Morgunblaðið - 03.02.2018, Side 34
34 UMRÆÐAN Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018
AKUREYRARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Yngri barnakór Akureyrarkirkju
syngur. Umsjón sr. Sunna Dóra Möller, Hjalti
Jónsson, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og
Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir. Æðruleys-
ismessa kl. 20. 20 ára afmælismessa. Kaffi-
veitingar í Safnaðarheimilinu að messu lok-
inni.
AKURINN kristið samfélag | Samkoma í
Núpalind 1, Kópavogi, kl. 14. Biblíufræðsla,
söngur og bæn.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari.
Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur syngur ásamt
kór Árbæjarkirkju undir stjórn Krisztinu Kalló
organista. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í
safnaðarheimilinu í umsjá Önnu Sigríðar og
Benjamíns Gísla. Messukaffi eftir stundina.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar
Magnússon leiða samverustund sunnudaga-
skólans. Sigurður Jónsson sóknarprestur pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Ás-
kirkju leiða messusöng. Orgelleikari er Bjartur
Logi Guðnason. Eftir messu selur Safnaðar-
félag Áskirkju vöfflukaffi í Ási.
Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl.
13. Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyr-
ir altari. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið.
Vandamenn heimilisfólks velkomnir.
ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Kór kirkjunnar syngur ásamt börn-
um úr barnakór hennar undir stjórn Keiths
Reed tónlistarstjóra. Hólmfríður S. Jónsdóttir
sunnudagaskólakennari annast fræðslu.
Prestur er Kjartan Jónsson. Hressing og sam-
félag á eftir.
BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Umsjón hafa sr. Hans Guðberg og
Sigrún Ósk. Hljómsveitin Lærisveinar HANS
spilar undir sönginn undir stjórn Ástvaldar
Traustasonar organista.
Batamessa kl. 17 í umsjón Vina í bata, presta,
djákna og organista safnaðarins. Sjá nánar á
viniribata.is.
Kaffi og spjall í safnaðarheimilinu Brekku-
skógum 1 að messu lokinni.
BORGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Ritn-
ingarlestra flytja Andrea Ína Jökulsdóttir og
Anita Björk Björgvinsdóttir. Organisti er Stein-
unn Árnadóttir. Prestur er Þorbjörn Hlynur Árna-
son.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Prestur er dr. Sigurjón Árni
Eyjólfsson. Organisti er Örn Magnússon.
Félagar úr Kór Breiðholtskirkju syngja.
Sunnudagaskólinn hefst með þátttöku
barnanna í messunni. Umsjón með sunnu-
dagaskólanum er í höndum Steinnunnar Þor-
bergsdóttur og Steinunnar Leifsdóttur. Eftir
messuna er kaffi og te í safnaðarsalnum. Ensk
bænastund undir stjórn sr. Toshiki Toma, kl.
14.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11.
Hreiðar Örn, Ragnar Bjarni, Jónas Þórir og
Pálmi leiða samveruna. Foreldrar og afar og
ömmur hvött til þátttöku með börnunum.
Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bústaðakirkju syng-
ur, Jónas Þórir við hljóðfærið. Messuþjónar að-
stoða. Prestur er Pálmi Matthíasson. Heitt á
könnunni eftir messu.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er
Gunnar Sigurjónsson, organisti er Sólveig Sig-
ríður Einarsdóttir. Sunnudagaskóli í kapellu á
neðri hæð. Veitingar í safnaðarsal að messu
lokinni.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, séra Sveinn
Valgeirsson prédikar og þjónar. Sunnudaga-
skóli á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sig-
urðar Jóns. Dómkórinn og organisti er Kári Þor-
mar. Minnum á bílastæðin við Alþingi.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11.
Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og prédikar.
Sunnudagaskólabörnin taka þátt ásamt Pétri
og Ástu með leik og söng. Organisti er Arnhild-
ur Valgarðsdóttir. Meðhjálpari er Kristín Ing-
ólfsdóttir. Kaffi og djús eftir stundina.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli
kl. 11. Kvöldguðsþjónusta með altarisgöngu
kl. 20. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir söng-
inn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Organisti er
Skarphéðinn Þór Hjartarson og bassaleikari er
Guðmundur Pálsson.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta
sunnudag kl. 14. Sigurbjörn Þorkelsson, ljóð-
skáld og rithöfundur, leiðir stundina. Sönghóp-
urinn við Tjörnina leiðir sönginn ásamt Gunnari
Gunnarssyni, organista. Fermingarbörn og fjöl-
skyldur þeirra eru hvött til að mæta.
GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli
kl. 11. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjónar.
Sameiginlegt upphaf í messu. Kór Glerárkirkju
leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots org-
anista. Umsjón með sunnudagaskóla hefur
Sunna K. Gunnlaugsdóttir djákni.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra
Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar.
Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er
Hilmar Örn Agnarsson. Sunnudagaskóli á neðri
hæð kirkjunnar kl. 11. Umsjón hafa Þóra Björg
Sigurðardóttir og Aldís Rut Gísladóttir. Undir-
leikari er Stefán Birkisson.
GRAFARVOGUR - Kirkjuselið í Spöng | Sel-
messa kl. 13. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir
þjónar. Vox Populi leiðir söng og organisti er
Hilmar Örn Agnarsson.
GRENSÁSKIRKJA | Messa og sunnudaga-
skóli, Daníel Ágúst, Ásta Lóa og Sóley taka vel
á móti börnunum kl. 11 og svo fara þau í sitt
starf. Í messunni þjónar sr. María Ágústsdóttir
ásamt messuþjónum. Samskot í líknarsjóð.
Organisti er Ásta Haraldsdóttir og félagar úr
kirkjukór Grensáskirkju syngja. Kaffisopi á
undan og eftir messu. Bænastund kl. 10.15.
Hversdagsmessa á fimmtudag kl. 18.10-
18.50.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili |
Guðsþjónusta kl. 14 í hátíðasal Grundar. Séra
Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur þjónar.
Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar
Waage organista.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjöl-
skyldumessa kl. 11. Prestur er Leifur Ragnar
Jónsson. Barnakór Guðríðarkirkju syngur undir
sjórn Ásbjargar Jónsdóttur og Svanfríðar Gunn-
arsdóttur. Fermingarbörn úr Dalskóla taka þátt
í messunni og bjóða upp á veitingar eftir mess-
una. Kirkjuvörður er Guðný Aradóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11.
Sameiginlegt upphaf. Organisti er Guðmundur
Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja.
Prestur er Þórhildur Ólafs. Leiðtogar barna-
starfs eru Erla Björg og Hjördís Rós. Kaffi, kex
og ávextir í safnaðarheimili eftir stundirnar.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Biblíudagurinn. Guðmundur Brynjólfs-
son djákni prédikar. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
og sr. Birgir Ásgeirsson þjóna fyrir altari. Hópur
messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór
Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Ás-
kelsson. Umsjón með barnastarfi hafa Kar-
ítas, Hreinn og Ragnheiður. Bænastund má-
nud. kl. 12.10. Fyrirbænaguðsþjónusta
þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl.
8. Kyrrðarstund fimmtudag kl. 12.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta
kl. 11. Prestur er Karen Lind Ólafsdóttir. Kór
Hjallakirkju leiðir söng undir stjórn Kjartans
Jósefssonar Ognibene. Sunnudagaskóli á
sama tíma í safnaðarheimili og það eru þau
Markús og Heiðbjört sem leiða hann.
HRAFNISTA Reykjavík | Guðsþjónusta kl.
14 í samkomusalnum Helgafelli. Félagar úr kór
Áskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Bjart-
ur Logi Guðnason. Ritningarlestra les Kristín
Guðjónsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar
og þjónar fyrir altari.
HVERAGERÐISKIRKJA | Messa kl. 11. Jón
Ragnarsson sóknarprestur messar. Kirkjukór-
inn leiðir söng undir stjórn Miklósar Dalmay.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam-
koma kl. 11. Samkoma á spænsku kl. 13.
Reuniónes en español. Samkoma á ensku kl.
14. English speaking service.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnakirkja, kl.
13, sunnudag, fjölbreytt barnastarf í öllum ald-
urshópum og almenn samkoma með lofgjörð
og fyrirbænum. Ólafur H. Knútsson prédikar.
Kaffi og samfélag eftir stundina.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11,
sr. Fritz Már Jörgensson þjónar ásamt messu-
þjónum. Strax eftir guðsþjónustu verður súpu-
samfélag í kirkjulundi þar sem sóknarnefnd og
foreldrar fermingarbarna bjóða upp á góða
súpu. Brauð með súpunni.
Miðvikudagur. Kyrrðarstund kl. 12 í kapellu
vonarinnar. Súpa og brauð eftir stundina.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og pré-
dikar. Verðlaunakórinn Graduale Nobili syngur.
Organisti er Magnús Ragnarsson. Hafdís og
Sara taka á móti. Messuþjónar aðstoða við
helgihaldið. Kaffisopi og ávextir eftir stundina.
Starf eldri borgara alla miðvikudaga kl. 12-
15.30.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kári All-
ansson organisti og Elma Atladóttir leiða söng.
Ísak Hugi Einarsson leikur á píanó og Högni G.
Högnason á selló. Sr. Davíð Þór Jónsson þjón-
ar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskóli á
meðan. Kaffi og samvera á eftir.
Miðvikudagur 7.2. Félagsmiðstöðin Dalbraut
18-20. Helgistund kl. 14.
Fimmtudagur 8.2. Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist,
hugvekja, altarisganga og fyrirbænir. Súpa á
eftir.
Samvera eldri borgara kl. 13.30.
Hásalurinn Hátúni 10. Helgistund kl. 16.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Þórðar Sigurð-
arsonar, organista. Prestur er Kristín Páls-
dóttir. Sunnudagaskólinn er í kirkjunni kl. 13 í
umsjón Hreiðars Arnar Zoëga Stefánssonar.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli
kl. 11. Messa kl. 20. Kór Lindakirkju syngur
undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már
Harðarson þjónar. Hollenski guðfræðingurinn
Téo van der Weele prédikar.
Mosfellskirkja í Grímnesi | Öskudags-
messa 7. febrúar kl. 20.30. Egill Hall-
grímsson, sóknarprestur, og Kristján Valur Ing-
ólfsson, Skálholtsbiskup, annast
prestsþjónustuna.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Fé-
lagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng und-
ir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista.
Prestur er Skúli S. Ólafsson. Gleði og gaman í
sunnudagaskólanum. Umsjón Ása Laufey,
Heba og Ari. Kaffi og samfélag eftir messu á
Torginu.
SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam-
komur Salts og SÍK alla sunnudaga kl. 17 í
Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3.
hæð. Ræðumaður Guðlaugur Gunnarsson.
Barnastarf. Túlkað á ensku.
SELFOSSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11.
Brúðuleikhús! Umsjón sr. Ninna Sif og Jó-
hanna Ýr æskulýðsfulltrúi. Barnakór kirkjunnar
syngur undir stjórn Edit Molnár og Kolbrúnar
Berglindar Grétarsdóttur. Fram kemur gít-
arhópur TÁ undir stjórn Birgit Myschi. Súpa í
safnaðarheimilinu að messu lokinni.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Org-
anisti er Tómas Guðni Eggertsson. Kór Selja-
kirkju leiðir safnaðarsöng. Prestur er Kristinn
Ágúst Friðfinnsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Biblíudagurinn haldinn
hátíðlegur. Sóknarprestur þjónar og organisti
safnaðarins leikur á orgelið. Leiðtogar sjá um
sunnudagaskólann.
Félagar úr Kammerkórnum syngja. Veitingar og
samfélag eftir athöfn.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnu-
dag kl. 11. Prestur er Egill Hallgrímsson. Org-
anisti er Jón Bjarnason.
STÓRUBORGARKIRKJA Grímsnesi |
Bæna- og kyrrðarstund sunnudag kl. 20.30.
Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, leiðir stund-
ina.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjöl-
skylduhátíð kl. 11. Barnakór Víðistaðakirkju
syngur undir stjórn Helgu Þórdísar. Umsjón
María og Bryndís. Hressing í safnaðarsal á
eftir.
ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11.
Hafdís og Baldur sjá um stundina. Messa kl.
14. Biblíudagurinn, Guðmundur Brynjólfsson
prédikar. BK þjónar fyrir altari. Kór Þorláks-
kirkju. Miklos Dalmay. Fermingarbörn mæti.
Orð dagsins: Ferns
konar sáðjörð.
(Lúk. 8)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Víðimýrarkirkja í Skagafirði, elsta torfkirkja á Íslandi
Mikilvægasta verk-
efni þess meirihluta
sem tekur við eftir
kosningar í vor er að
laga fjárhag borgar-
innar eftir áralanga
óráðsíu vinstri manna
sem hafa náð að safna
skuldum á einu mesta
hagvaxtarskeiði í sögu
Íslands. Útsvarstekjur
borgarinnar hafa aukist
gríðarlega en samt er
verið að safna skuldum.
Best er að byrja á okkur sjálfum,
pólitíkusunum. Það á strax að fara í
það að fækka kjörnum fulltrúum í
borgarstjórn niður í 15. Þannig segj-
um við upp óþarfa borgarstarfs-
mönnum enda vel hægt að reka borg-
ina með 15 fulltrúum ef meirihlutinn
er skipaður ábyrgu fólki, sem vonandi
verður raunin eftir næstu kosningar.
Svo eru það borgaðar nefndir og
ráð.
Mannréttindaráð
og Lýðræðisráðið
Mannréttindi fólks í öðrum sveitar-
félögum eru alveg jafn mikil og þeirra
sem búa í Reykjavík, þótt ekkert ann-
að sveitarfélag en borgin haldi úti
Mannréttindaráði. Ýmisleg mikilvæg
starfsemi fer fram
á vegum Mannrétt-
indaráðs en það er
hægt að færa hana
undir önnur ráð og
Mannréttindaráðið
niður. Sama á við
um Lýðræðisráðið.
Það er alveg jafn
gott lýðræði í öðr-
um sveitarfélögum
þótt ekkert þeirra
haldi úti sér ráði um það málefni. Það
ætti að vera hægt að spara með því að
leggja það ráð líka niður. Í versta falli,
ef menn vilja gera málamiðlun, að
sameina þessi ráð í eitt.
Velferðarráð
Þau tæpu fjögur ár sem ég hef verið
í Velferðarráði þá sé ég ekki hvar
hægt er að spara á toppnum þar.
Verkin eru æði mörg og mikilvæg.
Launin sem fulltrúarnir í Velferð-
arráði fá eru síst of mikil enda ofan á
þá tvo fundi sem eru launaðir fylgja
ýmiskonar ólaunuð skyldustörf, til
dæmis áfrýjunarnefndar-fundir fjór-
um sinnum í mánuði og ýmislegt
fleira.
En þegar kerfið er skoðað í heild
sinni er víða hægt að skera niður, en í
þessari grein fjalla ég eingöngu um
pólitísku störfin.
Innkauparáð
Störf Innkauparáðs eru mikilvæg
en aldrei hef ég fundið jafn sterkt fyrir
því að ég væri í oflaunuðu starfi eins
og þegar ég sat í því ráði. Ég fór úr því
ráði í byrjun síðasta árs. Á meðan
skyldur mínar í Velferðarráði kröfðust
lágmark sex funda í mánuði, og voru í
það minnsta tveir þeirra sjaldan
styttri en fjórir klukkutímar, þá voru
fundir Innkauparáðs aldrei fleiri en
tveir í mánuði á meðan ég sat í því og
sjaldnast lengri en hálftími. Kláraðir í
hádegishléi. Eitt skiptið fór ég inn í
vitlaust fundarherbergi á hæðinni fyr-
ir ofan. Áttaði mig á mistökunum
þegar klukkan var orðin fimm mínútur
yfir og fór því niður um
eina hæð. Þegar ég
gekk inn í herbergið
leit formaðurinn á mig
glottandi og sleit fund-
inum. Hann hafði tekið
sjö mínútur. Samt eru
launin svipuð og fyrir
störf í Velferðarráði.
Auðvitað þarf töluverð-
an tíma á kvöldin í
undirbúningsvinnu fyr-
ir fundi í öllum þessum
ráðum en það er samt
fráleitt að fá svipað
greitt fyrir setu í Inn-
kauparáði einsog öðrum ráðum. Það á
að lækka launin í Innkauparáði.
Menningar- og ferðamálaráð
Þó svo að mér þyki hvað skemmti-
legast að sitja fundi Menningar- og
ferðamálaráðs enda hef ég gaman af
öllu menningartengdu þá hef ég ým-
islegt við það að athuga. Ekki eru það
þó launin því þau eru ekki of há þar
sem setu í ráðinu fylgja ýmiskonar
hliðarskyldur sem eru óborgaðar.
Þannig þurfti ég að sleppa sumarfríi
einn júlímánuð út af mikilvægum
vinnuhópi sem ég var skyldaður til að
sitja í og fundaði í ein fimmtán skipti
þann mánuðinn. Að sjálfsögðu ólaunað
einsog ýmiskonar aðrar stjórnar- og
nefndarsetur sem meðlimir ráðsins
þurfa að sinna.
Það er samt
búið að færa
flest völdin frá
ráðinu til
borgarráðs og
útvista verk-
efnum þess
þannig að ansi
margir fundir
ráðsins eru að-
eins kynningar.
Eins skemmti-
legar og þær eru þá hafa ráðsmenn
sem hafa lesið gögnin áður en mætt er
á fundinn sjaldnast mikið við kynning-
arnar að gera. Það má fækka fundum í
ráðinu um helming og þannig ná fram
sparnaði.
Hverfisráð
Hugmyndin að hverfisráðum
borgarinnar er góð. Þó svo ekki sé
komin löng reynsla á hverfisráðin þá
finna flestir sem sitja í þeim að það er
ekki slæm hugmynd að láta ráð
höndla með afmarkaða hluta borgar-
innar. Þeir sem í ráðunum sitja búa
oftast í þessum hverfum og eru í nán-
um tengslum við íbúa þess. Aftur á
móti hafa hverfisráðin fengið afskap-
lega lítil völd. Þessvegna tel ég að það
ætti annaðhvort að auka völd þeirra
eða leggja þau niður, sem myndi spara
pening.
Önnur ráð
Ég hef aðeins setið nokkra fundi í
öðrum ráðum einsog Umhverfis- og
skipulagsráði, borgarráði, heilbrigðis-
nefnd og fleirum þannig að það þarf
einhverja af þeim sem til þekkja til að
leggja til sparnað í þeim ráðum.
En næsti meirihluti verður að gera
sér það ljóst að góðærið varir ekki að
eilífu. Það að safna skuldum í góðæri
er vítavert og fyrir það munu borgar-
búar greiða á endanum, ekki pólitík-
usarnir sem haga sér svo óskynsam-
lega.
Það verður
að spara í Reykja-
víkurborg
Eftir Börk
Gunnarsson
Börkur
Gunnarsson
»Mannréttindi fólks í
öðrum sveitarfélög-
um eru alveg jafnmikil
og þeirra sem búa í
Reykjavík, þótt önnur
sveitarfélög séu ekki
með Mannréttindaráð.
Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER NÆSTA
VERKSTÆÐI?