Morgunblaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018 DraumasiglingumFeneyjar sp ör eh f. Vor 5 Glæsileg sigling um Feneyjar með fljótaskipinu MS Michelangelo. Feneyjar hafa löngum verið kallaðar Drottning Adríahafsins og ekki að ástæðulausu. Í ferð okkar verður m.a. komið við á Murano og Burano eyjunum, siglt að mynni Po fljótsins og svo kynnumst við að sjálfsögðu Feneyjum. 26. apríl - 3. maí Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 239.500 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur samþykkt að heimila niðurrif á friðlýstum samkomusal á baklóð nr. 2 við Thorvaldsensstræti. Um er að ræða húsið þar sem skemmti- staðurinn Nasa var síðustu árin. Salurinn verður endurbyggður í upprunalegri mynd í samráði við Minjastofnun, en hann var frið- lýstur í desember 2013. „Salurinn er mjög illa farinn, byggður úr lélegu efni árið 1942, og samkvæmt deiliskipulagi þarf að sökkva honum um það bil tvo metra niður í jörðina til að uppfylla hljóð- kröfur,“ segir Benedikt Ingi Tómas- son verkfræðingur, verkefnastjóri framkvæmda á Landssímareitnum. Endurbyggingin er hluti af fram- kvæmdum við nýtt hótel á vegum Icelandair á staðnum. Stefnt er að því að þeim ljúki á næsta ári. Nasa-salurinn er viðbygging til vesturs við timburhúsið við Thor- valdsensstræti 2, sem byggt var 1878. Í timburhúsinu var Kvenna- skóli Þóru Melsteð upphaflega til húsa. Seinna voru þar skrifstofur Sjálfstæðisflokksins um árabil og reisti flokkurinn bakhúsið undir skemmtanahald og samkomur. Á vef Minjastofnunar segir að Nasa-salurinn endurspegli „í gerð sinni, rýmisskipan, hlutföllum, skreyti og andrúmi tíðaranda 5. áratugarins þegar ensk-amerísk áhrif í tónlist, tísku og byggingarstíl voru áberandi“. Enginn samkomu- salur með hliðstæðum einkennum hafi varðveist í jafn heillegri mynd í Reykjavík. Menningargildi salarins felist enn fremur í tengingu hans við íslenska tónlistarsögu, en þar var vettvangur tónleikahalds um áratuga skeið. Framkvæmdir hefjast í vor Að sögn Benedikts Inga er líklegt að framkvæmdir við niðurrif og endurbyggingu NASA hefjist með vorinu, en enn er eftir að fá byggingarleyfi og semja við borgar- yfirvöld um tilhögun framkvæmda. „Það eru margir í grennd sem hafa hagsmuna að gæta í sambandi við svona framkvæmd, þar á meðal Al- þingi, og við munum hafa náið sam- ráð við þá alla og taka tillit til þeirra sjónarmiða,“ segir Benedikt. Hann segir að mikill metnaður sé lagður í endurbygginguna og náið samstarf sé haft um hana við Pétur Ár- mannsson, arkitekt hjá Minja- stofnun. Þannig hafi til dæmis mikl- um tíma verið varið í að leita að upprunalegri málningu í salnum og veggfóðri. „Það var skafið niður á 18 lög af málningu í kringum sviðið og við er- um búin að fá nokkuð góða mynd af mismunandi útliti salarins á undan- förnum áratugum,“ segir Benedikt. Friðlýstur Nasa-salurinn rif- inn og síðan endurbyggður  Framkvæmdir í vor  Sökkt tvo metra niður í jörð til að uppfylla hljóðkröfur Salurinn Veitinga- og samkomusalur Sjálfstæðishússins við Austurvöll á gullaldarárunum um miðja 20. öld. Síðustu árin hefur verið talað um Nasa-salinn eftir samnefndum skemmtistað sem þar var rekinn í nokkur ár. Morgunblaðið/Rósa Braga Framkvæmdir Nasa-salurinn er í viðbyggingunni til hægri. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák, mun á sunnudag etja kappi við heimsmeistarann norska Magnus Carlsen, en viðureign þeirra verður hluti nýrrar skákdeildar, Pro Chess League, þar sem allar viðureign- irnar fara fram á netinu. Að baki deildinni er stærsta skákvef- síða heims, chess- .com. Keppnin er liðakeppni og lið frá öllum heims- hornum taka þátt. Eitt íslenskt lið keppir á mótinu, Reykjavíkur- lundarnir (e. Reykjavik Puffins) sem er að þessu sinni skipað þeim Birni Þorfinnssyni, Hannesi Hlífari Stef- ánssyni, Jóni Viktori Gunnarssyni og áðurnefndum Helga Ólafssyni. Liðsstjóri er Ingvar Þór Jóhannes- son. Mótið var haldið í fyrsta skipti í fyrra og fer nú fram í annað sinn. Bjartsýni um góðan árangur Íslenska liðið hefur unnið eina viðureign, tapað einni og gert jafn- tefli í einni. Ingvar Þór kveðst bjart- sýnn fyrir hönd liðsins. „Við vorum óheppnir í fyrra en erum með sterk- ara lið núna. En að sama skapi hefur mótið stækkað, það er meiri umfjöll- un og áhugi,“ segir hann. Leyfilegt er að keppendur tefli í einrúmi en skilyrði er að þá sé notast við vefmyndavél svo sanna megi að réttur maður sitji í raun við tölvuna. Fylgjast má með öllum viður- eignum mótsins á vefsíðunni chess- .com, en upplýsingar um lið, ein- staka keppendur og mótið í heild má finna á vefsíðunni prochess- league.com. Helgi teflir við Carlsen Helgi Ólafsson  Skákdeild á netinu fer ört stækkandi Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is „Þetta er fullnaðarsigur fyrir Reykjavík Media, Stundina og fyrir tjáningarfrelsið í landinu,“ sagði Jó- hannes Kr. Kristjánsson, eigandi Reykjavík Media, í gær eftir að fyr- irtæki hans og Stundin voru sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær af öll- um kröfum Glitnis HoldCo um stað- festingu á lögbanni á umfjöllun miðl- anna upp úr gögnum úr bankanum. Stundinni og Reykjavík Media voru dæmdar 1,2 milljónir króna í máls- kostnaðarbætur hvoru um sig. Þrotabú Glitnis fór fram á lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media úr gögnum úr bankanum sem fjölmiðlarnir hafa haft undir höndum og snerust að mestu leyti um viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, við Glitni í aðdrag- anda hrunsins. Samþykkti sýslumað- urinn í Reykjavík beiðni þrotabúsins 16. október síðastliðinn, skömmu fyr- ir alþingiskosningar. Röksemdir Glitnis fyrir staðfestingu lögbannsins voru að fjölmiðlarnir hefðu lýst yfir að þeir hefðu ekki birt allt sem þeir vildu úr gögnunum þegar lögbannið var sett. Þá færi birting gagnanna gegn ákvæðum laga um persónu- vernd og meðferð persónuupplýsinga og frekari birting gæti mögulega leitt til skaðabótaskyldu félagsins. Kærðu Stundin og Reykjavík Media úrskurð sýslumanns og var tekist á um málið í héraðsdómi í upphafi árs. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, sagði í viðtali við mbl.is eftir að dómurinn féll í gær að þótt þau hefðu unnið málið yrði lögbannið í gildi næstu þrjár vikur. Hún sagði að ef lögbann- ið félli úr gildi myndi Stundin birta fleiri fréttir tengdar málinu. Jón Trausti Reynisson, fram- kvæmdastjóri Stundarinnar og hinn ritstjóri miðilsins, sagði að það væri Glitnis HoldCo að ákveða framhald- ið. „Það er fyrst og fremst fólkið í landinu sem tapar á að því sé meinað að fá upplýsingar um hagsmuna- árekstra og hagsmuni helsta áhrifa- fólks landsins og það skömmu fyrir kosningar með einhverju langvar- andi banni sem gæti varað í ár í við- bót ef þrotabúið ákveður að hafa það þannig með áfrýjun,“ sagði Jón Trausti. Að sögn Ólafs Eiríkssonar, lög- manns Glitnis, fer stjórn Glitnis nú yfir dóminn og mun í framhaldinu meta hvort honum verði áfrýjað. Stundin og Reykjavík Media lögðu Glitni HoldCo  Héraðsdómur staðfesti ekki lög- bannskröfu Glitnis Morgunblaðið/Hari Sigur F.v. Jóhannes Kr. Kristjánsson, eigandi Reykjavík Media, og Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.