Morgunblaðið - 06.02.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.02.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018 Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Aðalmeðferð í máli Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrv. forstjóra Kaup- þings, gegn ríkinu vegna ólögmætra hlerana og óréttlátrar málsmeðferð- ar er fyrirhuguð á morgun, 7. febr- úar kl. 9.15, í Hér- aðsdómi Reykja- víkur. Málið flytur Ólafur Eiríksson hrl. f.h. stefnanda, verjandi er Einar K. Hallvarðsson hrl. f.h. ríkisins og dómari Kristrún Kristinsdóttir. Í stefnunni fer Hreiðar Már fram á 10 milljóna króna miskabætur, auk dráttarvaxta og kröfu um málskostn- að. Höfðuð voru fimm sakamál á hend- ur Hreiðari Má með ákæru á grund- velli rannsókna sérstaks saksóknara, en embætti hans var lagt niður í árs- lok 2015. Tveimur þessara mála er lokið með sakfellingu fyrir Hæsta- rétti, eitt var ógilt og vísað aftur í hér- að af Hæstarétti, eitt bíður meðferð- ar fyrir Landsrétti og eitt er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykja- víkur, skv. embætti héraðssaksókn- ara. Fjórum sinnum voru sérstökum saksóknara veittir símhlustunar- úrskurðir, frá mars til maí 2010, við rannsókn málanna, uppkveðnir af Benedikt Bogasyni hæstaréttar- dómara, sem þá var héraðsdómari á Vesturlandi. Mál stefnanda, Hreiðars Más, byggist á að allir símhlustunarúr- skurðirnir hafi verið ólögmætir þar sem þeir voru kveðnir upp af dómstól í röngu varnarþingi. Skilyrði ekki uppfyllt Símhlustunarúrskurður frá 17. maí 2010 sé að auki ólögmætur því hann hafi verið kveðinn upp á heimili dóm- ara í Reykjavík, og lýsi því ranglega aðstæðum við uppkvaðningu, en í úr- skurðinum kemur fram að hann hafi verið kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands. Dómurinn hafi verið kveðinn upp án þess að skrifleg beiðni um símhlustun frá þar til bær- um aðilum hafi borist áður. Efnisleg skilyrði símahlustana hafi ekki verið uppfyllt, þar sem ekki hafi verið rök- studdur grunur um brot sem gætu varðað a.m.k. átta ára fangelsi og engin rök fyrir því að ríkir almanna- eða einkahagsmunir væru í húfi. Úrskurðirnir ásamt símhlustunum á grundvelli þeirra hafi brotið gegn rétti Hreiðars Más til réttlátrar máls- meðferðar, en rannsóknaraðilar hafi viðurkennt að hafa hlustað á samtöl hans við verjanda sinn, en ekki eytt upptökunum eins og þeim ber skylda til. Atriðin sem á undan eru talin séu m.a. brot á mannréttindaákvæðum stjórnarskrár Íslands og mannrétt- indasáttmála Evrópu. Dómtaka í máli Hreiðars  Stefndi ríkinu vegna ólögmætra hler- ana og fer fram á 10 milljónir í bætur Hreiðar Már Sigurðsson Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fjörutíu einstaklingar voru í einangrun á Land- spítalanum í gær sem er með því mesta sem gerist, þar af lágu tíu þeirra inni á bráða- móttökunni. Langflestir eru með einkenni vegna inflúensu „Fjörutíu manns í einangrun er í hæsta lagi og fleiri en voru um helgina. Við erum oftast með í kringum þrjátíu einstaklinga í einangrun,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttur, fram- kvæmdastjóri flæðisviðs. Um er að ræða fólk á öllum aldri. Álagið á spítalanum hefur verið þungt síð- ustu vikur og verður það áfram að sögn Guð- laugar Rakelar. „Það er þungt en ekki verra en oft áður. Það er verið að leita leiða til að útskrifa fólk og að koma því fyrir.“ Þá er töluvert mikið um veikindi starfsfólks svo að erfiðara er að manna deildir og einingar. Búast við þunga um miðjan febrúar Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi, segir að í febrúarmánuði hafi aðsóknin á bráðamóttökuna verið í meðallagi, eða um 180 manns á dag. „Þegar verst lét seinnipart janúar voru tuttugu sjúklingar á hverjum tíma í bið á bráðadeild eftir að komast inn á legudeildir, í dag eru þeir tólf. Að því leyti til er staðan betri,“ segir Jón Magnús. Í gær var töluvert um að fólk kæmi eftir hálkuslys en mikið álag hefur verið á spítalanum vegna beinbrota og meðferðar þeirra. „Ástandið er aðeins skárra núna en það er þungt og við bú- umst við að það þyngist aftur þegar líður á febr- úar því við teljum að inflúensufaraldurinn sé ekki búinn að ná hámarki,“ segir Jón Magnús. „Til viðbótar við þetta erum við farin að finna verulega fyrir lokun sjúkrarúma á spítalanum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Á hverjum tíma eru 20 til 25 rúm lokuð. Ef þau væru opin myndu flestallir þeir sjúklingar sem eru í bið eftir plássi á bráðadeildinni komast inn á sínar sérhæfðu legudeildir. Skortur á hjúkrunarfræð- ingum hefur gríðarleg áhrif og við sjáum ekki annað en að það komi til með að versna.“ Áfram þungt álag á Landspítalanum  Fjörutíu sjúklingar voru í einangrun í gær, flestir vegna inflúensueinkenna  Mikið um veikindi starfsfólks  Töluvert margir komu eftir hálkuslys í gær  Telja inflúensuna ekki hafa náð hámarki Morgunblaðið/Golli Landspítalinn Mikið og þungt álag hefur verið á spítalanum síðustu vikur, m.a. vegna flensu. og þau undirbúa dómsmál. „Okkur hefur verið bent á að eina lausnin sé dómsmál enda bara eitt svona mál sem hefur tapast fyrir dómstólum. Það er samt mjög dýr aðgerð. Annað sem við getum gert er að flytja til Danmerkur t.d. og láta skrá hana inn í kerfið þar og flytja svo til baka. Þá má ekki segja nei við okkur en það er svolítið drastísk aðgerð. Þar sem hún heitir Emma að millinafni hefur okkur verið bent á að skrá hana sem Emmu en hún heitir það ekki, hún heitir Alex Emma. Við ætl- um ekki að bíða áfram. Við biðum því við héldum að nefndin yrði lögð niður áður en vegabréfið hennar rynni út en núna erum við að gera okkur klár fyrir dómsmál.“ Að áliti nefndarinnar fellur nafnið að íslensku málkerfi og það væri ekki til ama fyrir stúlkur að heita því en út af hefðinni verður því ekki breytt.“ Nanna Þórdís bendir á að í öðrum löndum sé Alex bæði karl- og kven- mannsnafn auk þess sem margar konur sem bera nafnið Alexandra hér á landi séu kallaðar Alex. „Þegar við fengum fyrstu neitunina hug- leiddum við að fara í mál en þá var mikil umræða um að leggja manna- nafnanefnd niður svo við biðum. Síð- an héldum við að nafnið yrði sam- þykkt vegna aukins sveigjanleika í nefndinni síðustu ár, að því sem virð- ist, en fengum aftur neitun.“ Þolinmæði þeirra er nú á þrotum Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Alex Emma Ómarsdóttir er fjögurra ára stúlka sem hefur enn ekki fengið nafnið sem henni var gefið skráð í Þjóðskrá. Þar er hún Stúlka Ómars- dóttir. Ástæðan er að manna- nafnanefnd hefur ekki samþykkt eiginnafnið Alex sem kvenmanns- nafn. Foreldrar Alexar Emmu eru Nanna Þórdís Árnadóttir og Ómar Örn Hauksson. Þau hafa tvisvar fengið neitun frá mannanafnanefnd vegna nafnsins og hyggjast nú leita réttar síns fyrir dómstólum. „Vegabréfið hennar Alexar Emmu rennur út í ár svo við erum orðin svolítið stressuð. Samkvæmt lögum verða börn að vera komin með nafn innan árs, samþykkt af mannanafnanefnd, og án nafns í Þjóðskrá fær hún ekki nýtt vega- bréf,“ segir Nanna Þórdís. Því má segja að það sé undir mannanafna- nefnd komið hvort Alex Emma fær að ferðast úr landinu eða ekki. Hefðin hefur vinninginn „Þegar við fengum neitun síðast stóð í rökstuðningi mannanafna- nefndar að þeir væru búnir að sam- þykkja nokkur nöfn fyrir bæði kynin og því væri skiljanlegt að við héldum að við gætum fengið þessu breytt en hefðin fyrir karlmannsnafninu Alex væri gömul og því ekki neitt sem segði að þeir þyrftu að breyta því. Mæðgur Alex Emma með litlu systur sinni Lottu Aniku og móður, Nönnu Þórdísi Árnadóttur. Hefur tvisvar fengið neitun við nafni sínu  Mannanafnanefnd samþykkir ekki kvenmannsnafnið Alex Skipað er í mannanafnanefnd til fjögurra ára í senn af dómsmálaráðherra að fengnum tillögum heimspekideildar Háskóla Íslands, lagadeildar Há- skóla Íslands og íslenskrar málnefndar. Skipun síðustu nefndar rann út 26. janúar síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneyt- inu er verið að ganga frá nýrri skipan nefndarinnar, til næstu fjögurra ára. Í lok janúar var lagt fram frumvarp til laga um mannanöfn þar sem lagt er til að mannanafnanefnd verði lögð niður. Flutningsmenn frumvarpsins koma úr þremur flokkum stjórnarandstöðu. Verði frumvarpið að lögum mun mannanafnanefnd verða lögð niður og fólki verða frjálst að gefa börnum nöfn að vild. Einnig mætti fólk breyta nafni sínu eins oft og það vill, í stað eins skiptis eins og nú er raunin. Verið að skipa í nýja nefnd MANNANAFNANEFND Við tökum út og þjónustum kæli- og loftræstikerfi Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.