Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Margt bendir til að uppsveiflunni í íslensku efnahagslífi ljúki fyrr en tal- ið var. Greiningaraðilar hafa lækkað hagvaxtarspár sínar fyrir síðasta ár og næstu ár. Þetta segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Sam- taka atvinnulífsins (SA). Máli sínu til stuðnings nefnir hún að Seðlabankinn hafi í maí í fyrra spáð 6,3% hag- vexti á árinu 2017. Bankinn hafi svo lækkað hagvaxtarspá sína og geri í síð- ustu Peningamál- um (7. feb.) ráð fyrir 3,4% hag- vexti í fyrra. „Viðsnúningur- inn er hraðari en spáð var. Til dæmis er að hægja verulega hratt á vexti ferðaþjónustunnar. Greinin hefur vaxið um tugi prósenta milli ára undanfarin ár. Nú er hins vegar að hægja á vextinum. Hagvaxtar- spár hafa breyst verulega vegna breyttra forsenda og við teljum mik- ilvægt að gefa því sérstakan gaum. Allar spár gera nú ráð fyrir 2-3% hagvexti á næstu árum sem er auð- vitað ágætis vöxtur í alþjóðlegum samanburði. Þær forsendur geta þó breyst, og hafa verið að breytast, samfara því sem nýjar vísbendingar koma fram,“ segir Ásdís. Kaupmátturinn jókst mikið Ásdís segir aðspurð að því sé ekki hægt að treysta á álíka vöxt kaup- máttar og síðustu misseri. Óraun- hæft sé að gera ráð fyrir að laun geti hækkað margfalt meira en í helstu viðskiptalöndum. Slíkt grafi undan efnahagslegum stöðugleika, leiði til aukinnar verðbólgu og versnandi samkeppnisstöðu þjóðarbúsins. „Við höfum upplifað fordæma- lausa kaupmáttaraukningu á undan- förnum árum. Laun hafa hækkað verulega samtímis því sem ríkt hefur verðstöðugleiki sem ekki var fyrir- séð. Fyrir því eru þó ýmsar ástæður. Í fyrsta lagi vorum við heppin með þróun viðskiptakjara. Þau hafa verið okkur hagstæð á undanförnum árum sem hefur veitt aukið svigrúm til launahækkana. Í öðru lagi styrktist krónan verulega samfara miklum vexti ferðaþjónustunnar. Það skilaði sér í verðlækkun á innfluttum vörum og þar með minni verðbólgu. Í þriðja lagi kom til einskiptisaðgerða frá ríkisstjórninni og t.d. voru gerðar breytingar á tollum og vörugjöld- um,“ segir Ásdís og bendir á að sú aðgerð hafi skilað lægra vöruverði. Óábyrgt að treysta á það sama „Við getum ekki treyst á að allir þessir þættir endurtaki sig. Fyrir það fyrsta er óábyrgt að treysta áfram á hagstæð viðskiptakjör. Við sjáum nú þegar hvernig farið er að hægja á vexti ferðaþjónustunnar. Frekari gengisstyrking krónunnar er því ólíkleg, a.m.k. ekki í líkingu við það sem verið hefur. Þá getum við auðvitað ekki endurtekið leikinn aft- ur með breytingum á tollum og vöru- gjöldum,“ segir Ásdís. Hún segir aðspurð erfitt að spá fyrir um þróun krónunnar á komandi misserum. Hins vegar sé ljóst að samsetning hagvaxtar sé að breyt- ast. Því sé nú spáð að fjárfesting og einkaneysla verði drifkraftar hag- vaxtar á komandi árum en ekki út- flutningur eins og verið hefur. Standa enn undir neyslunni „Aukin innlend eftirspurn helst eðlilega í hendur við aukinn innflutn- ing. Þrátt fyrir gífurlegan hagvöxt á undanförnum árum er hins vegar af- gangur á viðskiptum okkar við út- lönd; útflutningstekjur okkar standa enn undir innfluttri neyslu. Það get- ur þó hæglega breyst ef innflutning- ur eykst samtímis því sem sam- keppnisstaða útflutningsgreina fer versnandi. Það verður áskorun að viðhalda jafnvægi síðustu ára.“ Raungengi krónu hefur sveiflast mikið á öldinni (sjá graf). Raungengi er annað en skráð nafngengi. Styrk- ist raungengið er verðlag og/eða launakostnaður að hækka hraðar innanlands en erlendis, mælt í sömu mynt. Hefur raungengi launa hækk- að um tugi prósenta síðustu ár. Sjá fyrir endann á uppsveiflunni  Samtök atvinnulífsins telja vísbendingar um að uppsveiflunni í efnahagslífinu ljúki fyrr en spáð var  Það sé ekki sjálfgefið að útflutningsgreinar muni áfram standa undir innfluttri neyslu þjóðarinnar Hagvaxtarspá Seðlabankans fyrir 2017 Prósent af vergri landsframleiðslu (VLF), spá birt í Peningamálum Seðlabankans 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% Peningamál 2017/2 17. maí 2017 Peningamál 2017/3 23. ágúst 2017 Peningamál 2017/4 15. nóvember 2017 Peningamál 2018/1 7. febrúar 2018 6,3% 5,2% 3,7% 3,4% Hlutfallsleg fjölgun ferðamanna milli ára 75% 50% 25% 0% Heimild: Samtök atvinnulífsins 75% 9% 47% 45% 62% 18% 19% 15% 18% 16% 15% 10% 8% 2017 2018 jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. Raungengi íslensku krónunnar frá jan. 2000 120 100 80 60 40 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 Heimild: Seðlabanki Íslands Jan. 2018: 98 Nóv. 2005: 106,7 Jan. 2000: 88,2 Nóv. 2008: 58,4 2005 = 100 Morgunblaðið/Golli Í miðborginni Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur staðið undir hagvexti. Ásdís Kristjánsdóttir 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir hefð fyrir því að van- meta bæði upp- og niðursveiflur í efnahagslífinu. Sagan sé nú að endurtaka sig. Hann fjallar um það í grein á miðopnu Morgun- blaðsins í dag að hagvöxtur síðasta og þessa árs hafi verið töluvert ofmetinn. Spurður hvort líka sé tilefni til að endurmeta verðbólguspár segir Halldór Benjamín tvennt geta kynt undir verðbólgu. Annars vegar launahækkanir í kjarasamningum og hins vegar „svikalognið“ í hag- kerfinu. Vísar hann þar til versnandi samkeppnis- stöðu útflutningsgreina. „Þ.e.a.s. þegar rekstraraðstæður útflutnings- greina eru orðnar ósjálfbærar vegna launakostnaðar og hás gengis krónunnar. Ég myndi ætla að þessir þættir leiði til aukinnar verðbólgu næstu misserin. Seðlabankinn hefur enda dregið fram að einn stærsti óvissuþátturinn í verðbólgunni sé kjarasamningar sem geti losnað,“ segir Halldór. Hann segir íslensk fyrirtæki farin að laga sig að breyttum veruleika. „Það eru ekki stórfelldar uppsagnir starfsfólks í kortunum. Myndin skýrist í sumar þegar við sjáum hvernig ferðaþjónustunni reiðir af. Mín tilfinning er sú að fyrirtækin séu í auknum mæli að hagræða, meðal annars vegna sívaxandi launakostnaðar,“ segir Halldór Benja- mín. Hagræðingin hafin SA TELJA ÓVISSU UM VERÐBÓLGUÞRÓUN Halldór Benjamín Þorbergsson Umhverfisviðurkenning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2017. Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni. Fyrirtæki og stofnanir geta bæði tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Tillögur skulu berast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eigi síðar en 25. mars nk. merktar „Kuðungurinn“ á netfangið postur@uar.is eða með pósti í umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar er að finna á www.stjornarradid.is/kudungurinn Kuðungurinn 2017UMHVE RF ISV I‹URKENNIN G 2016 umhverfis- og auðlindaráðuneytið Listaverkið Þúfan, sem stendur við vinnslustöð HB- Granda í Örfirisey í Reykjavík, er stórskemmt eftir rigningu síðustu daga. Vatnssósa jarðvegurinn rann fram, svo nú vantar bókstaflega austurhliðina í lista- verkið sem er eftir Ólöfu Nordal myndlistarmann, en það var reist árið 2013. Þúfan á Grandanum lak niður í rigningunni Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.