Morgunblaðið - 21.02.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018
Sporðamælingar Jöklarannsóknafélags Íslands sýna að
tuttugu jöklar hopa, þetta kemur fram í þeim 25 mæl-
ingum sem borist hafa umsjónarmanni. Tvær mælingar
sýna að jöklar eru að ganga fram og einn jökull stendur í
stað. Ekki náðist mæling á tveimur stöðum vegna snjóa
og fljótandi ísjaka á lóni.
Þær mælingar sem sýna að jöklar hafa gengið fram eru
ein mæling af þremur í Skeiðarárjökli og önnur af tveim-
ur í Heinabergsjökli. Bergur Einarsson, jarðeðlisfræð-
ingur á Veðurstofu Íslands og umsjónarmaður sporða-
mælinganna, lætur þess getið að báðir þessir jöklar gangi
fram í lón. Það flækir mælinguna og getur leitt til óreglu.
Tvær aðrar mælingar í Skeiðarárjökli sýna að jökullinn
hopar þar. Grímslandsjökull stendur í stað.
Enn eiga eftir að berast niðurstöður mælinga. Ekki
kemur á óvart að flestir jöklarnir skuli vera að hopa, þar
á meðal flestir af mældu sporðum stóru jöklanna þriggja,
þegar litið er til hlýnandi veðurfars og þróunar undanfar-
inna áratuga.
Jöklarannsóknafélagið hefur staðið fyrir sporðamæl-
ingum frá árinu 1930. Hægt er að sjá þróunina á vef fé-
lagsins, http://spordakost.jorfi.is/. Lengst af hafa sjálf-
boðaliðar félagsins notast við sömu mæliaðferðina,
málband til að mæla fjarlægð sporðs frá merki framan við
jökul. Nýrri tækni hefur verið tekin í notkun samhliða.
Farið er að nota GPS-staðsetningartæki, dróna til skoð-
unar á aðstæðum og golfkíkja. Jöklamælingafólk fær
stundum lánaðan fjarlægðarkíki Veðurstofu Íslands, að
því er fram kemur í fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins.
Hann er sannkallað galdratæki því með honum er unnt að
mæla fjarlægð þvert yfir lón og að jökulsporði, í allt að
kílómetra fjarlægð.
Bergur tekur þó fram að þrátt fyrir nýja mælitækni sé
grunnhugsunin sú sama og áður, að mæla færslu jökul-
sporðsins á einum stað, frá mælipunkti í skriðstefnu jök-
ulsins. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Skeiðarárjökull Sporðar skriðjöklanna eru mældir árlega eins og gert hefur verið í bráðum níutíu ár. Stöðugt sígur á ógæfuhliðina enda fer loftslag hlýnandi.
Flestir skriðjöklarnir hopa enn
Sporðamælingar Jöklarannsóknafélagsins sýna að tuttugu jöklar hopa en tveir ganga fram
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fasteignafélagið Reitir hefur til
skoðunar að innrétta hótel í Ármúla
7. Meðal hugmynda er að tengja
reksturinn við Hótel Ísland í Ármúla
9.
Guðjón Auðunsson, forstjóri
Reita, segir málið á hugmyndastigi.
Engar ákvarðanir hafi verið teknar.
Hann staðfestir að Reitir hafi ný-
verið keypt tengibyggingu milli Ár-
múla 7 og 9. Þar var lengi veitinga-
sala á jarðhæð og krár undir ýmsum
nöfnum á efri hæð.
„Við eigum Ármúla 7 og Ármúla 9.
Fyrir nokkru keyptum við tengi-
bygginguna á milli. Hún var keypt í
þeim tilgangi að rífa hana sem fyrst
og koma öðru og sómasamlegra húsi
í gagnið. Þá vöknuðu hugmyndir um
hvort skynsamlegt væri að tengja
húsin. Þ.e.a.s. að með því að setja
upp herbergi í Ármúla 7 mætti nýta
hagkvæmni stærðarinnar í innviðum
hótelsins í Ármúla 9. Málið er enn á
þeim stað,“ segir Guðjón.
Myndi liggja beinast við
Guðjón ítrekar að engir samning-
ar hafi verið gerðir. Þá hafi ekki
fengist leyfi frá borgaryfirvöldum
fyrir þessari breytingu. Ef hún verði
að veruleika liggi beinast við að leita
fyrst til rekstraraðila hótelsins í
Ármúla 9.
Samkvæmt fasteignaskrá var
Ármúli 7 byggður 1965 og 1985 en
Ármúli 9 árið 1988. Síðarnefnda
húsið var allt tekið í gegn áður en
Klíníkin var þar opnuð.
Guðjón segir aðspurður að Reitir
hafi kynnt borginni hugmyndir um
breytingar á Ármúla 7. Meðal ann-
ars séu hugmyndir um að hækka
bygginguna um eina hæð. Beðið sé
endanlegra svara frá borginni.
Skammt frá, eða í Ármúla 5, var
hótelið City Park Hotel nýverið
opnað. Þá áforma fjárfestar að
byggja hótel í Hallarmúla 2. Þar er
nú verslunin Tölvutek. Einnig má
nefna að hótel er áformað á Suður-
landsbraut 18, auk þess sem til skoð-
unar er að stækka Reykjavík Lights
Hotel á Suðurlandsbraut 12.
Morgunblaðið/Hari
Ármúli 7 og 9 Reitir keyptu tengibyggingu milli húsanna. Hugmyndir eru um að breyta Ármúla 7 (húsið til vinstri).
Reitir skoða að stækka
Hótel Ísland til suðurs
Hafa hugmyndir um að byggja eina hæð ofan á Ármúla 7
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Marta Guðjónsdóttir verður eini sitj-
andi borgarfulltrúinn á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík fyrir
komandi sveitarstjórnarkosningar í
vor, verði listi uppstillingarnefndar
samþykktur. Áslaug Friðriksdóttir
og Kjartan Magnússon eru ekki á fyr-
irliggjandi tillögu og þá gaf Halldór
Halldórsson, oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík, ekki kost á sér.
Uppstillingarnefnd Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík mun kynna til-
lögu sína að listanum á morgun og
bera hann upp til samþykktar á fundi
fulltrúaráðs.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins verður Hildur Björnsdóttir,
lögfræðingur og fyrrverandi formað-
ur Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í
öðru sæti á eftir Eyþóri Arnalds sem
vann stórsigur í leiðtogaprófkjöri
flokksins um fyrsta sætið. Á eftir
þeim kemur Valgerður Sigurðardótt-
ir í þriðja sæti, Egill Þór Jónsson í
fjórða sæti og Marta Guðjónsdóttir,
sitjandi borgarfulltrúi, í því fimmta.
Katrín Atladóttir verður í sjötta sæti,
Örn Þórðarson í því sjöunda og Björn
Gíslason í áttunda sæti.
Þegar mbl.is hafði samband við
Mörtu vildi hún ekki staðfesta í hvaða
sæti hún yrði fyrr en listinn yrði
kynntur á fimmtudaginn. „Ég hlakka
til að hefja kosningabaráttuna enda
er mikill meðbyr með stefnunni okk-
ar,“ segir Marta. Hún segir listann
sterkan og sigurstranglegan en að
öðru leyti vill hún ekki tjá sig um upp-
stillinguna.
Sjálfstæðismenn
stokka upp í borginni
D-listi í borginni kynntur á morgun
Hildur Björnsdóttir (f. 1986) lögmaður og fyrrverandi
formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, skipar annað
sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hildur
hefur starfað sem lögmaður hjá lögmannstofunni
Rétti ásamt því að hafa skrifað reglulega bakþanka
fyrir Fréttablaðið en tengdamóðir hennar, Kristín Þor-
steinsdóttir, er ritstjóri blaðsins. Hildur er einnig með
BA-próf í stjórnmálafræði og kom m.a. fram í sjón-
varpsþáttum Sindra Sindrasonar, Á uppleið, sem
fjallaði um efnilega Íslendinga á uppleið. Hildur er
gift Jóni Skaftasyni sem hefur um árabil starfað fyrir
Ingibjörgu Pálmadóttur og Jón Ásgeir Jóhannesson. Hildur á þrjú börn,
tvær dætur og einn son.
Hildur Björnsdóttir í 2. sæti
LÖGMAÐUR OG FYRRVERANDI FORMAÐUR SHÍ
Hildur
Björnsdóttir