Morgunblaðið - 06.02.2018, Side 17

Morgunblaðið - 06.02.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018 Finse. AFP. | Ljúfir tónar úr lúðri bræddu hjörtu áheyrenda sem hjúfruðu sig saman í 24 stiga frosti í stóru, kúptu snjóhúsi. Tónlistar- mönnunum var enn kaldara en áhorfendunum því að hljóðfærin sem þeir léku á voru úr ís. Á Ístónlistarhátíðinni í norska fjallaþorpinu Finse var leikið á ásláttarhljóðfæri, m.a. sílafón, og blásturshljóðfæri sem voru ein- göngu gerð úr klumpum úr ísilögðu stöðuvatni. Sá hængur var á að því lengur sem tónlistarmennirnir léku því meira bráðnuðu hljóðfærin. „Það er ekki auðvelt að spila á hljóðfæri sem bráðna þegar leikið er á þau,“ sagði slagverksleikarinn Terje Isungset, stofnandi hátíðar- innar. Hann var með þykka ullar- vettlinga þegar hann blés í eitt hljóðfæranna, íslúður sem blánaði í ljósinu frá vetrarsólinni. Við hliðina á honum stóð söngkona með engil- fagra rödd og vafði trefli um andlitið til að orna sér á meðan bassaleikari tók af sér vettlingana til að slá á strengina á íshljóðfærinu sínu. Brothætt hljóðfæri Tónlistarhátíðin fór fram í þorp- inu Finse sem er í 1.222 metra hæð yfir sjávarmáli, um 195 km vestan við Ósló. Hún var haldin í þrettánda skipti á föstudaginn og laugar- daginn var í kúptu snjóhúsi sem hlaðið var úr tilsniðnum hjarn- klumpum að hætti inúíta. Tugir manna sóttu hátíðina og sátu á snjó- bekkjum þegar þeir hlýddu á tón- listina. Þegar leið á kvöldið lék einn tón- listarmannanna á hljóðfæri sem líkt- ist didgeridoo, fornu blásturs- hljóðfæri frumbyggja í Ástralíu. „Það er fín lína á milli listar og brjálæðis,“ sagði ljósmyndarinn Emile Holba, sem hefur gegnt hlut- verki fjölmiðlafulltrúa hátíðarinnar og tekið myndir af undirbúningi hennar og tónleikunum. „Það getur komið babb í bátinn, hljóðfærin geta brotnað … áhorfendunum líkar það að allt er einfalt og hreint.“ Flutt í öruggt frost Tónlistarhátíðin var áður haldin í skíðabænum Geilo en skipuleggj- endurnir segjast hafa ákveðið að flytja hana vegna þess að vetrar- veðrið þar sé orðið mildara, þannig að erfiðara sé að hlaða snjóhúsið og koma í veg fyrir að hljóðfærin bráðni of hratt. „Snjórinn var mjög krapakenndur og erfiður í vetur,“ sagði Isungset. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé snjóinn svona á þessum slóðum.“ Skipuleggjendurnir völdu Finse til að geta verið öryggir um að há- tíðin yrði haldin í frosti. Um hálf- tíma tekur að fara þangað með lest frá Geilo. Þorpið er girt fjöllum ná- lægt jökli og svæðið var notað til að taka upp atriði í Stjörnustríðsmynd- inni Gagnárás keisaradæmisins þeg- ar sögusviðið var ísköld og snævi- þakin reikistjarna sem kennd er við Höð. Breski suðurskautsfarinn Sir Ernest Henry (1874-1922) og norski landkönnuðurinn Fridtjof Nansen (1861-1930) dvöldu í Finse þegar þeir voru við æfingar til að undirbúa ferðir sínar. Það tók um það bil viku að hlaða snjóhúsið og rúmlega tuttugu manns lögðu hönd á plóginn. Stórir ísklumpar úr nálægu stöðuvatni voru fluttir á svæðið og tónlistar- mennirnir notuðu keðjusagir, hamra og meitla til að móta hljóðfærin. Eftir hátíðina voru sum hljóð- færin nær alveg bráðnuð en önnur voru svo heilleg að þau voru sett í frysti til að hægt yrði að nota þau aftur á Ístónlistarhátíðinni að ári. Bræddu hljóð- færi og hjörtu  „Fín lína milli listar og brjálæðis“ AFP Ístónlistarhátíð Terje Isungset, stofnandi hátíðarinnar, prófar eitt af blásturshljóðfærunum sem voru gerð úr ís. Svellköld hljómsveit Áhorfendunum hlýnaði um hjartarætur þegar þeir hlýddu á tónlistarmennina leika á íshljóðfæri í frostköldu snjóhúsinu. Tónlistarsnjóhús Það tók um það bil viku að hlaða tónleikastaðinn. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bandaríski læknirinn Larry Nassar var dæmdur í 40 til 125 ára fangelsi í gær þegar þriðju og síðustu réttar- höldunum yfir honum lauk. Nassar braut gegn hundruðum stúlkna undir því yfirskini að hann væri að lækna þær þegar hann var læknir bandaríska fimleikalandsliðs- ins og ríkisháskóla Michigan. Brotin viðgengust í rúma tvo áratugi. Um 265 fimleikastúlkur hafa sagt frá ofbeldinu sem þær sættu, þeirra á meðal nokkrar sem hafa unnið til verðlauna á Ólympíuleikum. Banda- rískur alríkisdómstóll dæmdi Nass- ar í sextíu ára fangelsi í desember fyrir að eiga barnaklám. Dómstóll í Ingham-sýslu í Michigan dæmdi hann í 40 til 175 ára fangelsi 24. jan- úar fyrir kynferðisbrot gegn stúlk- um og hann fékk síðan 40 til 125 ára fangelsisdóm til viðbótar í gær í réttarhöldum sem fóru fram í Eaton- sýslu. Nassar bað fórnarlömbin afsökun- ar og kvaðst ekki geta lýst því með orðum hversu „þungrar sorgar“ hann fyndi til vegna þjáninga þeirra. Dómarinn í málinu, Janice Cunning- ham, tók lítið mark á afsökunar- beiðni hans, sagði að hann væri í „af- neitun“ og skírskotaði til þess að hann hefði áður þrætt fyrir að hann hefði brotið gegn stúlkunum og jafn- vel sakað þær um lygar. „Ég er ekki sannfærð um að þú skiljir í raun og veru að það sem þú gerðir var rangt og hversu skelfilegar afleiðingar gerðir þínar höfðu fyrir fórnarlömb- in, fjölskyldur þeirra og vini.“ Engin svipbrigði sáust á Nassar þegar fangelsisdómurinn var kveð- inn upp. Kvartanir og kærur hunsaðar Nær 200 stúlkur og konur báru vitni í réttarhöldunum og frásagnir þeirra beindu athyglinni að „valda- kerfinu sem verndaði Nassar svo lengi“, að sögn fréttaskýranda CNN-sjónvarpsins. Stjórnendur ríkisháskóla Michigan og forystu- menn bandaríska fimleikasam- bandsins og ólympíunefndar lands- ins hafa neitað því að þeir hafi reynt að hylma yfir með lækninum. Að sögn CNN komst læknirinn upp með það árum saman að stinga fingri í kynfæri stúlkna undir því yfirskini að það væri þáttur í með- ferð vegna meiðsla. Nokkrar stúlkn- anna sögðust hafa kvartað yfir kyn- ferðisbrotunum við þjálfara fimleikasambandsins og jafnvel kært þau til lögreglu. Ekkert var þó aðhafst í málinu og Nassar hélt áfram að brjóta gegn stúlkum. Dæmdur í allt að 125 ára fangelsi  Réttarhöldum yfir lækni bandarískra fimleikastúlkna lokið AFP Dæmdur Bandaríski læknirinn Larry Nassar hlýðir á dómsorðin. Hélt brotunum áfram » Bandaríska fimleikasam- bandið segist fyrst hafa gert sér grein fyrir kynferðis- brotum Nassars sumarið 2015 þegar þrjár fimleikastúlkur kærðu hann. » Nassar var þá leystur frá störfum fyrir sambandið með- an FBI rannsakaði málið en hélt áfram að brjóta gegn tug- um stúlkna í ríkisháskóla Michigan þar til í september 2016 þegar skýrt var frá fleiri kærum. Hann var handtekinn tveimur mánuðum síðar. Yfirvöld í Moskvu skýrðu frá því í gær að erfiðlega hefði gengið að halda götum opnum og sögðu skólabörnum að þau gætu verið heima hjá sér vegna mesta fannfergis í borginni í eina öld. Um 45 sentimetra þykkur snjór hafði fallið frá því á laugardag og þar til í gærmorgun og snjókoman var þá 20% meiri en í öllum febrúarmánuði í venjulegu árferði, að sögn borgarstjórans Sergejs Sobjaníns. Hann sagði þó að engin stórslys hefðu orðið og engin hús hrunið vegna fannfergisins. Ekkert lát var á snjókomunni í gær. AFP Metsnjókoma í Moskvu Umhverfisverndarsamtök sögðust í gær ætla að áfrýja úrskurði héraðsdómstóls vegna kröfu samtakanna um að leyfi norskra stjórnvalda til olíuleitar í Barentshafi yrðu felld úr gildi. Héraðsdómstóll í Ósló vísaði kröfunni frá í jan- úar en samtökin ætla að áfrýja málinu til hæsta- réttar. Umhverfisverndarsamtökin segja að olíuleitarleyfin brjóti í bága við ákvæði sem bætt var við stjórnarskrá Noregs árið 2014 til að tryggja rétt borgaranna til heilsusamlegs um- hverfis. Þau segja einnig að olíuleitarleyfin brjóti gegn Parísarsáttmálanum um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Stjórnin neitar því og segir samtökin túlka stjórnarskrárákvæðið of vítt. Hún hafði heimilað fyrirtækjum að hefja boranir á hafsvæðum þar sem olíu hefur aldrei verið leitað áður. NOREGUR Úrskurði um olíuleit áfrýjað Norskur olíuborpallur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.