Morgunblaðið - 19.02.2018, Page 11

Morgunblaðið - 19.02.2018, Page 11
Eddufell 8 Tveimur hæðum var ný- lega bætt við húsið sem þar stendur. Háhýsi Áform GP-arkitekta gera ráð fyrir að græni turninn fyrir miðju rísi. Þar er nú verslunarhúsnæði á einni hæð auk bílastæðis. Áhugi á háhýsi í Breiðholti  GP-arkitektar vilja reisa 15 hæða háhýsi  50 íbúðir yrðu í húsinu Áhugi er á byggingu 15 hæða há- hýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölu- blaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Arkitektastofan GP- arkitektar sendi skipulagsfulltrúa erindi í apríl í fyrra og var það tek- ið fyrir á fundi skipulagsstjóra 12. janúar síðastliðinn. Var erindinu vísað til verkefnisstjóra ásamt um- sögn skipulagsfulltrúa, en ekki ligg- ur fyrir hvers eðlis umsögn hans var. Ef af byggingu hússins verður bætast 50 íbúðir við á svæði sem nú geymir að mestu bíla. Tillagan ger- ir ráð fyrir verslun og þjónustu á neðstu hæð hússins, en að íbúðir verði á hinum fjórtán hæðunum. Stutt er síðan niðurníddum versl- unar- og þjónustukjarna í Eddufelli 8 var breytt í 24 íbúða fjölbýlishús. Hönnun þess var einmitt í höndum GP-arkitekta og þykir hafa tekist vel til. Marta Guðjónsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á að málið hafi ekki verið kynnt borgarfulltrúum. Þess ber þó að geta að mál sem vísað er til verk- efnisstjóra fara þaðan til umhverfis- og skipulagsráðs og loks til borg- arráðs áður en þau eru samþykkt. alexander@mbl.is FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018 Í samvinnu við Reykjavíkurborg hefur VSÓ Ráðgjöf unnið frum- matsskýrslu vegna fyrirhugaðra jarðvegsflutninga og landmótunar fyrir nýjan kirkjugarð í hlíðum Úlfarsfells. Frummatsskýrslan er nú til kynningar og er frestur til að senda inn ábendingar til 3. apríl 2018. Í frummatsskýrslu er gerð grein fyrir framkvæmdinni, helstu áhrifa- þáttum hennar og líklegum áhrif- um á umhverfisþætti. Í samantekt kemur fram að fyrirsjáanlegt sé að rými til greftrunar í núverandi kirkjugörðum innan borgarinnar verði uppurið innan fárra ára sam- kvæmt mati Kirkjugarðaráðs. Framkvæmdin felur í sér flutn- ing á 570 þúsund rúmmetrum af góðum ómenguðum jarðvegi og landið verði mótað þannig að það verði grafartækt. Heildarstærð hins nýja kirkjugarðs verður 22,5 hektarar. Gert er ráð fyrir því að fyllingin verði mest fimm metra djúp, en á stærstum hluta svæðis- ins verður fyllingin um þrír metrar. Meginhluti þess jarðvegs, sem fluttur verður kemur frá uppbygg- ingarsvæðum á höfuðborgarsvæð- inu, m.a. í Vatnsmýri, Mjódd og Valssvæðinu. Framkvæmdartími er áætlaður fimm ár. Eftir að jarðvegsflutn- ingum og landmótun lýkur hefst frágangur lóðar í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulag kirkju- garðs í Úlfarsfelli sem byggist á vinningstillögu Landmótunar. Búast má við foki fínefna Fram kemur í samantektinni að búast megi við foki fínefna frá jarð- vegi yfir byggð, sér í lagi norður fyrir Korputorg í áttina að Staðar- hverfi, þegar ákveðin veðurskilyrði séu fyrir hendi. Dregið verði úr áhrifum með því að sá í jarðveginn jafnóðum og hverjum áfanga verð- ur lokið til að hefta sandfokið. Eftir að framkvæmd lýkur verð- ur svæðið grætt upp í samræmi við deiliskipulag fyrirhugaðs kirkju- garðs. aij@mbl.is Fyrirhugaður kirkjugarður í hlíðum Úlfarsf ells Heimild: Skipulagsstofnun Land mótað í Úlfars- felli á fimm árum  Frummatsskýrsla vegna nýs kirkjugarðs til kynningar  Rými í kirkjugörðum höfuðborgarinnar senn uppurið Morgunblaðið/Golli Grafreitir Rými í núverandi kirkju- görðum er senn að verða uppurið. Samtökin ’78 og Reykjavíkurborg hafa gert með sér nýja fræðslu- og þjónustusamninga. Frá þessu segir í tilkynningu frá Samtök- unum ’78. Í fræðslusamningnum er kveðið á um að Samtökin ’78 sinni hin- segin fræðslu í öllum grunnskólum Reykjavíkurborgar eins og samið var um árið 2014. Til viðbótar var samið um sérstaka hinsegin fræðslu til starfsfólks leikskóla höfuðborgarinnar. Aukinheldur var samið um jafningjafræðslu til nemenda grunnskóla borgarinnar líkt og áður. Jafnframt er búið að tryggja hinsegin félagsmiðstöð, samstarfs- verkefni Samtakanna ’78 og frí- stundamiðstöðvarinnar Tjarnar- innar, rekstrarfé út árið 2020. Meðfram fræðslusamningnum var undirritaður þjónustusamn- ingur um ráðgjöf til borgarbúa hjá Samtökunum sér að kostn- aðarlausu, starfrækslu ráðgjafar fyrir unglinga og börn og að lok- um að Samtökin ’78 geti sinnt daglegum rekstri sínum. Reykjavíkurborg leggur nú meira til reksturs Samtakanna ’78 en nokkur annar og er því um- svifamesti þjónustukaupi Samtak- anna ’78. Hinsegin fræðsla í leikskóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.