Morgunblaðið - 21.02.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 21.02.2018, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018 Reykjavík Erlendir ferðamenn fögnuðu töfrandi logndrífunni sem féll á Lækjartorgi í gær. Það var sannarlega lognið á undan storminum sem skella átti á landinu í nótt og í morgun. Eggert Í upphafi eru eftir- farandi fullyrðingar:  Báknið virðist uppteknara af því að koma böndum á fram- taksmanninn en tryggja aukna sam- keppni og stuðla að frjóum jarðvegi fyrir nýjungar og nýsköpun.  Ríki og sveitar- félög leggja steina í götur einkaframtaksins.  Með skipulegum hætti hafa ríkisfyrirtæki sótt að einkarekstri og grafið undan sjálfstæða atvinnurek- andanum.  Erlendir auðmenn og Holly- wood-stjörnur njóta meiri velvildar stjórnvalda en íslenski framtaks- maðurinn. Öflug millistétt og sjálfstæðir at- vinnurekendur eru burðarásar allra velferðarsamfélaga. Fáir stjórn- málamenn gerðu sér betur grein fyr- ir þessu en Eyjólfur Konráð Jónsson (1928-1997), þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Eykon hafði skýra sýn á stefnu og hlutverk Sjálfstæðis- flokksins. Á fundi Varðar árið 1977 lagði hann áherslu á að hlutverk Sjálfstæðisflokksins í atvinnumálum væri að „innleiða meira frjálsræði, minni ríkisafskipti, öflugra einka- framtak, minni ríkisumsvif“. Að skapa svigrúm til athafna og frelsi fyrir framtaksmennina voru og eru skyldur sem sjálfstæðismenn hafi axlað: „Hlutverk flokka og stjórnmála- manna er ekki að fyrirskipa hvað eina og skipuleggja allt. Það er hlut- verk þeirra, sem beina aðild eiga að atvinnurekstri. Þeim ber að sjá um samkeppnina og arðsemina.“ Litla Ísland – jarðvegur nýrrar hugsunar Hagstofan tók saman, að beiðni Samtaka atvinnulífsins, fróðlegar upplýsingar um íslenskt atvinnulíf, fjölda fyrirtækja, fjölda starfsmanna og launagreiðslur á árunum 2010- 2016. Upplýsingarnar voru kynntar á Smáþingi Litla Ís- lands fyrr í þessum mánuði og ná yfir alla launagreiðendur að undanskildum stofn- unum ríkis og sveitar- félaga, lífeyrissjóðum og félagasamtökum. Hafi einhver haft efa- semdir um mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja fyrir ís- lenskt atvinnu- og efna- hagslíf, ættu þær efa- semdir að heyra sögunni til.  99,7% fyrirtækja á Íslandi eru lítil (49 eða færri starfsmenn) og meðalstór fyrirtæki (50-249 starfs- menn).  Lítil og meðalstór fyrirtæki höfðu 71% starfsmanna í atvinnulíf- inu í vinnu árið 2016.  Lítil og meðalstór fyrirtæki greiddu 66% heildarlauna í atvinnu- lífinu árið 2016. Starfsmönnum í atvinnulífinu fjölgaði um 27 þúsund frá 2010 til 2016, þar af fjölgaði starfsmönnum lítilla og meðalstórra fyrirtækja um 20.700. Liðlega 45% fjölgunarinnar eða 12.200 voru hjá örfyrirtækjum (færri en 10 starfsmenn) og litlum fyrirtækjum. Af þessum tölum má sjá að drif- kraftar efnahagslífsins – góðærisins sem við Íslendingar höfum notið – hafa verið lítil og meðalstór fyrir- tæki. Enda eru það gömul sannindi og ný að framtaksmaðurinn er afl- vaki framfara og bættra lífskjara. Hann kemur auga á tækifærin, býð- ur nýja vöru og þjónustu og skapar ný störf. Með nýrri hugsun og oft byltingarkenndum aðferðum ógnar framtaksmaðurinn hinum stóru. Sanngirni sett til hliðar Ég hef áður bent á hvernig stór- fyrirtækin sóttu að sjálfstæða at- vinnurekandanum, litlu og meðal- stóru fyrirtækjunum á árunum fyrir fall fjármálakerfisins. Í krafti stærð- ar en þó fyrst og fremst greiðs að- gangs að láns- og áhættufjármagni náðu fyrirtækjasamsteypur ótrúleg- um ítökum í íslensku atvinnulífi. Þrengt var að litlum sjálfstæðum keppinautum og þeir oft kæfðir og hraktir úr af markaði. Eftir hrun var skuldsettum stórfyrirtækjum bjarg- að eins og ég benti meðal annars á í grein hér í Morgunblaðinu í júní 2011: „Hver viðskiptasamsteypan á fæt- ur annarri hefur fengið nýtt líf. Skuldir hafa verið afskrifaðar, skuld- um breytt í hlutafé og það sem stóð eftir verið skuldbreytt. Hinir hóf- sömu keppinautar standa eftir og skilja ekki af hverju þeim er refsað fyrir að hafa farið gætilega og gætt skynsemi í rekstri.“ Jafnræði og sanngirni voru sett til hliðar á fyrstu árunum eftir fjár- málakreppuna. En framtaksmað- urinn er lífseigur eins og fyrrnefndar tölur Hagstofunnar sýna. Við getum aðeins látið okkur dreyma um hversu öflugra og fjölbreyttara ís- lenskt atvinnulíf væri ef sjálfstæði atvinnurekandinn hefði setið við sama borð og stórfyrirtækin á síð- ustu árum. Sterkt bakbein Þrengt hefur verið að litlum og meðalstórum fyrirtækjum með ýms- um öðrum hætti. Ríkisfyrirtæki herða sóknina og löggjafinn hefur hannað umgjörð ríkisrekstrar með ohf-væðingu, þannig að þau telja sér rétt og skylt að sækja inn á sam- keppnismarkaði. Opinber hlutafélög eru líkari lokuðum einkafyrirtækjum en hefðbundnum ríkisfyrirtækjum. Fyrirtæki í eigu ríkisins eru komin í samkeppni við sendibílastöðvar og einyrkja, hafa haslað sér völl í vöru- flutningum og vöruhýsingu, sinna prentþjónustu, reka verslun með snyrtivörur, undirföt og leikföng, svo dæmi séu nefnd. Á síðustu árum hafa flestar takmarkanir á rekstri ríkis- fyrirtækja verið afnumdar og þau fært sig í auknum mæli inn á verk- svið einkafyrirtækja. Til að bæta gráu ofan á svart léttir eftirlitsiðnaðurinn ekki undir með litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Á stundum er engu líkara en að báknið hafi það fremur að leiðarljósi að koma böndum á framtaksmann- inn en að stuðla að heilbrigðu við- skiptalífi og efla samkeppni. Sífellt flóknari reglur og fjölbreytileg gjöld íþyngja fyrst og síðast minni fyrir- tækjum og geta komið í veg fyrir að framtaksmenn nái að hasla sér völl á mörkuðum þar sem stórir aðilar sitja fyrir á fleti. Þannig er búin til vernd fyrir þá stóru og dregið er úr sam- keppni á kostnað neytenda. Á sama tíma og sjálfstæðir at- vinnurekendur horfa upp á skattfríð- indi Hollywood-stjarna standa þeir í ströngu við að komast yfir hindranir sem ríki og sveitarfélög hafa búið til, allt frá sorphirðu til heilbrigðisþjón- ustu, frá fjölmiðlun til ferðaþjónustu, frá verslun til menntunar. Með allt þetta í huga vinna sjálf- stæðir atvinnurekendur afrek á hverjum degi. Og það er magnað – þrátt fyrir allt – að til séu þúsundir einstaklinga sem stofna fyrirtæki og leggja allt sitt undir til að skapa verðmæti og störf. Sjálfstæði at- vinnurekandinn er lífseigur. Þess vegna er bakbein íslensk atvinnulífs sterkt og þess vegna höfum við Ís- lendingar náð að byggja hér upp öfl- ugt velferðarsamfélag. Eftir Óla Björn Kárason » Það er magnað – þrátt fyrir allt – að til séu þúsundir ein- staklinga sem stofna fyrirtæki og leggja allt sitt undir til að skapa verðmæti og störf. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæði atvinnurekandinn er lífseigur Skipting m.v. launagreiðendur Skipting m.v. fjölda starfsmanna Fjöldi launafólks Undir 50 50-250 Yfir 250 51,17% 23,25%97,94% 1,69% 0,37% 25,58% Lítil og meðalstór fyrirtæki: Bakbein íslensks efnahagslífs – hlutfallsleg skipting eftir stærð Launagreiðendur, launþegar og launagreiðslur Hlutfallsleg skipting eftir stærð fyrirtækja 2016 Heimild: Hagstofan / Samtök atvinnulífsins Fjöldi launafólks Launagreiðendur Starfsmenn / launafólk Heildarlaun m.kr. Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % 1-9 17.410 89,6% 37.362 26,1% 143.456 19,3% 10-49 1.789 8,5% 35.791 23,7% 189.057 23,1% 50-249 332 1,6% 33.245 21,4% 201.778 23,7% 250> 72 0,4% 36.573 28,8% 226.914 33,9% Samtals 19.603 100,0% 142.971 100,0% 761.205 100,0% þar af <250 19.531 99,7% 106.398 71,2% 534.291 66,1%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.