Morgunblaðið - 06.02.2018, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018
6. febrúar 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 99.87 100.35 100.11
Sterlingspund 141.99 142.69 142.34
Kanadadalur 81.13 81.61 81.37
Dönsk króna 16.746 16.844 16.795
Norsk króna 13.01 13.086 13.048
Sænsk króna 12.69 12.764 12.727
Svissn. franki 107.28 107.88 107.58
Japanskt jen 0.9085 0.9139 0.9112
SDR 145.51 146.37 145.94
Evra 124.65 125.35 125.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.4373
Hrávöruverð
Gull 1337.1 ($/únsa)
Ál 2227.0 ($/tonn) LME
Hráolía 70.0 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Icelandic Trade-
mark Holding, eig-
andi vörumerkjanna
Icelandic og Ice-
landic Seafood, og
Margildi hafa ritað
undir leyfissamning
um markaðssetn-
ingu og sölu á fisk-
olíum undir vöru-
merkinu Icelandic
Fish Oil í Bandaríkj-
unum. Áætlað er að sala og dreifing hefjist
síðar á árinu. ITH annast markaðssetningu
vörumerkjanna í Bandaríkjunum, Suður-
Evrópu og á Íslandi.
Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður ITH,
segir að markaðurinn með lýsi og
Omega-3 velti um 1,2 milljörðum dollara
á ári í Bandaríkjunum. „Rannsóknir gefa
auk þess til kynna að minni vörumerki
vaxa hraðar á markaðnum sem geta nýtt
sér tengingu við „natural“ eða „organic“.“
Auk þess séu tækifæri í netverslun sam-
hliða hefðbundinni sölu.
Icelandic Fish Oil verður
selt í Bandaríkjunum
Herdís
Fjeldsted
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Hugbúnaðarfyrirtækið Hugbúnaður
hf., sem þróar og selur verslunar-
kerfið Centara, hefur gengið frá
hlutafjáraukningu upp á eina milljón
bandaríkjadala, eða rúmar 100 millj-
ónir íslenskra króna. Gunnar Björn
Gunnarsson, framkvæmdastjóri fé-
lagsins og einn af stærri hluthöfum,
segir í samtali við Morgunblaðið að
hlutafjáraukningin marki ákveðin
tímamót í starfseminni. Mikilli
grunnvinnu sé nú lokið en búið er að
fjárfesta umtalsvert í þróun kerfisins
á undanförnum árum. Félagið sé
tilbúið til frekari vaxtar og hlutafjár-
aukningin hugsuð sem fyrsta skrefið
af fleirum til að svara auknum um-
svifum erlendis. Nýju hluthafarnir
eru fjárfestingarfélagið Varða
Capital ehf., sem leggur til 75 millj-
ónir króna, og hugbúnaðarfyrirtækið
Wise lausnir ehf., með 25 milljónir
króna.
Ríkuleg virkni í miðlara
„Við erum núna að fjölga starfs-
mönnum félagsins, stækka þróunar-
teymið og hefja söluferli Centara af
krafti. Síðustu 4-5 ár höfum við í raun
haldið okkur til hlés í sölu og mark-
aðsmálum og höfum nýtt tímann til
þess að þróa kerfið,“ segir Gunnar.
Hann segir að það sem skilji Cent-
ara að frá hefðbundnum kassakerf-
um í verslunum sé ríkuleg virkni í
miðlara kerfisins. „Á hverjum einasta
verslunarkassa er framendinn, kass-
inn sjálfur. En svo er miðlari sem
getur til dæmis keyrt í skýinu eða
verið inni á skrifstofu hjá verslunar-
stjóra og stýrir miðlægt öllum af-
sláttartilboðum, og býður upp á
öflugt vildarkerfi. Þar með ertu kom-
inn með heildstætt verslunarkerfi
sem gerir dreifða verslunarstarf-
semi, stjórnun og upplýsingagjöf öfl-
uga og þægilega.“
Hann segir að kostir kerfisins séu
einnig að Centara sé óháð fjárhags-
kerfum og geti tengst hvaða við-
skiptakerfi sem er, hvort sem það er
TOK, Opus Allt, AX, Navision, SAP
eða annað.
Enn fremur segir Gunnar að kerfið
sé nú orðið fullkomnlega sam-
keppnishæft á alþjóðlegum markaði.
„Við erum með viðskiptavini úti um
allan heim. Þar má nefna Jysk í Kan-
ada og Christiania Glasmagasin í
Noregi sem eru 300 ára gamlar versl-
anir, þær elstu í Noregi. Svo erum við
með Burger King-hamborgarastaði í
Vestur-Evrópu í samstarfi við
Toshiba Tec.“
Nýir eigendur fyrir fimm árum
Nýir eigendur komu að Hugbúnaði
hf. fyrir fimm árum. Auk þess að upp-
færa kerfið sjálft á þeim tíma sem lið-
inn er frá því voru skrifstofurnar
fluttar úr Engihjalla í Borgartún 26.
„Svo eru starfsmennirnir allir nýir,
fyrir utan Tryggva M. Þórðarson,
sem er einn af stofnendum félagsins.
Ég bý sjálfur að reynslu minni síðan
ég var forstjóri LS Retail, en reynsla
allra lykilstarfsmanna er mjög mikil í
fyrirtækinu. Til að ná árangri er
mikilvægt að hafa blöndu af reynslu,
áræði og þolinmæði.“
Hlutafé Hugbúnaðar hf.
aukið og vöxtur framundan
Morgunblaðið/Eggert
Centara Nespresso er nýr viðskiptavinur. Tólf starfsmenn eru á Íslandi og fjögurra manna þróunardeild í Úkraínu.
Hugbúnaður
» Fyrirtæki eins og Exxon, Citi-
bank og General Motors hafa
verið í viðskiptavinahópi Hug-
búnaðar hf.
» Gunnar Björn var áður for-
stjóri LS Retail.
» Félagið var stofnað árið 1981
og er eitt elsta hugbúnaðarhús
landsins.
» Meðal íslenskra viðskiptavina
eru Reykjavíkurborg, Kópa-
vogur, Reykjanesbær, Fjarðar-
kaup og Nespresso.
Tímamót í starfseminni Varða Capital og Wise koma inn sem nýir hluthafar
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Skórnir þínir
Mjúkir og þægilegir
ítalskir leðurskór
.995
-ir 35 41Stærð Heiða Kristín Helgadóttir, fram-
kvæmdastjóri viðskiptahraðalsins
Efni, fyrirtækis sem hefur það að
markmiði að að-
stoða íslenska
frumkvöðla við
sölu- og markaðs-
starf og uppbygg-
ingu, segir að nær
útilokað sé fyrir
smærri aðila að
halda uppi fram-
leiðslu á vönduð-
um vörum og
selja úr landi
vegna himinhás
sendingarkostnaðar frá Íslandi.
Efni einbeitir sér einkum að
heilsutengdum snyrtivörum, vörum
tengdum sjávarútvegi og tísku, og er
í eigu Heiðu, Oliver Luckett og Eyris
Invest. „Það er í raun útilokað að
framleiða og selja vörur héðan út af
háum sendingarkostnaði. Við settum
upp netverslunina ArcticBeauty.com
í nóvember sl. þar sem við seljum
ólíkar tegundir af heilsu- og snyrti-
vörum sem allar eru framleiddar hér
á Íslandi. Vörurnar eru á verðbilinu
30-80 bandaríkjadalir, en ofan á það
bætist sendingarkostnaður að lág-
marki 5.000 krónur ef vörurnar eiga
að vera komnar til kúnna innan
þriggja daga, eins og þekkist nánast
alls staðar annars staðar. Þannig að
þú getur eiginlega gleymt því að
taka þátt í alþjóðlegri samkeppni
héðan,“ segir Heiða og bendir á að
samsvarandi vörur kosti helmingi
minna í Amazon-netversluninni og
þar sé sendingarkostnaður margfalt
minni, og stundum enginn.
„Sendingu að verðmæti 30 dalir
sem vegur 120 grömm kostar um 55
dali að senda úr landi með hraði, og
þetta verð er með afslætti.“
Framleiða verður erlendis
Hún segir að eina leiðin til að vera
samkeppnisfær alþjóðlega sé að
horfa til þess að framleiða erlendis,
eða halda úti lager utan landstein-
anna. „Annaðhvort verðum við að
sætta okkur við að vera hrávöru-
framleiðandi, eða fara í gagngera
endurskoðun á því hvernig við ætl-
um að vera þátttakendur í alþjóðlegu
viðskiptaumhverfi sem er að breyt-
ast mjög hratt og þá sérstaklega
flutningsleiðir og væntingar neyt-
enda um að fá vörur afhentar með
hraði nánast ókeypis.“ tobj@mbl.is
Himinhár send-
ingarkostnaður
Heiða
Helgadóttir
Nær útilokað að framleiða hér á landi