Morgunblaðið - 21.02.2018, Page 8

Morgunblaðið - 21.02.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is SOFÐU RÓTT SNÚNINGSLÖK FYRIR BETRI NÆTURSVEFN Fastus býður upp á margar gerðir af lökum sem auðvelda snúning og hagræðingu í rúmi. Hafðu samband eða komdu og fáðu ráðgjöf við val á snúningslaki hjá sérhæfðu starfsfólki okkar. Fyrr á því kjörtímabili sem núer að líða í borgarstjórn kom fram sú hugmynd að í upphafi hvers borgarstjórnarfundar yrðu óundirbúnar fyrirspurnir til borg- arstjóra. Var vísað í óundirbúnar fyr- irspurnir á Alþingi í þessu sambandi.    Dagur B. Egg-ertsson tók þessu þannig að segja að á þingi væri þetta kallað „hálftími hálfvit- anna“ og hafði bersýnilega ekki mikla trú á að leyfa borgar- fulltrúum að ónáða borgarstjór- ann.    Þetta er út af fyrir sig í sam-ræmi við annað hjá núverandi meirihluta borgarstjórnar, þar sem borgarstjóri neitar að hitta aðra en þá sem vilja hæla honum en sendir jafnvel frekar þá sem sjálfir telja sig vanhæfa til að hitta borgarbúa sem ekki eru í klappliðinu.    En þó að borgarstjóri hafi miklaskömm á að hleypa almenn- um þingmönnum og borgar- fulltrúum nærri framkvæmdavaldi ríkis og sveitar, þá er nokkuð langt seilst af honum að kalla fyrir- spurnartíma „hálftíma hálfvit- anna“.    Vissulega er stundum langtgengið í vitleysisátt á þingi, einkum undir liðnum störf þings- ins, en þó má ekki gleyma því að á þingi og í borgarstjórn er æskilegt að skoðanaskipti eigi sér stað.    Þær umræður mættu oft veragagnlegri, en það þýðir ekki að borgarstjóri eða ráðherrar ættu að skorast undan því að svara fyr- irspurnum. Raunar hafa ráðherrar aldrei skorast undan því, en hvers vegna gerir borgarstjóri það? Dagur B. Eggertsson Þarf að óttast skoðanaskipti? STAKSTEINAR Veður víða um heim 20.2., kl. 18.00 Reykjavík 0 skýjað Bolungarvík 1 skýjað Akureyri 2 skýjað Nuuk -17 léttskýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Ósló -5 alskýjað Kaupmannahöfn 1 skýjað Stokkhólmur -6 léttskýjað Helsinki -8 heiðskírt Lúxemborg 0 léttskýjað Brussel 3 alskýjað Dublin 8 heiðskírt Glasgow 6 heiðskírt London 6 rigning París 5 rigning Amsterdam 3 léttskýjað Hamborg 2 léttskýjað Berlín 1 heiðskírt Vín 0 snjókoma Moskva -8 léttskýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 12 léttskýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 14 skýjað Róm 10 léttskýjað Aþena 11 skýjað Winnipeg -17 snjókoma Montreal 2 rigning New York 11 þoka Chicago 15 rigning Orlando 26 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:03 18:21 ÍSAFJÖRÐUR 9:16 18:18 SIGLUFJÖRÐUR 8:59 18:00 DJÚPIVOGUR 8:34 17:48 Lögreglan á Suð- urlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og ein- staklinga í hálend- isferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll meðal ferða- manna á undanförnum vikum. Vísað er í því sambandi til brennisteins- mengunar en mælingar á henni voru gerðar 3. og 17. febrúar. „Hellir þessi hefur ekki verið meðal fjölfarinna ferðamannastaða en nú er svo komið að nokkur fjöldi fólks fer þangað með vel búnum fjallabílum í viku hverri. Fréttir hafa sést í fjöl- miðlum um alvarlegt atvik sem talið er tengjast menguninni. Utan hellisins var styrkur brennisteinsvetnis (H2S) við 0 en eftir nokkurra mínútna göngu inn eftir hellisgólfinu var styrkurinn kominn yfir 20 ppm,“ segir í tilkynn- ingu frá lögreglunni. Lögreglan bend- ir á að ef bjarga þurfi fólki við þessar aðstæður muni þurfa á sérhæfðum búnaði að halda fyrir þá sem vinna að björgun. Vara við hættuleg- um íshelli  Brennisteins- mengun í hellinum Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Samkvæmt upplýsingum frá Yutong Eurobus tafðist afhending á raf- magnstrætisvögnum frá Kína vegna þess að aðlaga þurfti burðarvirki þeirra íslenskum hraðahindrunum. Morgunblaðið greindi frá því í gær að Strætó bs. hefði gert 880 milljóna króna samning við kínverska rafbíla- framleiðandann Yutong Eurobus en enginn vagn hefði verið afhentur á grundvelli samningsins enn. Samn- ingarnir voru gerðir í þremur örút- boðum og áttu fyrstu fjórir vagn- arnir að afhendast í júní í fyrra. Benedikt G. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Yutong Eurobus, seg- ir hins vegar að fyrstu fjórir vagn- arnir muni koma til Belgíu frá Kína hinn 2. mars og ættu að vera komnir til Íslands um miðjan mánuðinn. Næstu fimm koma síðan til Íslands um mánaðamótin maí júní og síðustu fimm eru á áætlun í lok ágúst. Að sögn Benedikts áttaði fram- leiðandinn sig ekki á þeim mikla fjölda hraðahindrana sem eru á höf- uðborgarsvæðinu, sem gerðu það að verkum að styrkja þurfti burð- arvirki strætisvagnanna. Telur hann að framleiðandinn hafi sýnt ábyrgð í þessu máli og tekið á sig verulegan kostnað við að útfæra vagnana svo þeir henti við íslenskar aðstæður. Verður afstaða til tafabóta tekin síð- ar í samræmi við útboðsskilmála og samninga við Strætó bs. Rafmagnsvagnarnir koma í mars  Miklar tafir hafa orðið á afhendingu  Burðarvirki aðlagað hraðahindrunum Rafstrætó Væntanlegur í mars.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.