Morgunblaðið - 03.02.2018, Side 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
R
og
og
Nú er kínverska árið aðganga í garð og þá er alltlokað og get ég verið hér
á Íslandi á meðan áramótin þar
ganga yfir,“ segir Sigurður Bragi
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
í Kína, en hann á 60 ára afmæli í
dag. Hann ætlar að bjóða vinum
og ættingjum heim í Arnarnesið
frá klukkan 18 til 21 í kvöld.
Sigurður er framkvæmdastjóri
Green Diamond International,
sem nokkrir Íslendingar stofnuðu
árið 2007 og var Sigurður ráðinn
framkvæmdastjóri þess árið 2009,
en þar áður hafði hann verið fram-
kvæmdastjóri Plastprents. „Ég
hef verið mikið í Kína síðan og
fyrirtækið stækkar ört en það
framleiðir íhluti fyrir mörg stór
merki eins og t.d. Timberland,
Clarks og Vagabond. Þetta eru
milljónir íhluta á ári sem við framleiðum og miklir möguleikar eru á
að stækka fyrirtækið enn frekar.“ Fimmtíu manns vinna hjá fyrirtæk-
inu sem er með reksturinn í borginni Zhongshan, syðst í Kína, rétt hjá
Hong Kong.
„Mér líður mjög vel í Kína og alltaf betur og betur. Borgin er á
sömu breiddargráðu og Flórída og hitinn er því svipaður og þar og
fer vel í mann. Maður byrjar líka að borða hollari mat í svona hita,
grænmeti og ávexti og svo er líka hverfandi mengun hérna. Ég er
einnig mjög ánægður með starfsfólkið mitt.“
Sigurður Bragi er þekktur rallökumaður og hefur þrisvar sinnum
hampað Íslandsmeistaratitlinum, síðast árið 2008. „Eftir það fór ég til
Kína og þar sem Íslandsmótið samanstendur af fimm keppnum á ári
hef ég ekki getað einbeitt mér að því. En núna er ég farinn að treysta
undirmönnum mínum í Kína það mikið að ég stefni á að taka þátt í öll-
um keppnunum í sumar og reyna við titilinn. Ég hef verið að velta því
fyrir mér hvort ég kæmist þá í Heimsmetabók Guinness. Mér er til efs
að nokkur á sjötugsaldri hafi orðið meistari í sínu landi, maður finnur
að viðbragðsflýtirinn minnkar með hverjum áratug sem er hættulegt
þegar hver sekúnda skiptir máli, en ég reyni að bæta það upp með því
að undirbúa mig vel og skoða keppnisleiðirnar gaumgæfilega svo ég
sé viðbúinn og búinn að lágmarka hættuna á því að eitthvað komi mér
á óvart.“
Börn Sigurðar eru Birkir Karl, f. 1996, Signý Ósk, f. 2000 og Agnar
Ingi f. 2005.
Framkvæmdastjórinn Sigurður
staddur í Balaklava á Krímskaga.
Stefnir á Íslands-
meistaratitil í ralli
Sigurður Bragi Guðmundsson er sextugur
R
eynald Þráinn Jónsson
fæddist á Dalvík 3.2.
1938 og ólst þar upp og
í Svarfaðardalnum.
Reynald lærði húsa-
smíði hjá föður sínum, lauk sveins-
prófi í þeirri grein 1960, lauk BS-
prófi í byggingartæknifræði frá
Odense Teknikum í Danmörku 1965
og öðlaðist meistararéttindi í húsa-
smíði 1968.
Reynald vann við húsasmíðar á
Dalvík hjá föður sínum 1954-61,
starfaði á verkfræðistofu C.A. Zeuth-
en í Odense við eftirlit á ýmsum
verkfræðilegum framkvæmdum á
Fjóni 1965-66, var bæjartækni-
fræðingur og byggingarfulltrúi á
Húsavík 1966-71 og sinnti jafnframt
stundakennslu við Iðnskólann þar,
vann hjá Landsvirkjun við undir-
búning og eftirlitsstörf við Sigöldu-
virkjun og Hrauneyjafossvirkjun
1971-79, var byggingarstjóri hjá
Vatnsvirki hf. vegna flóðgátta
Hrauneyjafossvirkjunar 1979, starf-
rækti eigin teiknistofu og tækniráð-
gjöf 1980-81, stofnaði árið 1982
einkafyrirtækið SAMNOR sem sér-
hæfir sig í innflutningi á byggingar-
efnum, svo sem Alno-eldhúsinnrétt-
ingum og húseiningum frá Noregi
og ýmsu fleiru en hefur svo jafn-
framt sinnt ráðgjafastörfum af
ýmsu tagi, til dæmis fyrir flug-
félagið Atlanta og sinnt ýmsum
verktakastörfum.
Eftir að Reynald seldi Alno-fyrir-
tækið 1999 sneri hann sér að bygg-
ingarframkvæmdum þar sem hann
reisti ýmiss konar hús víða á höfuð-
borgarsvæðinu, en einnig tók hann
að sér að breyta gamla Kaupfélags-
húsinu í Borgarnesi í 22 leiguíbúðir
ásamt því að byggja raðhús við
Brákarbrautina þar.
Á sama tíma festi hann kaup á
heimavist Dalvíkurskóla og breytti,
ásamt Sigurði bróður sínum, í hótel
sem Fosshótel-keðjan keypti og rak
um árabil.
Reynald Þ. Jónsson byggingartæknifræðingur – 80 ára
Í góðra vina hópi Reynald og Katrín á Íslendingaslóðum í Torrevieja á Costa Blanca á Spáni, þar sem þau dvelja oft.
Framtakssamur þjóð-
hagi úr Svarfaðardal
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Þorsteinn Húnfjörð bakarameistari á
85 ára afmæli í dag. Hann ólst upp á
Blönduósi, en býr í Reykjavík. Eigin-
kona hans er Kristine Elfride Jó-
hannsdóttir og börn þeirra eru Kári,
Óskar, Soffía, Hafdís og Ebba.
Nýr borgari
85 ára
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.