Morgunblaðið - 19.02.2018, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, Kraftur í KR kl 10:30 (leikfimi al-
lir velkomnir og frítt inn). Útskurður og myndlist kl 13 og félagsvist er
spiluð í matsalnum kl 13.
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Ganga um nágrennið kl. 11.
Handavinna með leiðb. kl. 12:30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13.
Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl.
11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s:
535-2700.
Boðinn Mánudagur: Leikfimi kl. 10.30. Félagsvist kl. 13.00. Myndlist
kl. 13.00. Spjallhópur Boðans kl. 15.00
Dalbraut 18-20 Brids kl. 13
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl.10.20. Opin handverk-
stofa kl.13.00. Boccia kl.13.30. Kaffiveitingar kl.14.30.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun 8:30-12:30, Bókabíllinn á
svæðinu 10-10:30, Handaband- opin vinnustofa með leiðbeinendum
ókeypis og öllum opið 10:00-12:00, frjáls spilamennska 13: 00,
Bókband 13:00-17:00, Söngstund við píanóið 13:30- 14:15, Kaffivei-
tingar 14:30, Handavinnuhópur 15:00-19:00. Verið velkomin á Vitatorg,
síminn er 411-9450
Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá
09:30-16:00. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 14:00-15:40.
Vatnsleikfimi Sjál. Kl. 7:40/8:20/15:15. Kvennaleikfimi Sjál. kl. 9:05.
Stólaleikfimi Sjál. kl. 9:50. Kvennaleikfimi Ásg. kl. 10:40. Bridge í
Jónshúsi kl. 13:00. Tiffany námskeið í Kirkjuhvoli kl.13:00. Zumba í
Kirkjuhvoli kl. 16:15.
Gerðuberg Mánudagur Opin Handavinnustofan kl 08:30-16:00.
Útskurður m/leiðb. kl. 09:00-16:00. Línudans kl. 13:00-14:00. Kóræfing
kl. 14:30-16:30.
Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.10 Boccia, kl. 9.30 Post-
ulínsmálun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta.
Gullsmári Mánudagur. Postulínshópur, kl 9.00 Jóga kl 9:30 Ganga kl
10:00 Handavinna , Bridge kl 13:00 Jóga kl 18:00 Félagsvist kl 20:00
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi
og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, leikfimi kl. 9 hjá
Carynu, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu, hádegismatur
kl. 11.30. Tálgun kl. 13, spilað bridge kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30,
jóga hjá Ragnheiði kl. 16.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl.8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl.9-12, línudansnámskeið kl.10,
ganga kl.10, myndlistanámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttir
kl.12.30, handavinnuhornið kl.13, félagsvist kl.13.15, síðdegiskaffi kl.
14:30 allir velkomnir óháð aldri nánari upplýsingar í síma 411-2790
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 9 í Borgum, Postulínsmálun kl.
9 í Borgum, gönguhópar kl. 10 frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í
Egilshöll. Félagsvist kl. 12:30 í Borgum. Skartgripagerð með Sesselju
kl. 13:00 í Borgum, allir velkomnir, tréútskurður kl. 13 á
Korpúlfsstöðum og kóræfing Korpusystkina kl. 16:30 í Borgum, fleiri
velkomnir í kórinn.
Norðubrún 1 Morgunkaffi kl.8.30,morgunleikfimi kl.9.45,upplestur
kl.11,trésmiðja kl.13-16, ganga m.starfsmanni kl.14, bíó á 2.hæð
kl.15.30.Uppl í s.4112760.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og spiluð er félagsvist kl. 13.00. Kaffi
og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega
velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-
2586.
Seltjarnarnes Gler á neðri hæð Félagsheimilisins við Suðurströnd
kl. 9. og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard í Selinu kl. 10. Krossgátur og
kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga salnum kl. 11. Handavinna Skólabraut
kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Munið að skrá ykkur
vegna nk. fimmtudags 22. feb. en þá verður gaman saman í salnum á
Skólabraut. Söngur, dans og léttar veitingar.
Vörður – fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna
Aðalfundur SES
Aðalfundur Samtaka eldri sjálfstæðismanna,
SES, verður haldinn í Valhöll í hádeginu
miðvikudaginn 28. febrúar klukkan 12.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Með kveðju,
stjórnin.
Fundir/Mannfagnaðir
Smá- og raðauglýsingar
Þú finnur allt á
FINNA.IS
Vantar þig
dekk
undir bílinn?
pabba snitta og setja saman fyrstu
rörin og endaði það svo að sjö ára
strákurinn snittaði megnið af rör-
unum og fannst Inga þetta
skemmtilegar aðfarir að horfa á.
Árin færðust yfir hann eins og
aðra og seinustu árin var þrótt-
urinn mikið farinn að minnka og
heilsan farin að bila. Þótti honum
illt að geta ekki farið akandi allra
sinna ferða lengur til að heilsa upp
á vinafólkið og síðustu árin voru
erfið á margan hátt og sjónin tak-
mörkuð. Fór það svo að stiginn
sem þú hafðir farið alla daga í tæp
fimmtíu ár varð síðasta ferðin, er
það svo órafjarri manninum sem
hljóp eftir steyptum þakrennum
við vinnu sína 35 árum áður. Takk
fyrir allt, Ingi, og hvíldu í friði.
Magnús Orri Einarsson.
Ingi byggði ásamt systkinum
sínum og móður hús á Akureyri og
bjuggu þau þar öll uns Ingi flutti
til Reykjavíkur um 1965. Ein-
hvern veginn grunar mig að Ingi
hafi verið aðalmaðurinn við þá
byggingu. Systkinin Sigurlaug og
Jóhann ásamt móður sinni bjuggu
alla sína tíð á Akureyri. Meðan
Ingi var á Akureyri stundaði hann
nokkuð jöfnum höndum bílamálun
og netagerð enda hafði hann rétt-
indi í hvoru tveggja. Auk þess tók
hann meirapróf bifreiðarstjóra.
Eftir að hann kom suður gerðist
hann járnamaður við fram-
kvæmdirnar við Búrfell. Kynni
okkar Inga hófust 1972 þegar við
keyptum hvor sína íbúðina í sama
húsinu 1972, Ingi bjó þar til ævi-
loka en ég í fimm ár. Þegar þeim
lauk réði hann sig sem bílamálara
hjá Agli Vilhjálmssyni og vann þar
í nokkur ár. Næst gerðist hann
sjálfstæður verktaki og stundaði
smærri húsaviðgerðir, á þökum,
gluggum og við málningarvinnu.
Þetta stundaði hann fram yfir
1980. Hann var jafnframt í neta-
gerð og málaði bíla. Rigningasum-
arið 1983 gafst hann upp á þessu
og gerðist sundlaugarvörður í
Sundlaug Vesturbæjar og starfaði
þar til starfsloka.
Bílamálunin eftir 1980 fór fram
í húsnæði sem ég átti og fylgdi
nýju aðsetri mínu. Þá kom hann
oft í kaffi og varð heimagangur til
æviloka. Á þessum árum var
stundum farið í jeppaferðir. Ég
með fjölskyldu mína á öðrum bíln-
um en Helgi heitinn Frímann
skólabróðir minn og vinur Inga á
hinum. Þessar ferðir kunni Ingi
vel að meta. Ég get staðfest að það
er leitun á geðbetri og hjálpsamir
manni en Ingi var. Hann var alltaf
reiðubúinn að rétta hjálparhönd.
Þegar árin færðust yfir fór Ingi
að sækja ýmis námskeið á vegum
eldri borgara, dansnámskeið og
ekki síður kennslu í að mála mál-
verk. Náði hann tökum á því og
eftir hann liggja þó nokkur falleg
málverk.
Einar Kristinsson.
Þá er saga Inga öll, hann hef ég
þekkt allt mitt líf og sem krakki
fannst mér alltaf gaman að snúast í
kringum hann. Fyrstu eiginlegu
minningar mínar um Inga voru af
manninum sem var uppi á þaki að
laga og viðhalda steyptum þakrenn-
um í Hlíðahverfinu. Ingi var gamall
nágranni og vinur pabba og alltaf
þegar pabbi fór að framkvæma eitt-
hvað verklegt var Ingi mættur
hvort sem það var að steypa gólf-
plötur, bera spónaplötur yfir snjó-
skafla uppi í kofa um miðjan vetur,
rétta bíla, laga baðherbergi eða
byggja bílskúr. Einnig voru farnar
ófáar ferðir inn á hálendið með Inga
hvort sem það var um Fjallabak eða
á Arnarvatnsheiði. Þetta þótti
stráknum mér hin mesta skemmt-
un. Eitt af því sem stendur þó upp
úr var þegar Ingi keypti bílskúr
sem ekki var í hitaveita, þá var ekki
annað hægt en að fara að leysa úr
því. Horfði ég hugfanginn á Inga og
✝ Ingi Guð-mundur Ein-
arsson fæddist 30.
maí 1925. Hann lést
á Borgarspítalanum
10. febrúar 2018.
Foreldrar hans
voru Einar Þór-
arinsson verkamað-
ur, f. 11. júní 1889, d.
1. júní 1934, og Að-
alheiður Guðmunds-
dóttir, f. 8. apríl
1888 (1889), d. 17. apríl 1987.
Systkini Inga voru: 1) Ljótunn
Sigurlaug, f. 14. júlí 1922, d. 3.
júní 2000, ógift og barnlaus. 2)
Jóhann Reynir, f. 17. júlí 1927, d.
13. nóvember 2015, ógiftur og
barnlaus.
Ingi eignaðist dóttur sem lést
óskírð í frum-
bernsku. Ingi starf-
aði framan af við
netagerð og bíla-
málun jöfnum
höndum ásamt
akstri bifreiða. Eft-
ir að hann flutti
suður starfaði hann
við járnabindingar,
netagerð og bíla-
málun. Um miðjan
áttunda áratuginn
fór Ingi að vinna við húsavið-
gerðir. Hætti hann slíkri starf-
semi 1983 og gerðist sundlaug-
arvörður í Sundlaug Vesturbæjar
og starfaði þar til starfsloka.
Útför Inga fer fram frá kapell-
unni í Fossvogi í dag, 19. febrúar
2018, klukkan 15.
Ingi Guðmundur
Einarsson
✝ GuðmundaAnna Eyjólfs-
dóttir fæddist í
Ólafsvík 1. maí
1945. Hún lést 11.
febrúar 2018 á
Hrafnistu í Kópa-
vogi.
Foreldrar henn-
ar voru Anna Guð-
finna Þórðardóttir,
f. 16. maí 1904 í
Borgarholti í Eyja-
og Miklaholtshreppi, d. 11. sept-
ember 1982, og Eyjólfur Jóhann
Snæbjörnsson, f. 16. október
1906 í Ólafsvík, d. 4. október
1983.
Systkini Guðmundu voru Ey-
steinn Þórður, f. 16. september
eiginmaður hennar er Sigurður
Nordal, f. 19. febrúar 1956. Börn
þeirra eru Dóra, f. 1993, Anna, f.
1996, og Guðjón Ólafur, f. 1997.
2) Gróa Hlín Rósinkransa, f. 10.
mars 1971, eiginmaður hennar
er Ragnar Kristinn Ingason, f. 7.
janúar 1969. Börn þeirra eru
Ríkarður Jón, f. 1992, Bjarki
Steinn, f. 1994, og Sæunn Elín, f.
1996. 3) Erlingur, f. 10. október
1975, eiginkona hans er Íris Ósk
Blöndal, f. 1. október 1977.
Sonur þeirra er Guðmundur, f.
2014. Fyrir átti Jón soninn Ævar
Þór, f. 13 september 1964.
Guðmunda fluttist ung til
Reykjavíkur og vann við versl-
unarstörf þar til þau hjón stofn-
uðu heimili. Eftir að börnin uxu
úr grasi starfaði hún lengst af í
Ölduselsskóla, m.a. sem stuðn-
ingsfulltrúi.
Útför Guðmundu fer fram frá
Lindakirkju í Kópavogi í dag,
19. febrúar 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
1939, d. 2. janúar
1940, og Halla, f. 5.
mars 1941, d. 5. maí
2004.
Guðmunda gift-
ist 26. mars 1967
eftirlifandi eigin-
manni sínum, Jóni
Kristni Ríkarðs-
syni, f. í Reykjavík
7. janúar 1943. For-
eldrar hans voru
Jóna Davíðey Krist-
insdóttir, f. 12. október 1924 í
Reykjavík, og Ríkarður Jóhann-
es Jónsson, f. 21. desember 1920
í Reykjavík, d. 8. ágúst 1991.
Þau skildu.
Börn Guðmundu og Jóns eru:
1) Snæbjörg, f. 22. janúar 1968,
Fallin er frá elskuleg vinkona
okkar Guðmunda Anna Eyjólfs-
dóttir eða Dumma eins og við köll-
uðum hana.
Við vorum vinkonur frá því við
vorum litlar stelpur, fæddar og
uppaldar við hafið í Ólafsvík, hafið
sem gat verið svo spegilslétt og
fallegt, einnig hrikalegt og
grimmt eins og lífið stundum er.
Við héldum alltaf sambandi eftir
að við urðum fullorðnar, aldrei
ósáttar. Vináttan var okkar gæfa.
Það fyrsta sem kemur í hugann
þegar við minnumst Dummu er
hversu mikil gæðamanneskja hún
var. Heiðarleg, skapgóð, barnavin-
ur, glettin og traust. Hún sá alltaf
það góða í öllum og alltaf tilbúin að
hjálpa þar sem þess var þörf.
Vinkona okkar var fáguð, alltaf
fallega klædd og vel tilhöfð. Hún
var listræn, hafði sérstakt fegurð-
arskyn, hafði unun af myndlist,
lestri góðra bóka og tónlist og hún
spilaði á gítar og píanó.
Dumma var alin upp við góðar
aðstæður hjá yndislegum foreldr-
um sem báru mikla umhyggju fyr-
ir dætrum sínum. Hún átti sterkan
bakgrunn í samheldinni fjölskyldu
og var mikil fjölskyldukona sjálf.
Börnin hennar og barnabörn voru
alin upp í miklum kærleika.
Við vinkonurnar þökkum fyrir
allar góðu stundirnar okkar. Sér-
staklega viljum við nefna
skemmtilegu mánuðina sem við
bjuggum saman í Sörlaskjólinu í
Reykjavík þegar við vorum ungar
og lífið var bara gleði og leikur.
Við þökkum samveru með fjöl-
skyldum okkar, fyrir öll árin í
gamla góða saumaklúbbnum,
meðan hann var og hét. Yndis-
legar stundir á skemmtilegu
þorrablótunum og þá sérstaklega
heima hjá Veigu og Dalla þar sem
sögurnar, brandararnir og allur
samsöngurinn hljómaði árlega.
Síðast en ekki síst allar hvers-
dagslegu stundirnar í kaffispjalli
og góðu yfirlæti hjá vinkonu okk-
ar sem bauð upp á dúkað borð og
skemmtilegheit.
Það erfiðasta í hennar miklu
veikindum var það að allt sem hún
elskaði að gera var tekið frá henni
– að lesa, spjalla, vinna handa-
vinnu, hugsa um fallega heimilið
sitt, ferðast, fara í heimsóknir,
vera með heimboðin og miklu
samvistirnar við börnin og barna-
börnin eins og hún hafði gert áður
en hún veiktist.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Við þökkum elsku vinkonu okk-
ar fyrir allar stundirnar okkar
saman í gleði og sorg. Við vottum
Jóni, Snæbjörgu, Gróu, Erlingi og
fjölskyldunni allri innilega samúð.
Guð blessi minningu vinkonu
okkar Guðmundu Önnu Eyjólfs-
dóttur.
Ragnheiður S. Helgadóttir
(Heiða) og Sigrún
Vilhjálmsdóttir.
Guðmunda Anna
Eyjólfsdóttir