Morgunblaðið - 21.02.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
skurnar sé langt umfram kosti
hennar, segja þvert á móti að kost-
irnir varðandi heilbrigði geri það að
verkum að það sé í alla staði eðli-
legt að umskera.“
umskurn ekki bara um gagnrýnis-
lausa undirgefni gagnvart boðun
guðs heldur líta þeir sömuleiðis á að
þetta hafi hagnýtt gildi. Þeir eru
ósammála því að skaðsemi um-
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Á árinu 2017 bárust úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála (UUA)
158 kærur en lokið var 144 málum.
Bættust því 14 mál við málahala
nefndarinnar sem var 135 mál 1. jan-
úar 2017. Þetta kemur fram í til-
kynningu á vef UUA.
„Við viljum ekki draga fjöður yfir
að málsmeðferðartíminn er of lang-
ur. Það er að sjálfsögðu óásættan-
legt en það er mjög mikill kærufjöldi
hjá okkur og sum ár standa þar upp
úr. Við stöndum nú bæði frammi fyr-
ir uppsöfnuðum fortíðarvanda og
svo fjölgar málum og umfang þeirra
vex þegar vel árar og mikið er um
framkvæmdir, eðli málsins sam-
kvæmt,“ segir Nanna Magnadóttir,
formaður og forstöðumaður nefnd-
arinnar.
Fólk meðvitaðra um rétt sinn
Spurð hver sé ástæðan fyrir mikl-
um fjölda mála segist Nanna telja að
þjóðfélagið sé orðið opnara og gagn-
særra og fólk sé meðvitaðra um rétt
sinn. Úrskurðir nefndarinnar séu
fullnaðarúrskurðir á stjórnsýslustigi
sem séu bindandi fyrir stjórnvöld og
aðra sem leita til UUA en það má
reyna að fá þeim hnekkt fyrir dóm-
stólum. Mál séu afgreidd í þeirri röð
sem þau berast en hægt sé að sækja
um flýtimeðferð ef tekst að rök-
styðja að málið sé brýnna en önnur.
UUA var stofnuð 1. janúar 2012
og úrskurðar í kærumálum vegna
stjórnvaldsákvarðana og í ágrein-
ingsmálum á sviði umhverfis- og
auðlindamála eftir því sem mælt er
fyrir um í lögum á því sviði. Gert er
ráð fyrir því í stjórnarsáttmála ríkis-
stjórnarinnar að fjölga starfs-
mönnum í nefndinni.
Málahalinn var 149 mál í upphafi
ársins og skiptust þau þannig: Eitt
mál frá árinu 2015 beið afgreiðslu.
Þá biðu afgreiðslu 51 mál, sem bár-
ust 2016. Loks var ólokið 97 af þeim
158 málum sem bárust í fyrra.
Vilja ekki draga
fjöður yfir of langa
meðferð mála
Málahalinn hjá úrskurðarnefnd um-
hverfis- og auðlindamála lengist enn
Morgunblaðið/Hari
Byggingarkranar Framkvæmdum
hefur fjölgað og umfang aukist.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Lítið hefur miðað í samkomulagsátt
að undanförnu í kjaraviðræðum
samninganefndar ríkisins (SNR) og
þeirra þriggja aðildarfélaga BHM
sem eru með kjaradeilur sínar við
ríkið til sáttameðferðar hjá ríkis-
sáttasemjara. 14 aðildarfélög BHM
hafa samþykkt kjarasamninga við
ríkið sem gilda fram í mars á næsta
ári. Eru þeir samningar allir efn-
islega hinir sömu í öllum meginat-
riðum.
„Ástæða þess að við gátum ekki
fallist á þennan samning er sú að
launaþróun okkar er sú langslak-
asta bæði innan BHM og þótt víðar
væri leitað,“ segir Áslaug Íris Vals-
dóttir, formaður Ljósmæðrafélags
Íslands. „Nú er svo komið að við
það að bæta tveggja ára háskóla-
námi við hjúkrunarnám eru allar
líkur á því að [viðkomandi] fái lægri
laun en hjúkrunarfræðingur,“ bætir
hún við.
Deilu ljósmæðra og ríkisins var
vísað til sáttasemjara 5. febrúar.
Hefur einn fundur verið haldinn hjá
sáttasemjara og annar er boðaður
hinn 28. febrúar að sögn Áslaugar.
Ósamið við náttúrufræðinga
Félag íslenskra náttúrufræðinga
sem einnig á ósamið við ríkið hefur
boðað til félagsfundar 1. mars
vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem
upp er komin í kjaraviðræðum fé-
lagsins við ríkið. Hefur jafnframt
verið óskað eftir fundi með for-
sætisráðherra og fjármálaráðherra
til að fara yfir stöðu viðræðna FÍN
og SNR. Maríanna H. Helgadóttir,
formaður félagsins, segir í samtalið
við Morgunblaðið að ekki sé farið að
ræða aðgerðir til að þrýsta á lausn.
FÍN vísaði kjaradeilunni til rík-
issáttasemjara í október og er
fundað á tveggja vikna fresti en eig-
inlegar samningaviðræður eru þó
ekki í gangi að sögn hennar þar
sem SNR hefur hafnað kröfum fé-
lagsins. ,,Það er fjármálaráðherra
sem ber ábyrgð á þessum viðræðum
en ekki samninganefnd ríkisins,“
segir hún. Maríanna segir að félagið
sé ekki tilbúið að fallast á þá af-
arkosti sem hin aðildarfélögin 14
hafi samþykkt.
Segjast ekki fallast á afarkosti SNR
Ljósmæður segjast búa við lökustu launaþróunina Félag íslenskra náttúrufræðinga vill hitta ráðherra
3 deilur í sáttameðferð
» Félagsmenn 14 aðildarfélaga
BHM hafa samþykkt nýgerða
kjarasamninga.
» Félag íslenskra hljómlistar-
manna, Félag íslenskra nátt-
úrufræðinga og Ljósmæðra-
félag Íslands eiga enn í deilu
við ríkið um endurnýjun samn-
inga.
Umboðsmaður barna í Noregi vonast til þess að Noregur fylgi í fótspor
Íslendinga og leggi fram frumvarp sem banni umskurð ungra drengja.
Norska ríkisútvarpið NRK sagði frá því í gær.
Anne Lindboe, umboðsmaður barna í Noregi, segist styðja slíkt bann
af nokkrum ástæðum; norskt heilbrigðisstarfsfólk hafi tekið allan vafa af
um að umskurður ungra drengja sé sársaukafull aðgerð sem þjóni engum
læknisfræðilegum tilgangi, auk þess sem ákveðin hætta sé alltaf fyrir
hendi á aukaverkunum. „Síðan erum við með barnasáttmála sem kveður
á um að barnið hafi val og að á það sé hlustað,“ segir Lindboe.
Þá fjallaði Politiken í Danmörku um íslenska frumvarpið um bann við
umskurði á drengjum í gær. Þar kemur fram að hafin er undirskriftasöfn-
un í Danmörku, á vefsíðunni www.borgerforslag.dk sem er fyrir tillögur
frá borgurum, gegn umskurði á drengjum fyrir 18 ára aldur sem ekki er
nauðsynlegur af heilsufarsástæðum. Ef tekst að safna 50.000 undir-
skriftum verður að taka tillöguna til umræðu í danska þinginu. Undir-
skriftasöfnunin hófst 1. febrúar og stendur til 31. júlí. Nú þegar eru
komnar um 20.000 undirskriftir.
Vilja fylgja í fótspor Íslendinga
TIL UMRÆÐU Á NORÐURLÖNDUNUM
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Umskurn drengja er algjört grund-
vallaratriði í gyðingdómi og í raun-
inni getur enginn karlmaður talist
gyðingur með hefðbundnum hætti
nema vera umskorinn, segir Bjarni
Randver Sigurvinsson, guðfræð-
ingur og trúarbragðafræðingur.
„Þetta byggist á sáttmála á milli
guðs og þess lýðs sem hann hefur
útvalið og er talað um í 17. kafla
fyrstu Mósesbókar. Það má segja
að þeir sem snúa baki við umskurn-
inni segi skilið við gyðingdóm, að
skilningi flestra gyðinga. Páll post-
uli var umskorinn gyðingur en þeg-
ar hann boðaði fagnaðarerindi Jesú
Krists sannfærðist hann um að um-
skurn væri algjört aukaatriði, það
væri inntak boðskaparins, kærleik-
urinn, sem skipti öllu máli. Þannig
að hann snýst gegn umskurninni og
því hefur hún ekkert trúarlegt vægi
í kristni,“ segir Bjarni Randver.
Ef frumvarp um að gera um-
skurn drengja refsiverða verður að
lögum er verið að loka á það að
gyðingar geti komið sér upp fjöl-
skyldu hér á landi og eignast syni
nema því aðeins að þeir snúi baki
við gyðingdómi að sögn Bjarna
Randvers.
„Ef við bönnum umskurn þýðir
það að Ísland er fyrsta landið í
langan tíma sem lokar á gyðinga, á
að þeir geti búið með góðu móti í
landinu. Það vakir ekki fyrir þeim
sem eru að leggja frumvarpið fram
en það er hliðarverkunin.“
Verulegt vægi hjá múslimum
Drengir eru líka umskornir í ísl-
am og segir Bjarni Randver um-
skurn hafa verulegt vægi þar líka.
„Strangt til tekið getur karlmaður
alveg verið múslimi þó að hann sé
ekki umskorinn. Langflestir karl-
menn meðal múslima eru um-
skornir, það helgast af því að það
eru til hadíður sem eru taldar mik-
ilvægar og leggja áherslu á um-
skurnina. Múslimar líta svo á að all-
ir spámennirnir hafi verið
umskornir og því beri karlkyns
múslimum að umskerast sömuleiðis.
Ég hef rætt við forystumenn
allra múslimasamfélaganna fimm í
landinu og í langflestum tilfellum
hafa þeir gríðarlegar áhyggjur af
þessu og telja frumvarpið árás á
sig. Þeir óttast að þetta geta haft
keðjuverkandi áhrif langt út fyrir
Ísland innan Evrópu og á Vestur-
löndum og að þessu verði beint
gegn þeim. Sumir tala um að þessi
lagasetning geri þeim illkleift að
búa í landinu,“ segir Bjarni Rand-
ver og telur að þessir trúarhópar
myndu margir hverjar fara utan
með börnin og fá umskurn þar.
„Hjá múslimum og gyðingum snýst
AFP
Umskurður Í gyðingdómi á að umskera alla heilbrigða drengi átta daga
gamla eins og Jóhannes skírara og Jesús.
Umskurn grundvall-
aratriði gyðingdóms
Ísland lokar á gyðinga ef bann við umskurn fer í gegn
Skipting trúarbragða* *Heildarprósenta er hærri en 100% þar sem hærri mörk áætlaðs hlutfalls er
notað fyrir hver trúarbrögð
Heimild: www.adherents.com
Kristni, 33%
Annað
Trúlausir, 16%
Íslam, 21%
Hindúismi, 14%
Frumbyggjatrú, 6%
Kínversk þjóðtrú, 6%
Búddismi, 6%
Gyðingatrú, 0,22%
Síkismi, 0,36%