Morgunblaðið - 19.02.2018, Page 18

Morgunblaðið - 19.02.2018, Page 18
18 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018 Ég hef brunn- ið í skinninu undanfarna daga um að tjá mig um framboðið gegn stjórn okk- ar í Eflingu. Ástæðurnar eru margar. Fyrst vil ég nefna þá tímaskekkju sem þetta framboð er. Það er meira en lítið ámælisvert að fólki skuli detta það í hug að bjóða árið 2018 upp á forystu í stéttarfélagi sem hluta af starfi stjórnmála- flokks. Það eru ár og dagar síðan verkalýðshreyfingin komst út úr flokkadráttum og flokkapólitík. Stjórnmála- flokkar hafa aldrei ráðið neinu í Eflingu. Í ASÍ-félögunum höfum við á síðustu árum lagt mesta áherslu á það sem skipt- ir fjölskyldur mestu; að lyfta kaupmætti fólks, sérstaklega þeirra sem verra hafa það. Við höfum lagt áherslu á að verja félagsmennina í veikindum og slysum með öflugum sjúkra- sjóðum, orlofshúsum þar sem fólk getur notið hvíldar og síð- ast en ekki síst með öflugu fræðslustarfi. Þetta eru veiga- mestu verkefni Eflingar. Sósíalistaflokkurinn undir stjórn Gunnars Smára hefur ekkert hlutverk í þessu efni. Hann er samkvæmt heimasíðu stofnaður til höfuðs stjórn- málamönnum í sveitarstjórn- um og fólki í stjórnum verka- lýðsfélaga. Sósíalistaflokkur- inn og Gunnar Smári Egilsson blaðamaður eiga allt frum- kvæði að þessu framboði. Sjálfur er hann með slóð af vondum málum á eftir sér gagnvart launafólki. Það getur ekki verið í lagi þegar slíkur maður auglýsir síðan eftir fólki mánuðum saman til að bjóða sig fram í Eflingu gegn sitj- andi stjórn. Mest áberandi stefnumál framboðsins er síð- an að boða til verkfalla. Ég hef trú á því að félagsfólkið í Efl- ingu hafni þessu framboði. Ég hvet fólk til þess að fylkja sér um sitjandi stjórn í félaginu og styðja formannsefni stjórnar og trúnaðarráðs, Ingvar Vigur Halldórsson. Af hverju gaf þetta fólk sig ekki fram við uppstillingarnefnd? Það hefur enginn blaða- eða fréttamaður spurt af hverju þetta fólk leitaði ekki til uppstillingarnefndar félagsins þegar við í nefndinni vorum í desember og fram í janúar að leita að fólki til að gefa kost á sér í stjórn. Ég hef aldrei orðið vör við þetta fólk á fundum okkar eða í þeirri miklu vinnu sem fer fram í Eflingu, t.d. í aðdraganda 1. maí eða í öðru starfi félagsins. Það er þannig í Eflingu eins og öðrum stéttarfélögum að fólk gefur kost á sér til trúnaðarstarfa, sem trúnaðarmenn, í trún- aðarráð og í nefndir og ráð fé- lagsins eða í stjórn þess. Þetta var ekki leiðin sem Sósíalista- flokkurinn og Gunnar Smári valdi. Hann valdi að ryðja reyndum stjórnarmönnum út með þeim orðum að þetta fólk hefði brugðist félagsmönnum. Róttækur sósíalismi er líka eitthvað sem ég taldi að væri best geymt á öskuhaugum sögunnar. Ég hef mikla reynslu af því að starfa bæði í stéttarfélögum, ungmennafélagi og bæjarstjórn- um. Reynslan af þessum félags- störfum kemur ekki af sjálfu sér. Í stéttarfélög- unum sem ég hef starfað með hef ég jafnan verið trúnaðarmaður eða talsmaður launafólks á vinnustaðnum. Maður sannar sig fyrst með því að vera tals- maður fólksins á vinnustaðn- um eða trúnaðarmaður félags- ins fyrir hönd launafólksins. Mér sýnist á öllu að þetta framboð sé þannig að fáir eða engir hafi nokkra reynslu af því að vera í forsvari fyrir launafólk eða hafi reynslu af vinnu í kjara- eða samninga- málum. Að mínu mati er mjög gott starf unnið í Eflingu. Ég þekki vel til í menntamálum félags- ins og þar tel ég að hafi verið unnið þrekvirki. Efling hefur unnið hér mikið brautryðj- andastarf í mótun mennta- brautar fyrir félagsliða, leik- skólaliða og fleiri hópa. Oft er þetta stökkpallur fyrir fólk til frekari mennta og ég er stolt- ust af þessu starfi sem ég hef fengið að kynnast í Eflingu. Að ryðja út reyndu fólki sem hef- ur byggt upp félagsstarfið á undanförnum árum er ekki góðs viti um framhaldið. Ég hefði viljað sjá fólkið í þessu framboði gefa kost á sér í okkar starf og leggja eitthvað af mörkum. Við erum sífellt að leita að fólki til trúnaðarstarfa. Það er erfitt að finna fólk sem vill fórna frítíma sínum og þreki í félagsstörf fyrir verka- lýðshreyfinguna. Ég hef áhyggjur af því ef fólk ætlar að taka upp gamaldags aðferðir í verkalýðsbaráttu sem engu munu skila. Við verðum að vera marktæk í umræðunni, föst fyrir í okkar stefnumálum en raunsæ bæði gagnvart at- vinnurekendum og stjórnvöld- um. Þannig er best að tryggja virðingu fyrir okkar sjónar- miðum. Efling hefur byggt upp traust á síðustu áratugum sem grundvallast á virðingu fyrir sjónarmiðum félags- manna. Við ávinnum okkur ekki traust með innantómum upphrópunum eða gaspri sem engu skilar. Ég hvet félagsfólkið í Efl- ingu til að fylgja þeirri stefnu sem hefur reynst okkur vel. Kjósum A-lista stjórnar og trúnaðarráðs og höldum áfram því góða starfi sem stjórn Efl- ingar hefur unnið. Eftir Elínbjörgu Magnúsdóttur Elínbjörg Magnúsdóttir »Ég hef aldrei orðið vör við þetta fólk á fundum okkar eða í þeirri miklu vinnu sem fer fram í Eflingu, t.d. í aðdraganda 1. maí eða í öðru starfi félagsins. Höfundur á langan feril innan verkalýðshreyfingarinnar og var jafnan trúnaðarmaður eða talsmaður launafólks á sínum vinnustöðum. Hún situr í upp- stillingarnefnd Eflingar og trúnaðarráði félagsins. Hvet fólk til að hafna þessu framboði ✝ Guðrún Bene-dikta Helga-dóttir fæddist á Geirólfsstöðum í Skriðdal 22. desember 1932. Hún lést á Land- spítalanum Foss- vogi 1. febrúar 2018. Hún var dóttir hjónanna Helga Finnssonar, f. 25. apríl 1887, d. 6. janúar 1979, frá Geirólfsstöðum og Jónínu Benediktsdóttur, f. 10. febrúar 1890, d. 15. júní 1964, frá Þor- valdsstöðum í Skriðdal. Guð- rún var yngst þriggja systkina en þau eru Valborg Helgadótt- ir, f. 21. nóvember 1924, d. 26. janúar 2015, og Þórir Finnur Helgason, f. 26. júní 1926, kvæntur Vigdísi Björnsdóttur, f. 1933. Hinn 6. júlí 1957 gift- ist Guðrún Hreini Kristinssyni frá Bakkagerði í Jökulsárhlíð, Norður-Múlasýslu, f. 1. októ- ber 1932, d. 8. nóvember 2005. Foreldrar hans voru Guðrún eiga þau þrjú börn og Þóru sem er gift Birni Inga Björns- syni, eiga þau þrjú börn. 4) Baldur Hreinsson, f. 26. mars 1963, kvæntur Hildi Þorvalds- dóttur, f. 1963. Börn þeirra eru Dagný gift Sævari Má Sveinssyni, eiga þau tvö börn, og Aðalsteinn. 5) Þór Hreins- son, f. 2. janúar 1968, kvæntur Fanný Björk Ástráðsdóttur, f. 1973. Börn þeirra eru Aþena Íris og Ástráður Hreinn. Fyrir átti Þór Kristinn Ágúst. 6) Jónína, f. 2. janúar 1968, gift Alberti Jóni Sveinssyni, f. 1970. Þeirra börn eru Rakel Lillý í sambúð með Brede Ål- ien og Elvar Smári. Guðrún og Hreinn hófu bú- skap sinn í Bakkagerði í Jök- ulsárhlíð en fluttu til Reykja- víkur árið 1957. Þau voru meðal frumbyggja Árbæjar- hverfis og byggðu sér hús í Ystabæ 7. Eftir að Hreinn lést flutti hún í Þangbakka 8. Guð- rún lauk prófi frá Samvinnu- skólanum í Reykjavík. Að námi loknu vann hún ýmis skrif- stofustörf, m.a. sem gjaldkeri hjá Innkaupastofnun Reykja- víkur en lengst af vann hún sem bókari hjá Ríkisbókhaldi. Útför Guðrúnar fer fram frá Breiðholtskirkju í dag, 19. febrúar 2018, klukkan 15. Jónína Gunnars- dóttir og Kristinn Arngrímsson. Börn Guðrúnar eru: 1) Kolbrún Helga Hauks- dóttir, f. 12. febr- úar 1952. Sonur hennar er Haukur Gylfason, kvæntur Margréti Mar- íudóttur Olsen og eiga þau þrjú börn. 2) Eva Kristín Hreins- dóttir, f. 21. júní 1958, gift Jakobi Jóhannssyni, f. 1962. Börn þeirra eru Hlynur Örn, í fjarbúð með Lilju Kristins- dóttur, Daníel og Sólveig í sambúð með Alexander Björnssyni.3) Örn Elvar Hreinsson, f. 22. júlí 1961, kvæntur Margréti Markús- dóttur, f. 1957. Börn þeirra eru Sunna Dögg gift Gísla Halldórssyni og eiga þau eitt barn og Atli Már í sambúð með Lenu Rós Baldvinsdóttur. Fyrir átti Margrét Berglindi gifta Jónasi Ríkharði Jónssyni, Nú er komið að kveðjustund. Afkomendur sjá á eftir móður, ömmu og langömmu með mikl- um söknuði en hjartað fullt af fallegum minningum. Hún gaf öllum svo mikið og var til staðar allt fram á síðasta dag. Hún var óvenjusjálfstæð og sterkur per- sónuleiki sem fór sínar eigin leiðir í lífinu en um leið var hún hlý og lét sér annt um aðra. Foreldrar mínir voru frum- byggjar í Árbæjarhverfinu. Fjölskyldan flutti í hálfklárað hús árið 1966. Við börnin áttum góða æsku umlukin náttúru El- liðaánna og óbyggðu svæðanna allt í kring. Foreldrar okkar studdu við bakið á okkur og gáfu okkur bæði frelsi og að- hald og voru alltaf tilbúin til að leiðbeina og hjálpa. Móðir mín var húsmóðir fram í fingur- góma, hún gat allt. Kökurnar og maturinn hennar mömmu var alltaf bestur. Hún var dugleg að miðla og kenna og ósjaldan var hringt í mömmu til að fá ráð- leggingar jafnvel á milli landa. Hún var sérlega gestrisin og naut þess að fá gesti heim og við heyrum hana öll segja í minningunni „má ekki bjóða þér meira?“. Hún var dugleg að safna saman fjölskyldunni. Síð- asta stóra boðið var 22. desem- ber á 85 ára afmælisdegi henn- ar og bauð hún til hangi- kjötsveislu eins og oft áður. Þegar ég og fjölskylda mín heimsóttum Ísland á Danmerk- urárum okkar gistum við hjá foreldrum mínum sem tóku allt- af mjög vel á móti okkur eins og um stórhöfðingja væri að ræða. Börnin mín nutu í botn umhyggju og athygli foreldra minna. Hún var fljót að tileinka sér nýja tækni, varð tölvuvædd löngu á undan okkur hinum. Hún naut þess að fylgjast með afkomendum sínum erlendis í gegnum fésbókina, snemma komin með heimabanka og stýrði sínum fjármálum fram að andláti. Ferðirnar austur á Hérað voru ófáar ekki síst á Hjaltastað í Hjaltastaðaþinghá þar sem foreldrar mínir ásamt Valborgu móðursystur minni áttu margar góðar stundir. Ég og fjölskyld- an mín nutum svo góðs af því með heimsóknum þangað til þeirra og síðustu árin dvöldum við með þeim systrum áður en Valborg lést. Í síðustu ferðinni með þeim sýndi Austurland sín- ar fegurstu hliðar. Við heim- sóttum m.a. Geirólfsstaði og Jökulsárhlíð í sól og yfir 20 stiga hita. Alls staðar fengum við frábærar móttökur. Þetta var síðasta ferð þeirra systra austur, ógleymanleg og dýrmæt í minningunni. Móðir mín ræktaði garðinn sinn hvort heldur sem var garð- urinn fallegi í Ystabæ eða tengslin við fjölskyldu og vini. Eftir langa vinnuviku var ekki óalgengt að hópur barnabarna á öllum aldri væri í pössun um helgar. Alltaf var pláss og hjá afa og ömmu máttu þau allt. Hún var vel lesin, var alæta á bækur en norrænu spennuhöf- undar í uppáhaldi. Foreldrar mínir ferðuðust mikið og síðustu árin til sólar- landa. En í þeirra síðustu ferð saman fyrir 12 árum lést faðir minn. Sorgin fylgdi henni lengi og kannski komst hún aldrei al- veg yfir hana. Hún átti samt góð ár í Þangbakka umvafin vinum og fjölskyldu. Vinkvenna- samfélagið í Þangbakka var henni mjög dýrmætt. Alúðar þakkir til allra þeirra sem gerðu henni kleift að búa heima til loka. Eva Kristín Hreinsdóttir. Mín elskulega tengdamóðir er látin, 85 ára að aldri. Ótal minn- ingar þjóta um hugann. Mögnuð kona á ferð, eldklár, gjafmild og gestrisin. Hún var mikið fyrir að gefa og gleðja aðra, en ekki mikið fyrir að þiggja sjálf. Það var gaman að heimsækja hana því hún gaf sér alltaf tíma til að setjast niður og spjalla. Hún hafði yndi af að ræða um þjóð- málin og hafði þar sterkar skoð- anir. Við áttum margar góðar stundir saman og minnist ég spilakvöldanna sem gátu dregist á langinn, hún var sko ekki eft- irbátur okkar hinna sem yngri vorum. Minningar um hana eru mér dýrmætar. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Margrét Markúsdóttir. Sentímetrarnir og kílóin voru kannski ekki mörg í lokin en amma bætti það upp með stórum persónuleika sem ein- kenndist af mikilli ákveðni en jafnframt djúpri hlýju. Amma var hörkutól með eld- fimar skoðanir og var hvergi Guðrún Benedikta Helgadóttir ✝ Guðrún Sig-urðardóttir fæddist 23. ágúst 1926 á Nýlendu- götu 18 í Reykja- vík. Hún lést 9. febrúar 2018 á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ. Foreldrar Guð- rúnar voru Sig- urður Jónsson sjó- maður, f. 28.9. 1892 á Núpi undir Eyjafjöllum, og Hallfríður Einarsdóttir, f. 4.5. 1895 í Holtahólum, Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. Guð- rún (Nóra) var þriðja í röð systkina sinna. Systkini hennar eru Steinunn (Bíbí), f. 1922, d. 2005, Sigfríður (Sísí), f. 1925, d. 2014, Sigríður Ben (Didda), f. 1928, d. 2002, og Lúðvík (Lúlli), f. 1938. Guðrún stundaði nám við Austurbæjarskólann og útskrif- aðist þaðan 10. maí 1940, dag- inn sem Bretar stigu á land. Fyrst eftir barnaskólapróf var Guðrún í vist á Vesturgötu í Reykjavík. Á árunum 1942- voru gjarnan kölluð, bjuggu framan af í Reykjavík en áttu heimili í Melási 12 í Garðabæ frá árinu 1966. Börn Guðrúnar og Magnúsar eru: 1) Sjöfn kennari, f. 18.3. 1950, búsett í Kaupmannahöfn, dóttir Lár- usar Ágústssonar, fyrri eigin- manns Nóru. 2) Hólmfríður bókasafnsfræðingur, f. 4.2. 1955, búsett í Hanstholm í Dan- mörku. 3) Þorlákur vélaverk- fræðingur, f. 19.3. 1956, búsett- ur í Mosfellsbæ. 4) Þórhildur leikskólakennari, f. 21.1. 1958, d. 2.12. 2002. 5) Guðrún Þóra jarðfræðingur, f. 17.3. 1961, bú- sett í Grafarvogi. Synir Sjafnar eru Jóhann Sebastian, f. 1976, og Stefán Magnús, f. 1977. Börn Hólmfríðar eru Magnús Þór, f. 1978, Ari, f. 1982, Eva, f. 1987, Elsa, f. 1988, Albert, f. 1992, og Erna, f. 1993. Kona Þorláks er Þórhildur Péturs- dóttir, f. 1960, og þeirra börn eru Hjalti, f. 1982, Sólrún Una, f. 1990, Guttormur, f. 1993, og Björg, f. 1996. Maður Guðrúnar Þóru er Óskar Knudsen, f. 1959, og þeirra börn eru Þóra, f. 1985, Sturla, f. 1987, Harpa, f. 1992, og Edda, f. 1993. Lang- ömmubörn Nóru eru nú 15 tals- ins. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 19. febr- úar 2018, klukkan 13. 1949 og 1952-54 stundaði hún svo verslunarstörf; meðal annars í versluninni Hofi á Laugavegi 4, í vefnaðarvöru- verslun í Vest- mannaeyjum og svo í vefnaðar- vöruversluninni Victor á Laugavegi 33 hjá Mekkinó Björnssyni sem síðar varð tengdafaðir hennar. Frá 1972 starfaði Guðrún sem bókavörð- ur, allt til 1997. Fyrst á bóka- safni Garðahrepps og Garða- skóla, síðan á bókasafni Menntaskólans við Sund og síð- ast á bókasafni Gagnfræðaskól- ans í Mosfellsbæ. Guðrún var varamaður í stjórn Bókavarða- félags Íslands frá 1979-1980. Árið 1954 giftist Guðrún Magnúsi Mekkinóssyni kaup- manni, f. 16.6. 1928, d. 15.2. 1990. Magnús rak verslun á Baldursgötu 11 í Reykjavík með dyggri aðstoð konu sinnar. Nóra og Maggi, eins og þau Elsku amma mín. Mér finnst afskaplega erfitt að kveðja þig, en ég veit að þér líður betur núna og ert hjá afa Magnúsi, Þórhildi og öllum hinum sem við höfum kvatt í gegnum árin. Ég held líka að Súsí og Mollý séu hjá þér. Þú varst besta amma sem hægt var að óska sér. Þú varst svo skemmtileg, svo hlý og góð. Þegar við fluttum til Danmerkur var ég fimm ára og ég ákvað að ég ætlaði að muna símanúmerið þitt. Ég man það ennþá. Þó að ég færi aldrei í skóla á Íslandi og tali ekki alveg fullkomna ís- lensku, þá skildir þú mig alltaf og sagðir aldrei neitt við því þótt ég segði eitthvað vitlaust. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig. Öll skiptin sem þú sóttir okkur í leikskóla og skóla og við keyptum snúð og fengum okkur kók í gleri. Öll jólaboðin hjá þér. Öll skiptin sem ég hef heimsótt þig og við höfum feng- ið okkur Dominos-pítsur og horft á sjónvarpið. Samt bara ríkissjónvarpið, því enginn mátti skipta um stöð. Reyndar fékk mamma að skipta um stöð. Þú varst líka svo dugleg að koma til Danmerkur og heimsækja okk- ur, en þú sagðir samt í hvert einasta skipti að þú myndir al- veg örugglega ekki koma aftur. En þú hélst samt áfram að koma alveg þangað til Albert varð stúdent árið 2011. Ég er fegin að ég kom til Ís- lands árin 2012 og 2013 til að vinna og hitti þig svona oft. Maður gat alltaf reiknað með að fá að gista hjá þér og þú varst alltaf búin að kaupa Cheerios. Þú eldaðir mjög góðan mat, þótt þú segðir að þú myndir ekki gera neitt sérstakt. Það var alltaf svo skemmti- legt að tala við þig. Ég man að við Harpa vorum hjá þér einn daginn og við töluðum um að ég ætti kærasta og við ætluðum að fara að búa saman og þú sagðir: „Já, þá eruð þið bara gift!“ Ég man líka þegar við Albert, Elsa, Eva og mamma vorum hjá þér árið 2015 og borðuðum pítsu, þá töluðum við um hvað við hefðum búið lengi í Danmörku og þér fannst það bara vera nokkur ár. Þegar við sögðum þér að það Guðrún Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.