Morgunblaðið - 21.02.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Bára Agnes Ketils-dóttir, hjúkr-unarfræðingur í
Blóðbankanum og MA í
mannauðsstjórnun, á 50
ára afmæli í dag. Hún
hefur starfað á Landspít-
alanum í 24 ár og hefur
umsjón með blóðflögu-
gjöfum og heimasíðu
Blóðbankans. „Blóð-
flögugjafar vinna mjög
merkilegt sjálfboðaliða-
starf, þeir koma á fimm
vikna fresti og gefa flög-
ur allt upp í tvo klukku-
tíma í senn, sem er magn-
að, ég er einlægur
aðdáandi þeirra. Það eru
aðeins um 200 manns
sem sjá um að gefa blóð-
flögur á öllu landinu, þeir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði og gefa
áttfaldan skammt á við venjulegan blóðgjafa.“
Bára er mikil útivistarmanneskja og stofnaði ásamt manni sínum
fjallgönguklúbbinn Toppfara árið 2007. „Það eru um 80 manns í hon-
um og við göngum á fjöll einu sinni til tvisvar í viku allt árið um kring
í öllum veðrum. Mjög metnaðarfullur og glaður hópur sem eru for-
réttindi að ganga með.
Við bjóðum líka upp á óbyggðahlaup og í tilefni afmælisins ætla ég
að hlaupa á 50 ólík fjöll á árinu. Ég er búin að ná að smita um 30
manns með mér í þetta.“ Bára var einmitt að koma af Mosfelli þegar
blaðamaður ræddi við hana í gær og var það fjall númer átta á árinu.
„Ég er í vinnufríi því ég ætlaði að hlaupa upp á fjall í sveitinni minni
sem er okkar paradís á jörð, en verð að sleppa því vegna veðurs. Ég
ætla samt að reyna að fara á fjall á afmælisdaginn þótt það verði
brjálað veður, fer bara ein með hundinn. Þetta er það skemmtilegasta
sem ég geri.“ Bára fagnaði einnig tímamótunum með því að fara í fjöl-
skylduferð til Taílands núna í janúar.
Eiginmaður Báru er Örn Gunnarsson, sem rekur eigið bókhalds-
fyrirtæki, Arnarsetur ehf. Sonur þeirra er Hilmir, 13 ára, Íslands-
meistari Fjölnis í körfubolta. Fyrir átti Örn soninn Gunnar Mána, 25
ára verslunarstjóra í Macland, og Bára soninn Arnar Jónsson, sem er
28 ára. „Hann útskrifast með meistarapróf í hagfræði næstu helgi og
gefur mér það í afmælisgjöf. Svo gefa þau Sigrún Alda tengdadóttir
mér aðra afmælisgjöf síðar á árinu, en þá verð ég amma í fyrsta sinn
og það er besta hugsanlega gjöfin í lífinu.“
Áfram Fjölnir! Bára og Örn ásamt Hilmi.
Hleypur á fimmtíu
fjöll á árinu
Bára Agnes Ketilsdóttir er fimmtug í dag
S
igrún fæddist í Hafnarfirði
21.2. 1948 en flutti fjög-
urra ára til Reykjavíkur.
Hún var í sveit að Öldu-
hrygg í Svarfaðardal öll
æskuárin en á unglingsárunum starf-
aði Sigrún á sumarhóteli sem móðir
hennar starfrækti í Grundarfirði.
Sigrún gekk í Melaskóla og Haga-
skóla og lauk stúdentsprófi frá VÍ
1968. Hún stundaði nám við Leiklist-
arskóla Þjóðleikhússins og útskrif-
aðist þaðan leikari 1970.
Sigrún var ritari á rannsóknar-
stofnun fyrir hálfleiðaratækni við
Tækniháskólann í Aachen í Þýska-
landi, las leikhús-, kvikmynda- og
sjónvarpsfræði við Kölnarháskóla og
flutti síðan aftur heim til Íslands
1978. Hún hefur síðan sinnt menning-
armálum við fjölmargar menningar-
stofnanir, einkum sem leikstjóri
meira en 50 leiksýninga, með at-
vinnu- og áhugafólki, hér á landi og í
Færeyjum. Hún hefur auk þess sinnt
þýðingum og samið leikverk.
„Ég hef lengst af kosið að vinna í
lausamennsku en meðfram leikstjórn
og formennsku í ýmsum samtökum
leikhúsfólks var ég þó fastráðin hér
og þar. Ég var framkvæmdastjóri
Bandalags íslenskra leikfélaga í sex
ár, leikhússtjóri Alþýðuleikhússins í
nokkur ár og deildarsérfræðingur í
menntamálaráðuneytinu í tvö ár,
framkvæmdastjóri erlendra verkefna
þegar Reykjavík var Menningarborg
Evrópu árið 2000 og næstu fjögur ár-
in var ég kynningarstjóri í Borgar-
leikhúsinu.“
Sigrún var forseti Leiklistar-
sambands Íslands og formaður Leik-
listarsambands Norðurlanda, for-
maður Norrænu leiklistar- og
dansnefndarinnar og var fulltrúi
Norðurlandanna í Alþjóða áhugaleik-
húsráðinu í átta ár. Loks hefur Sig-
rún kennt við ýmsa leiklistarskóla
áhugaleikara, á Íslandi, í Færeyjum
og í Svíþjóð.
Sigrún hefur verið leiðsögumaður
þýskra hópa í rúm 20 ar, einkum í
óbyggðum. Hún stundaði nám við
Leiðsöguskólann í Kópavogi fyrir 12
árum og hefur verið aðalkennari
verðandi gönguleiðsögumanna við
Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og leiðsögumaður – 70 ára
Fjölskyldan samankomin Sigrún og Gísli Már, ásamt móður Sigrúnar, börnum, tengdabörnum og barnabörnunum.
Leikstjórn og leiðsögn
um hálendi Íslands
Frumsýning Sigrún og leikkon-
urnar í Glæpir og góðverk sem var
frumsýnt á Selfossi sl. föstudag.
Guðlaugur Heiðar Sigurgeirsson
er 70 ára í dag. Hann fagnar í
góðra vina hópi um þarnæstu
helgi.
Árnað heilla
70 ára
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.