Morgunblaðið - 19.02.2018, Page 6

Morgunblaðið - 19.02.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018 Nánari upplýsingar áwww.geosilica.is Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og á geoSilica.is Renew er sérstaklega hannað og þróað af geoSilica til að styrkja húð, hár og neglur. Unnið úr 100% náttúrulegum íslenskum jarðhitakísil, sink og kopar í hreinu íslensku vatni. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fjölgun í útkallsliði lögreglunnar er að mínu mati forgangsmál. Mið- að við núverandi fjölda lögreglu- manna höfum við stjórnendur embættisins teygt okkur jafn langt og verða má. Álagið er stundum alltof mikið á okkar frábæra fólki og við óttumst að við keyrum það í kaf,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í auknum mæli segir hann það ástand skap- ast að öll lögreglutæki og mann- skapur á höfuðborgarsvæðinu séu upptekin í verkefnum. Ef upp koma neyðarverkefni við slíkar aðstæður þurfi að forgangsraða og jafnvel kalla lögreglumenn úr verkefnum sem þeir eru þá þegar í. Sú staða sé óviðunandi. Öryggisleysi og eignamissir Talsvert hefur verið um inn- brot í heimahús á höfuðborgar- svæðinu að undanförnu. Frá því í byrjun desember hafa alls 46 til- kynningar um innbrot borist og er sú tala lítillega yfir meðaltali síð- ustu 12 mánaða. Mikil áhersla hefur verið hjá lögreglu á að upplýsa þessi inn- brot, enda upplifir fólk sem brotist hefur verið inn hjá oft mikla van- líðan og öryggisleysi fyrir utan eignamissi og -tjón. Hópur fólks hjá lögreglu vinnur nú að rann- sókn þessara mála. Í því felst með- al annars að kortleggja brotin út frá staðsetningu, aðferðum og fyrirliggjandi upplýsingum. „Sum þessara mála eru þegar upplýst og við gerum okkur vonir um að upp- lýsa fleiri á næstunni,“ segir Ás- geir og bætir við að oft séu gerendurnir þekktir brotamenn sem tengist jafnvel mörgum málum. Að undanförnu hafa inn- brotin gjarnan verið framin að degi til, í útjaðri byggða eins og í Garðabæ, Kópavogi og Grafar- holti – það er á stöðum þar sem er lítil umferð og góðar undan- komuleiðir. Oftast spenna inn- brotsþjófarnir upp glugga, til dæmis á svefnherbergi, fara inn og stela þar peningum og skart- gripum. „Við höfum eftir megni aukið eftirlit á þessum svæðum. Tíðni innbrota fer meðal annars eftir því hvort virkir brotamenn eru innan eða utan fangelsa. Þegar upp koma mál með þessa einstaklinga sem gerendur reyn- um við að bregðast skjótt við og koma þeim úr umferð, enda hafa þeir stundum á bakinu dóma sem ekki hafa verið afplánaðir að fullu,“ segir Ásgeir. „Við höfum orðið varir við erlenda brotahópa sem tengjast meðal annars auðg- unarbrotum. Því tengt höfum við endurheimt talsvert af þýfi sem við teljum að hafi átt að senda úr landi. Um er að ræða til dæmis merkjavöru, fatnað, snyrtivöru og rakvélablöð í miklu magni; sem má virða fyrir milljónir króna.“ Áhöfnum þarf að fjölga Nýlega ályktaði bæjarstjórn Kópavogs um mikilvægi þess að efla löggæslu þar í bæ. Bent er á að á varðsvæði lögreglustöðvar- innar við Dalveg, sem nær yfir Kópavogsbæ og Breiðholtshverfi í Reykjavík, búi um 60 þúsund manns, en frá stöðinni séu gerðir út í almennt eftirlit tveir lögreglu- bílar, hvor með sína tveggja manna áhöfn. Ásgeir Þór tekur undir sjónarmið bæjarfulltrúa í Kópa- vogi, það er að á lögreglustöðina á Dalveginum þurfi að bæta við þriðja útkallsbílnum. Verkefna- þunginn sé mikill, stöðin mið- svæðis á höfuðborgarsvæðinu og stutt yfir í hin varðsvæðin til styrkingar. „Ein áhöfn á bíl á sólarhrings- vakt þýðir tíu lögreglumenn og kostar minnst 180 milljónir króna á ári ef allt er talið. Við myndum svo vilja sömu styrkingu á lög- reglustöðinni á Vínlandsleið í Grafarholti – og raunar hefur ríkislögreglustjóri bent á að í heild þurfi að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu um 100. Skráðum verkefnum lögreglu fjölgar ár frá ári, bæði hegningar- laga- og sérrefsilagabrotum fjölg- aði á milli áranna 2016 og 2017 en umferðarlagabrotum fækkaði. Þar kemur til forgangsröðum þar sem ýmis þjónustuverkefni og frumkvæðismál víkja fyrir alvar- legri málum sem eru oft þung og tímafrek. Þar nefni ég sérstaklega heimilisofbeldismál en með breyttu verklagi fór málafjöldi úr 20 í 60 í hverjum mánuði.“ Góð tengsl mikilvæg Sá háttur er hafður í heimilis- ofbeldismálum að í hverju þeirra er farið niður í rót þar sem al- mennir lögreglumenn og rann- sóknardeild, fulltrúar félags- þjónustu og barnaverndar koma inn í málin á fyrstu stigum. „Þessar áherslur skila sér vonandi ekki síðar en til næstu kynslóðar; börn eru viðkvæmur hópur sem getur glímt lengi við áhrifin af erfiðri reynslu. Lögreglan er þjón- ustustofnun og vill geta gripið inn í atburðarás alvarlegra atburða og hafa traust og góð tengsl við al- menning; fólkið sem á jafnan að skynja sig öruggt í leik og starfi,“ segir Ásgeir að síðustu. Innbrotahrina á höfuðborgarsvæðinu og mikið álag á lögreglunni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lögreglan Þjónustustofnun sem vill geta gripið inn í atburðarás alvar- legra atburða og haft traust almennings, segir Ásgeir Þór Ásgeirsson. Fjölgun er forgangsmál  Ásgeir Þór Ásgeirsson fæddist í Reykjavík 1969. Eftir útskrift frá MR lá leiðin í sumarstarf hjá lögreglunni í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins 1991 og hefur eftir það starfað við almenna löggæslu, umferðar- deild og sérsveit.  Árið 2014 var Ásgeir skip- aður aðstoðaryfirlögreglu- þjónn hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og yfir- lögregluþjónn 2015. Ásgeir hefur einnig starfað við friðar- gæslu erlendis fyrir Samein- uðu þjóðirnar í Kósóvó og NATO í Afganistan. Hver er hann? Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Þar segir að þörf sé á mun frekari fjölgun og að uppsafn- aður skortur sé enn til staðar eftir hæga fjölgun íbúða undanfarin átta ár. Í nýlegri skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að íbúðum á landinu öllu þyrfti að fjölga um 17.000 árin 2017- 19 til að mæta að fullu þörf og upp- söfnuðum skorti en sjóðurinn telur afar ólíklegt að það náist miðað við gang mála. Mest fjölgun í borginni Íbúðauppbygging náði hámarki ár- ið 2007 en þá fóru tæplega 5.000 nýj- ar íbúðir á markað. Fyrstu árin eftir hrun hófust nær engin ný verkefni og fjölgaði íbúðum því hægt næstu árin. Fjöldinn náði lágmarki árið 2012 þeg- ar um 500 nýjar íbúðir komu á mark- að, en síðan þá hefur aukinn kraftur færst í nýbyggingar. Engu að síður var fjöldi nýrra íbúða í fyrra einungis um 35% af því sem var árið 2007. Síðustu tvö ár hefur íbúðum fjölg- að mest í Reykjavík eða um tæplega 1.000. Næst á eftir koma Mosfells- bær þar sem 550 íbúðir hafa bæst við á síðustu tveim árum og Kópa- vogur með um 440. Um 3.000 íbúðir eru í byggingu í Reykjavík, auk þess sem samþykkt deiliskipulag vegna 4.300 annarra íbúða liggur fyrir. Betur má ef duga skal, en deild- arstjóri á húsnæðissviði Íbúðalána- sjóðs segir tölurnar fyrir landið áhyggjuefni og ljóst að líklega verði enn mikill húsnæðisskortur næstu 2-3 árin. Íbúðum á landinu fjölgar of hægt  1.759 nýjar íbúðir komu á markað í fyrra  Þrefalt fleiri íbúðir voru byggðar árið 2007 Morgunblaðið/Hari Kranafargan Víða er byggt en betur má ef duga skal að mati Íbúðalánasjóðs. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Samkvæmt reglugerð teljast leigu- bifreiðar til almenningssamgangna en til þess að leigubílstjórar geti sinnt hlutverki sínu í almennings- samgangnakerfinu þarf þjónustan að vera aðgengileg og á viðráðan- legu verði,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sem lagt hefur fram tillögu til þings- ályktunar um að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigu- bifreiðaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna íslenskan leigubifreiðamarkað fyrir aukinni samkeppni. „Ég veit ekki hvað ætti að koma í veg fyrir breytingar á núgildandi lögum sem eru löngu úrelt og við- halda fákeppni með tilheyrandi þjónustuskorti á álagstímum og hamla eðlilegri samkeppni í verði,“ segir Hanna Katrín og bendir á að löggiltir gjaldmælar undir eftirliti Samgöngustofu skerði frelsið til þess að semja um verð fyrir leigu- akstur og hamli tæknilegri fram- þróun á borð við greiðslur í gegnum snjallsímaforrit sem sé lykilþáttur í að opna íslenskan markað fyrir þjón- ustu sem rutt hefur sér til rúms er- lendis hjá fyrirtækjum á borð við Uber og Lyft og byggist á grundvelli samningsfrelsis og kostum deili- hagkerfisins. Hanna Katrín vill að lögum verði breytt þannig að hægt verði að stunda leigubílaakstur í hlutastarfi. Kröfum um að leyfishafi sé skráð- ur eigandi eða fyrsti umráðamaður bifreiðar verði breytt. Ekki verði gerð krafa lengur um að öyrkjar þurfi vottorð Öryrkjabandalagsins og tryggingayfirlæknis um getu þeirra til að aka leigubíl. Námskeið og prófi dugi „Námskeið og próf eiga að vera nægur mælihvarði á getu ein- staklings til aksturs leigubifreiða,“ segir Hanna Katrín sem vill endur- skoða kafla laganna um að þeir sem hlotið hafi refsidóma geti ekki fengið leyfi til þess að aka leigubíl. Áfram verði þeim sem hafi verið dæmdir til refsivistar fyrir kynferðisbrot og ítrekuð umferðarlagabrot meinaður aðgangur að leigubílaakstri. Sérstök umræða um frelsi á leigu- bílamarkaði fer fram á Alþingi á morgun þar sem Hanna Katrín Frið- riksson er málshefjandi og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verður til andsvara. Leigubílamark- aður verði frjáls  Hanna Katrín vill stokka kerfið upp Morgunblaðið/Brynjar Gauti Uppstokkun Hanna Katrín vill færa lög um leigubílaakstur til nútímans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.