Morgunblaðið - 06.02.2018, Síða 10
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Guðlaugur I. Guðlaugsson, fasteigna-
sali hjá Eignamiðlun, segir að sala á
íbúðum á RÚV-reitnum í Reykjavík
hafi gengið vel og hafi sex íbúðir selst
nú eftir áramótin. Eignamiðlun ásamt
Fasteignasölunni Torg og Fasteigna-
sölunni Borg sjá um sölu á íbúðunum.
Alls eru um 19 íbúðir eftir af 71 íbúð
sem var í þessu söluferli og gert er
ráð fyrir að A-hluti fari í sölu þegar
sumarið nálgast.
Brandur Gunnarsson, fasteignasali
hjá Fasteignasölunni Borg, segir að
búast megi við því að næsti áfangi fari
í kynningu eftir 1-2 mánuði en verk-
efnið er í heildina um 290 íbúðir og er
söluferlinu skipt í áfanga.
Flestar óseldar í Jaðarleiti 2
Sigurður Gunnlaugsson, fasteigna-
sali og framkvæmdastjóri hjá Fast-
eignasölunni Torgi, segir að salan hafi
byrjað vel og bendir á að íbúðirnar
seljist í samræmi við afhendingar-
tíma. Íbúðirnar eru í Jaðarleiti 2, 4, 6
og 8 og verða þær afhentar í öfugri
röð, þannig að Jaðarleiti 8 klárast
fyrst. „Þetta byrjaði mjög vel, í tvist-
inum eru bara 11 íbúðir eftir. Í fjark-
anum eru fjórar íbúðir eftir, þannig
að það er búið að vera mjög góð sala,“
segir Sigurður, en Jaðarleiti 8 seldist í
heilu lagi og verða þær íbúðir afhent-
ar fyrst. Spurður hvernig gangi að
selja dýrari eignirnar segir Sigurður
að dýrasta íbúðin sé enn óseld. „Það
er ein svona stór sem er í nr. 6, íbúð
50. Hún er 160 fermetrar og er eig-
inlega tvær íbúðir. Ein lítil íbúð á ba
kvið var opnuð, þannig að hún alveg
rennur í gegn og er með tvennar sval-
ir og hjónasvítur. Hún er ekki farin
eins og er en það er svo sem algengt,“
segir Sigurður og bætir við að vana-
lega fari dýrustu eignirnar fyrst eða
síðast.
Hann bætir við að salan á íbúðun-
um hafi gengið jafnt og þétt yfir verð-
flokka og ekki sé einhver ein tegund
íbúða sem rjúki út.
Góð sala á íbúðum á
RÚV-reit við Jaðarleiti
Um 19 íbúðir óseldar í söluferlinu Næsta ferli í sumar
Morgunblaðið/RAX
Jaðarleiti Íbúðirnar á gamla RÚV-reitnum eru nú í sölu og verður Jaðar-
leiti 8 afhent fyrst. Allar íbúðir í Jaðarleitinu voru seldar í heilu lagi.
Söluferli í Jaðarleiti
» Allar íbúðir seldar í
Jaðarleiti 8 – seldust í heilu
lagi
» Ellefu íbúðir óseldar í
Jaðarleiti 2
» Fjórar íbúðir óseldar í
Jaðarleiti 4
» Kynning á næsta söluferli
eftir 1-2 mánuði
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
Sparneytnari, hagkvæmari og hljóðlátari ISUZU D-MAX
Isuzu D-Max BASIC dísil, beinskiptur. Verð: 4.850.000 kr. (3.911.290 kr. án vsk.)
Isuzu D-Max PRO dísil, sjálfskiptur. Verð: 5.690.000 kr. (4.588.700 kr. án vsk.)
164 hestöfl – 3.500 kg dráttargeta. Eyðsla frá 7,0 l/100km* EN
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
6
5
1
8
*M
ið
að
vi
ð
up
pg
ef
na
rt
öl
ur
fra
m
le
ið
an
da
um
el
ds
ne
yt
is
no
tk
un
íb
lö
nd
uð
um
ak
st
ri.
Á síðasta fundi borgarráðs var sam-
þykkt að heimila umhverfis- og skipu-
lagssviði að óska eftir tilboðum í upp-
setningu, rekstur og viðhald á a.m.k.
210 strætóskýlum í borginni.
Fram kemur í bréfi Þorsteins Rún-
ars Hermannssonar samgöngustjóra
að áætlað sé að útboðið fari fram í
febrúar og tilboði verði tekið í mars.
Útboðið verður auglýst á Evrópska
efnahagssvæðinu.
Í dag er rekstri biðstöðva strætó og
auglýsingastanda í Reykjavíkurborg
þannig háttað:
147 biðskýli eru í eigu og rekstri
verktaka (AFA JCDecaux).
42 auglýsingastandar eru í eigu og
rekstri verktaka.
231 biðskýli er í eigu og rekstri
Reykjavíkurborgar.
182 staurar við biðstöðvar eru í
eigu og rekstri Reykjavíkurborgar.
Í útboðinu er gert ráð fyrir að verk-
taki bjóði að lágmarki fram 210 skýli
við biðstöðvar strætisvagna gegn
rétti til auglýsinga í eða á biðskýlum.
Verktaki hafi þannig tekjur gegn því
að leggja Reykjavíkurborg til skýlin.
Heimilt verður að bjóða fram fleiri
skýli ef um semst. Gerð er krafa um
að hluti skýlanna verði búinn rafræn-
um upplýsingatöflum sem sýni komu-
tíma næstu vagna. Þá skal vera
mögulegt að koma fyrir frekari lausn-
um við miðlun upplýsinga.
Franska fyrirtækið AFA JC-
Decaux á og rekur grænu strætóskýl-
in í borginni. Samningur var gerður
við fyrirtækið árið 1998. Hann rennur
út í lok júní 2018. Fram hefur komið í
fréttum að vilji sé hjá félaginu að
halda áfram rekstri skýlanna. Það
mun því væntanlega taka þátt í útboð-
inu. AFA JCDecaux hefur gert ráð-
stafanir til að að fjarlægja grænu
skýlin hreppi það ekki hnossið. Þau
verða væntanlega flutt úr landi.
sisi@mbl.is
Borgin býður út
210 strætóskýli
Útboð á Evrópska efnahagssvæðinu
Morgunblaðið/Ernir
Grænu skýlin Þau munu mögulega hverfa úr borgarmyndinni í sumar.