Morgunblaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 37
Og dregur mig þar inn Ég þakkir sendi, sendi öllum Þetta er kveðja mín“ (Leiðin okkar allra – Hjálmar) Elsku Höskuldur minn, ég hef aldrei fengið svona slæmar frétt- ir, hjartað mitt er brotið. Þú, besti æskuvinur minn, góður og traustur frændi ert farinn, ég á aldrei eftir að hitta þig aftur, þetta er staðreynd sem mjög erf- itt er fyrir mig að kyngja! Þú varst frábær, flottur, fal- legur, skemmtilegur, sterkur, stoltur og svo mikið meira. Við erum nefnilega Brimnesingar og Brimnesingar eru bestir og flott- astir og við erum stolt af því! Made in sveitin! Við sem eftir sitjum með tómar hendur og brostið hjarta komum til með að heiðra minningu þína svo lengi sem við lifum. Minningarnar mínar eru svo margar og ég þakka fyrir það. Þær eru allt frá því ég fyrst man eftir mér, þú passaðir alltaf uppá mig, ef ég var hrædd við hundana í sveitinni, þá bastu þá eða settir inn, þú reyndir að kenna mér að hjóla án hjálpardekkja, reyndar var ég ekki með hjálm og endaði á olíutanki og fékk heilahristing... Allt sem við gerðum í sveitinni öll þessi ár, öll djömmin okkar, hey- skapur, heimsóknir... Ég á ekki nógu margar myndir af okkur saman, en við höfðum bara ekki tíma í það þegar við vorum að brasa eitthvað. Vonandi hefurðu það gott á veiðilendum guðanna, þeir elsk- uðu þig greinilega mjög mikið fyrst þeir tóku þig frá okkur. Herdís Hulda Guðmannsdóttir. Elsku fallegi systursonur minn, Höskuldur Freyr, hefur á sviplegan hátt yfirgefið þessa jarðvist og er farinn á vit nýrra ævintýra. Engin orð fá lýst sorg- inni sem hvílir yfir fjölskyldu, vinum og öllum þeim stóra hópi sem þekkti hann. Efnilegur og heilsteyptur ungur maður, hjartahlýr sonur og kærasti og traustur bakhjarl í stórum syst- kinahóp. Hann var góður vinur vina og mikill félagi frændsystk- ina sinna. Höskuldur var sérlega barngóður og var unun að sjá hann umkringdan börnum sem löðuðust að honum. Það var auð- vitað ekki skrítið því þar gerðust hlutirnir. Meiri harðjaxl og nagla en Höskuld er vart hægt að hugsa sér en þó svo mjúkur. Ævintýrin biðu við hvert fót- spor í sveitinni sem hann elskaði umfram allt annað, hvort sem hann var uppi á hæstu fjallsbrún við smölun, á veiðum um fjöll og firnindi eða í Brimnesfjörunni að kveikja bál með öllu tilheyrandi var hann í essinu sínu, eðaltöffari í lopapeysu með bjór í hendi. „Aldrei þreyttur, aldrei kalt.“ Það var sko ekki lognmolla í kringum hann Höskuld frænda minn, svo mikið er víst. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Elsku systir og mágkona, eng- in orð geta gert þetta mikla áfall léttbærara. Skarð er höggvið í stóra hópinn þinn og verður ekki bætt. Elsku Steinunn, Orri, Þorgeir, Kristján, Helga, Guðmundur, Al- bert og Hermann! Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk í sorginni. Við trúum því að Höskuldi hafi verið ætlað eitthvert stórt og mikilvægt hlutverk á öðrum stað en hér á jörð. Einhvers staðar var þörf fyrir hraustmenni með bros á vör og blik í auga. Elsku vinurinn, hvíl í friði. Við yljum okkur við frábærar minn- ingar um góðan dreng. Vilborg frænka og Einar. Elskulegi frændi okkar og vin- ur, takk fyrir allar góðu minning- arnar okkar saman. Þú varst allt- af til í að hitta okkur og sérstaklega ef það fól í sér að skemmta okkur, fara í kenderís- gönguna og gera brennu í fjör- unni á Brimnesi. Það fyrsta sem þú spurðir, í hvert sinn sem við hittumst, var hvort það hefðu ekki allir verið góðir við mann, þú hugsaðir alltaf vel um litlu frænkur þínar og alla í kringum þig. Þú varst góður bróðir, frændi og vinur enda eru vinir þínir ekki fáir. Við söknum þín og komum til með að hugsa oft til þín. Þú hefur það gott núna hjá afa og öll- um hinum sem hafa farið frá okkur. Minning um góðan dreng mun lengi lifa. Þín frændsystkini og vinir, Anna Valdís, Ármann, Sigríður (Sirrý). Elsku frændi og vinur, mikið er erfitt að kveðja þig svona snemma og er ég ekki alveg að trúa því að ég sé að skrifa minn- ingargrein um þig. Við náðum vel saman og eigum góðar minningar sem lifa áfram um ókomna tíð. Margar eru þær úr sveitinni við að smala í fjöll- unum í Fáskrúðsfirði og oft lyft- um við okkur upp og héldum út á skemmtanalífið. Þú varst mikill ævintýramaður og undir þér í útivist og íslenskri náttúru. Þrátt fyrir að vera harð- ur af þér var alltaf stutt í mjúku hliðarnar og af og til spjölluðum við mikið um lífið og tilveruna. Þú passaðir alltaf upp á mig þegar við vorum saman þar sem enginn mátti vera leiðinlegur eða koma illa fram við litlu frænku þína. Þú passaðir upp á alla í kringum þig og er ég viss um að þú heldur áfram að passa upp á okkur öll þaðan sem þú ert núna. Lífið er stundum skrýtið og ætli maður eigi einhvern tímann eftir að skilja það? Hvíldu í friði, elsku frændi, minning þín lifir áfram og átt þú stað hjarta í okkar. Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. (Halldór Kiljan Laxness) Þín uppáhaldsfrænka Íris Eva og Andri Rafn. Elsku Höskuldur. Það er með mikilli sorg og söknuði sem við kveðjum þig í hinsta sinn. Minn- ingin lifir um góðan dreng og þakklæti fyrir að hafa átt þig sem vin. Fjölskyldu þinni og öllum vinum votta ég mína dýpstu sam- úð. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Þinn vinur, Aðalsteinn Guðmundsson (Alli Bróa). Við viljum minnast Höskuldar, fyrrverandi nágranna okkar og góðs vinar, sem aldrei mun gleymast. Höskuldur og fjölskylda hans fluttu í Botnahlíð 6 á besta tíma fyrir son minn Gunnar, sem var svo heppinn að eignast Höskuld sem bekkjarfélaga og vin. Þeir náðu strax vel saman og ekki nóg með það, nýi bekkjarfélaginn bjó í næsta húsi með stóra systkina- hópnum ásamt mömmu sinni og stjúpa. Fljótlega var Gunnar orðinn heimagangur á heimili Halldóru og var þar alltaf velkominn þegar við foreldrarnir vorum fjarri vegna vinnu. Þeir Höskuldur undu sér sam- an öllum stundum og ég held að sá eiginleiki í fari Höskuldar að vera ekki að stressa sig mikið á heimsins regluverki, heldur gera frekar það sem hann langaði til, hafi heillað drenginn minn. Með honum ríkti þannig það frelsi hugans sem krakkar annars fundu í töfraheimi bóka og kvik- mynda. Það var ekkert verið að bíða eftir því að hlutirnir gerðust, þeir voru látnir gerast. Höskuldur gat verið mikill grallari, uppátækjasamur hefði einhvern tíma verið sagt, en nú vitum við að uppátækin eru útrás fyrir sköpunarkraftinn sem er dýrmætur eiginleiki og mikils metinn í dag. Sú hlið sem sneri að mér var alltaf prúða og ljúfa hliðin. Hann var nefnilega einkar góður drengur og mikill mannkosta- maður, duglegur eins og hann á kyn til, klár, ljúfur og myndarleg- ur ungur piltur. Eftir að fjölskyldan flutti burt frá Seyðisfirði losnaði smátt og smátt um tengslin, en það var ánægjulegt til þess að vita að Höskuldi vegnaði vel í lífinu og hann hafði það gott. Og alltaf voru fagnaðarfundir þegar við hittum Höskuld eða eitthvert af systkinum hans og erum við þakklát fyrir trygglyndi þeirra og vinskap í gegnum árin. Við kveðjum gamlan, góðan vin með söknuði og treystum því að andi hans sé frjáls og hvíli í friði. Innilegar samúðarkveðjur sendum við unnustu, foreldrum, systkinum, ömmu og stórfjöl- skyldunni allri. Megi minningin um einstakan dreng lýsa í lífi ykkar. Fyrir hönd fjölskyldunnar í Botnahlíð 8, Jóhanna Gísladóttir. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018 Ég kann ekkert að skrifa svona minningarorð, sem betur fer hef ég öngva æfingu í því. En mig langar að þakka og minnast allra þeirra yndislegu stunda sem ég hef átt með kærum vini mínum Fía í vinnu, í ferðalögum, í bústaðnum þeirra Jónínu og með félögunum úr Heklu. Árið 1990 þegar ég, sveita- strákurinn blautur á bak við eyr- un, fékk vinnu í Heklu hjá Hjalla Ingvars við smíðar, þá tók Fíi á móti mér eins og eflaust öllum öðr- um sem þar til vinnu komu, með sínu góðlega fasi og bliki í auga. Iðnaðarmennirnir fengu oft að nota kaffiaðstöðuna á raftækja- verkstæðinu þar sem Fíi réð ríkjum. Þar voru oft sagðar góðar sögur, sannar og lognar og mikið hlegið. Ég, ómótaður sveitavargurinn, komst fljótt að því eftir að hafa kynnst hlýju, glettni, prakkara- skap og dugnaði Reykvíkingsins Fía að innfæddir Reykvíkingar, svokallaðir „malbikskuðungar“ eru bara besta fólk. Aldrei talaði hann illa um „útiálandiliðið“, þrátt fyrir að ég talaði digurbarkalega um sérfræðingana að sunnan. Fíi hafði mannsins besta jafn- aðargeð. Aldrei skipti hann skapi svo ég viti til. Við vorum alltaf sammála og aldrei ósáttir, nema kannski um pólitík, en alltaf í góðu. Friðjón Skarphéðinsson ✝ Friðjón Skarp-héðinsson fæddist 2. septem- ber 1936. Hann lést 19. janúar 2018. Útför Friðjóns fór fram 26. janúar 2018. Í árshátíðarferð- um héldum við oft- ast hópinn með þeim heiðurshjón- um Fía og Jónínu og skemmtum okkur vel. Fíi gat stundum verið svolítið óþekk- ur og var fljótur að sigta út knæpur sem við þurftum endilega að skoða. Minnisstæð er einn- ig ferð út í Viðey á jólahlaðborð. Í bátum á leiðinni út í eyju þegar Fíi var eitthvað að grallarast með okkur strákunum, þá sagði Jónína við hann ljúflega: „Fíi minn, ef þú verður ekki til friðs þá sest ég bara ofan á þig.“ Þá var mikið hlegið og Fíi glotti góðlátlega til baka. Þegar nokkrir fyrrverandi starfsfélagar í Heklu stofnuðu fé- lagið FBHS kom ekki annað til greina en að gera Fía að heiðurs- félaga. Aðalverkefni félagsmanna var að hittast og gera sér glaðan dag með íslenskum þjóðlegum mat, kótelettum, sviðum o.fl. og auð- vitað var eitthvað gott að drekka með. Þegar ég hélt upp á 30 ára af- mælið mitt á Hvolsvelli fyrir rúm- um 20 árum heiðruðu Fíi og Jón- ína mig með nærveru sinni ásamt fleirum. Þannig atvikaðist að Fíi fór eitthvað að tala um vísna- og kvæðaáhuga minn við pabba og bað hann um að fara með eitthvert gott kvæði. Pabbi gamli man ótrú- legustu kvæði og fór blaðlaust með „Kirkja fyrirfinnst engin“ eftir Davíð Stefánsson sem tekur um 4-5 mínútur í flutningi. Eftir lesturinn segir Fíi hugfanginn: „Ég var nú kannski ekki að meina alveg svona langt kvæði.“ Annað afmæli verður að minn- ast á sem var áttræðisafmæli Fía haustið 2016, þar sem við Ragn- heiður fengum að njóta samveru með Fía og hans yndislegu fjöl- skyldu. Þar var mikið sungið, teknar ógleymanlegar myndir og borðað- ur góður matur. Þar skein sólin, þar var gleðin, þar var skálað og blikið var í auga Fía, þannig mun ég muna vin minn. Elsku Jónína, Gæi og þið öll, minning um góðan mann lifir, Fíi reyndist mér og Ragnheiði af- skaplega vel á allan hátt, betri manni hef ég ekki kynnst. Sæmundur (Sæmi smiður). Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL H. COOPER, Grundartjörn 1, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum föstudaginn 26. janúar. Útför fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 6. febrúar klukkan 13.30. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Þökkum starfsfólki Fossheima sérstaklega fyrir góða umönnun og umhyggju við aðstandendur. Auðbjörg Lilja Lindberg Elín Bára Cooper Sigtryggur H. Dagbjartsson Kristbjörg Linda Cooper Örn Ottósson Ragnar Heiðar Karlsson María Maronsdóttir Dúna Rut Karlsdóttir Árni Hjaltason Erlingur Þór Cooper Líney Rut Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, VALGERÐUR HELGADÓTTIR, Vallarbraut 10, Njarðvík, lést á Landspítalanum mánudaginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 6. febrúar klukkan 13. Elín Björk Einarsdóttir Ómar Kristjánsson Laufey Einarsdóttir Magnús G. Jónsson Ólöf Einarsdóttir Guðjón Skúlason Helga Sigrún Helgadóttir og barnabörn Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR JÓHANN JÓNSSON, fyrrv. bifreiðastjóri, dvalarheimilinu Hraunbúðum, áður Áshamri 35, Vestmannaeyjum, lést sunnudaginn 28. janúar. Jarðsungið verður frá Landakirkju laugardaginn 10. febrúar klukkan 14. Gunnar Rafn Einarsson Laufey Sigurðardóttir Jón Garðar Einarsson Hrefna Guðmundsdóttir Anna Einarsdóttir Reynir Elíesersson Elísabet H. Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLEY JÓNSDÓTTIR, Hafnarstræti 63, Sjónarhæð, Akureyri, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 23. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Hilmar Magnússon Helga G. Hilmarsdóttir Gerðalíð, Össur Gerðalíð Hanna B. Hilmarsdóttir, Jákup N. Purkhús Fjóla Hilmarsdóttir Rósa M. Hilmarsdóttir Hammer, Heri M. Hammer Lilja M. Hilmarsdóttir Mörköre, David Mörköre Magnús Jón Hilmarsson Árni Stefán Hilmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.