Morgunblaðið - 06.02.2018, Side 26

Morgunblaðið - 06.02.2018, Side 26
E inar Ólafsson fæddist í Vesturbænum í Reykjavík 6.2. 1948 og átti þar heima við Ný- lendugötuna til átta ára aldurs: „Vesturbærinn var þá mikið ævintýraland fyrir krakka, með höfnina, Slippinn og Örfirisey í næsta nágrenni. Ég var sendur sex ára í tímakennslu inn á Hofteig. Það var heilmikið ferðalag fyrir krakka, með strætisvagni, nánast út í sveit. Næsta vetur fór ég í Miðbæjarskól- ann og ári síðar í Laugarnesskólann þar sem foreldrar mínir höfðu keypt íbúð við Rauðalækinn. Ég var átta sumur í sveit á Mæli- fellsá í Skagafirði hjá Birni Hjálm- arssyni og Þorbjörgu Sveinsdóttur og naut þar vinsælda prestshjónanna á Mælifelli, afa míns og ömmu, sem höfðu látist fyrir aldur fram. Þarna kynntist maður sveitastörfum og Þorbjörg var gullnáma þegar vísur voru annars vegar og þá ekki síður vísur eftir séra Tryggva, afa minn.“ Eftir landspróf fór Einar í Sam- vinnuskólann og útskrifaðist þaðan 1968. Hann starfaði síðan hjá Sam- vinnutryggingum til 1971. Þá ákváðu þau hjónin að reyna fyrir sér í kennslu og fengu kennarastarf á Vopnafirði: „Þar kynntumst við mörgu dásamlegu fólki og þar kvikn- aði áhuginn á lax- og silungsveiði sem hefur fylgt mér allar götur síðan. Hofsá hefur verið áfanga- staður nánast á hverju ári og er í miklu uppáhaldi. Margar veiðisögur hafa orðið til í þeim ferðum og kannski sú eftirminnilegasta þegar Atli Dagur, sonarsonur minn, fékk maríulaxinn.“ Eftir dvölina á Vopnafirði varð ekki aftur snúið – skólastarf varð að ævistarfi. Þau hjónin kenndu síðan einn vetur á Eyrarbakka og síðan í Ásgarði í Kjós þar sem Einar varð skólastjóri en Solveig, kona hans kennari. Eftir sjö ára veru í Kjósinni kenndu þau m.a. á Blönduósi þar sem Solveig hafði umsjón með sér- kennsludeild skólans. Frá Blönduósi lá leiðin yfir flóann á Drangsnes á Ströndum. Þar var Einar var skóla- stjóri í tíu ár. Árið 2003 fluttu þau í Fellabæ, fæðingarbæ Solveigar, þar sem Einar varð aðstoðarskólastjóri og Sólveig kennari. Þau fluttu síðan í Kópavoginn sumarið 2014. Einar Ólafsson, fyrrverandi skólastjóri – 70 ára Fjölskyldan Einar, Solveig, börn, tengdabörn og barnabörn á leið ı́ hamborgaraveislu í Kringlunni. Skólastarf víða um land varð að ævistarfi Veiði Atli Dagur með maríulaxinn sinn ásamt afa sínum. 26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018 Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona lenti á klakanum í morgun,á sjálfan afmælisdaginn, eftir helgarferð vestanhafs. „Ég var ídásamlegri systraferð í tilefni afmælisins. Við vorum með fjöl- breytt prógramm upp á hvern dag eins og borgin býður upp á. Við vorum aðallega á Manhattan, skoðuðum arkitektúrinn, fórum á myndlistarsöfn og nutum matar og drykkjar. Við fórum líka á söng- leikinn Óperudrauginn á Broadway, sem var glæsileg sýning. Ég vonast til að afmælisdagurinn verði ljúfur og yndislegur og um næstu helgi ætla ég að hitta stórfjölskylduna og vini til að fagna þess- um áfanga.“ Signý kennir söng í Söngskólanum í Reykjavík og Nýja tónlistar- skólanum og sér um raddþjálfun hjá Selkórnum á Seltjarnarnesi. „Sá kór er að verða 50 ára á næstunni og því stendur mikið til. Ég hef ver- ið svo heppin að hafa getað starfað við mitt áhugamál alla tíð og verið í söngtengdu starfi. Núna er það mest kennslan en auðvitað er ég allt- af eitthvað að syngja og held röddinni við. Ég hef verið að æfa með sönghóp sem heitir Þrjár klassískar og við komum fram á ýmsum stöðum. Svo tek ég þátt í verkefni sem heitir Brautryðjendur þar sem fjallað er í tali og tónum um óperusöngvara sem ruddu brautina.“ Signý hefur áhuga á öllum listgreinum og stundar útiveru og hreyf- ingu. „Myndlistin heillar mest og ég hef sjálf aðeins verið að koma við hana. Nei, ég ætla ekki að halda sýningu,“ segir Signý aðspurð. „Þetta er bara hobbí ennþá, en maður veit aldrei hvað gerist síðar.“ Systurnar Frá vinstri: Þóra Fríða, afmælisbarnið Signý og Soffía staddar við Columbia-háskóla í New York. Nýlent eftir systra- ferð til New York Signý Sæmundsdóttir er sextug í dag Hugrún Birna Hjaltadóttir og Thelma Sif Halldórsdóttir seldu dót á tombólu og sungu fyrir gesti og gangandi. Þær söfnuðu 3.572 kr. sem þær gáfu Rauða kross- inum á Selfossi. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.