Morgunblaðið - 19.02.2018, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018
T
Allt f
LA
uggann
S
yrir gl
Allt fyrir gluggann
Allt fyrir gluggann…
Allt fyrir gluggann…
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
Allt fyrir gluggann…
Álnabær
Viðar Pálsson sagnfræðingur er fertugur í dag. Hann er lektor ísagnfræði við Háskóla Íslands og hefur kennt við skólann í ára-tug. Áður var hann var einnig styrkþegi við Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum og ritstjóri fagtímarits hennar,
Griplu. Hann segir stofnunina eftirlætiskaffihús sitt í bænum.
„Ég er í grunninn boltastrákur úr Garðabænum sem fór í MR, þaðan í
háskólann í sögu og latínu og að lokum út til Berkeley í Kaliforníu það-
an sem ég lauk meistara og doktor í miðaldasögu. Ég er svo lánsamur
að hafa á öllum þessum stöðum hitt afburðakennara sem vísuðu mér
veginn og gerðu mér mögulegt að starfa við það sem ég hef ástríðu
fyrir. Það eru mikil forréttindi.“
Viðar er giftur Jónínu Helgu Ólafsdóttur, verkefnisstjóra við Há-
skóla Íslands, og á með henni Hrafnkel níu ára, Þórdísi átta ára og
Helgu þriggja ára. Þau búa í Sæviðarsundi í Reykjavík en hafa annan
fótinn í Reykholtsdalnum, þar sem Viðar var í sveit og foreldrar hans
byggðu síðar fjölskylduhúsið Daltún.
En hvað skal gert í tilefni dagsins? „Ég nennti ekki níutilfimm snittu-
partíi svona bráðungur maðurinn þannig að á laugardaginn vorum við
með klassískt partí fyrir vini og kollega fram á nótt. Á afmælisdaginn
sjálfan verð ég hins vegar í vinnunni en enda væntanlega í góðum mat
og Vesturbæjarís með mínum nánustu. Og svo ljúkum við veisluhöld-
unum með stórfjölskylduferð í tvær vikur á Tenerife yfir páskana, það
er rétt um það leyti sem fimmtánda lægðin kemur yfir landið.“
Partí með beikon-
bugðum og Vogaídýfu
Viðar Pálsson er fertugur í dag
Ferðalag Viðar og Jónína í Róm í fyrrahaust.
H
reinn Friðfinnsson
fæddist að Bæ í Mið-
dölum í Dalasýslu
19.2. 1943 og ólst þar
upp. Hann stundaði
nám við Myndlista- og handíðaskóla
Íslands 1958-60 og fór þá jafnframt
námsferð til London, dvaldi við list-
nám í Róm 1966-67 og stundaði list-
nám við Limoges í Frakklandi 1970-
71.
Hreinn var einn af stofnendum
SÚM hópsins 1965 sem var ein
áhrifamesta listahreyfing á Íslandi,
fyrr og síðar, og hann kom einnig að
stofnun Gallerí SÚM árið 1969.
Hann flutti til Amsterdam árið 1971
og hefur verið þar búsettur síðan.
Hreinn er almennt talinn einn af
fremstu listamönnum þjóðarinnar og
í hópi virtustu listamanna í Evrópu.
Sýningar hans hafa hlotið mikið lof
og oft slegið aðsóknarmet. Hann hef-
ur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir
list sína og má þar nefna finnsku Ars
Fennica-verðlaunin, árið 2000,
Carnegie Art Award, árið 2000, og
heiðursverðlaun Myndstefs, árið
2007, fyrir einstakt framlag sitt til ís-
lenskrar myndlistar.
Hreinn hefur haldið yfir hundrað
einkasýningar víða um heim og tekið
þátt í miklum fjölda samsýninga:
„Ég hef fyrir löngu misst töluna á
öllum þessum sýningum í gegnum
Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður – 75 ára
Verk eftir Hrein Composition, sem hefur verið til sýnis í Hafnarhúsinu.
Annríkið eykst stöðugt
Listamaðurinn Hreinn er í hópi virtustu listamanna Evrópu. Sýningar hans eru mjög vinsælar og slá aðsóknarmet.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.