Morgunblaðið - 03.02.2018, Síða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018
Sú staða er komin upp þegartvær umferðir eru eftir afSkákþingi Reykjavíkur2018 að Akureyringurinn
Stefán Bergsson hefur tveggja vinn-
inga forskot á næstu menn og þarf
aðeins jafntefli til að tryggja sigur-
inn. Hann mætir raunar stigahæsta
keppandanum, Braga Þorfinnssyni, í
áttundu umferð sem fram fer á
morgun. Þá fæst svar við þeirri
spurningu hvort skákþingið vinnist
með fullu húsi, sem gerðist síðast
fyrir 25 árum og var þar að verki
Vestfirðingurinn Guðmundur Gísla-
son. Staða efstu manna fyrir loka-
sprettinn:
1. Stefán Bergsson 7 v (af 7), 2.-10.
Hilmir Freyr Heimisson, Björn
Hólm Birkisson, Þorvarður Ólafsson,
Bragi Halldórsson, Lenka Ptacni-
kova, Einar Hjalti Jensson, Bragi
Þorfinnsson, Júlíus Friðjónsson og
Dagur Ragnarsson 5 v.
Í 6. umferð vann Stefán snaggara-
legan sigur á Hrafni Loftssyni:
Hrafn Loftsson – Stefán Bergsson
Kóngsindversk vörn
1 d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3
O-O 5. e4 d6 6. Be2 e5 7. Be3 Rg4 8.
Bg5 f6 9. Bc1 Rc6 10. d5 Rd4!?
Þessi peðsfórn virðist gefa góð
færi þó að algengara sé að víkja ridd-
aranum undan til e7.
11. Rxd4 exd4 12. Dxd4 f5 13. Dd1
fxe4!
Með hugmyndinni 14. Bxg4 Dh4!
sem hótar biskupinum og máti á f2.
14. Rxe4 De7 15. f3 Bf5 16. O-O
16. ... Rxh2!?
Freistandi, en gott var einnig 16.
… Bxe4, t.d. 17. fxg4 Be5! og hvíta
kóngsstaðan stenst ekki álagið.
17. Kxh2 Dh4+ 18. Kg1 Bxe4 19.
fxe4 Hxf1+ 20. Kxf1 Hf8+ 21. Bf3
Dxe4 22. De2 Dh4 23. Df2?
Hann gat varist með 23. De1!
23. ... Dxc4+ 24. Kg1 He8!
Með vinningsstöðu!
25. Kh2 Bd4 26. Dd2 Be5+ 27.
Kh3 Df1 28. Kg4 h5+ 29. Kh4 Dh1+
30. Kg5 Kg7!
Kóngurinn rekur smiðshöggið á
vel útfærða sókn.
31. Dd3 Bf6+ 32. Kf4 Dh4+ 33. g4
Dh2 mát.
Björgvin efstur í Stúkunni
Björgvin Jónsson vann Halldór
Grétar Einarsson í fjórðu umferð
skákhátíðar MótX sem fram fer í
Stúkunni á Kópavogsvelli og þar er
tefld ein skák í viku. Skákhátíðin
dregur til sín flesta af sterkustu
skákmönnum Íslands en í efsta
flokki eru línur aðeins teknar að
skýrast þó að stór hluti keppenda
hafi nýtt sér möguleika á ½ vinnings
yfirsetu, sumir oftar en einu sinni.
Staða efstu mann í A-flokki er þessi:
1. Björgvin Jónsson 3½ v. ( af 4 )
2.–4. Jóhann Hjartarson, Hjörvar
Steinn Grétarsson og Þröstur Þór-
hallsson 3 v.
Sjötti sigur Magnúsar Carlsen í
Wijk aan Zee
Fremsti skákmaður Hollendinga,
Anish Giri, hefur um nokkurt skeið
átt við sérkennilegan ímyndarvanda
að stríða. Mót eftir mót rigndi niður
jafnteflum í skákum hans. Svo dæmi
sé tekið má nefna áskorendamótið í
Moskvu sem fram fór fyrri part árs
2016 en þar tefldi hann 14 skákir og
þeim lauk öllum með jafntefli. Fyrir
Tata Steel-mótið í Wijk aan Zee var
honum ljóst að hann yrði að reka af
sér slyðruorðið. Niðurstaðan varð
þessi:
1.-2. Giri og Magnús Carlsen 9 v.
(af 13 ) 3.–4. Kramnik og Mamedya-
rov 8½ v. 5.–6. Anand og So 8 v. 7.
Karjakin 7½ v. 8. Svidler 6 v. 9. Wei 5
½ v. 10.–11. Jones, Caruana og
Matlakov 5 v. 13. Adhiban 3½ v. 14.
Hou Yifan 2½ v.
Nú hefur verið er tekinn upp sá
siður í Wijk að tefla til úrslita verði
tveir eða fleiri efstir og í tveim hrað-
skákum sem Magnús og Giri tefldu
um sigurvegaratitilinn hafði Norð-
maðurinn betur, 1½:½ , og vann þar
með sinn sjötta sigur á þessu merka
móti.
Stefán Bergsson
getur unnið skák-
þingið með fullu húsi
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Oft hefur Þingvalla-
vatn verið ísi lagt eða
að leggja í frosthörk-
um á þessum árstíma
og háværir ísbrestir
hafa dunið um svæðið
í tunglsbirtu og kyrrð
vetrarkvölda, sam-
ofnir dulúð norður-
ljósa, allt frá Hengli
að Skjaldbreið.
Við þessar að-
stæður sem oftar er tilkomumikið
að fara um Þingvallasvæðið og
finna jafnvel angan af þorra-
hangikjöti í reyk á bæjum og
heilsa upp á bændur á svæðinu.
Samhliða rifjast upp válegir at-
burðir og átök manna við nátt-
úruöflin í ferðum um svæðið.
Til dæmis ferð Klemensar Þor-
steinssonar landpósts þegar hann
fór fótgangandi í mesta skamm-
deginu á köldum vetrardegi og í
stífum sunnan éljagangi í árslok
1791 frá Garðaseli ofan Hafnar-
fjarðar með ferðaáætlun austur yf-
ir Hellisheiði og áfram um sveitir
Suðurlands og Rangárvallasýslu,
klyfjaður 300 bréfum í leðurtösku
mikilli, þar á meðal áríðandi bréf
frá landfógetanum í Viðey til Skál-
holtsbiskups.
Þegar í ljós kom um miðjan jan-
úar að ætlaður póstur hafði ekki
skilað sér austur í sveitir var mikil
leit gerð að Klemensi og nokkrir
leiðangrar gerðir um Heiðmörk og
austur um Hellisheiði, Selvog og
víðar.
Þann 20. febrúar 1792 fannst
Klemens látinn fatalítill í Jóru-
kleif, en lítið eða ekkert fannst af
póstinum né leðurtaskan þrátt fyr-
ir mikla leit.
Seint fréttist í Grafninginn að
hans væri saknað þrátt fyrir mikla
umræðu um leitina, og reyndar
ekki fyrr en Klemens hafði verið
jarðsettur nafnlaus í Úlfljótsvatns-
kirkjugarði, en þá skýrðist málið.
Ljóst er að Klemens hefur villst
eftir að foráttubylur skall á daginn
sem hann lagði upp í ferðina ör-
lagaríku og hann þá sennilega far-
inn að nálgast Kolviðarhól. Þaðan
hefur hann væntanlega brotist
norður með Húsmúla og dölunum
undir Skeggja, um Dyrfjöll, Há-
tind og niður í klettótta Jórukleif-
ina. (Hugsanlega hefur Klemens
ætlað að stytta sér
leið um Þingvelli í
Skálholt og tekið
stefnuna yfir Mos-
fellsheiði í upphafi
ferðar.)
Betur fór fyrir
öldnum landpósti, lík-
lega kringum 1843
rétt fyrir jól, þegar
hann lagði upp að
sagt er frá Elliðakoti í
Mosfellssveit með
vistir og póst á tveim-
ur hestum til klerks-
ins á Þingvöllum.
Þegar hann kom upp á Mosfells-
heiði skall á bylur og mikil ofan-
koma og barðist hann með hestana
að sæluhúsi á heiðinni þar sem
hann hugðist dvelja um nóttina.
Heytugga var í kofanum fyrir
hestana, en þegar pósturinn hafði
matast og gefið hundinum kom
mikill órói yfir karl þannig að
hann taldi sér ekki vært í kof-
anum. Tók hann þá það ráð að
berjast áfram með hestana yfir
heiðina og komst við illan leik
undir hádegi að Selkoti í Þing-
vallasveit. Þar hvíldi hann sig og
hestana um nóttina og hélt síðan
daginn eftir í miklu fannfergi til
Þingvalla með jólavarninginn til
klerksins. Svo mikill var snjórinn
að karl varð innlyksa hjá klerki
fram yfir áramót og snæddi tað-
reykt hangikjöt, rjúpu og siginn
urriða úr Öxará með klerki og fjöl-
skyldu yfir jólahátíðina ásamt
staupi af römmu púrtvíni á kvöldin
og þegar nýtt ár gekk í garð.
Hvort þetta var sama sæluhúsið
sem Grímur á Nesjavöllum hafðist
ekki við í á aðventu 1854 vegna
óværu sem hann taldi vera í kof-
anum skal ósagt látið (hugsanlega
kofinn við Draugatjörn við Hús-
múla) en þar ætlaði hann að dvelja
í neyð vegna óveðurs sem skall á
eftir að hann lagði á heiðina. Fór
svo að Grímur tók hest sinn um
miðja nótt í mikilli dimmu og stíf-
um vestan éljagangi, reið mikinn
yfir heiðina og skörðin við Dyrfjöll
og/eða Hátind þar til hesturinn
gafst upp á Sandskeiði norðan
Nesjavalla. Grímur vildi fátt segja
um þessa ferð, en fór vart einn í
langferðir á dimmum vetrar-
kvöldum eftir þessar hremmingar.
Ljóst er að landpóstar fyrrum
og fleiri hafa oft lent í miklum
hremmingum, lagt á sig mikið
harðræði í ferðum sínum og oft
orðið að gista í köldum fjallakofum
þegar óveður skall á.
Talið er að um og yfir 100
manns hafi orðið úti á Hellis- og
Mosfellsheiði og fjallgörðunum þar
í kring síðustu árhundruðin. Bless-
uð sé minning þessa ágæta fólks.
Á aðventu 2015 skrifaði ég
nokkrar línur í Morgunblaðið um
útilegufólk við Þingvallavatn og
Hengil og höfðu margir áhuga á
frekari ártölum varðandi útilegu-
kellurnar.
Fjalla-Magga mun hafa verið á
svæðinu um aldamótin 1800 og
jafnvel verið vegin 1810 í fjallgarð-
inum sunnan Hellisheiðar, en
meiri óvissa ríkir um verutíma og
afdrif Jóru gömlu. Útilegukarlinn
sem nefndur var í greininni mun
hafa verið á Hengilssvæðinu
kringum 1819-20. Þar áður var á
svæðinu 1760 Elín skinnhúfa sem
hafðist við um tíma í Skinnhúfu-
helli í Björgunum á Villingavatni.
Einnig 6-7 útilegumenn og tvær
útilegukonur með hléum í hellum
við Skeggja og í Engidal á árunum
1660-1668, handsömuð og felld að
hluta við Þjófahlaup. Útilegukerl-
urnar við Þingvallavatn eru sagðar
hafa verið skæðar við að afla sér
matar og haft skemmtun af því að
hrella fjármenn við smölun og
gegningar í skammdeginu. Slíkar
uppákomur fóru illa í fjármenn
sem von var.
Bændur í Grafningi og Ölfusi
urðu fegnir þegar útilegubálkar og
ógæfufólk hvarf af svæðinu upp úr
1820 og gátu þeir þá haldið jól án
þess að verða uppiskroppa með
sauðahangikjöt o.fl. vegna útilegu-
manna.
Tekið saman með ívafi skáldsagnar að
hluta.
Um válega atburði á Hellis-
og Mosfellsheiði á árum áður
Eftir Ómar G.
Jónsson » Ljóst er að land-
póstar fyrrum og
fleiri hafa oft lent í mikl-
um hremmingum og
lagt á sig mikið harð-
ræði í ferðum um heiðar
og fjöll.
Ómar G. Jónsson
Höfundur er fulltrúi og áhugamaður
um að koma upp sögusetri við Þing-
vallavatn.
Skýrt var frá því í
vikunni að Helga
Arnardóttir væri hætt
sem aðalritstjóri Birt-
íngs, eftir aðeins örfáa
daga í starfi. Helga
hafði óvænt hætt sem
umsjónarmaður Kast-
ljóssins í Sjónvarpinu
til að verða aðalrit-
stjóri fjölmiðlafyrir-
tækis þeirra Róberts
Wessmans og Árna Harðarsonar í
lyfjafyrirtækinu Alvogen, en það
ævintýri stóð heldur styttra en gert
var ráð fyrir. Átján daga, skilst
manni.
Sjálf sagði Helga frá starfslokum
sínum í fyrradag og sagði m.a. að
uppi hafi verið „fögur fyrirheit og
stór áform um að ráðast í töluverðar
breytingar á Birtingi með tilkomu
nýrra eigenda, meðal annars í staf-
rænni uppbyggingu. Þegar til kast-
anna kom voru öll slík áform á sandi
reist.“ Og hún bætir við: „Stjórn-
endur tilkynntu mér þá einhliða
ákvörðun þeirra um að verkefnum
mínum og hlutverki
yrði gjörbreytt og ég
mótmælti þeim áform-
um. Eftir þann tíma
var mér ljóst að ég
naut ekki stuðnings
stjórnenda Birtings í
þeim breytingum sem
ég var ráðin til að leiða.
Þá naut ég ekki heldur
þess ritstjórnarlega
sjálfstæðis við útgáfu
Mannlífs sem ég tel
nauðsynlegt grund-
vallaratriði til að starfa
við í frjálsri og óháðri fjölmiðlun.“
Þetta eru stór orð, en koma þeim
ekki á óvart sem sjálfir hafa lent í
samstarfi við Alvogen-menn. Við
sem vorum stjórnendur Pressunnar
rérum lífróður eftir að þeir félagar
sviku skrifleg loforð og stóðu ekki
við öll sín fögru fyrirheit, sem þeir
höfðu sjálfir sent út fréttatilkynn-
ingar um. Tóku þeir félagið á end-
anum yfir í þeim eina tilgangi að
keyra það í þrot.
Á undanförnum árum hafa þeir fé-
lagar Róbert og Árni verið tíðir
gestir í réttarsölum, enda átt í deil-
um við fjölmarga aðila – oftast fyrr-
verandi viðskiptafélaga sína og sam-
starfsmenn. Það segir sína sögu.
Rétt fyrir jól dæmdi héraðsdómari
við Héraðsdóm Reykjavíkur þeim
tvívegis í óhag í málum sem vörðuðu
Matthías Johannessen og áður hafði
sami dómstóll komist að þeirri
niðurstöðu að þeir hefðu gerst sekir
um það að baka félagi sem þeir
stýrðu tjón með saknæmum og ólög-
mætum hætti og sú ráðstöfun hlyti
að hafa verið gerð gegn betri vitund.
Sá hópur er orðinn æði stór sem
hefur sömu sögu að segja af við-
skiptum við þá Alvogen-menn. Og
fer ört stækkandi. Helga Arnar-
dóttir er boðin velkomin í hópinn.
Fleiri bætast í hópinn
Eftir Björn Inga
Hrafnsson » Sá hópur er orðinn
æði stór sem hefur
sömu sögu að segja af
viðskiptum við þá Alvo-
gen-menn.
Björn Ingi Hrafnsson
Höfundur er fv. stjórnarformaður
Pressunnar.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Atvinna