Morgunblaðið - 06.02.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.02.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018 Það er ekki fagnaðarefni fyrirákærða í refsimálum í Banda- ríkjunum þegar dómari í stuði tekur til við að úthluta refsingu eftir sektarniðurstöðu kviðdóms. Þessu hefur Larry Nassar, fyrrverandi læknir fimleikalandsliðs- ins, nú fengið smjör- þefinn af.    Hann var dæmdur fyrir að hafakynferðislega áreitt mörg hundruð konur.    Dómarinn í fyrsta málinu sagðiþað heiður og ánægju fyrir sig sem konu að dæma Nassar í 175 ára fangelsi.    Í gær féll viðbótardómur. Þá varNassar dæmdur í 40-125 ára fangelsi. Í millitíðinni fékk hann 60 ára fangelsi fyrir að hafa barna- klám í fórum sínum.    Þurfi Nassar að afplána þessadóma í hámarki þá verður hon- um sleppt eftir 360 ár. Nassar er 54 ára gamall og verður því 404 ára, laus og liðugur árið 2378.    Þeir sem voru jafngamlir Nassarþegar þeir fóru inn og eru að sleppa núna eftir sambærilegan dóm fæddust árið 1604.    Nassar gæti rætt um nýtingutímans og hvort fyrri hluti vistarinnar, undir breska kóng- inum, hafi verið betri en hinn síð- ari.    Það væri vísbending um hversmegi vænta þegar Kínverska heimsveldið verður alls ráðandi á seinni parti Nassars á bak við riml- ana. Larry Nassar Enga smáskammta STAKSTEINAR Veður víða um heim 5.2., kl. 18.00 Reykjavík -3 alskýjað Bolungarvík -3 alskýjað Akureyri -2 skýjað Nuuk -13 snjóél Þórshöfn 4 rigning Ósló -5 skýjað Kaupmannahöfn -4 heiðskírt Stokkhólmur -7 heiðskírt Helsinki -9 léttskýjað Lúxemborg 1 heiðskírt Brussel 2 heiðskírt Dublin 3 léttskýjað Glasgow 2 alskýjað London 3 rigning París 1 alskýjað Amsterdam 2 skýjað Hamborg 0 skýjað Berlín 0 léttskýjað Vín 1 skýjað Moskva -12 snjókoma Algarve 14 léttskýjað Madríd 2 rigning Barcelona 8 rigning Mallorca 11 léttskýjað Róm 12 skýjað Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -18 snjókoma Montreal -11 snjókoma New York 0 heiðskírt Chicago -16 heiðskírt Orlando 19 þoka Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:53 17:32 ÍSAFJÖRÐUR 10:11 17:23 SIGLUFJÖRÐUR 9:55 17:06 DJÚPIVOGUR 9:26 16:58 Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Sunnubúðin, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is nari upp singar áwww.geosilica.is Unnið úr 100% náttúrulegum íslenskum jarðhitakísil og magnesíum í hreinu íslensku vatni. Varan inniheldur engin aukaefni. Recover er sérstaklega hannað og þróað af geoSilica til að stuðla að eðlilegri vöðva- og taugastarfsem Allt um sjávarútveg Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hef- ur fengið upplýs- ingar frá Veitum ohf. um að niður- stöður rannsókna á hluta vatnssýna sýni of há gildi heildargerla- fjölda við 22 °C. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Matvælastofnun og sóttvarnalæknir telja þó neyslu- vatnið öruggt og ekki þurfi að grípa til aðgerða. Þetta segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Ekki er um að ræða niðurstöður úr opinberu eftir- liti heilbrigðiseftirlitsins heldur innra eftirlits vatnsveitunnar með vatni í borholum á vatnsverndar- svæðinu í Heiðmörk. Þá segir að um sérstakar veðuraðstæður sé að ræða sem hafi leitt til þess að vatnið í hluta af borholunum hafi ekki stað- ist ýtrustu gæðakröfur. Heilbrigðis- eftirlitið mun áfram fylgjast með gæðum neysluvatns og tók í gær sýni á nokkrum stöðum úr dreifi- kerfinu. Neysluvatn öruggt þrátt fyrir há gildi gerla Vatn Neysluvatnið í Reykjavík er öruggt, segja sérfræðingar. Engan sakaði þegar Ford Econo- line með fimm manns festist í há- deginu í gær í Fiská nærri fjallinu Þríhyrningi inn af Fljótshlíðinni. Björgunarsveitir og annað hjálpar- lið fór á vettvang og náði fólkinu sem þarna var í útsýnistúr. Hafði það náð sjálft upp á þak bílsins og var bjargað þaðan af björgunar- mönnum frá Hvolsvelli, en öflugur bíll frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu var notaður til að draga Econoline-inn upp úr ánni og á verkstæði. „Yfirleitt er Fiská auðveld yfir- ferðar þar sem er ekið yfir á vaði. Samt þarf að vara sig því þarna hefur á síðustu árum verktaki tekið möl úr farvegi hennar og því eru úti í miðri á pyttir sem ökumenn sjá ekki,“ segir Jón Hermannsson í svæðisstjórn björgunarsveitanna á Suðurlandi. Aðgerðir við Fiská í gær þykja Jóni hafa tekist vel: fólk verið fljótt að á staðinn og leyst úr aðstæðum sem um margt hafi verið háska- legar, að minnsta kosti við fyrstu sýn. Þyrla frá Landhelgisgæslunni fór af stað austur þegar útkall barst en var snúið við þegar mála- vextir voru orðnir ljósir. sbs@mbl.is Ljósm/Slysavarnafélagið Landsbjörg Háski Björgunarliðar voru fljótir á staðinn og náðu fólki úr umflotnum bíl. Björguðu fólki og Ford úr Fiskánni  Ók ofan í djúpan pytt úti í miðri ánni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.