Morgunblaðið - 21.02.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.02.2018, Blaðsíða 21
Amnesty styður viðskiptabann á vörur sem eru framleiddar á „her- numdu svæðunum“. Af hverju menn halda áfram að tala um hernám 50 árum eftir að Ísrael vann Vestur- bakkann í stríði sem arabaríkin hófu skil ég ekki. Það er viðurkennd stað- reynd að landamæri breytast í stríði. Auk þess búa 1,8 milljónir araba í Ísrael og hafa þar öll réttindi. Af hverju mega ca. 760.000 gyðingar, sem sumir hverjir eru upprunnir á þessu svæði, þá ekki búa á Vestur- bakkanum og í A-Jerúsalem? Á ráðstefnum UN Women 2015 og 2016 var bæði árin aðeins samþykkt ein ályktun gegn sérstöku ríki, já einmitt gegn Ísrael. Fyrra árið hélt nefndin um stöðu kvenna því fram að hernám Ísraelsmanna væri það sem íþyngdi palestínskum konum mest og vildi m.a. meina að það væri þeim að kenna að atvinnuþátttaka þeirra væri aðeins 17 %, sem er reyndar nálægt því sem gengur og gerist í Mið-Austurlöndum og N- Afríku. Ekkert var hins vegar minnst á helstu kvennakúgarana, Hamas. Alþjóðadómstóllinn dæmdi árið 2004 að veggurinn sem Ísraelsmenn hófu að byggja umhverfis Gaza 2003 væri ólöglegur en sjálfsmorðs- sprengjuárásirnar sem honum er ætlað að stöðva eru tvímælalaust ekki löglegar samkvæmt alþjóða- lögum. Árin 2001 og 2002 frömdu Palestínumenn 87 slíkar árásir, 323 Ísraelsmenn létust og 590 særðust. SÞ hafa aðeins haldið 10 neyðar- fundi og voru 5 þeirra vegna Ísrael. Fundur nr. 9 (ES – 9/1 1982) var haldinn vegna þess að Ísraelsmenn settu lög um Gólanhæðir, svæði sem þeir höfðu ráðið yfir í 15 ár – ekkert stríð, ekkert mannfall. Enginn neyðarfundur var hins vegar hald- inn vegna fjöldamorða Indónesa á Austur Tímor, ekki vegna fjölda- morða Rauðu khmeranna í Kambódíu og ekki þegar Írak réðst á Íran 1980-́88. Mörg af stærstu blöðum heims eru Ísrael fjandsamleg. NYT og CNN virðast einna verst. Þau segja aðeins hálfa söguna, hvítþvo Palest- ínumenn og kenna Ísraelsmönnum um allt. RÚV gerir hið sama, það heyrði ég síðast hinn 30/1 er Friðrik Páll Jónsson flutti erindi í þættinum Samfélagið. Hann sagði þar frá ungri hetju er var fangelsuð fyrir það eitt að löðrunga ísraelskan her- mann. Sá hinn sami „sakleysingi“ þáði heimboð Erdogans, forseta Tyrklands, fyrir 5 árum í viðurkenn- ingarskyni fyrir andóf (beit og lamdi hermann) og ákærur gegn henni eru í mörgum liðum. Hann sagði einnig að samstaða um að viðurkenna landamærin fyrir 6 daga stríðið hefði verið rofin og það væri allt Trump að kenna. Hvernig komast menn upp með að flytja slíka vit- leysu á RÚV? Mér sýnist augljóst að alþjóða- stofnanir séu afar óvilhallar Ísrael og má vel fullyrða að umheimurinn leggi Ísrael í einelti. Meira að segja við sem ættum þó einna best að skilja baráttuvilja smáþjóðar fyrir tilveru- og sjálfsákvörðunarrétti sín- um höfum hafnað því að Ísraels- menn fái að ráða því hvaða borg þeir kalli höfuðborg sína. Hvernig væri að hætta að styðja Golíat gegn Dav- íð? » Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og fleiri aðilar eru afar óvilhallar Ísrael og má vel fullyrða að umheimurinn leggi Ísrael í einelti. Höfundur starfar við umönnun aldr- aðra. UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018 Ég sit í strætis- vagni númer 14 á leið heim úr háskólanum á miðvikudagseftir- miðdegi og fylgist með umferðinni mjak- ast áfram Miklubraut- ina. Ég velti fyrir mér íslenskum almenn- ingssamgöngum og hugsa til nágranna- landanna í kring. Hvað veldur því að Íslendingar sitja fastir í umferð- inni löngum stundum marga daga vikunnar? Og hvað er til ráða? Lífsstíllinn Ísland er smákóngasamfélag. Það vilja allir ráða sínum málum og mikið er lagt upp úr frelsi ein- staklingsins og þeirri sjálfstæðis- hugsjón sem verið hefur ráðandi í íslensku samfélagi síðan 1944. Í þessu samhengi gegnir einkabíll- inn lykilhlutverki. Hann er aðal- ferðamáti flestra landsmanna og er orðinn ómissandi partur af hversdagsleikanum. Að mínu mati er einkabíllinn framlenging af sjálfsmynd hins almenna Íslend- ings. Flestir landsmenn fara allra ferða sinna á einkabílnum. Í vinn- una, í matarinnkaup, í skólann, í leikhús, á bókasafnið, út á flugvöll og svo mætti lengi telja. Ísland er ofarlega í flokki þeirra ríkja í heiminum sem eiga flest farartæki miðað við höfðatölu. Í mörgum til- fellum eiga íslenskar fjölskyldur tvo til þrjá bíla. Með aukinni bíla- eign fyllast göturnar af einkabíl- um sem valda umferðarteppum um alla borg og í mörgum til- vikum er aðeins einn farþegi í hverri bifreið. Ég á ekki bíl. Það kann að hljóma undarlega í eyrum flestra landsmanna þar sem bílaeign á Ís- landi þykir sjálfsagður hlutur en fjölskylda mín hefur aldrei átt bíl og ég ekki heldur. Bíllaus Íslend- ingur er eins og hvítur gíraffi. Ótrúlega sjaldgæfur og nánast goðsagnakenndur. En þá gætu margir spurt: Hvernig á maður að komast ferða sinna ef ekki á einkabílnum? Sannleikurinn er sá að það eru aðrir valkostir á ferða- mátum en einkabíll- inn. Almennings- samgöngukerfið Íslenska almenn- ingssamgöngukerfið er óútreiknanlegt. Í flestum tilfellum eru strætisvagnarnir seinir eða of snemma og veldur það því að notendur þjónust- unnar geta aldrei vit- að hvenær vagninn á að vera á hverri stoppistöð. Er þetta einkar slæmt á háannatímum en þá stíflast um- ferðaræðar höfuðborgarsvæðisins af einkabílum sem streyma úr vestri í austur og svo öfugt á morgnana. Síðan má minnast á þá staðreynd að stakt fargjald í strætó er 460 kr. sem fælir fólk í burtu og ýtir undir einkabílsnotk- unina. Sú var tíðin að stakur miði kostaði hundraðkall en með minni fjárframlögum til samgöngumála og rekstrarerfiðleikum hækkaði verðið upp úr öllu valdi. Til þess að bæta kerfið og gera þjónustuna skilvirkari þarf töluverða fjár- framlagaaukningu. Þannig mætti lækka verð í strætó á nýjan leik og þar með hvetja íslenskan al- menning til að notfæra sér kerfið en staðan er sú að aðeins eldri borgarar, öryrkjar, innflytjendur, ferðamenn og námsmenn nota strætó. Svo virðist sem hinum al- menna Íslendingi finnist of mikið mál að nota almenningssam- göngur. Í fyrsta lagi þarf að skipuleggja ferðina, leggja tíman- lega af stað að heiman, ganga út á stoppistöð, ferðast með vagninum ákveðna vegalengd og ganga síðan frá stoppistöðinni á áfangastað. Það getur verið freistandi að setj- ast við stýrið og keyra á alla áfangastaði. Þegar litið er til um- hverfisþáttanna eru almennings- samgöngur mun vistvænni og margfalt hagkvæmari kostur þó svo að ferðatíminn geti verið að- eins lengri. En til að ná fram þessum breytingum í íslensku samfélagi verður hér að verða hugarfarsbreyting um lífsstíl og ákveðin vitundarvakning á mik- ilvægi umhverfisins og verndun þess. Lausnin er að fækka bílum á götum borgarinnar og besta leiðin er að ganga, hjóla, nota almenn- ingssamgöngur eða þá nýjasta fyrirbærið á markaðnum, Zipcar, sem býður fólki upp á þann val- kost að deila bíl. Íslenska leiðin Eftir Orra Matthías Haraldsson » Bíllaus Íslendingur er eins og hvítur gír- affi. Ótrúlega sjaldgæf- ur og nánast goðsagna- kenndur. Orri Matthías Haraldsson Höfundur er háskólanemi. orrimatt@internet.is Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði STOFNAÐ 1956 Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is Sproti 405 Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir VISTVÆNAR BARNAVÖRUR Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 verið svikið. Skerðing á lífeyri al- mannatrygginga er svo mikil vegna greiðslna úr lífeyrissjóði að það er eins og tæpur helmingur lífeyris líf- eyrissjóðanna hafi verið gerður upp- tækur! Ríkið hefur ekki farið inn í lífeyrissjóðina og hrifsað peningana þar en útkoman er sú sama. Ríkið tekur hlut af lífeyri aldraðra hjá Tryggingastofnun, þ.e. hjá þeim, sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði. Þessar gripdeildir verður að stöðva og það þarf að stöðva þær strax. Eldri borgarar hafa greitt alla sína starfsævi í lífeyrissjóð og þeir eiga þann lífeyri, sem þar hefur safnast upp. Ríkisstjórnin má ekki skerða hann. Dr. Haukur Arnþórsson segir, að það sé verið að skerða lífeyri aldraðra um 35 milljarða með skerð- ingu tryggingalífeyris vegna lífeyr- issjóðanna. Aldraðir vilja fá þessa peninga. Þeir krefjast þess, að skerðingin verði stöðvuð og eldri borgarar fái greidda skuldina. Tímabært að setja eldri borgara í fyrsta sæti Stjórnvöld hafa brugðist eldri borgurum. Þau hafa níðst á þeim í kjaramálum; skilið eldri borgara eft- ir, þegar allir aðrir hafa fengið mikl- ar kjarabætur. Eldri borgarar hafa fengið hungurlús í hækkun lífeyris þegar laun og hlunnindi annarra hafa stórhækkað. Aldraðir og ör- yrkjar þurftu að taka á sig mikla kjaraskerðingu í bankahruninu og kreppunni i kjölfarið. Aðrir, sem tóku á sig kjaraskerðingu í krepp- unni, hafa flestir fengið leiðréttingu en aldraðir og öryrkjar ekki. Það er því tímabært að hér verði breyting á. Setjum eldri borgara í fyrsta sæti. » Stjórnvöld hafa brugðist eldri borg- urum; hafa skilið þá eft- ir, þegar allir aðrir hafa fengið miklar kjarabæt- ur. Aldraðir hafa fengið hungurlús. Höfundur er fyrrverandi borg- arfulltrúi. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.