Morgunblaðið - 03.02.2018, Side 2

Morgunblaðið - 03.02.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018 Uppstillingarnefnd fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ hefur verið falið að gera tillögu að framboðslista fyrir kosningarnar í vor. Af því tilefni auglýsir nefndin nú eftir framboðum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí 2018. Þeir sem hafa hug á því að taka sæti á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 skulu senda uppstillingarnefnd skriflega kynningu þar sem þeir kynna sig og sinn bakgrunn auk þess að tilgreina hvaða sæti á lista sóst er eftir. Frambjóðendur skulu eiga kosningarétt í kosningum til sveitarstjórnar vorið 2018, vera íslenskir ríkisborgarar og fullra 18 ára á kjördegi, eiga lögheimili í sveitarfélaginu og vera meðlimur í Sjálfstæðisfélagi í Reykjanesbæ. Framboðum skal skilað netfangið: xd2018rnb@gmail.com í síðasta lagi fimmtudaginn 15. febrúar n.k. Auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is „Það er enginn vafi á því að þetta mun nægja til að lyfta grettistaki í þessum málaflokki. Við munum koma mörgu til leiðar sem við höfum viljað gera, hraða málsmeðferð m.a. Við erum afskaplega ánægð með þetta,“ segir Sigríður Björk Guð- jónsdóttir, lögreglustjóri á höfuð- borgarsvæðinu, um aukna fjárveit- ingu til meðferðar kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. 290 milljónum varið árlega Sigríður Andersen dómsmálaráð- herra kynnti í gær aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í þessum efnum, en 407 milljónum verður varið í mála- flokkinn á næsta ári. Alls verður stöðugildum fjölgað um sextán hjá lögreglunni, en þau skiptast hlut- fallslega milli embætta eftir fjölda tilkynntra kynferðisbrota. Um 290 milljónum verður varið í meðferð kynferðisbrota á ársgrund- velli til framtíðar, 40 milljónum til eins árs og 80 milljónum árlega næstu þrjú ár. Einnig verður meðferð kyn- ferðisbrotamála hjá embætti hér- aðssaksóknara efld auk þess sem að endurmenntun og fræðsla verður aukin. 40 milljón- ir verða lagðar í að uppfæra verklag og rannsóknarbúnað hjá lögreglu og unnið verður að því að auka gagna- flæði milli lögreglu, ákæruvalds, lög- manna og réttargæslumanna. Bjarkarhlíð verði efld 237 milljónir verða eyrnamerktar eflingu lögregluembættanna á hverju ári og mun stöðugildum við kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölga um sex. Að sögn Sigríðar Bjarkar verður peningunum m.a. varið í að hraða málsmeðferð hjá lögreglu. Fjórir rannsóknarlögreglumenn verða ráðnir til starfa, einn ákærandi og einn starfsmaður á skrifstofu. „Við erum að ná svona 250 málum á ári en málaþunginn er u.þ.b. 400 mál. Þessi fjölgun starfsmanna gerir okkur kleift að ná mun betur utan um þessi verkefni,“ segir hún og bætir við að sérstök áhersla verði lögð á kynferðisbrot gegn börnum og rafræn brot. Sigríður nefnir einnig að starf- semi Bjarkarhlíðar, nýrrar mið- stöðvar fyrir þolendur ofbeldis, verði efld. Þar starfar fyrir reyndur lögreglumaður á sviði kynferðis- brota í ráðgjafarstarfi. „Í Bjarkar- hlíð hefjast mörg mál sem við teljum að hefðu ekki komið til okkar að öðrum kosti.“ Með auknu fjármagni mun kyn- ferðisbrotadeild lögreglunnar geta unnið að rannsókn mála í teymum, en Sigríður Björk segir að lögreglan í Danmörku hafi þróað ferla um slíka teymisvinnu sem hafi reynst vel. Til stendur að starfsmaður lög- reglunnar haldi þangað til að kynna sér leiðir danskra lögregluyfirvalda. Aukið fjármagn nægi til að lyfta grettistaki  Mjög ánægð með aukið fé til meðferðar kynferðisbrota Sigríður Björk Guðjónsdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ríkisendurskoðun telur að ýmsir annmarkar hafi verið á stjórnsýslu innanríkisráðuneytis, Isavia og Sam- göngustofu vegna varanlegrar lok- unar flugbrautar 06/24, neyðar- brautarinnar svo- kölluðu, á Reykja- víkurflugvelli. Meðal annars skorti á formfast- ara samráð um þá verkferla sem fylgja ber við breytingar á flug- völlum. Þá telur Ríkisendurskoðun ljóst að einhliða pólitískar ákvarðanir ráðherra hafi haft óheppileg áhrif á gang mála. Allt hafi þetta orðið til að skapa óvissu og tefja lokunina. Ríkisendurskoðun gerði stjórn- sýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar að beiðni stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis. „Eftir fyrsta lestur skýrslunnar sýnist mér hún vera áfellisdómur yfir stjórnsýsluþætti málsins,“ segir Njáll Trausti Frið- bertsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sem beitti sér fyrir úttekt á málinu. Hann nefnir sérstaklega sam- skipti ráðuneytis og borgar um svo- kallað viðaukasamkomulag þar sem fátt sé skjalfest. Dómar um lokun neyðarbrautarinnar hafi þó fyrst og fremst snúist um það. „Ég held að öll- um megi vera það ljóst að öryggis- hagsmunir almennings hafa ekki ver- ið hafðir að leiðarljósi í þessu veigamikla máli, það hafi meira snúist um valdheimildir ráðherra. Ég tel nauðsynlegt að málið verði í fram- haldinu tekið til efnislegrar meðferð- ar í þinginu,“ segir Njáll Trausti. Tók langan tíma Undirbúningur að lokun flug- brautarinnar hófst 30. desember 2013 og lauk ekki endanlega fyrr en 22. desember 2017 þegar Samgöngu- stofa vottaði Reykjavíkurflugvöll sem tveggja brauta völl, án flug- brautar 06/24. Ríkisendurskoðun nefnir þrjár ástæður fyrir þessum drætti. Í fyrsta lagi ákvað Hanna Birna Kristjáns- dóttir innanríkisráðherra einhliða að flugbrautinni yrði ekki lokað fyrr en tillögur stýrihóps um rekstur flug- vallar á höfuðborgarsvæðinu, svo- kallaðrar Rögnunefndar, lægju fyrir. Í öðru lagi hefði nýr innanríkisráð- herra, Ólöf Nordal, haft aðra afstöðu til flugvallarmálsins en forveri henn- ar. Málið fór fyrir dómstóla þar sem niðurstaðan varð að samkomulag borgarinnar og ríkisins um lokun flugbrautarinnar væri skuldbindandi stjórnvaldsákvörðun. Í þriðja lagi tel- ur Ríkisendurskoðun að drátt á lokun brautarinnar megi rekja til ýmissa agnúa á stjórnsýslu Isavia og Sam- göngustofu, eftir að loks var ákveðið að ganga frá lokun hennar. Þeir fólust einkum í skorti á sameiginlegum skilningi þessara stofnana á því hvernig hrinda ætti ákvörðuninni í framkvæmd og gildi þess áhættu- mats sem unnið skyldi í því sambandi. Ríkisendurskoðun vekur athygli á mikilvægi þess að ráðuneytið marki skýra stefnu og áætlun um framtíðar- uppbyggingu og rekstur flugvallar á höfuðborgarsvæðinu og haldi áfram viðræðum við Reykjavíkurborg um málið. Minnt er á að lokun neyðar- brautarinnar hafi aðeins verið fyrsti áfanginn í lokun flugvallarins í Vatns- mýri. Agnúar á stjórnsýslu ríkisstofnana  Ríkisendurskoðun gerir stjórnsýsluúttekt á lokun neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar  Þingmaður segir að öryggishagsmunir almennings hafi augljóslega ekki verið hafðir að leiðarljósi Morgunblaðið/RAX Neyðarbrautin Pólitíkin og agnúar á stjórnsýslu stofnana ríkisins urðu þess valdandi að lengi dróst að loka flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Njáll Trausti Friðbertsson Hugmyndir Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að hluti Miklu- brautar verði settur í stokk eru kosningabragð að mati Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Um- ræða um þessa framkvæmd fór fram á borgara- fundi á Kjarvals- stöðum í fyrra- kvöld. Kjartan segir tillöguna ekki nýja, heldur hafi hún legið fyrir í aðalskipulagi í áratugi. „Í síðasta aðalskipulagi sem meirihlutinn vann var dregið úr vægi hugmyndarinnar og árið 2015 fluttum við sjálfstæðismenn svo aft- ur tillögu um stokkinn,“ segir Kjartan. Í vikunni hafi meirihlutinn síðan kynnt svonefnda frummats- skýrslu um stokkinn. Kostirnir lengi legið fyrir „Að mestu leyti er þetta upptaln- ing á staðreyndum sem hafa legið fyrir mjög lengi um að þessi hug- mynd hafi góða kosti í för með sér,“ segir Kjartan. „Þetta er ómerkilegt kosningabragð og ekkert annað. Meirihlutinn hefur kerfislægt hafn- að lausnum í umferðarmálum, sér- staklega á Miklubraut. Þegar menn átta sig á eftirspurninni eftir þessu reyna þeir að bjarga sér með því að kynna þetta sem sína hugmynd,“ segir Kjartan, en Sjálfstæðisflokk- urinn mun á þriðjudag leggja til að borgarstjórn hefji viðræður við ríkið um að Miklabraut verði lögð í stokk og skipi um það starfshóp. jbe@mbl.is »14 „Ómerkilegt kosningabragð“  Hugmynd um stokk sé engin nýjung Kjartan Magnússon Hratt var þeyst upp Skólavörðustíg í gær í brekku- sprettskeppni Reykjavíkurleikanna. Agnar Örn Sigurðarson úr HFR varð fyrstur, sjónarmun á undan næsta manni, Emil Þór Guðmundssyni úr Tindi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á hjólfákum fráum upp Skólavörðustíg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.