Morgunblaðið - 19.02.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.02.2018, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 50. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1.Langar ekki að svara þessum ... 2.Eiginmaður Sunnu hlaut ... 3.Keðjur Jamie Oliver í vondum ... 4.66 ára og líður ekki degi eldri en ... »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Duo Ultima, þeir Guido Bäumer sem leikur á altsaxófón og Aladár Rácz píanóleikari, verða á frönskum nótum á tónleikum sínum í röðinni Klassík í Vatnsmýrinni í Norræna húsinu á miðvikudagskvöld kl. 20. Þeir munu leika verk eftir André Cap- let, Claude Debussy, Jean Français, Darius Milhaud, Florent Schmitt og André Jolivet. Á frönskum nótum í Vatnsmýrinni  Anna Dröfn Ágústsdóttir, sagn- fræðingur og aðjunkt og fagstjóri við Listaháskóla Íslands, og Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgar- sögusafns Reykjavíkur, flytja erindið „Sagan á sýningu? Um aðferðafræði safna og vinnu sagnfræðinga við miðlun sögu á Sjóminjasafninu í Reykjavík“, á morgun kl. 12.05 í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Nú er unnið að því að setja upp nýja grunnsýningu í Sjóminjasafninu í Reykjavík, sem heyrir undir Borgar- sögusafnið og verður hún opnuð í júní. Verður á henni leitast við að lýsa sögu og þróun helsta atvinnuvegar þjóðarinnar með áherslu á 20. aldar sögu og útgerð frá Reykjavík. Guð- brandur og Anna munu fjalla um að- ferðafræði og hugmyndir á söfnum og innan safnafræði við sýningagerð og vinnu sagnfræðinga við grunnsýn- ingu Sjóminjasafn- sins. Verður m.a. rætt um undir- búning og af- mörkun rann- sóknar, helstu efnisþætti sýn- ingarhandrits og miðlunar- leiðir. Fjalla um grunnsýn- ingu Sjóminjasafnsins Á þriðjudag Suðvestan 10-18 m/s og él, en heldur hægari og létt- skýjað norðaustan- og austanlands. Víða vægt frost, en hiti rétt yfir frostmarki með suður- og vesturströndinni. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnanátt á morgun, víða 13-18, en hvass- ara á Snæfellsnesi. Lengst af vætusamt, en léttir til um landið norðaustanvert þegar kemur fram á daginn. VEÐUR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildar karla í körfubolta eftir 91:89-sigur liðsins gegn KR í frestuðum leik úr 18. umferð deildar- innar í Schencker-höllinni í gærkvöldi. Toppbarátta deildarinnar er gríðarlega jöfn, en hefði KR farið með sigur af hólmi í leiknum hefðu fjögur lið verið jöfn á toppi deildarinnar. Deildin fer nú í stutt frí vegna landsleikja. »2 Haukar unnu KR og eru á toppnum Skylda að taka þátt ef tækifæri býðst „Ég tel það skyldu íslenskra liða að taka þátt í þessu ef þau hafa tæki- færi til. Það fylgir þessu eitthvert púsl og það þarf að hrófla við leikjum hér heima en á sama tíma er þetta frábær reynsla fyrir okkur og það er gaman að taka þátt, við spáum ekki í aðra,“ segir Arnar Pétursson, þjálfari karlaliðs ÍBV í hand- bolta, en liðið er komið í 8 liða úrslit í Áskor- endakeppni Evrópu. »4 „Ég er auðvitað ánægð með að kom- ast í gegnum niðurskurðinn en mér finnst ég eiga helling inni. Ég fékk skuggalega mikið af tvöföldum skoll- um í þessu móti og margir þeirra komu upp úr engu og af miðri braut sem er mjög óvanalegt fyrir mig en ég læri bara af þessu móti,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir m.a. um frammistöðu sína á Opna ástralska. » 1 Valdís ánægð en telur sig eiga helling inni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjald- tölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu,“ segir Ágúst Kárason í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til síðunnar „Fastar ferðir“ sem finna má á Facebook. Þar birtir Ágúst myndir og upp- tökur af hinum ýmsu jeppa- og tor- færubifreiðum sem sitja fastar við ótrúlegustu aðstæður. Er þarna t.a.m. að finna myndir af óbreyttum jeppabílum sem gefist hafa upp í smá snjóföl, tíu hjóla trukka á kafi í snjó og snjóbíl í erfiðum krapapytti. Efnið myndar Ágúst ýmist sjálfur eða fær það sent til sín frá öðru jeppafólki víðsvegar um land. Ágúst segir flesta taka vel í það þó að ljósmynd af óförum þeirra á fjöllum endi á síðunni. „Sumir voru svolítið ósáttir fyrst – þessir karlar sem þóttust aldrei vera fastir – og þá mátti auðvitað ekki birtast af þeim mynd, en núna hafa þeir bara gaman af þessu,“ segir Ágúst og heldur áfram: „Svo er ég líka búinn að segja mönnum að ef ekki birtist mynd af þeim inni á „Föstum ferð- um“ þá séu þeir ekki alvörujeppa- menn.“ Ógleymanlegar óveðursferðir Þegar blaðamaður náði tali af Ágústi skömmu fyrir helgi var hann ásamt níu manna hópi erlendra ferðamanna staddur við Krossá í Þórsmörk, en hann hefur starfað við ferðaþjónustu í nærri tíu ár. „Hér er bara allt á kafi í snjó og það er mjög langt síðan ég hef séð Mörkina svona snjóþunga […] Ég er nú þegar búinn að festa mig einu sinni,“ segir hann og hlær við. Aðspurður segir Ágúst ferðaþjón- ustu hafa breyst mjög síðastliðin ár og að samkeppni í ferðum, s.s. jeppaferðum, sé mun meiri og harð- ari nú en hún var fyrir t.a.m. tveim- ur árum. Spurður hvort ekki sé erf- itt að bjóða upp á vel heppnaðar jeppa- og ævintýraferðir þegar krappar lægðir ganga yfir landið í röðum kveður Ágúst nei við. „Ég held að ég sé búinn að lenda í þeim öllum og þeim finnst það alger- lega geggjað. Þegar maður er búinn að skrölta lengst ofan af jökli með fólkið og kominn niður á láglendi aftur spyr maður oft hvernig það hafi það og svarið er yfirleitt: „Ég skil ekki hvernig þú ferð að því að keyra í þessu veðri. Við eigum aldrei eftir að gleyma þessari ferð.“ Stundum þarf ekki að sjá neitt nema hvítan snjó til að hægt sé að bjóða upp á ógleymanlega ferð,“ segir hann og bætir við: „Það er oft bara þessi gamli góði jeppafílingur sem gerir góðar ferðir. Fólk hefur gam- an af því að sjá hvernig þessi kvik- indi vinna og hvernig jeppamenn hjálpast að á fjöllum.“ Torfærutæki beisluð á fjöllum  Birtir reglulega myndir af föstum jeppabílum Ljósmynd/Fastar ferðir Félagar Sælt er sameiginlegt skipbrot, segir í fornkveðnu. Hér hafa tveir samstilltir ökumenn séð til þess að fjalla- vagnarnir fái sopið hlið við hlið á jökulköldu vatni. Nægur tími er til drykkjunnar, enda losna þeir ekki í bráð. Stopp „Spurning hvort við fleygjum ekki fálkaorðu á þennan,“ skrifar Ágúst við myndina af þessari Toyotu sem búin var að grafa sig fasta. Ágúst Kárason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.