Morgunblaðið - 03.02.2018, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018
✝ Karl Hannesfæddist 25.
febrúar 1930 í Ev-
anston, Illinois.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Þingeyinga 26. jan-
úar 2018.
Hann var sonur
Hannesar Jakobs-
sonar, f. 1899, og
Hansínu Karls-
dóttur frá Húsavík,
f. 1904. Fluttist fjögurra ára
með foreldrum sínum til Húsa-
víkur, ólst þar upp og bjó til
dánardags.
Þann 23. febrúar 1952 kvænt-
ist Karl Hannes eftirlifandi
eiginkonu sinni, Herdísi Þuríði
Arnórsdóttur frá Húsavík, f. 27.
nóv. 1929. Börn þeirra eru: 1.
Anna María Karlsdóttir, f. 3.
okt. 1954, maki Sigurður Brynj-
1991, sambýlismaður Guð-
mundur Örn Magnússon, f. 2.
apríl 1992. Berglind Hannes-
dóttir, f. 20. ágúst 1993. 3. Arna
Elísabet Karlsdóttir, f. 4. júlí
1966, maki Þórr Tjörvi Einars-
son, f. 21. nóv. 1965. Börn
þeirra eru: Arnór Tjörvi Þórs-
son, f. 1. júní 2002, og Þóra Rún
Þórsdóttir, f. 29. mars 2004.
Karl Hannes, eða Sonni eins
og hann var alltaf kallaður á
Húsavík, var mikill íþrótta-
maður á sínum yngri árum,
bæði á skíðum og í frjálsum
íþróttum. Eftir að hann komst á
fullorðinsár átti golfíþróttin
hug hans allan. Hann lærði
húsgagnasmíði og starfaði við
það um tíma, var mikið til sjós
bæði á eigin bátum og með
öðrum. Starfaði sem síldarmats-
maður og vann á síldarplönum
bæði hjá föður sínum og síðar
hjá Kaupfélagi Þingeyinga.
Vann lengi við verslunarstörf
hjá KÞ. Síðustu árin starfaði
hann sjálfstætt við smíðar o.fl.
Útför Karls fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 3. febr-
úar 2018, klukkan 14.
úlfsson, f. 18. júlí
1954. Börn þeirra
eru: Herdís Þur-
íður Sigurðar-
dóttir, f. 7. júlí
1976, maki Óli
Halldórsson, f. 10.
maí 1975, þau eiga
fjögur börn. Brynj-
úlfur Sigurðsson, f.
19. apríl 1978, maki
Helga Björg
Pálmadóttir, f. 16.
sept. 1981, þau eiga fjögur börn.
Karl Hannes Sigurðsson, f. 12.
sept. 1986. 2. Hannes Karlsson,
f. 17. júní 1959, maki Rósa
Njálsdóttir, f. 13. október 1963.
Börn þeirra eru: Lísbet Hann-
esdóttir, f. 2. október 1986,
maki Friðgeir Bjarnar Valde-
marsson, f. 15. febrúar 1979,
samtals eiga þau fjögur börn.
Helen Hannesdóttir, f. 23. maí
Afi Sonni fékk að kveðja okk-
ur og þennan heim á friðsælan
hátt og fyrir það erum við afar
þakklátar. Minningarnar um afa
Sonna sitja eftir og í þær munum
við halda fast.
Við eigum auðvitað allar okk-
ar eigin minningar um þig, elsku
afi. Eins og til dæmis þegar
enskur strákur byrjaði í 2. bekk
með Helen og mamma og pabbi
sögðu henni að tala við þig því þú
hefðir auðvitað fæðst í Banda-
ríkjunum og hefðir margt að
kenna henni. Hún á ennþá blaðið
þar sem þú last upp orðin og hún
skrifaði niður.
Úr því varð ágætis orðabók
sem nýttist vel og fyrir vikið
eignaðist hún nýjan vin. Eins
fékk Lísbet að nýta þekkingu
þína í skólaverkefni þar sem
skrifa átti um „gamla daga“,
enda svo gamall elsku afi okkar
og þegar Berglind fékk heimþrá
og sat á pallinum á Túngötunni
og blés sápukúlur þá komst þú
og settist niður með henni og
blést sápukúlur líka.
Þú varst alltaf til í að leika
með okkur, hvort sem það var að
sparka bolta á milli úti í garði
eða spila golf á ganginum eða
inni í stofu.
Þú geymdir alltaf golfkúlur og
púttara í horninu í stofunni og
það vissum við systur mæta vel.
Í heimsóknum okkar voru því
ófá skiptin sem fóru í það að slá
kúlum ofan í græna diskinn eða í
bolla.
Það var svo síðasta sumar
þegar við hittumst öll, Túngötu-
ættin, og spiluðum saman golf á
Túngata Open. Þú afi, sem spil-
aðir ekki lengur á stóra vellinum,
fórst hann samt allan með okkur
á skutlunni þinni.
Við vorum svo stoltar og
ánægðar með þig. Við ætlum að
halda hefðinni, tileinkaða þér,
elsku afi, þér sem fannst fátt
skemmtilegra en að spila golf og
smitaðir áhuganum til barna,
barnabarna og barnabarna-
barna.
Elsku afi, við munum minnast
þín fyrir svo margt.
Þegar við vorum litlar og
fengum að kíkja inn í kommóðu
og ná í ávaxtamolana með flór-
sykrinum.
Þegar við fórum í bíltúr með
þér og hlógum yfir ökuhæfileik-
um þínum, já eða skortinum á
þeim.
Þegar við komum í heimsókn
og þú varst alltaf með sár á
skallanum.
Þegar við systur hlógum yfir
að þú ætlaðir í bíó að sjá Iron
Man, þú varst svo mikill áhuga-
maður um kvikmyndir.
Þegar við fylgdumst með þér í
baksýnisspeglinum vinkandi
bless frá Túngötunni alveg þar
til bíllinn hvarf sjónum.
Þegar við gátum varla talað
saman því sjónvarpið var svo
hátt stillt, hvað þá þegar óperan
var í útvarpinu.
Þegar við sáum blikið í aug-
unum þínum þegar þú hittir
barnabarnabörnin þín. Það er
dýrmætt. Þú ert dýrmætur.
Lísbet, Helen og Berglind
Hannesdætur.
Karl Hannes Hannesson, afi
Sonni, er látinn tæplega 88 ára
að aldri. Afi hafði um töluvert
skeið glímt við heilsuleysi en var
þó fær um að búa heima með
góðri hjálp frá ömmu Dísu. Um
miðja síðustu viku kenndi hann
sér meins og fljótlega var ljóst
að komið væri að leiðarlokum.
Hann fékk friðsælt andlát á
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
á Húsavík í faðmi fjölskyldunn-
ar.
Afi Sonni var fremur hógvær
persónuleiki. Hann var einn af
þeim sem gerðu meira af því að
hlusta en tala. Hann lét lítið uppi
um eigin tilfinningar eins og títt
er um menn af hans kynslóð. Afi
var þó ákaflega barngóður og
vissi fátt skemmtilegra en að kjá
framan í lítil börn. Það hentaði
honum alveg eins vel að sýsla
með börnunum og að halda uppi
samræðum við hina fullorðnu.
Þetta mátti oft sjá í fjölmennari
fjölskyldusamkomum þar sem
afi lét sig gjarnan hverfa hægt
og hljótt frá borðum hinna full-
orðnu og settist með börnum á
öllum aldri við sjónvarpið. Og
allir sammála um að stilla hátt.
Afi hafði mikinn áhuga á golfi.
Af okkur systkinum náði hann að
smita bræðurna, og þá helst
nafna sinn, af golfbakteríunni.
Afi var kappsamur í golfinu.
Hann átti alltaf flottar græjur og
tók þátt í mörgum mótum. Skor-
ið skipti hann máli eins og ber-
lega mátti sjá þegar hann, aldr-
aður maðurinn, svaraði
aðspurður hvernig hann stæði í
íþróttinni gagnvart dóttursonum
sínum: „Ég hef þá nú ennþá.“
Þegar afi fór að verða lélegur til
gangs fjárfesti hann í „skutl-
unni“, litlu farartæki sem bar
hann og golfsettið um golfvöll-
inn. Skutlan var ekki ýkja stöð-
ugt farartæki og kom á daginn
að hún þoldi illa hliðarhalla.
Þrátt fyrir einstaka byltu stund-
aði hann golfið fram á síðasta
aldursár.
Afi var einnig mikill veiði-
maður og var gaman að fara með
honum til rjúpnaveiða. Hann
þekkti landið ofan Húsavíkur
mjög vel og vissi upp á hár hvar
helst mætti finna fugl. Ekki
skemmdi að hann var alltaf með
svo gott nesti. Líklega kom
amma eitthvað að þeim málum.
Afi átti ekki jeppa í seinni tíð en
komst samt ótrúlegar leiðir á
fólksbílnum sínum. Fyrir kom að
skipta þurfti um dekk eða
hengja upp púströr í þessum
ferðum.
Afi hafði gaman af að gefa og
átti það til að koma færandi
hendi með óvæntar veglegar
gjafir, ekki síst fallega smíðis-
gripi sem hann hafði tekið upp á
hjá sjálfum sér að dunda við.
Okkur systkinum var alla tíð
ljóst að hann fylgdist vel með
sínu fólki og lét sig það varða. Sá
eiginleiki fylgdi honum fram á
síðustu stund.
Afi var okkur alltaf góður og
fylgdist vel með okkur og fjöl-
skyldum okkar. Fyrir hlédrægan
mann eins og afa Sonna hefur
það án vafa komið sér vel að hafa
ömmu Dísu sér við hlið, með öllu
sínu hlýja fasi og félagslyndi.
Saman hafa þau verið ákaflega
verðmætur þáttur í lífi okkar
systkina og fjölskyldna okkar.
Nú verður tómlegra á Túngöt-
unni. Það má sennilega lækka í
sjónvarpinu.
Hvíldu í friði, elsku afi, og
hafðu þakkir fyrir allt og allt.
Herdís (Dísa), Brynjúlfur
(Billi), Karl Hannes (Sonni)
og fjölskyldur.
Mágur minn Karl Hannes er
látinn. Andlát hans bar brátt að
þó heilsan hafi verið fremur léleg
undanfarin ár.
Karl, eða Sonni eins og hann
var alltaf kallaður, hefði orðið 88
ára 25. febrúar. Ég kynntist
Sonna svipað og öðrum strákum
á líku reki þegar ég var að alast
upp á Húsavík en nánari kynni
tókust svo við hann og fjölskyldu
hans þegar hann kvæntist Her-
dísi systur minni. Sonni var mjög
myndarlegur á velli, frekar stór
og karlmannlegur. Þegar hann
hafði lokið gagnfræðaprófi á
Húsavík þá voru það störf við
sjóinn sem tóku við eins og hjá
svo mörgum ungum drengjum.
Sonni var alla tíð mikið tengdur
sjónum og sjósókn eins og títt
var um karlmenn í hans móð-
urætt. Hann fór á vertíð, fór á
síldveiðar og réri á trillu. En
hann vildi í frekara nám og dreif
sig í iðnskólann og í húsgagna-
smíði. Það var svo hans starfs-
vettvangur næstu árin að vinna
við smíðar. En hann starfaði við
margt fleira. Hann veitti for-
stöðu síldarsöltun KÞ um tíma
og nokkru seinna varð hann svo
starfsmaður Kaupfélagsins í
Járn- og glervörudeild, en svo
nefndist sú deild er þjónaði hús-
byggjendum. Þar kom þekking
hans sem smiðs sér vel.
Þau Herdís byggðu sér hús
við Túngötu, hús númer 10 og
bjuggu síðan þar allan sinn bú-
skap. Þau áttu myndarlegt og
hlýlegt heimili. Þau studdu mjög
að því að börn þeirra öfluðu sér
góðrar menntunar. Sonni var
duglegur að sjá fyrir heimilinu
og rasaði ekki um ráð fram í við-
skiptum. Hann hafði ákveðnar
skoðanir og ekki endilega tilbú-
inn að gefa þær eftir ef svo bar
undir.
Hann var duglegur skotveiði-
maður og margar rjúpurnar
sendi hann okkur. Þá átti hann
lengst af trillu í félagi með öðr-
um og skrapp í svartfugl og
fiskiróðra af og til. Það var oft
gaman að því hvað hann vandaði
sig þegar hann var að skipta um
bíl. Þar var allt skoðað í krók og
kring og miklar bollalengingar.
Sonni hafði gaman af tónlist
og söng í karlakór, kirkjukór og
nú síðast í kór eldri borgara. Þá
las hann mikið, einkum seinni ár-
in og eyddi drjúgum tíma við að
horfa á sjónvarpið, enda forvit-
inn um það sem var að gerast
bæði hér heima og erlendis.
Eftir að við Ingibjörg fluttum
til Reykjavíkur þótti okkur alltaf
ósköp notalegt að heimsækja
Dísu og Sonna. Þar var alltaf svo
góður íslenskur matur og Sonni
passaði upp á að ekkert skorti.
Þeim fækkar nú óðum sem
maður ólst upp með, en það er
lífsins gangur. Gott er þegar fólk
sem komið er á háan aldur fær
að kveðja áður en ellin fer að
hrjá það mikið þó svo snöggur
viðskilnaður sé alltaf erfiður.
Sonni lést af heilablóðfalli og var
búinn að kveðja innan tveggja
sólarhringa. Með honum er
genginn sannur Húsvíkingur og
góður drengur.
Elsku systir. Við Ingibjörg
sendum þér, börnum ykkar og
fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur svo og Helen
mágkonu þinni. Okkur þykir leitt
að geta ekki fylgt Sonna til graf-
ar, en við verðum þá erlendis.
Kári Arnórsson.
Karl Hannes
Hannesson
Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag?
Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is.
Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur
í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð
erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Katla Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
UNNUR INGIBJÖRG HELGADÓTTIR,
síðast til heimilis að Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
föstudaginn 26. janúar.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn
6. febrúar klukkan 13.00.
Haukur Sigtryggsson
Gréta Björg Hafsteinsdóttir Ómar Már Gunnarsson
Ingibergur H. Hafsteinsson Albína Jóhannesdóttir
Regína Kristín Hauksdóttir
Harpa Hauksdóttir
Heiðrún Hauksdóttir Helgi Einarsson
ömmu- og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN HJARTARDÓTTIR
Köldukinn, Dalasýslu,
Hraunbæ 90,
Reykjavík,
lést á Hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn 30. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn
16. febrúar klukkan 13.
Árni Sigurðsson Selma Magnúsdóttir
Hjörtur E. Sigurðsson
Ingunn Sigurðardóttir Jón Axel Brynleifsson
Jón Óli Sigurðsson Kristín Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ DóraBergþórs-
dóttir fæddist 30.
júní 1925 að Öl-
valdsstöðum í
Borgarhreppi.
Hún bjó síðustu
árin í Miðleiti 7,
Reykjavík, en lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni þann
8. janúar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Bergþór Bergþórsson,
f. 13. maí 1893, d. 17. nóv-
ember 1967, bóndi á Ölvalds-
stöðum og síðar Þórustöðum í
Ölfusi, og kona hans Ásgerð-
ur Jósefina Þorvarðardóttir
Skjaldberg, húsfreyja, f. 31.
maí 1894, d. 19. janúar 1993.
Dóra var þriðja í röð sex
systkina. Þau voru Nói
Skjaldberg, f. 7. október
1920, d. 19. september 1963,
Kristinn Bergþórsson, f. 6.
júlí 1922, d. 29. maí 1983,
Halldís Bergþórsdóttir, f. 23.
september 1926, d. 6. október
2017, Halla Berg-
þórsdóttir, f. 11.
nóvember 1928 og
Bergþór Berg-
þórsson, f. 23. júlí
1940, d. 11. ágúst
2001.
Dóra giftist
Konráð Axelssyni,
kaupmanni, f.
1923, d. 2009, þau
skildu. Börn
þeirra eru Hall-
fríður, f. 1944, gift Axel
Gíslasyni sem lést 9. desem-
ber 2017, og Bergþór, f. 1947,
kvæntur Hildi Björgu Hall-
dórsdóttur.
Dóra giftist þann 16. april
1956 Sverri Erlendssyni, skip-
stjóra, f. 1925, d. 1991. Þeirra
börn eru Anna Sverrisdóttir,
f. 1956, og Ásgerður, f. 1962,
gift Steini Auðuni Jónssyni.
Barnabörn Dóru eru sjö og
barnabarnabörn níu.
Jarðarförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Dóra móðursystir mín sofn-
aði inn í eilífðina 8. janúar. Að
leiðarlokum langar mig til að
þakka henni fyrir samfylgdina
og allt sem hún hefur gert
fyrir mig og mína.
Dóra frænka var stórlund-
uð og örlát, eðlisgreind og
fróðleiksfús. Hún hefði svo
sannarlega notið þess að
ganga menntaveginn. Það
kann að þykja framandi að
kynslóðin sem nú er óðum að
kveðja, kynslóðin sem við,
sem yngri erum, eigum allt að
þakka, fékk ekki þau tækifæri
sem þykja meira en sjálfsögð
og sjálfgefin í dag. En þó
Dóra frænka gengi ekki hinn
hefðbundna menntaveg var
hún menntuð kona, vel lesin
og ekki bara á íslensku,
danskan og enskan voru henni
töm, hún var geysilega vel að
sér í ættfræði og hafði ein-
lægan áhuga á fólki, listræn
var hún í höndunum, snilld-
arkokkur og gæðabakari. Svo
var hún golfari góður. Henni
var mikið gefið og hún nýtti
það vel. Líf hennar var far-
sælt.
Dóra frænka hefur alltaf
verið hluti af lífi mínu. Hún,
mamma og Halla, systurnar
þrjár, voru einkar samrýndar
og nánar alla tíð og spjölluðu
saman daglega. Það er dálítið
táknrænt að Dóra skuli kveðja
aðeins þrem mánuðum á eftir
mömmu. Þær geta því tekið
upp þráðinn að nýju, spjallað
um heima og geima, eins og
oft var haft á orði. Að sama
skapi er erfitt fyrir Höllu
frænku að sjá á eftir systrum
sínum með svo stuttu millibili.
Dóra frænka sýndi mér
ávallt mikinn kærleik og djúpa
væntumþykju. Ég mun ætíð
minnast hennar með hlýju og
ég kveð hana með sorg og
söknuð í hjarta. Við Skúli og
Halldís sendum öllum afkom-
endum hennar okkar einlæg-
ustu samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning Dóru frænku.
Jórunn.
Dóra
Bergþórsdóttir