Morgunblaðið - 03.02.2018, Side 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018
Samningurinn um
Evrópska efnahags-
svæðið – EES var sam-
þykktur á Alþingi 12.
janúar 1993 og gekk í
gildi á Íslandi í árs-
byrjun 1994, tveimur
árum seinna en í Nor-
egi. Hérlendis risu á
sínum tíma úfar um það,
hvort samningurinn
bryti í bága við
Stjórnarskrána. Verjendur samn-
ingsins töldu fullveldisframsalið
nægilega takmarkað til að rúmast
innan hins leyfilega. Reynslan hefur
leitt í ljós, að mikið ójafnræði er
með EFTA- og ESB-ríkjunum við
framkvæmd samningsins, og neit-
unarvald EFTA-ríkjanna gagnvart
viðbótum í samninginn hefur ekki
virkað. Þetta verður bagalegra, eftir
því sem valdasamþjöppun ESB
vindur fram.
Ísland hefur að mörgu leyti notið
ávinnings af Innri markaðinum, en
gallana mætti losna við með fríverzl-
unarsamningum við ESB og Breta.
Vel væri við hæfi í tilefni aldar-
fjórðungsafmælis EES-samnings-
ins, að t.d. Hagfræðistofnun Há-
skóla Íslands – HHÍ mundi leggja
mat sitt á árlegan heildarkostnað
hagkerfisins af aðildinni og árlegan
heildarávinning miðað við að Ísland
nyti að fullu sömu fríverzlunarrétt-
inda við ESB og Kanadamenn
sömdu nýlega um. Tilgáta höfundar
er sú, að þjóðhagslegur ávinningur
af uppsögn EES-samningsins sé
ótvíræður og vaxandi.
Orkusamband ESB
Grundvöllurinn að auknum sam-
runa ESB-ríkjanna var lagður í
stjórnarskránni, sem hlaut nafnið
Lissabonsáttmálinn, eftir að Frakk-
ar og Hollendingar felldu upp-
haflegu gerð hennar. Í Lissabon-
sáttmálanum er t.d. forskrift um, að
orkumál ríkjanna skuli verða á vald-
sviði ESB, og árið 2009 var fram-
kvæmdastjórninni heimilað að setja
á laggirnar stjórnvaldsstofnun með
ríkar valdheimildir á orkumálasviði.
Sameiginleg matvælastefna er við
lýði innan EES síðan 2009, og
EFTA-dómstóllinn hefur gert Al-
þingi afturreka með varnagla sinn
gagnvart innfluttri ógn við lýðheilsu
og búfjárheilsu hér-
lendis. Lögsaga Al-
þingis á Íslandi fór
þar fyrir lítið, og þyk-
ir mörgum nóg um.
Annað dæmi um
sambandsríkisþróun
er bankasamband
EES með sameigin-
legu fjármálaeftirliti.
Þriðja dæmið er þó
tilþrifamest. Það er
nú í deiglunni í
EFTA-löndunum. Þar
er komið að Orku-
sambandi ESB með höfuðstöðvum í
Ljubljana og kallast „Agency for the
Cooperation of Energy Regulators“
– ACER, sem hóf starfsemi árið
2011. Þar á hvert ESB-ríki einn full-
trúa með atkvæðisrétti, en EFTA-
ríkin aðeins áheyrnarfulltrúa án at-
kvæðisréttar. Sameiginlega EES-
nefndin, með fulltrúum frá ESB og
EFTA, samþykkti 5. maí 2017, að
fella skyldi Þriðja orkumarkaðs-
lagabálk ESB inn í EES-samning-
inn, og þess vegna liggur hann nú á
frumvarpsformi fyrir norska Stór-
þinginu og væntanlega á Alþingi til
umfjöllunar á vorþingi 2018.
Hvorugt þessara ríkja getur þó
haft nokkurt gagn af þessari löggjöf,
en aftur á móti geta þau orðið fyrir
stórtjóni af hennar völdum. Stofn-
aður verður raforkumarkaður í Nor-
egi, og á Íslandi eftir lagningu sæ-
strengs, sem tengdir verða orku-
markaði ESB. ESB fær þannig
aðgang að „grænni rafhlöðu“ Nor-
egs og Íslands, og til þess eru ref-
irnir skornir. Getur þá raforkukaup-
andi í hvaða EES-landi sem er boðið
í þá raforku, sem til reiðu er. Í þessu
kerfi tíðkast ekki langtímasamn-
ingar um orkuafhendingu, og endur-
nýjun þeirra verður óleyfileg. Orku-
sækinn iðnaður í Noregi og á Íslandi
sér þannig sína sæng upp reidda,
því að helzta samkeppnisforskot iðn-
aðar í þessum löndum er aðgangur
að vistvænni raforku samkvæmt
langtímasamningum.
Ef Alþingi samþykkir Þriðja
orkumarkaðslagabálk ESB inn í
EES-samninginn, færist stjórn-
sýslu- og framkvæmdavald raforku-
flutninga á Íslandi, og til og frá Ís-
landi, frá Iðnaðarráðuneytinu,
Orkustofnun og Landsneti til
ACER og útibús þess á Íslandi, sem
verður stjórnsýslustofnun raforku-
flutninga, óháð innlendum yfir-
völdum og hagsmunaaðilum, og tek-
ur aðeins við fyrirmælum frá
ACER/ESB með ESA sem millilið.
Stjórnsýslukvörtunum verður að
beina til ESA. ACER getur t.d. tek-
ið ákvörðun um lagningu aflsæ-
strengs til Íslands og tengingu hans
við stofnkerfin í sitt hvorn enda.
ACER ákveður kostnaðarskiptingu
sæstrengsverkefnisins á milli hlut-
aðeigandi landa, ef þau ná ekki sam-
komulagi sín á milli. Lítið land getur
þar þurft erfiðum bita að kyngja.
Útganga Breta
Ákvörðun Breta um að segja sig
úr lögum við ESB er söguleg og
mun hafa mikil áhrif um alla Evr-
ópu. Efnahagskerfi ESB minnkar
um allt að fjórðung í einu vetfangi,
og tekjur þess minnka tilfinnanlega.
Viðskiptakostum landa utan ESB
fjölgar. Þessi staða er vatn á myllu
EFTA-landanna, sem eiga nú þegar
mikil viðskipti við Bretland. Frí-
verzlunarsamningur verður vafa-
laust gerður á milli ESB og Bret-
lands, og það væri undarlegt, ef
EFTA-löndunum byðist ekki sams
konar tvíhliða viðskiptasamningur.
Gagnkvæm tollfrjáls viðskipti á milli
Íslands, Noregs, ESB og Bretlands
blasa við árið 2020, þótt EES verði
aflagt.
Niðurstaða
Stefnumörkunin um æ nánari
stjórnsýslulegan samruna ESB-
ríkjanna hlaut að leiða til klofnings,
eins og nú er orðin raunin, og getur
hann hæglega magnazt. Noregur og
Ísland hafa haldið stjórn auðlinda-
mála utan seilingar ESB, og hið
sama verður að gilda um ráðstöfun
orkunnar, þótt slíkt kosti tilvist
EES.
Eru dagar EES taldir?
Eftir Bjarna
Jónsson »ESB þrýstir á
EFTA-löndin í EES
að fella Þriðja orku-
markaðslagabálk ESB
inn í EES-samninginn.
Slíkt mun svipta löndin
fullveldinu á orku-
málasviði.
Bjarni Jónsson
Höfundur er rafmagns-
verkfræðingur.
Í Morgunblaðinu 11.
janúar síðastliðinn
birtist grein eftir Katr-
ínu Dóru Þorsteins-
dóttur sem bar titilinn
Bylting í mennta-
málum. Í þeirri grein
rekur hún meðal ann-
ars feril pilts, sem á
síðustu stundu hætti
við að fara í MA. Því á
síðustu stundu áttaði
hann sig á því að löngunin var meiri
til að fara í verklegt nám og hann
valdi að fara í vélstjórnarnám í
VMA. Þessa löngun þekki ég mæta
vel, því þegar ég var 15 ára þá átti að
pína mig í landspróf sem ég vildi
ekki. Þetta varð til þess að ég hætti í
skóla og falaðist eftir plássi á togara
hjá Bjarna Ingimarssyni skipstjóra
á Neptúnusi og þar var ég í rúm tvö
ár. En þá hóf ég iðnnám hjá Vélsmið-
unni Héðni, sem þá var við Seljavegi
í Reykjavík. Þaðan lauk ég mínu iðn-
námi og í beinu framhaldi fór ég í
Vélskólann og lauk fyllstu vélstjórn-
arréttindum. Að þessu loknu fór ég í
framhaldsnám til Noregs í hagræð-
ingar- og skipulagstækni. Að námi
loknu réðist ég til Sambands málm-
og skipasmiðja sem
framkvæmdastjóri og í
því starfi var ég í nærri
30 ár, en þá fannst mér
rétt að breyta til og fór
aftur á sjóinn og var
þar til sjötugs er ég fór
á eftirlaun.
Mér finnst einhvern
veginn að grein Katr-
ínar Dóru hafi átt að
vera svona opnunar-
skrif fyrir tvo pistla
sem Lilja Dögg Al-
freðsdóttir skrifaði.
Annar var um Háskólasamfélagið,
birtist í Morgunblaðinu 12.1. 2018,
og fjallar um háskólasamfélagið. Og
hinsvegar um iðnnámið, og birtist í
Fréttablaðinu 12.1. 2018. En á báð-
um þessum pistlum er sá ágalli, að
þeir taka ekkert á grunnvandamál-
inu, sem nemendur 10. bekkjar
standa frammi fyrir þegar þeir eru
að velja sér námsbraut til fram-
haldsnáms. Í því sambandi vil ég
nefna tillögu Sjálfstæðisflokksins frá
síðustu kosningum, um að í stað
námslána verði komið á náms-
styrkjakerfi upp á 65.000 króna
styrk á mánuði, jafnt til allra náms-
brauta. Slíkt kerfi er algjör bylting,
sem á eftir að örva alla nýsköpun og
þróun, því í æskunni býr bæði
sprengikraftur og þor til að láta hlut-
ina ganga upp. Gamla náms-
lánakerfið var fyrst og fremst búið
til fyrir bóknámsbrautir til háskóla-
náms. En að fá samræmt kerfi, sem
er opið öllum nemendum framhalds-
skólanna, er algjör bylting. Því með
þessu nýja kerfi stendur neminn
frammi fyrir algjöru frelsi til að velja
það nám sem hugur hans stendur til,
sama á hvaða sviði það er. Hvort sem
það er bóknám til háskólanáms, eða
iðnnám eða listnám og þá á hvaða
sviði lista, svo nokkuð sé nefnt. Aðal-
atriðið er að neminn er að velja fyrir
sig en ekki fyrir foreldra sína eða
aðra. Já, þannig virkar frelsið.
En það fleira en frelsið sem þarf
að virka fyrir heila þjóð, það þarf
líka að tileinka sér gott siðferði og er
þar víða pottur brotinn hjá stjórn-
völdum, bæði hjá Alþingi og ráðu-
neytum. Þar ber fyrst að nefna þess-
ar arfavitlausu ákvarðanir kjara-
ráðs, þar sem ausið er úr sameigin-
legum sjóði landsmanna aftur-
virkum hækkunum um eitt ár til
embættismanna og annars ráðu-
neytisfólks á sama tíma og laun á al-
mennum markaði hækka innan við
10%. Já, þessar hækkanir kjararáðs
sem nema mörgum tugum prósenta
til opinberra starfsmanna og alþing-
ismanna verður að draga til baka.
Það getur aldrei gengið að opinberir
aðilar séu með sérstakt launakerfi
sem sé óháð öðrum launakerfum í
landinu. ASÍ og SA semja um laun á
almenna vinnumarkaðinum og gilda
þeir samningar fyrir yfirgnæfandi
meirihluta landsmanna. Svonefnt
„SALEK“-samkomulag sem gengur
út á það að fullt samkomulag sé um
það hvað laun megi hækka um á
hverjum tíma. Ég kem ekki auga á
aðra leið til að leiðrétta þessi mistök,
en að draga ákvarðanir kjararáðs
fullkomlega til baka og leggja síðan
kjararáð niður. Það getur aldrei
gengið að hafa tvöfalt stjórnkerfi við
mótun launastefnu í landinu.
Nokkur orð um
fræðslu- og menntamál
Eftir Guðjón
Tómasson » Vil ég nefna tillögu
Sjálfstæðisflokksins
frá síðustu kosningum,
um að í stað námslána
verði komið á náms-
styrkjakerfi upp á
65.000 króna styrk á
mánuði, jafnt til allra
námsbrauta.
Guðjón Tómasson
Höfundur er eldri
borgari í Hafnarfirði.
Í tveimur greinum
á þessum vettvangi
hefur undirritaður
bent á nokkur atriði
er tengjast fullveld-
inu. Hér verður
þeirri vegferð haldið
áfram.
Viðurkenning
annarra
Af hverju getur Ís-
land tekið þátt í sam-
skiptum við önnur ríki en Tævan
ekki? Tævan uppfyllir öll hlutlæg
skilyrði til að teljast fullvalda ríki í
samfélagi þjóðanna, þ.e. Tævan
býr yfir landsvæði, fólki, lög-
bundnu skipulagi og getu til að
eiga í erlendum samskiptum. Þar
að auki er efnahagur og menning-
arlíf Tævan sterkt. Samt sem áður
hafa afar fá ríki viðurkennt Tævan
sem fullvalda ríki, þó vilji meiri-
hluta Tævana standi til þess. Yf-
irgnæfandi meirihluti ríkja heims,
þ.m.t. Ísland, viðurkennir ekki að
eyjan sé fullvalda ríki vegna þrýst-
ings frá Kína, sem Tævan til-
heyrir.
Hvað kennir þetta okkur um
fullveldi Íslands? Lykilástæðan
fyrir því að Ísland er fullvalda er
viðurkenning Danmerkur á full-
veldinu sem og viðurkenning ann-
arra ríkja á að Ísland sé fullvalda
ríki. Það er þessi utanaðkomandi
viðurkenning sem er lykilatriðið.
Menningararfurinn, íslensk tunga,
fegurð íslenskrar náttúru, Þorska-
stríðin, Icesave og fótboltalands-
liðin eru aukaatriði í því samhengi.
Hugmyndir um svokallað menn-
ingarlegt fullveldi hafa engin bein
áhrif á lögformlega stöðu ríkja í
samfélagi þjóðanna þó þær hafi
vissulega haft afgerandi áhrif í
sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.
Hver á 100 ára afmæli?
Hverju er verið að fagna 1. des-
ember næstkomandi? Einhverjir
vilja halda því fram að heil öld sé
liðin síðan íslenska þjóðin varð
fullvalda. Við þetta er að athuga
að þjóðir eru ekki fullvalda heldur
ríki. Ríki og þjóð er
ekki sama fyrirbærið.
Margar þjóðir geta
búið innan sama ríkis-
ins. Svo spurningunni
sé svarað þá er verið
að halda upp á 100 ára
afmæli fullvalda ís-
lensks ríkis 1. desem-
ber næstkomandi.
Þetta er afmæli ís-
lensks ríkisvalds.
Í þjóðarétti er ekki
gerð krafa um að þjóð
komi að stjórn rík-
isins, m.ö.o. þjóðaréttur gerir ekki
ákveðið stjórnarform sem skilyrði
fyrir að ákveðin landfræðileg ein-
ing teljist fullvalda ríki sem getur
átt í samskiptum við önnur ríki.
Rétt er þó að benda á að andstæð
sjónarmið heyrast af og til.
Í stuttu máli þá eru einræðis-
ríki, þar sem mannréttindi eru fót-
um troðin, eins og Sádi-Arabía og
N-Kórea, jafn fullvalda ríki og Ís-
land og Noregur. Meira að segja
Sómalía, þar sem borgarastyrjöld
hefur ríkt í áratugi, lífsskilyrði eru
ömurleg og innviðir rústir einar,
er fullvalda ríki.
Hafa mætti þá staðreynd í huga
að Sómalía telst fullvalda ríki þeg-
ar þær raddir heyrast að fullveldi
Íslands standi ógn af ýmsum utan-
aðkomandi hættum. Fyrst Sómalía
er fullvalda getur ýmislegt gengið
á án þess að fullvalda íslenskt ríki
líði undir lok.
Vonandi er að á afmælisárinu
takist að fara yfir það sem hefur
heppnast vel á síðustu 100 árum í
íslensku þjóðlífi og beina spjótum
að því sem má laga.
Ennþá meira
um fullveldi
Eftir Bjarna Má
Magnússon
Dr. Bjarni Már
Magnússon
» Í tveimur greinum á
þessum vettvangi
hefur undirritaður bent
á nokkur atriði er tengj-
ast fullveldinu. Hér
verður þeirri vegferð
haldið áfram.
Höfundur er dósent við lagadeild HR.
bjarnim@ru.is
Eitt ár, ekki þrjú
Í upphafi opins bréfs eftir Karl
Sigurhjartarson til Þórdísar Kol-
brúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráð-
herra neytendamála, sem birtist í
Morgunblaðinu í gær, sagði að þrjú
ár væru liðin frá því Karl sendi Þór-
dísi bréf um kærunefnd lausafjár- og
þjónustumála. Rétt er að ár er liðið
frá því það bréf var sent en umrædd
nefnd hefur nú haft til meðferðar er-
indi Karls vegna ágreinings hans við
Orkuveitu Reykjavíkur í þrjú ár þótt
nefndinni séu gefnar átta vikur til að
veita álit í deilumálum samkvæmt
reglugerð um starfsemi hennar.
LEIÐRÉTT
SMARTLAND
MÖRTUMARÍU