Morgunblaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018 „Þetta er með alvarlegri bilunum sem upp hafa komið hjá okkur vegna þess hve áhrifin voru víðtæk. Þetta var afar óheppilegt atvik,“ segir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, RB, í samtali við Morgunblaðið um bilunina á fimmtudaginn sem leiddi til þess að um nokkurn tíma var ekki hægt að nota debetkort í verslunum, hrað- bönkum eða afgreiðslukerfum. Hann segir að RB muni í sam- vinnu við sína viðskiptavini greina málið frekar og grípa til ráðstafana sem dragi úr möguleikum á sam- bærilegum bilunum í framtíðinni. Ekki sé þó um það að ræða að vél- búnaður sé úreltur og þarfnist endurnýjunar. Bilunin varð vegna óvanalegs álags og skýrist af mörgum sam- verkandi þáttum. Að öllu jöfnu ráða kerfi RB við aukið álag í tengslum við mánaðamót en við það bættist bilun í búnaði sem takmarkaði af- kastagetu og hafði keðjuverkandi áhrif á kerfið. Þetta olli truflunum í heimildargjöf debetkorta, af- greiðslukerfi bankanna og í hrað- bönkum. Bilunin skapaði fjölda fólks sem notar debetkort mikil óþægindi. Tveir álagstoppar mynduðust, ann- ars vegar upp úr kl. 13.00 og hins vegar upp úr kl. 17.00. Á þeim tíma var ekki hægt að nota debetkortin. Þetta varði í rúmar 20 mínútur í fyrra skiptið og rúmar 50 mínútur í seinna skiptið og orsakaði mjög mikla röskun hjá verslunar- og þjón- ustufyrirtækjum. Neyðarstjórn RB var kölluð út strax við fyrra atvikið. Stjórnin og stór hópur starfsmanna RB og sam- starfsaðila unnu að úrlausn fram á kvöld. Klukkan 18.00 voru kerfi RB komin í eðlilegt ástand og viðgerðum á búnaði var að fullu lokið um kl. 21.00. Ekki er talin hætta á frekari rösk- un á þjónustu af þessum sökum. Í gær var unnið við að leiðrétta færslur sem framkvæmdar voru oft- ar en einu sinni á fimmtudaginn. gudmundur@mbl.is Með alvarlegri bilunum hjá RB  Debetkort voru óvirk í 70 mínútur Morgunblaðið/Styrmir Kári RB Friðrik Þór Snorrason segir bil- unina hjá RB mjög óheppilega. Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Einnig getum við úvegað startara og alternatora í allskonar smávélar frá Ameríku Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði í alternator og startaraviðgerðum. Við höfum áratuga reynslu í viðgerðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verkstæðið er með öll nauðsynleg tæki og tól til þessara verka. Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í prufubekk til að tryggja að allt sé í lagi. Þeim er einnig skilað hreinum og máluðum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta hljóta að vera vonbrigði. Það lítur út fyrir að töluvert sé af loðnu á miðunum vegna þess hvernig veiðin hefur gengið. Almennt er tónninn þannig í sjómönnum og sömu fréttir berast frá norsku loðnuskipunum,“ segir Gunnþór Ingvason, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Norðfirði, um ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar um að auka heildar- aflamark í loðnu aðeins um 77 þús- und tonn. Sjávarútvegsráðherra úthlutaði 208 þúsund tonna upphafskvóta í loðnu eftir mælingar á stofninum í september og október. Loðnan var mæld að nýju nú í janúar. Minni kvóti en í fyrra Hafrannsóknastofnun mat að stofninn væri 849 þúsund tonn um miðjan janúar að teknu tilliti til þess afla sem þá hafði þegar veiðst. Í samræmi við samþykkta aflareglu sem grundvallast á því að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar, auk annarra forsendna var það niður- staða Hafrannsóknastofnunar að leggja til að heildaraflamark á ver- tíðinni verði 285 þúsund tonn sem er 77 þúsund tonnum meira en ákvarð- að var í upphafi. Er þetta minni kvóti en á síðustu vertíð þegar hann var 299 þúsund tonn. Gunnþór segir að fara þurfi ofan í aflaregluna. Meta þurfi forsendur sem lagt var upp með í nýrri afla- reglu vegna þess hversu miklu mun- ar á henni og aflareglunni sem notuð var með góðum árangri í 40 ár. Nefnir hann meðal annars að ótrú- leg óvissa sé í mælingunni eða 38% þrátt fyrir að þrjú skip hafi verið að mæla í góðu veðri. Það dragi mæl- inguna mikið niður. Gunnþór bendir á að loðna sé dyntóttur fiskur og í fyrra hafi niðurstaða mælinga Hafró verið að ekki mætti veiða neina loðnu. Eftir þrýsting um að kanna málið betur hafi verið hægt að gefa út 300 þúsund tonna kvóta. Gunnþór segir að viðbótin í fyrra hafi gefið töluverðar tekjur og telur litla áhættu í að fara í nýjar rann- sóknir. „Samstarf Hafró, útvegs- manna og sjómanna hefur verið gott við loðnurannsóknir undanfarin ár. Ég reikna með að við sameinumst um að fara í nýjan leiðangur til að ná betur utan um stofninn þannig að hægt verði að nýta hann áfram með sjálfbærum hætti,“ segir Gunnþór. Vonbrigði með hve lítið er bætt við kvóta  Útgerðarmaður vill endurskoðun á aflareglu í loðnu Ljósmynd/Börkur Kjartansson Dælt niður í lest Loðnusjómönnum gekk vel að veiða loðnu, á meðan þeir höfðu enn kvóta. Þeir taka ráðgjöf Hafró ekki fagnandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.