur Club Romantica í Mengi Á laugardag SV 8-15 m/s og él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 0-5 stig inn til landsins en hiti um og yfir frostmarki víða við ströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hvöss sunnanátt austantil og rigning sunn- an jökla. Hiti 2 til 10 stig, mildast á annesjum norðan til. Kólnar aftur, fyrst vestan til. Vægt frost víðast hvar í kvöld. VEÐUR Fyrir fram myndi ég flokk- ast með hópi keppenda sem ættu að vera á bilinu 15-35. Í þessum hópi eru margir sem geta barist um að vera á meðal 15-20 efstu. Ef ég næ mér á strik þá á ég möguleika á að blanda mér í hóp 15 efstu. En til þess þyrfti margt að ganga upp,“ segir Snorri Einarsson sem keppir í fjórum göngugrein- um á Vetrarólympíuleik- unum í Pyeongchang. »4 Stefnir hátt í Pyeongchang „Góður árangur á EM er langstærsta markmiðið á þessu ári. Ég þarf þó að- eins að sjá til hvort það verður í 800 eða 1.500 metra hlaupi. Það fer bara eftir því hvar ég á meiri möguleika,“ segir Aníta Hinriksdóttir, sem verður á ferðinni á Reykjavíkurleikunum á morgun og fær þar harða samkeppni. Árið 2018 gæti orð- ið árið þegar Aníta skiptir 800 metra hlaupi út sem aðalkeppnis- grein sinni. »1 Fer eftir því hvar ég á meiri möguleika Eftir fimm sigurleiki í röð urðu ÍR- ingar að sætta sig við stórt tap í 16. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta þegar þeir fengu Stjörn- una í heimsókn í gærkvöld. Stjarnan vann 87:64-sigur og þar með náðu KR-ingar að jafna ÍR að stigum á toppi deildarinnar með því að leggja Þór Akureyri að velli norðan heiða. Grindavík vann Hött af öryggi. »2 Stjarnan sá um að stöðva sigurgöngu ÍR ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Vinna Karls Jeppesen við heimildarmynd um veiðar og versl- un Englendinga og Þjóðverja við Ísland á öldum áður varð kveikja hans að bókinni Fornar hafnir – út- ver í aldanna rás, sem bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi sendi frá sér á dögunum. Úrval myndanna má sjá á sýningu á Veggnum í Þjóð- minjasafninu þessa dagana. Þegar Karl vann að fræðslu- myndinni um „ensku og þýsku öld- ina“ í Íslandssögunni, tímabilið frá um 1400 til um 1600, segist hann hafa rekist á staði þar sem áður hafi verið gamlar verstöðvar Ís- lendinga, en Englendingar hafi ver- ið á svipuðum slóðum. Hann hafi kannað málið betur, meðal annars lesið Íslenska sjávarhætti eftir Lúð- vík Kristjánsson, sem hafi rann- sakað og safnað saman heimildum frá stöðum um allt land og meðal annars talið upp um 360 verstöðvar. „Þetta kveikti enn frekar í mér og varð til þess að ég heimsótti fleiri staði, en margar þessara stöðva eru nú bæjarsamfélög eins og til dæmis Ólafsvík og Bolungarvík,“ segir Karl. Hann minnir samt á að all- flestar verstöðvarnar séu ekki falln- ar inn í byggð, en stór hluti sé engu að síður horfinn undir torf, sand eða sjó. Verðmæti Karl lauk við fræðslumyndina 2010 og hefur hún síðan verið notuð við kennslu í skólum, en hann hóf vinnu við drög að ljósmyndabók ár- ið eftir. Fyrir um einu og hálfu ári óskaði hann eftir því að halda ljós- myndasýningu um þessar fornu hafnir í Þjóðminjasafninu og þegar hann fékk grænt ljós á það fyrir um ári ákvað hann að stefna að bókar- útgáfu enda með mikið ritað efni, sem hann hafði safnað saman, og margar myndir í höndum. „Bjarni Harðarson bókaútgefandi tók vel í að gefa bókina út og nú er hún orð- in að veruleika.“ Áhugi Karls á ljósmyndun hófst í æsku. „Ég fékk bakteríuna frá pabba, þegar ég var níu ára, byrjaði að taka myndir með honum og framkalla uppi í risi,“ rifjar hann upp. „Ég fékk myndavél strax í fermingargjöf, Exa, sem voru af- skaplega góðar þýskar vélar með góðum linsum. Fljótlega fór ég að kaupa japanskar myndavélar, sem urðu allsráðandi á sjöunda áratugn- um.“ Karl var grunnskólakennari 1965 til 1980, vann hjá Námsgagnastofn- un 1980 til 1995 og var síðan kenn- ari við Kennaraháskólann til 2007. Auk þess starfaði hann sem útsend- ingarstjóri og síðan dagskrárritari fyrstu ár Sjónvarpsins frá 1966 til 1972 og sem dagskrárgerðarmaður um 1980. Hann gerði margar fræðslumyndir fyrir Námsgagna- stofnun og tók myndir í kennslu- bækur. Sem kennari í Álftamýrar- skóla kenndi hann lengi börnum að ljósmynda og framkalla í kjall- aranum. „Það var skemmtilegt tímabil og margir hafa orðið ljósmyndarar upp úr því eins og til dæmis Ragnar Th. Sigurðsson, Páll Reynisson og Anna Fjóla Gísladóttir.“ Bókin er 320 blaðsíður í stóru broti. Hana prýða um 550 litmyndir frá um 160 verstöðvum vítt og breitt um landið. Verstöðvar í máli og myndum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útgáfa Karl Jeppesen flettir bókinni, sem er 320 blaðsíður í stóru broti, skreytt um 550 litmyndum.  Karl Jeppesen með viðamikla bók og ljósmyndasýningu í Þjóðminjasafninu Ljósmynd/Karl Jeppesen Úr bókinni Frá Eystra-Horni við Lón skammt norðan Hafnar í Hornafirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.