Morgunblaðið - 03.02.2018, Page 27

Morgunblaðið - 03.02.2018, Page 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018 Seltjarnarnes Þar sem höfuðborgarsvæðið mætir hafinu í vestri er kjörlendi útivistarfólks. Þessi hlaupari naut þess og ekki skemmdi sólskinið fyrir. Eggert Ný reglugerð um persónu- vernd í upplýsingakerfum sem nefnd er GDPR (General Data Protection Regulation) tekur gildi á Evrópska efnahagssvæð- inu 25. maí nk. Markmið reglu- gerðarinnar er að vernda neyt- endur betur en áður gegn misnotkun persónuupplýsinga og draga úr söfnun þeirra og út- breiðslu. Stjórnendur fyrir- tækja og stofnana sem vinna með persónuupplýsingar þurfa að kunna góð skil á nýju reglunum enda eru ströng viðurlög við brotum á henni. Hér er fjallað um nokkur atriði nýju reglnanna og áhrifin sem þær geta haft á rekstur fyrirtækja og stofnana. Margar af vinsælustu og útbreiddustu tækni- lausnum síðustu ára byggjast á söfnun og vinnslu upplýsinga. Þegar eru í boði tækni- lausnir sem byggjast á gríðargagnafræðum (e. Big Data). Þá er gögnum safnað í gagnasöfn og upplýsingar af ýmsu tagi búnar til í rauntíma, allt eftir óskum notenda. Sem dæmi má nefna Google translate og Google maps, sem t.d. get- ur sýnt umferðarmagn á einstökum leiðum. Einnig er hægt að nýta gríðargögn til að spá um útbreiðslu farsótta. Hægt er að veita þjón- ustu á borð við þessa ef tekst að safna nægilega miklu af gögnum um t.d. ferðir almennings. Fólk samþykkir gjarnan hugsunarlítið skilmála til þess að fá tiltekna þjónustu, en í þeim felast oft leyfi til þess að viðkomandi fyrirtæki geti fylgst með ferðum fólks eða skoðað neytenda- hegðun um t.d. kaup á vöru og þjónustu. Hing- að til hefur víða nægt að samþykki væri ætlað, ef viðskiptavinur hefur ekki hakað í box þar sem hann hafnar samþykki. Með nýju regl- unum verður samþykki að vera ótvírætt. Hér verður fjallað um áhrif nýju reglnanna í sjö lið- um. Samþykki Upplýst samþykki er ein af meginkröfum nýju reglnanna. Þögn, óvirkni og þannig ætlað samþykki, er ekki lengur hægt að túlka sem samþykki. Samþykki tiltekins gagnaefnis verður að fela í sér frjálsa og skýra staðfestingu. Á sama tíma verður ákvörðun ein- staklings um samþykki að byggjast á nákvæmum og ótvíræðum upplýs- ingum. Tilkynning um brot Tæknin getur brugðist og tölvur bilað. Öryggisbrestur getur valdið leka eða stuldi á persónuupplýsingum. Í slíku tilviki skal fyrirtæki eða stofnun tilkynna brot innan 72 klst. og samstundis ef um alvarlegan örygg- isbrest er að ræða. Þetta mun tæplega minnka skaða notenda en upplýstir eru þeir betur settir. Réttur til að hafa aðgang að upplýsingum Því fyrirtæki eða stofnun sem geymir per- sónuupplýsingar um viðskiptavin er skylt að veita þeim viðskiptavini upplýsingar, honum að kostnaðarlausu. Hann á rétt á að vita hvaða upplýsingar eru geymdar um hann, hvar og hvernig unnið er með þær og í hvaða tilgangi. Sem stendur geta fyrirtæki og stofnanir farið fram á gjald fyrir að veita þessar upplýsingar. Þetta breytist með nýju reglunum. Vistun upplýsinga í tölvuský eykst hratt. Eig- endur upplýsinganna hafa litla vitneskju um hvar þær eru raunverulega geymdar. Hér eftir skiptir máli hvort upplýsingar eru geymdar á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem þær njóta verndar reglnanna eða í Bandaríkjunum þar sem þarlend stjórnvöld hafa í raun óskertan að- gang að þeim. Réttur til að gleymast Ef fyrirtæki og stofnanir hafa ekki gilda ástæðu til að halda áfram að geyma eða vinna úr upplýsingum um einstakling, getur viðkomandi einstaklingur farið fram á að þeim upplýsingum verði eytt af öllum geymslumiðlum sem upplýs- ingar finnast á. Þetta ákvæði veldur vinnslu- aðilum nokkrum áhyggjum, enda oft erfitt að finna öll gögn um tiltekinn einstakling. Hér má hugsanlega beita aðferðum dulkóðunar strax við skráningu upplýsinganna. Þá þarf að gæta þess að skrá aðeins upplýsingar sem máli skipta fyrir tilgang vinnslu. Sem dæmi má nefna að fatahreinsun þarf að skrá nafn og símanúmer en kennitala skiptir ekki máli og ætti því ekki að vera skráð. Hönnun m.t.t. persónuverndar Sjálfgefin persónuvernd við hönnun upplýs- ingakerfa felur í sér að fyrirtæki geri allar við- eigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstaf- anir til að tryggja gagnavernd fyrirfram. Þessi krafa þýðir að fyrirtæki og stofnanir skuli taka tillit til og þróa verklag til verndar upplýsingum áður en þeim er safnað. Hér gagnast ráðstafanir sem tilgreindar eru í öryggisstaðlinum ISO 27001, s.s. aðgangsstýring, dulkóðun gagna og nákvæm aðgerðaskráning sem tryggir rekjan- leika í meðferð upplýsinga. Persónuverndarfulltrúar Fyrirtæki og stofnanir sem fara með per- sónuupplýsingar af einhverju tagi og eru með 250 starfsmenn eða fleiri skulu hafa svonefnda persónuverndarfulltrúa (e. Data Protection Officer). Slíkt starf krefst traustrar þekkingar á gagnavernd og lagaramma sem um hana gildir. Gert er ráð fyrir að persónuverndarfulltrúar starfi líkt og regluverðir fjármálafyrirtækja og heyri beint undir æðstu stjórnendur fyrirtækj- anna. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að slíkum störfum sé útvistað eða að þeim verkefnum sé bætt við störf regluvarða eða öryggisstjóra í fyrirtækjum. Viðkvæmar persónuupplýsingar Hluti persónuupplýsinga er flokkaður sem sérlega viðkvæmar persónuupplýsingar. Vinnsluaðilar þurfa að meðhöndla slíkar upplýs- ingar með mikilli aðgát sem sérstakan undir- flokk persónuupplýsinga. Aðeins má taka við og vinna með slíkar upplýsingar ef um það er sér- staklega beðið og ef vinnslunni er ætlað að tryggja mikilvæga hagsmuni notenda. Aðeins er leyfilegt að krefjast slíkra upplýsinga ef lög kveða svo á um. Til þessa dags hefur flokkun viðkvæmra persónuupplýsinga m.a. náð til upp- lýsinga um heilsufar, aðild að stéttarfélögum, trú, kynþátt, þjóðerni, stjórnmálaskoðanir og kynhneigð. Með nýju reglunum bætast erfða- upplýsingar og lífkenni (t.d. fingraför og augn- skönn) við þennan flokk. Ný persónuverndarlöggjöf breytir allri nálg- un til upplýsinga um fólk. Þær verða ekki leng- ur ótakmörkuð auðlind fyrir fyrirtæki sem hægt er að ganga frjálst í. Bent hefur verið á að „netið sé skrifað með bleki en ekki blýanti“ og það er löngu tímabært að fara með upplýsingar um fólk með gát. Mörg fyrirtæki hafa þegar gert áætlanir vegna gildistöku reglugerð- arinnar. Önnur eru komin skemmra á veg og veðja jafnvel á að frestir verði veittir. Slíkt er væntanlega tálsýn. Nú verða upplýsingar tak- mörkuð auðlind. Við höfum færst hratt fram á við í allri tækniþróun. Að mæta auknum kröfum um persónuvernd má líkja við vaxtarverki. Upplýsingatæknin mun áfram þróast hratt en það góða er að hún mun hér eftir taka meira mið af hagsmunum einstaklinga en áður. Eftir Svönu Helen Björnsdóttur »Markmið reglugerðar- innar er að vernda neyt- endur betur en áður gegn mis- notkun persónuupplýsinga og draga úr söfnun þeirra og út- breiðslu. Svana Helen Björnsdóttir Ný persónuverndarlöggjöf verndar neytendur betur en áður Höfundur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika ehf. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að sem fyrst verði hafist handa við gerð neðanjarðar- stokks á Miklubraut í því skyni að greiða fyrir umferð, auka umferðaröryggi, draga úr mengun og bæta aðstæður íbúa í nærliggjandi hverf- um. Á borgarstjórnarfundi nk. þriðjudag munum við leggja til að Reykjavíkurborg leiti þegar í stað eftir samstarfi við ríkið um málið og að skipaður verði starfshópur til að leiða verkefnið. Meta þarf skipu- lagslegan þátt verkefnisins og leggja til nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi svo það geti orðið að veruleika. Þá skal meta hvort hag- kvæmt sé að vinna verkið í einka- framkvæmd. Um 17 þúsund manns búa í hverf- unum sem liggja að Miklubraut milli Snorrabrautar og Háaleitisbrautar. Með Miklubraut í stokki er mögu- legt að tengja þessi hverfi mun bet- ur saman en raunin er nú og skapa gott umhverfi á yfirborði. Unnt verður að fjármagna hluta fram- kvæmdanna með sölu lóða á því svæði sem losnar á yfirborði þegar stokkurinn verður gerður. Í stokkn- um gætu verið 2-3 akreinar í hvora átt. Miklabraut á yfirborði gæti breyst í vistlega borgargötu með sérakrein fyrir almennings- samgöngur, hjólastígum og gang- stéttum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa um árabil lagt áherslu á að unnið verði að stokka- lausn við Miklubraut, t.d. með sér- stakri tillögu í borgarstjórn árið 2015. Ljóst er að Miklabraut annar ekki þeirri umferð sem nú fer um hana og á annatímum myndast langar bílaraðir við ljósastýrð gatnamót hennar. Mikilvægt er að leita leiða til að leysa þennan umferðar- vanda, ekki síst í ljósi þess að Miklabraut er helsta aðflutningsleið Landspítalans við Hringbraut. Kosningaviðbragð borgarstjóra Undanfarin tvö kjör- tímabil hafa tveir borg- arstjórnarmeirihlutar með Dag B. Eggertsson í fararbroddi dregið lappirnar varðandi samgöngubætur í borginni. Beitti Dagur sér m.a. fyr- ir samningi við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem fól í sér að borgin hafnaði öllum stórum sam- gönguframkvæmdum í borginni til ársins 2022. Dagur vildi sem borgarstjóri ekki taka afgerandi afstöðu til tillögu Sjálfstæðisflokksins um Miklu- brautarstokk árið 2015 heldur lét vísa henni inn í borgarkerfið til skoðunar. Nú, þegar kosningar nálgast, vaknar Dagur hins vegar af þyrnirósarsvefni og þykist allt í einu vera orðinn áhugasamur um sam- göngubætur á Miklubraut. Nýtil- kominn áhugi borgarstjórans á samgöngubótum er ótrúverðugur og bætir ekki upp áralangan seina- gang hans og áhugaleysi í mála- flokknum. Stokkur hefur marga kosti Nú í vikunni var loks kynnt svo- kallað frummat á þróunarmögu- leikum vegna umræddrar stokka- lausnar. Umrætt mat staðfestir það, sem lengi hefur verið vitað, að ákjósan- legt sé að setja meginstraum um- ferðar á Miklubraut í stokk frá Snorrabraut og austur fyrir Kringlu. Slíkt myndi skapa góðar aðstæður fyrir almennings- samgöngur, gangandi, hjólandi og bílaumferð. Slíkur stokkur mun einnig draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar á loftgæði og hljóðvist þar sem þau eru mest í borginni. Ekki síst mun slíkur stokkur hafa jákvæð áhrif á lífsgæði íbúa í Hlíð- um og Norðurmýri með minnkandi svifryksmengun, loftmengun og umferðarhávaða. Umferðarstokkur- inn mun auk þess greiða fyrir mis- lægum öryggislausnum á tveimur stöðum á umræddum kafla, þ.e. við gatnamót Miklubrautar-Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar og Lönguhlíðar. Ljóst er að stokkalausn á Miklu- braut nýtur mikils stuðnings íbúa í nærliggjandi hverfum. 85% íbúa í Hlíðum vilja úrbætur sem taka á umferð, öryggi, hljóð- og loft- mengun. Í Háaleitishverfi og Smá- íbúðahverfi vilja 70% íbúa sambæri- legar aðgerðir. Við skoðun málsins hefur verið gert ráð fyrir að um- ræddur Miklubrautarstokkur nái frá Snorrabraut austur fyrir gatna- mót við Kringlumýrarbraut. Íbúar í Háaleitishverfi hafa lagt áherslu á að umræddur stokkur nái austur fyrir Grensásveg og er full ástæða til að skoða í þessari vinnu hvort ekki sé unnt að verða við þeim óskum. Miklubrautarstokkur Eftir Kjartan Magnússon »Miklubrautarstokk- ur verður mikil samgöngubót og mun greiða fyrir umferð, fækka slysum, draga úr mengun og auka lífs- gæði íbúa í nærliggj- andi hverfum. Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. kjartan@reykjavik.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.