Morgunblaðið - 21.02.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.02.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 KOMDU OG REYNSLUAKTU NÝJUM NISSANMICRA NISSANMICRA VERÐ FRÁ: 2.190.000 KR. HUGVITSSAMLEG NEYÐARHEMLUN ELDSNEYTISNOTKUN FRÁ: DÍSIL 3,2 L/100 KM.* BENSÍN 4,4 L/100 KM.* AKGREINAVIÐVÖRUN OG LEIÐRÉTTING E N N E M M / S ÍA / N M 8 6 5 2 6 *M ið að vi ð up pg ef na rt öl ur fra m le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gærkvöldi með 10 atkvæðum gegn 5 breytt deiliskipulag lóðarinnar Borgartún 24. Með því hefur verið gefið grænt ljós á uppbyggingu 65 íbúða sunnan við Höfða. Íbúar á svæðinu hafa mótmælt áformunum. Hluti þeirra sjónarmiða kom fram í bréfi sem Arnar Þór Stef- ánsson, lögmaður hjá LEX, ritaði skipulagsfulltrúa Reykjavíkur fyrir hönd húsfélags í Mánatúni 7-17. Sagði þar að fyrirhugaðar skipu- lagsbreytingar væru í „andstöðu við lög og [brytu] gegn lögvörðum hags- munum íbúa Mánatúns 7-17“. Með því að einskorða breytinguna við eina lóð innan deiliskipulagssvæðis, þ.e. Borgartún 24, virðist hafa verið látið „undan þrýstingi“ lóðarhafa. Fá bílastæði á hvern fermetra Þá var vikið að bílastæðamálum. „Hvað varðar bílastæðamál má benda á að fjölbreytt atvinnustarf- semi er í Borgartúninu og koma flest- ir sem eiga erindi þangað á bílum og leggja í þau fáu stæði sem nú eru við Borgartún. Með vísan til þess hve fá bílastæði eru fyrirhuguð við Borgar- tún 24, þ.e. einungis eitt stæði á hverja 120 fermetra íbúðarhúsnæðis og 1 bílastæði að hámarki á hverja 50 fermetra atvinnuhúsnæðis, og þess bílastæðaskorts sem þegar er til stað- ar á svæðinu, er verulega hætt við því að íbúar í Borgartúni 24 muni leggja í þau bílastæði sem nú eru á lóð Mána- túns og auka enn frekar á bílastæða- vandann þar. Ekkert sýnilegt mat hefur verið lagt á þennan þátt máls- ins.“ Þá eru gerðar „alvarlegar at- hugasemdir við að Reykjavíkurborg skuli gera samkomulag við lóðar- hafa … um fyrirhugaða uppbyggingu á Borgartúni 24, þar sem m.a. er samið um deiliskipulagsgerð og greiðslur vegna hlutdeildar í innviða- kostnaði, áður en frestur til að gera athugasemdir við deiliskipulags- tillöguna er liðinn. Þá áskilji íbúar í Mánatúni sér „rétt til skaðabóta vegna fyrirsjáanlegrar rýrnunar á verði fasteigna“. Löng bílaröð myndast Kristín Birna Bjarnadóttir, Berg- ljót María Sigurðardóttir og Sigrún Sigvaldadóttir, íbúar í Samtúni, hafa líka áhyggjur af skorti á bílastæðum. „Nú þegar hýsir bílakjallarinn á Höfðatorgsreitnum ekki nægan fjölda bíla til þess að hverfið fyllist ekki af bílum milli 7 og 18 á hverjum virkum degi. Að sama skapi myndast á degi hverjum löng bílalest í og úr hverfinu. Það hefur þegar þau áhrif á undirritaða íbúa að þeir skipuleggja daginn sinn og ferðir í kringum þessa örtröð,“ skrifa þær. Gunnar S. Óskarsson arkitekt rit- aði umhverfis- og skipulagssviði bréf fyrir hönd Smith & Norland. Fyrirtækið er með verslun í Nóa- túni 4 og með skemmu á baklóð Borg- artúns 22. Skemman er sögð „ómiss- andi þáttur“ í rekstrinum og „ekki föl til niðurrifs“. Bygging 2. hæða bíla- geymslu í kjallara og gerð miðlægs göngu- og hjólastígs eftir endilöngum reit verði ekki að veruleika „nema með því að breyta allri starfsemi á innlóðum og rífa þar hús sem fyrir eru í fullri notkun“. Mun skapa minni umferð Fram kom í svari Þorsteins R. Her- mannsonar, samgöngustjóra Reykja- víkur, að „með breytingu á Aðalskipu- lagi Reykjavíkur 2010-2030 var heimiluð uppbygging 350 íbúða í stað 200 á Borgartúnsreitum … Á móti var dregið úr heimildum um bygging- armagn atvinnuhúsnæðis um 15.000 fermetra … Með sömu forsendum er áætlað að 65 íbúða byggð skv. deili- skipulagstillögu fyrir Borgartún 24 leiði af sér um 275 bílferðir á sólar- hring en sambærilegt byggingar- magn atvinnuhúsnæðis myndi leiða af sér þrefalt meiri bílaumferð,“ skrifaði Þorsteinn m.a. Borghildur Sölvey Sturludóttir arkitekt svaraði athugasemdum fyrir hönd umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur. Hún skrifaði að verk- efnið væri „í góðu samræmi við mark- mið borgarinnar um þéttari betri borgarbyggð eins og hún kemur fram í aðalskipulagi“. Jafnframt væri til- lagan í samræmi við markmið skipu- lagsins um „að skapa heilsteypta byggð með borgarmiðuðu gatnakerfi þar sem vistvænir ferðamátar verða í fyrirrúmi“. Ennfremur væri tillagan í samræmi við það markmið aðalskipu- lagsins að „dagleg verslun og þjón- usta séu í sem mestri nálægð við íbúana og fólk þurfi ekki bifreið til að sækja þjónustu innan hverfisins“. Þá vék Borghildur meðal annars að athugasemd arkitekts Smith & Nor- land um að skemma í Borgartúni 22 væri ekki föl til niðurrifs. „Deiliskipulag ákveður hvar heim- ilt er að byggja án þess að afstaða sé tekin til eignarheimilda á húsum og lóðum innan deiliskipulagða svæðis- ins. Það að einhver vilji ekki rífa/selja byggingu sem heimilt er að rífa í deili- skipulagi hefur ekki áhrif á að heim- ildin til niðurrifs verði samþykkt,“ skrifaði Borghildur. Skapi umhverfisvænni borg Hún vék svo að mótmælum íbúa: „Breytingar á deiliskipulagi eru al- mennt ekki gerðar til þess að einungis aðliggjandi lóðarhafar njóti góðs af heldur einnig til þess að styrkja hverfið sem heild. [Fjölgun íbúa] á svæðinu styrkir verslun og þjónustu á svæðinu ásamt því að skapa lifandi umhverfisvænni borg fyrir alla,“ skrifaði Borghildur. Varðandi hækkun húsa á reitnum hefði „við frekari vinnu á útfærslu skipulagsins [komið] í ljós að svæðið gæti auðveldlega borið meira á tak- mörkuðu svæði til að það aðlagast betur aðliggjandi byggð“. Með því mætti „efla sjálfbærni hverfisins og nýta betur núverandi innviði“. Varðandi bílastæðamál væri al- mennt „óheimilt fyrir íbúa og við- skiptavini sem búa eða versla við verslanir sem eru við Borgartún 24 að leggja á öðrum lóðum en við Borg- artún 24“. Loks var vísað „á bug stað- hæfingum um að samráð hafi verið ófullnægjandi“. Samþykkir háhýsi í Borgartúni  Borgarstjórn gefur grænt ljós á þéttingu byggðar í Borgartúni  Íbúar hafa mótmælt áformunum  Fulltrúi borgar segir íbúum og gestum reitsins munu verða óheimilt að leggja bílum annars staðar Tölvuteikning/Yrki arkitektar Drög Götuhornið mun breytast. Austast á reitnum verður nýr íbúðaturn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.