Morgunblaðið - 21.02.2018, Side 23
vinnustað seinni árin. Sumir
segja að við séum „all in“ í því
sem við tökum okkur fyrir hend-
ur. Það á allavega vel við með
fuglagildrurnar þínar, algjört
lágmark að smíða sex stykki af
hvoru og allar heimsins tegundir,
skipti engu hvað það tók langan
tíma eða hve mikið pláss þetta
tæki. Svipað og þegar þú fórst
með Margeiri í það að smíða felli-
vagninn. Dýrustu kerru Íslands
erum við að tala um – um það bil
20 ára gömul en er eins og ný enn
þann dag í dag.
Vinátta og traust hefur ávallt
verið á milli okkar og sýndir þú
mér mikið traust þegar þú fékkst
mig til að taka við rekstri Véla-
verkstæðisins síðustu árin.
Renni ég hratt yfir þessar minn-
ingar hér á blaði en heildarmynd-
in mun lifa hjá mér alla mína ævi.
Takk fyrir allt, elsku afi og
nafni minn. Þinn
Jón Gunnar (Jónki).
Dagarnir bjóða ekki upp á
förðun af neinu tagi, tárin fá að
renna frjálst og furðulegustu
hlutir sem verða á vegi mínum
eru tilefni til nýrra flóða með til-
heyrandi ekkasogum. Í gær var
það beiskur brjóstsykur sem
varð á vegi mínum sem varð að
minningarunum sem engan enda
ætluðu að taka, í dag voru það
fuglarnir. En þá er um að gera að
leyfa sér að syrgja og gráta því
tárin eru plástur á sálina.
Stundum er lífið svo örlátt, við
tökum á móti gjöfunum sem hver
dagur sendir okkur og oft án þess
að taka eftir öllu litrófinu, gleym-
um að staldra við og þakka auð-
mjúk fyrir og muna að dagurinn í
dag er einstakur og enginn veit
hvað morgundagurinn ber í
skauti sér.
Mikið sakna ég þín, elsku afi,
og mikið er ég þakklát fyrir tím-
ann okkar saman og allt sem þú
kenndir mér. Í dag fór ég til
ömmu á Svalbarðið og fannst
eins og þú værir að koma og taka
á móti mér með þínu einstaka
faðmlagi sem var alltaf eins, „nei,
ertu komin, elsku stelpan hans
afa síns?“ Engu breytti þó ég sé
orðin 43 ára.
Ég fer til baka í huganum og
minningarnar eru svo margar.
Ég lítil í eldhúsinu á Svalbarðinu
og þú að setja lýsi og tómatsósu
út á fiskinn þinn á meðan dán-
artilkynningar og jarðarfarir
glumdu í útvarpstækinu, þetta
þóttu mér notalegar stundir þó
fiskurinn væri pest. Eftir matinn
lagðir þú þig og stundum fékk ég
að kúra hjá þér. Á kvöldin þegar
þú komst heim úr vinnunni fórstu
alltaf í bað og rakaðir þig og eftir
raksturinn kallaðir þú „hver vill
fá skeggkossinn?“ Ég fékk að
deila kossinum með ömmu og
angaði ég þá af Old spice það sem
eftir lifði kvölds.
Elsku afi, mig langar að þakka
þér, þakka þér fyrir ástina og
hlýjuna sem þú sýndir mér og
börnunum mínum, þakka þér
fyrir að hlýja alltaf skóna mína á
ofninum þegar ég kom í heim-
sókn, þakka þér fyrir að vera allt-
af til staðar þegar ég þurfti á að-
stoð að halda, þakka þér fyrir að
heimili ykkar ömmu stóð mér
alltaf opið, þakka þér fyrir ör-
yggið og þakka þér fyrir að
kenna mér mátt bænarinnar.
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Hvíldu í friði, elskan mín.
Þín
Hulda Lind.
Það var sárt að heyra að Gunni
frændi væri dáinn. Að vísu var
andlátsfréttin í sjálfu sér ekki
óvænt, en samt svo óendanlega
sár. Og það var eins og eitthvað
væri ógert og ósagt. Í hraða nú-
tímans er það oft svo að samveru-
stundir og símtöl sitja á hakan-
um. Og nú blasir sú kalda
staðreynd við að það verða ekki
fleiri innlit eða símtöl. Það er erf-
itt að kyngja því. Það voru
skemmtilegar, en alltof fáar,
stundir þegar Gunni kíkti við á
Bakka. Þá sagði hann gjarnan
sögur frá liðinni tíð og frásagn-
argleði hans var slík að unun var
á að hlýða.
Jón Gunnar var alveg einstak-
ur öðlingur, mannvinur og ljúf-
menni. Hann var afar hjálpsamur
og greiðvikinn og var alltaf tilbú-
inn að aðstoða og greiða veg fólks
og bjarga málunum, eins og hann
átti kyn til.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Ég kveð kæran frænda með
innilegu þakklæti fyrir allt.
Unni, dætrunum og fjölskyld-
um þeirra og öðrum ástvinum
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Birna Jóhannesdóttir.
Vini okkar ljósið lýsi
á leið sem enginn sér,
góða drenginn Guð nú hýsi,
gekk hans veginn hér.
Jón Gunnar var alltaf kallaður
Gunni vinur á okkar heimili fyrir
einlæga velvild í okkar garð og
áhuga á öllu okkar, fyrir það
þökkum við nú.
Á þessum tímamótum koma
upp í hugann óteljandi fuglaferðir
þar sem Gunni vinur gaf ríkulega
af sér við þá iðju að merkja fugla,
smíðaði tæki og verkfæri óum-
beðinn og mun sú vinna nýtast vel
um langa framtíð. Ferðir okkar á
Vatnsleysuströnd voru hans aðal
enda lágu rætur hans þar og oft
varð fuglaskoðun að bíða meðan
hann yfirheyrði heimamenn sem
urðu á vegi okkar: frá hvaða bæ
ertu og hverra manna? Já, við
eigum margar sögur en látum
þetta nægja.
Unnur, Kristjana, Linda,
Hrafnhildur og fjölskyldur, við
biðjum ykkur Guðs blessunar.
Kæri vinur, farðu í Guðs friði
og megi hið eilífa ljós vísa þér
veginn.
Helena Högnadóttir
Ólafur Torfason.
Með söknuði kveðjum við vin
okkar Jón Gunnar Jóhannsson,
hönnuð fuglabúranna. Jón Gunn-
ar var lykilmaður í íslenska liðinu
hjá Brent goose-fuglarannsókna-
hópnum, og við allir eyddum
mörgum tímum í að tala um
fuglaveiðar og hvernig best væri
að veiða þá.
Þegar við heimsóttum Ísland
tók hann alltaf á móti okkur með
hlýju, gestrisni, gjafmildi og
stóru brosi. Alltaf tilbúinn að
gera allt sem hann gat til að
hópnum gengi vel.
Hann rak vélaverkstæði og var
allra manna bestur í að leysa úr
vandamálum. Við notum ennþá
tækin sem hann hannaði við veiði
og vinnslu.
Honum fannst mjög gaman að
fá okkur til að drekka brennivín
og borða hákarl sem sumum okk-
ar tókst að snæða.
Engin áskorun var óyfirstígan-
leg fyrir Gunna. Okkar árlega
heimsókn til Íslands verður ekki
eins án hans. Hans verður sárt
saknað af okkur öllum.
Fyrir hönd The Irish Brent
Goose Research Group,
Stuart Bearhop.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018
✝ Ásgeir Leifs-son fæddist 9.
júlí 1941 á Laugum
í S-Þingeyjarsýslu.
Hann lést 7. febr-
úar 2018 á Grund í
Reykjavík.
Foreldrar Ás-
geirs voru Hrefna
Kolbeinsdóttir hús-
móðir, f. 7. maí
1907, d. 12. júní
1996, dóttir hjón-
anna Kristínar Vigfúsdóttur og
Kolbeins Þorsteinssonar skip-
stjóra, og Leifur Ásgeirsson
prófessor, f. 25. maí 1903, d. 19.
ágúst 1990, sonur hjónanna Ing-
unnar Daníelsdóttur og Ásgeirs
Sigurðssonar bónda á Efstabæ í
Skorradal.
Systir Ásgeirs var Kristín,
kennari og blaðamaður, f. 11.
maí 1935, d. 3. mars 2001. Mað-
ur hennar var Indriði Helgi Ein-
arsson verkfræðingur, f. 8.
ágúst 1932, d. 17. janúar 1975.
Börn þeirra eru Einar tölvunar-
fræðingur, f. 13. nóvember
1967, og Hrefna sjúkraþjálfari,
f. 7. október 1969.
lífmassafélagið og gegndi fram-
kvæmdastjórastöðu þar um
nokkurra ára skeið. Árið 2011
stofnaði Ásgeir fyrirtækið
Hannibal ehf. ásamt Halldóri
Ármannssyni, Valdimar K. Jóns-
syni og Gesti Ólafssyni, en það
fyrirtæki vann að framleiðslu á
fljótandi eldsneyti með vistvæn-
um orkugjöfum og fékk einka-
leyfi á framleiðsluaðferð sinni
hér á landi, í Mexíkó og Ník-
aragva.
Ásgeir kvæntist hinn 9. októ-
ber 1965 Helgu Ólafsdóttur líf-
eindafræðingi, f. 3. desember
1940 á Ísafirði. Foreldrar henn-
ar voru Sigríður Jóna Þorbergs-
dóttir húsmóðir, f. 2. desember
1899, d. 20. mars 1983, og Ólaf-
ur Helgi Hjálmarsson vélvirki
frá Látrum í Aðalvík, f. 14. nóv-
ember 1895, d. 17. júní 1974.
Börn þeirra eru Leifur Hrafn
pípulagningamaður, f. 17. mars
1975, og Ylfa Sigríður verk-
fræðingur, f. 23. apríl 1976.
Sambýlismaður Ylfu er Daniele
Quaglia verkfræðingur, f. 30.
júní 1983, barn þeirra er Davíð
Helgi Daníelsson Quaglia, f. 18.
október 2015.
Útför Ásgeirs fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 21. febr-
úar 2018, kl. 13.
Ásgeir varð
stúdent árið 1961
frá stærðfræðideild
Menntaskólans í
Reykjavík. Hann
lauk fyrrihluta-
prófi í verkfræði
frá verkfræðideild
Háskóla Íslands ár-
ið1964, var auk
þess eitt ár í
viðskiptadeild HÍ
til 1965. Hann tók
svo lokapróf í hagverkfræði
(Dipl.Ing., Technische Betri-
ebswirtschaft) frá Universität
Karlsruhe árið 1970.
Ásgeir var framkvæmdastjóri
Fiskrétta hf. á árunum 1970-73,
eftir það verkfræðingur og
deildarverkfræðingur við Iðn-
tæknistofnun Íslands 1973-84.
Aðjúnkt og stundakennari við
HÍ 1978-82, rak eigin ráðgjaf-
arstofu í nýstofnun fyrirtækja
1984-87. Iðnráðgjafi hjá Iðnþró-
unarfélagi Þingeyinga frá 1988-
92, sjálfstætt starfandi frá 1992,
stofnaði og rak leirböð í Laug-
ardal 1994-97. Stofnaði ásamt
Baldri Líndal árið 1997 Íslenska
Faðir minn ólst upp á Hverf-
isgötunni og átti þar hamingju-
sama æsku með fjölmennum
frændgarði og góðum félögum.
Hann fluttist ásamt foreldrum
sínum til Bandaríkjanna um tíma
á unglingsaldri, meðan faðir hans
kenndi við New York University
og Berkeley og var hann eftir það
hrifinn af köggum, djassi, the Rat
Pack og gospeli, vestrum og fleiru
amerísku. Hann ætlaði alltaf að fá
sér 18 gallona kúrekahatt að hætti
Jóns væna. Pabbi gekk þar í skóla
og eftir veturinn var hann kvadd-
ur með virktum af skólafélögum
og færð forláta veiðistöng að gjöf.
Svo breyttust áætlanir fjölskyld-
unnar og hann mætti aftur til
náms haustið eftir það, öllum að
óvörum, og minntist hann þess
ekki að hafa verið kvaddur með
sömu viðhöfn í seinna skiptið.
Pabbi var alltaf áhugasamur um
myndavélar, hann átti kvik-
myndatökuvél á þessum árum, og
eru til myndskeið frá dvöl hans
ytra, sem og frá öðrum skeiðum
lífs hans, sem einstaklega gaman
er að.
Hann var hár og myndarlegur
með sérlega fallegt rautt hár, og
hafði tekið út fullan vöxt um ferm-
ingaraldur. Amma mín, Hrefna,
mun hafa óttast að hann yrði risi,
en það var sagt þegar móðurfólk
hans fluttist að Grund í Skorradal
forðum daga að það væri höfði
hærra en þeir sem bjuggu fyrir í
sveitinni.
Hann hafði gott skopskyn og
gat hlegið innilega að því sem hon-
um þótti fyndið, og eins var hann
skemmtilegur viðræðu og gat ver-
ið háðskur. Hann var greindur,
víðsýnn og fordómalaus, og gat
iðulega bent á aðra sýn á menn og
aðstæður en aðrir sáu. Hann var
fróður, vel lesinn og áhugasamur
um flest mannlegt, og fylgdist vel
með atburðum líðandi stundar.
Pabbi stundaði nám í Þýska-
landi í fimm ár, og hljómaði jafnan
þýsk jólatónlist hjá okkur fjöl-
skyldunni hver jól. Hann hafði
gaman af eldamennsku, var frum-
legur í matargerð og var annálað-
ur sósugerðarmaður.
Hann hafði á barnsaldri verið í
sveit hjá föðurfólki sínum á
Reykjum í Lundarreykjadal, og
hafði gaman af dýrum. Hann var
mikill kattavinur, og gekk undir
fyrsta kettinum okkar, honum
Högna, þó að sækja þyrfti ýsuna í
soðið yfir þveran bæinn í öllum
veðrum.
Pabbi naut þess að ferðast og
fórum við fjölskyldan saman í
mörg minnisstæð og oft flókin
ferðalög af því að hann vildi
sjaldnast fara beinustu leiðina.
Hann tók vel á móti ítölskum
sambýlismanni mínum, Daniele,
og ræddi oft við hann um sín
helstu áhugamál, sem voru m.a. á
sviði endurnýjanlegrar orku.
Barnbarn hans, Davíð Helgi,
var honum gleðigjafi og fór vel á
með þeim. Þeir félagarnir kubb-
uðu saman fínustu skýjaborgir.
Síðustu árin voru pabba erfið,
en hann mátti berjast við heilsu-
brest. Hann hafði þó mikið jafn-
aðargeð og var jafnan æðrulaus,
og hélt andlegu þreki sínu þrátt
fyrir veikindin.
Ég kveð pabba með söknuði
með ljóðabroti úr „Kveðju“, sem
var í uppáhaldi hjá honum, og er
eftir föðurbróður hans Magnús
Ásgeirsson:
En minning þín er mjúk og hlý
og mun oss standa nærri.
Með hverju vori hún vex á ný
og verður ávallt kærri.
En lífsins gáta á lausnir til,
þær ljóma á bak við dauðans þil.
Og því er gröfin þeim í vil,
sem þráðu útsýn stærri.
Ylfa Sigríður Ásgeirsdóttir.
Ásgeir Leifsson var sérstakur
maður. Ég kynntist honum fyrst
vel í landsprófsdeildinni og ennþá
man ég eftir málfundi þar sem
honum fannst skólastjórinn okkar
ekki fara með rétt mál. Ég bauðst
til að skokka með honum upp á
Hverfisgötu, þar sem hann átti
heima, til að ná í bókina Blekking
og þekking, svo hann gæti leiðrétt
skólastjórann, sem hann hikaði
ekki við. Ekki hefðu margir af
mínum kunningjum á þessum ár-
um lagt svona mikið á sig í þjón-
ustu sannleika og réttlætis.
Í minningunni er ennþá líka
næturferð nokkurra skólabræðra
upp í Hvalstöðina í Hvalfirði til að
heilsa upp á Halldór Blöndal sem
þá vann þar myrkranna á milli við
að skera hval. Faðir Ásgeirs átti
firnastóran Nash-fólksbíl sem
hann hafði flutt hingað frá Banda-
ríkjunum og það dæmdist á mig,
þar sem ég var mest edrú, að aka
þessu ferlíki, en foreldrar Ásgeirs
voru erlendis. Aksturinn á malar-
vegum Hvalfjarðar og eimskýin
sem stigu upp frá hvalskurðinum
þessa nótt eru ennþá í fersku
minni, en allt bjargaðist þetta ein-
hvern veginn.
Leiðir skildi þegar við fórum
báðir utan til náms, en mörgum
árum seinna fórum við sí svona að
ræða um að lítill mannsbragur
væri á því að tala bara um loft-
mengun frá alls konar umferð en
gera lítið í málinu. Þjóðverjum
hefði tekist í síðasta stríði að búa
til fljótandi eldsneyti úr sykurróf-
um og kartöflum og við ættum
líka að geta búið til vistvænt elds-
neyti úr ódýru kolefni og allri
þeirri vistvænu orku sem hér væri
til staðar. Ásamt félögum okkar
stofnuðum við fyrirtækið Hanni-
bal sem eignaðist einkaleyfi á
ákveðinni framleiðsluaðferð á
fljótandi eldsneyti bæði á Íslandi,
Mexíkó og Níkaragúa. En kálið
var ekki sopið þótt það væri komið
í ausuna. Í fámennu landi þar sem
meira er lagt uppúr skyndigróða
en framsæknu vísindastarfi er
erfitt að brydda upp á nýmælum.
Með lágu bensínverði frestuðust
líka framkvæmdir, en Ásgeir hélt
áfram til síðasta dags að fylgjast
með tækniframförum á þessu
sviði. Hann benti okkur félögun-
um m.a. nýlega á að meira en 90%
af öllu kolefni á jörðinni væri í
sjónum og nú væri að verða til
tækni til þess að vinna þetta kol-
efni sem skapaði okkur alveg nýja
möguleika.
Enginn veit hvað framtíðin ber
í skauti, en ég er viss um að það
myndi gleðja Ásgeir mikið ef okk-
ur tækist einhvern tíma að koma
þessari framleiðslu af stað.
Innilegar samúðarkveðjur.
Gestur Ólafsson.
Þegar mér bárust fréttir af
andláti Ásgeirs brá mér verulega
og rifjuðust upp ýmsar minningar
um þau tæp 70 ár sem eru liðin frá
því við Ásgeir hittumst fyrst og
það eru engin undur að maður
sakni vinar við fráfall eftir allan
þennan tíma.
Ég kynntist tveimur góðum
vinum mínum, Eggerti Jónssyni
og Ásgeiri, þegar ég kom átta ára
gamall í E-bekkinn í Miðbæjar-
skólanum. Síðan þá höfum við þrír
verið vinir eða í tæp 70 ár. Nú eru
þeir báðir fallnir frá með árs milli-
bili. Á æsku- og unglingsárum
okkar vorum við Ásgeir óaðskilj-
anlegir og ég var heimagangur á
æskuheimili hans á Hverfisgötu
53. Við brölluðum ýmislegt saman
á unglingsárum okkar og vorum
ekki alltaf sammála, en þrátt fyrir
ágreining í ýmsum málum tókst
okkur alltaf að ná saman að lok-
um. Eftir að við stofnuðum fjöl-
skyldu héldum við áfram okkar
góða sambandi.
Við Hanna sendum Helgu, Ylfu
og Leifi okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Jón H. Magnússon.
Ásgeir Leifsson var sonur pró-
fessors Leifs Ásgeirssonar stærð-
fræðings og Hrefnu Kolbeinsdótt-
ur. Leifur kenndi stærðfræði við
verkfræðideild Háskóla Íslands
frá upphafi og var einn af mátt-
arstólpum deildarinnar frá stofn-
un. Það þarf ekki að koma á óvart
að Ásgeir hafi lært verkfræði.
Faðir hans var þekktur fyrir
mikla vinnusemi svo að ef til vill
valdi Ásgeir verkfræðina til að
geta verið honum nærri. Líkt og
faðir sinn hlaut Ásgeir framhalds-
menntun í Þýskalandi en heimur-
inn tók stakkaskiptum á þeim
tíma sem leið þar á milli.
Kynni okkar af Ásgeiri voru í
gegnum Ylfu dóttur hans og bestu
vinkonu okkar. Ásgeir var litríkur
og skemmtilegur. Það var gaman
að ræða við hann. Hann lá ekki á
skoðunum sínum en hlustaði líka.
Ef maður vissi ekki alveg hvar
maður hafði hann mátti sjá bros-
vikin færast örlítið upp á við og þá
vissi maður að hann gat verið létt
að stríða.
Við höfðum ekki mikil kynni af
Ásgeiri. Það er ekki síst vegna
þess að fyrir þónokkrum árum
veiktist hann sem dró verulega úr
honum máttinn. Hann hélt þó
ávallt áfram að vinna að hugðar-
efnum sínum sem meðal annars
snérust um notkun lífmassa til
umhverfisvænnar orkufram-
leiðslu þar sem hann hafði nýstár-
legar og stórhuga hugmyndir.
Elsku Ylfa og fjölskylda, Leifur
og Helga. Hugur okkar eru hjá
ykkur.
Ykkar vinir.
Tamara Lísa Roesel og
Þorgils Völundarson.
Ásgeir Leifsson
Bróðir okkar og mágur,
JÓN SIGURJÓNSSON,
Efri-Holtum,
Vestur-Eyjafjöllum,
lést á heimili sínu sunnudaginn 11. febrúar.
Útförin fer fram frá Ásólfsskálakirkju
laugardaginn 24. febrúar klukkan 14.
Unnur Jóna Sigurjónsdóttir Oddur Sæmundsson
Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Sigríður Einarsdóttir (Silla)