Morgunblaðið - 03.02.2018, Qupperneq 12
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
I
ngvar Kamprad, eigandi og
stofnandi sænska hús-
gagnarisans IKEA, lést eftir
skammvinn veikindi á
heimaslóðum sínum í Smá-
löndum í Svíþjóð.
Ingvar var litríkur persónuleiki
sem margir minnast á Twitter, þar á
meðal utanríkisráðherra Svíþjóðar,
Margot Wallström, sem segir Ingvar
Kamprad hafa sett Svíþjóð á kortið.
IKEA-nafnið er samsett úr upp-
hafsstöfum Ingvars Kamprad, I og
K, E stendur fyrir Elmtaryd sem er
nafn á bænum sem Ingvar ólst upp í
og A er fyrir Agunnaryd sem er nafn
á þorpi nálægt æskuheimili hans.
Ingvar stofnaði IKEA 17 ára
gamall með verðlaunafé frá föður
sínum vegna góðs árangurs í námi
þrátt fyrir lesblindu. Fyrstu við-
skipti IKEA voru með ritföng og
póstkort en fljótlega bættust við
minni húsgögn og rammar.
Ingvar hætti í stjórn IKEA þeg-
ar hann var 87 ára gamall en hélt
áfram afskiptum af fyrirtækinu til
dauðadags. Hann sagði í viðtali árið
2014 að hann hefði svo mikið að gera
að hann hefði engan tíma til að deyja.
Ingvari virtist sölumennska í
blóð borinn. Fimm ára byrjaði hann
að selja eldspýtur í hagnaðarskyni.
Tíu ára hjólaði hann um og seldi,
jólaskraut, fisk og pensla.
IKEA óx hratt á sjöunda og átt-
unda áratugnum og er sagt hafa um-
bylt húsgangnasmíði og sölu og veitt
fólki frelsi til þess að „mubla“ upp
heimili sín á persónulegan hátt. Jeff
Banks húsgagnahönnuður segir
Ingvar hafa komið á róttækum
breytingum í hönnun heimila.
Hugsaði um kaupandann
Ingvar þótti vægðarlaus við
birgja en sanngjarn gagnvart kaup-
endum. Markmið Ingvars var að
gefa kaupendum kost á að kaupa
vörur rétt yfir kostnaðarverði. IKEA
var fyrst til þess að framleiða hús-
gögn í flötum pakkningum. Sagan
segir að Ingvar hafi fengið hug-
myndina þegar hann fylgdist með
starfsmanni taka fætur af borði til
þess að koma því inn í bíl við-
skiptavinar.
Ingvar flutti frá Svíþjóð í sjálf-
skipaða útlegð vegna skattamála í 40
ár en sneri aftur til heimahaganna til
þess að vera nær fjölskyldu sinni árið
2013 tveimur árum eftir að kona
hans dó. Ingvar hélt einkalífi sínu ut-
an fjölmiðla. Hann var tvíkvæntur,
en með fyrri konu sinni Kerstin
Wadling ættleiddi hann dótturina
Annika Kihlblom og með seinni konu
sinni eignaðist hann synina Mathias,
Peter og Jonas. Þeir koma allir að
stjórnun IKEA og munu erfa IKEA-
veldið. Annika mun ekki fá hlut í
IKEA en erfa fjórðung persónulegra
fjármuna föður síns.
Í grein um Ingvar Kamprad í
CNBC kemur fram að Ingvar hafi
lært að fara með peninga eins og fólk
í Smálöndum. Hann hafi verið spar-
samur, allt að því nískur. Hann hafi
ekið um á 20 ára gömlum Volvo og
ekki skipt um bíl fyrr en þeir voru
orðnir hættulegir í akstri.
Hann keypti föt á flóamörk-
uðum og lét klippa sig í þróunarlönd-
unum þar sem honum fannst klipp-
ing of dýr í öðrum löndum. Í störfum
sínum hjá IKEA ferðaðist hann á al-
mennu farrými, gisti á ódýrum hót-
elum og eyddi litlu í mat á ferða-
lögum. Þannig lagði hann línurnar
fyrir aðra starfsmenn IKEA.
Í bókinni The Testament of a
Furniture Dealer, sem gefin var út
árið 1976 og kölluð hefur verið biblía
húsgagnasalans, gaf Ingvar leiðbein-
ingar fyrir starfsmenn IKEA sem
unnið er enn eftir. Í bókinni kemur
fram að sóun sé dauðasynd í IKEA.
Önnur bók um sögu IKEA kom út
árið 1990 undir nafninu, Leading by
Design: The IKEA Story.
Stofnandi IKEA
keyrði um á 20 ára
gömlum Volvo
Saga Ingvars Kamprad sem viðskiptamanns nær frá því að hann var fimm ára
og hóf að selja eldspýtur í hagnaðarskyni. 17 ára gamall stofnaði hann IKEA og
var viðloðandi fyrirtækið þar til hann lést 91 árs gamall. Hann var þá áttundi
ríkasti maður heims og eigandi IKEA-stórveldisins ásamt sonum sínum þremur.
Frumkvöðull Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA-stórveldisins, lést nýlega.
Hann stofnaði IKEA 17 ára og byggði upp veldi sitt frá grunni.
Úr horni í 26.000 m²
» Var opnað 1981 sem horn
í Hagkaupum í Skeifunni
» Flyst í 2.000 m² í Húsi
verslunarinnar við Kringluna
» Flyst í 8.000 m² í Vatna-
görðum
» Flyst í 26.000 m² í Kaup-
túni í Garðabæ, og er þar enn.
Billy-bókaskápar hafa þjónað hlut-
verki sínu en þeir eru nú smátt og
smátt að hverfa af heimilum fólks.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018
Haldið verður upp á heimsdag
barna í dag. Heimsdagurinn fer
fram í öllum menningarhúsum
Borgarbókasafnsins.
Á heimsdegi barna eru fjöl-
skyldum og börnum gefin tækifæri
á að taka þátt í fjölbreyttum smiðj-
um og ævintýrum.
Dagskráin fer fram í öllum
menningarhúsum Borgarbókasafn-
ins en þau eru í Árbæ, Gerðubergi,
Kringlunni, Sólheimum og í Spöng-
inni.
Þemað í ár er Myrkraverur en
þær hafa nú tekið yfir öll söfnin.
Þeir sem hafa kjarkinn og þora að
kíkja í heimsókn mega eiga von á
alls kyns fyrirbærum.
Reiknað er með að draugar,
nornir skrímsli og uppvakningar
láti sjá sig. Það verður margt í
boði í menningarhúsum Borgar-
bókasafnsins og má þar nefna bún-
ingasmiðjur, föndursmiðjur, get-
raunir og síðast en ekki síst
æsispennandi Háskaleika.
Vefsíðan borgarbokasafn.is
Myrkraverk Draugar, nornir, skrímsli, uppvakningar munu láta sjá sig í allri
sinni dýrð í menningarhúsum Borgarbókasafnsins í dag á heimsdegi barna.
Myrkraverur taka yfir í menning-
arhúsum Borgarbókasafnsins
Kids in Jazz býður til tónleika í Nor-
ræna húsinu í dag, 3. febrúar, klukk-
an 15.00.
Flytjendur á tónleikunum í dag
voru valdir úr hópi 60 barna til að
taka þátt í alþjóðlegu djassverkefni
með börnum frá Noregi, Svíþjóð,
Danmörku, Finnlandi, Portúgal, Vene-
súela og Japan. Í ágúst brá hópurinn
undir sig betri fætinum og tók þátt í
djasshátíð í Ósló. Þar voru þau landi
sínu og þjóð til sóma.
Nú er komið að því að sýna af-
rakstur af vinnunni og nýja takta með
djörfum og tilfinningaríkum djassi.
Hópinn sem flytur Dýfur úr djass-
heimum skipa þau Eva, 12 ára, sem
spilar á píanó, Guðrún Aisha, 11 ára,
sem spilar á klarínett, Kári, 13 ára,
sem spilar á rafmagnsgítar, Oddur, 14
ára, sem leikur á saxófón, Linda, 12
ára, sem leikur á víbrafón, Aida, 12
ára, spilar á kontrabassa og Una, 10
ára, sér um trommuleik.
Frá Noregi kemur svo japanski
píanósnillingurinn Ayumi Tanaka sem
leikur nokkur lög ásamt Odd André
Elveland tónlistarstjórnanda.
Aðgangur er öllum opinn og frítt
inn á tónleikana.
Djass í Norræna húsinu
Kids in Jazz býður upp á dýfur
úr djassheimum
Djassarar Dýfur úr djassheimum.
Sterkir í stálinu
Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn
Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar
Svört- og ryðfrí rör og fittings
Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur
POM öxlar • PE plötur
Lokar af ýmsum gerðum
Opið virka daga kl. 8-17
Skútuvogi 4, Rvk
Rauðhellu 2, Hafnarfirði
Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU
AÐ LÁTA
GERA VIÐ?
Um 3000
þjónustufyrirtæki
eru á skrá hjá
finna.is
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.