Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 ✝ Kristín Jóns-dóttir fæddist í Guðnabæ á Akra- nesi 17. nóvember 1939. Hún lést á hjúkrunar- og dval- arheimilinu Höfða, Akranesi, 16. febr- úar 2018. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Guðmundsson frá Guðnabæ, Akranesi, húsasmíða- meistari, f. á Akranesi 24. des- ember 1906, d. 27. júlí 1965, og Sigurrós Guðmundsdóttir frá Sigurstöðum, Akranesi, f. 22. júní 1912, d. 27. september 1990. Systkini Kristínar eru: a) Guð- ríður Guðmunda, f. 1934, d. 1935, b) Guðríður Guðmunda, f. 1936, maki Pétur Elísson, f. 1936, c) Guðmundur, f. 1938, d. 2008, maki Ingunn Ívarsdóttir, f. 1942, d) Hildur, f. 1940, maki Valmundur Eggertsson, f. 1939, e) Valur, f. 1943, maki Elín Geirsdóttir, f. 1951, og f) Guð- rún, f. 1946, maki Davíð Að- alsteinsson, f. 1946. Kristín giftist 24. apríl 1959 Allani Heiðari Sveinbjörnssyni, húsasmíðameistara, f. á Akra- nesi 24. apríl 1937. Foreldrar Allans voru Friðrik Jón Ás- geirsson Jóhanns- son, sjómaður frá Auðkúlu við Arn- arfjörð, f. 28. nóv- ember 1913, d. 9. september 1998, og Eva Laufey Eyþórs- dóttir frá Akranesi, f. 27. janúar 1918, d. 9. september 1957. Allan ólst upp hjá langömmu sinni, Sess- elju Sveinsdóttur, f. 1876, d. 1956, og langafa, Sveinbirni Oddssyni, f. 1885, d. 1965. Börn Kristínar og Allans eru: a) Jón Heiðar, f. 9. desember 1958, deildarstjóri minjavörslu, maki Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri, f. 13. desember 1964, börn þeirra: Sigríður Hrund, f. 10. janúar 1982, Hjalti Heiðar, f. 23. mars 1987, Harpa, f. 15.janúar 1990, barnabörn þeirra eru fjögur. b) Sesselja Laufey, f. 30. apríl 1961, mat- ráður, maki Sigurbjörn Hafsteinsson, f. 8. október 1956, pípulagningameistari, börn þeirra: Hafsteinn Mar, f. 10. júní 1981, Villimey Kristín Mist, f. 7. maí 1987, Hrafnkell Allan, f. 29. ágúst 1989, barnabarn eitt, c) Sigurrós, f. 18. maí 1963, verk- stjóri, maki Steindór Óli Ólason, f. 6. október 1960, verkstjóri, börn þeirra: Maren Rós, f. 28. október 1981, Eva Laufey Kjar- an, f. 16. maí 1989, Guðmundur Jóhann, f. 2. júlí 1990, Allan Gunnberg, f. 11. júlí 1994, barnabörn þeirra eru átta, d) Sveinbjörn, f. 8. desember 1968, innkaupastjóri, maki Lísbet Ein- arsdóttir, f. 2. maí 1968, fram- kvæmdastjóri, börn þeirra: Daði, f. 13. ágúst 1988, Allan, f. 18. nóvember 1996, Andri, f. 15. nóvember 2003, Dagmar, f. 1. september 2005, barnabarn eitt. Kristín gekk hefðbundna skólagöngu í Barnaskóla Akra- ness og síðan Gagnfræðaskóla Akraness og lauk þaðan námi 1955. Eftir nám vann hún í nokkur ár við símstöð Akraness og á áttunda áratug 20. aldar hjá fyrirtækinu Akraprjón á Akranesi. Rétt fyrir 1990 flytja hjónin í Kópavog og í framhaldi byrjar hún að vinna hjá Borgarspítalanum í Fossvogi sem læknaritari og seinna meir Landspítala. Útför Kristínar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 27. febrúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku amma mín. Ég vissi að það yrði erfitt að kveðja þig en mig óraði ekki fyrir því að ég yrði buguð af sorg og söknuði. Þú ólst mig að mörgu leyti upp með henni mömmu og ég hugsa að litla skottan, sem ég var, hafi sótt ansi mikið í ömmufang. Hefði ég fengið að velja mér ömmu þá hefði ég valið þig. Þú ert mín helsta fyrirmynd í lífinu. Þakklæti er mér efst í huga, þakklæti fyrir allt sem þú kenndir mér og fyrir að vera alltaf minn helsti bandamaður í einu og öllu. Þakklæti fyrir allt sem þið afi hafið gert fyrir mig og börnin mín. Þú kenndir mér svo margt og þú gafst mér svo mikið, öll ástin, hlýjan og vináttan sem þið afi umvöfðuð mig og okkur öll með er mér ómetanleg. Veistu amma, þú hefur alltaf átt helminginn í hjartanu mínu. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að mér finnist ég vera hálf tóm og síðustu dagar hafa bara liðið hjá, sársaukinn er nístandi en minningarnar eru svo ótal margar, svo hlýjar góðar og skemmtilegar. Öll leyndarmálin okkar verða ávallt geymd og varðveitt í hjarta mínu því í þér átti ég ekki bara ömmu heldur einnig bestu vinkonu. Ég á ekki mörg orðin yfir það hversu mikils virði þú varst mér því það er erfitt að koma því í orð hversu mikill gimsteinn þú varst. Þegar ég lít til baka eru minningarnar svo ótal margar af okkur saman með Hadda og afa – við fjögur að gera eitthvað skemmtilegt. Þið voruð svo dug- leg og natin við okkur, svo komu fleiri barnabörn og þið tókuð upp á því að fá öll börnin til ykk- ar í fallega sumarbústaðinn ykk- ar, þið kunnuð sannarlega að skapa minningar og það er eitt- hvað sem ég ætla að temja mér að gera meira af. Þegar ég var unglingur átti ég það til að koma til ykkar afa yfir helgi og naut þess í botn að vakna við sykruð jarðarber í rjómabaði, dekur frá morgni til kvölds, göngutúr með ykkur Hildi niður Laugaveginn sem endaði yfirleitt á því að þið syst- urnar fóruð með mig í búðir þar sem litla frekjudósin var komin í nýjustu tískufötin og dagurinn endaði á góðri rjómatertu á kaffihúsi. Öll skiptin sem mér varð á í lífinu og þú sagðir þína skoðun á því þegar þér misbauð vitleysan, en alltaf hvattirðu mig áfram, þú komst þínu bara pent að og ég tók því. Það er erfitt að geta ekki leit- að ráða hjá þér því þú áttir alltaf ráð við öllu, ef ekki þá sagðirðu mér að fylgja hjartanu. Þú kenndir mér líka þá góðu reglu að stundum er betra að segja ekkert og skammast í hljóði. Þú varst ekki amman sem sat og prjónaðir á kvöldin né kennd- irðu mér að prjóna, þú bentir mér þá bara pent á Guggu syst- ur þína. Þú varst amman sem kenndi mér frekar að meta góða tónlist og svo horfðum við held- ur á góða mynd, fengum okkur popp, vöktum lengur og sváfum út. Þú gerðir æfingar fram eftir öllu og áttir þín fínu handlóð sem áttu að laga handleggina sem þér líkaði ekki við. Alveg eins og Jane Fonda teygðirðu þig og beygðir, liðugri en marg- ur annar. Þú varst svo glæsileg, svo falleg og tignarleg, ávallt vel til höfð, glæsileikinn varði til síðasta dags. Ég fékk ekki lánuð föt af vin- konum mínum, ég fór heldur til þín, þú áttir alltaf eitthvað flott enda ávörpuð með nafni í öllum helstu tískubúðum landsins. Amma, þú munt lifa með mér að eilífu, ég veit ekki hvernig líf- ið virkar án þín en ég ætla gera allt til að muna öll gildin sem þú kenndir mér. Ég ætla líka að draga lærdóm af síðustu árum og láta litlu hlutina skipta meira máli því lífið snýst um að njóta. Það er sárt að fá ekki fleiri stundir með þér en ég hugga mig við það að þér líði betur núna. Ég veit að þú vakir yfir okkur öllum, þú ert fegursti engillinn og skærasta stjarnan sem eflaust dansar á himnum. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Við sjáumst síðar. Ég elska þig. Maren Rós (Mæsa). Mamma okkar elskuleg er fallin frá. Okkur er orða vant. Við vorum haldin þeirri barns- legu trú að hún yrði alltaf hjá okkur. Við minnumst hennar með kærleika og ást, konunnar sem hélt yfir okkur verndar- hendi og elskaði af öllu sínu hjarta. Okkar söknuður er sár. Minningarnar eru margar. Með fjögur börn, okkur systk- inin, hafði mamma alltaf í nógu að snúast og féll henni aldrei verk úr hendi. Það var alltaf gott að leita til hennar og faðm- ur hennar var hlýr. Við minnumst mömmu sem glæsilegrar konu sem alltaf var glöð, umhyggjusöm en ákveðin og viljasterk. Hún var smart hún mamma, hún var skvísa. Við minnumst hennar frá æskuheimilinu, Sunnubraut 20, og síðar frá húsinu við Reyni- grund, sem þau pabbi byggðu. Þar var oft gestkvæmt og glatt á hjalla. Gripið var í spil eða spjallað og mamma bauð gestum kaffi og með því af sinni alkunnu gestrisni. Þá var sumarbústað- urinn, Guðnabær í Ölveri, þeirra griðastaður en bústaðinn byggðu þau og ræktuðu upp lóð- ina af mikilli natni. Þangað var gott að heimsækja þau og aldrei var neinum ofaukið. Helst vildi mamma hafa alla hjá sér, alltaf. Mamma hafði yndi af dansi og tónlist, gömlu góðu rokki í anda Elvis Presley og annarra rokk- ara frá þeim tíma. Þau pabbi höfðu alla tíð mjög gaman af því að dansa og á sínum yngri árum sýndi mamma dans. Það var gott að koma til mömmu og leita ráða og þó mað- ur færi kannski ekki alltaf eftir því sem hún sagði þá kom það seinna í ljós að hún hafði oftar en ekki rétt fyrir sér. Hún hafði alltaf hag okkar barnanna að leiðarljósi og vildi allt fyrir okk- ur gera. Ekkert var mömmu kærara en fjölskyldan og leið henni best þegar hún hafði barnabörnin og seinna barnabarnabörnin hjá sér til að snúast um og passa. Hún var sannarlega meira en amma í augum barnabarnanna sinna enda voru þau flest með annan fótinn hjá henni og pabba. Þar kom enginn að lok- uðum dyrum; hún var amma, vinkona og trúnaðarvinur. Þeirra söknuður er mikill. Síðastliðinn áratug glímdi mamma við illvígan sjúkdóm sem hafði að lokum sigur. Aldrei var það svo að hún kvartaði, heldur ljómaði hún í hvert sinn er hún sá kunnuglegt andlit og þegar hún sá pabba þá skein af henni ástin til hans. Allan, hvísl- aði hún og ljómaði. Pabbi var hennar stoð og stytta, saman hafa þau ferðast í gegnum lífið, gegnum gleði og sorgir, og sár er hans söknuður. Við munum alltaf sakna hlýju þinnar en minningin um þig mun ylja okkur um ókomna tíð. Við erum innantóm og hol að innan og dagarnir eru ögn lit- lausari og grárri þegar þín nýt- ur ekki við. Blessuð sé minning þín, elsku mamma okkar. Ó, mamma mín hve sárt ég sakna þín sál mín fyllist angurværum trega. Öll þú bættir bernskuárin mín blessuð sé þín minning ævinlega. Oft ég lá við mjúka móðurkinn þá mildar hendur struku tár af hvarmi. Oft sofnaði ég sætt við vanga þinn þá svaf ég vært á hlýjum móður armi. Ó, móðir kær, ég man þig enn svo vel mikill var þinn hlýi trúarkraftur. Þig blessun Guðs í bæninni ég fel á bak við lífið kem ég til þín aftur. (Jón Gunnlaugsson) Ástarkveðja, Jón Heiðar (Nonni), Sesselja Laufey (Silja), Sigurrós (Rósa) og Sveinbjörn (Svenni). Í dag verður borin til grafar elskuleg tengdamóðir mín, Kristín Jónsdóttir. Andlát henn- ar hafði legið í loftinu dögum saman en samt reyndist það okkur öllum svo ofursárt og tár- in streymdu fram endalaust. Söknuðurinn braust fram mis- kunnarlaus og öll misstum við svo mikið. Eikin okkar hafði á nokkrum árum visnað upp og hætti að lokum að laufgast. Í lífi okkar birtist alls konar fólk, af öllum gerðum og teg- undum, aðeins örfáir standa upp úr og reynast okkur svo vel og gera tilveru okkar ríkari og gleðilegri og einfalda lífsins göngu. Eins og Guðríður systir Kristínar sagði svo fallega eftir andlát systur sinnar: „Það bar aldrei skugga á okkar samband öll árin okkar saman.“ Tel ég það einsdæmi í hrokafullum græðgisheimi okkar og lýsir vel þeim systrum. Kristín var elskuleg kona, barngóð með eindæmum og vissulega höfuð fjölskyldunnar áður en hún veiktist. Bar hún hag okkar allra fyrir brjósti og vildi okkur öllum svo vel. Við áttum það sameiginlegt ég og hún að líka skyr með rjóma. Bauð hún mér ávallt skyr er ég var í hennar húsi. Börnin mín elskuðu hana og báru skilyrð- islausa virðingu fyrir góð- mennsku hennar. Hún kenndi þeim öllum barnabænirnar og faðirvorið og kunna þau öll utan að þær bænir. Okkur Kristínu sárnaði báðum umræðan um að úthýsa Guði úr skólum og helst banna sunnudaga. Fátækleg orð um merka konu en samt fannst mér ég verða að tjá mig þó ég viti eins og skáldið sagði að hún var mun fallegra ljóð en ég var skáld. Elsku Allan Heiðar, sem stóðst þína plikt eins og enginn annar, mikill er missir þinn og söknuður og megi algóður Guð veita þér styrk í framhaldinu. Steindór Óli Ólason. Mig langar að minnast systur minnar Kristínar Jónsdóttur sem lést í faðmi fjölskyldunnar 16. febrúar sl. Góð vinátta og samgangur hefur ávallt ríkt milli okkar Stínu í gegnum tíð- ina, fyrst á Skaganum, síðan þegar Stína flutti í Kópavoginn og loks eftir að Stína flutti aftur á Skagann þar sem hún ætlaði að njóta efri áranna. Þegar Stína bjó í Kópavogi fórum við reglulega saman á Laugaveginn til að kíkja í búðir og það var líka alltaf gott að kíkja í kaffi til Stínu eða ef hún kom í kaffi til mín. Það var svo fyrir nokkrum ár- um að Stína veiktist af illvígum sjúkdómi, sem varð henni mjög erfiður. Það var aðdáunarvert að sjá hvað Allan hugsaði vel um Stínu og var vakinn og sofinn yf- ir henni alla hennar sjúkdóms- göngu. Þegar Stína þurfti að flytjast á hjúkrunarheimili þá var Allan áfram til staðar og sat hjá Stínu á hverjum degi. Einn- ig stóðu dæturnar og fjölskyld- an sig ótrúlega vel í erfiðum að- stæðum. Ég vil þakka elsku Stínu fyrir hennar vináttu í gegnum árin og ég mun geyma minningu hennar í hjarta mínu alla tíð. Ég sendi Allani, börnunum og barnabörn- unum innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls góðrar eiginkonu, móður og ömmu. Guð geymi ykkur öll. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hildur, Valmundur og fjölskylda. Elsku hjartans systir, nú ertu laus úr viðjum líkamans og við allar kvalir. Nú ertu komin inn í ljósið til Guðs. Þú ert búin að vera lengi veik, en við erum samt aldrei tilbúin að kveðja. Þú settir þarfir ástvina þinna ofar þínum, þannig varst þú. Fyrir mér varstu yndislega og káta systirin. Við áttum börnin okkar á svipuðum tíma og bjuggum í ná- grenni hvor við aðra. Börnin okkar ólust upp eins og systkin. Þetta eru minningar sem aldrei fölna. Dætur þínar og fjölskylda hafa vakað yfir þér og annast eins og þau gátu. Allan, elsku maðurinn þinn, hefur stutt þig og verið hjá þér öllum stundum, enda hjónaband ykkar ástríkt. Að leiðarlokum, Guð geymi þig, elsku systir, með þökk fyrir allt sem þú gafst mér og við átt- um saman. Góður Guð, viltu um- vefja Allan, börnin, tengdabörn- in, barnabörnin og fjölskylduna alla með kærleika og ást. Guð geymi þig. Þín Guðríður (Gugga). Kristín Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Kristínu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Soffía Sigur-jónsdóttir fæddist í Reykja- vík hinn 7. sept- ember 1925. Hún lést á Borgarspít- alanum 12. febr- úar 2018. Foreldrar henn- ar voru Sólveig Róshildur Ólafs- dóttir, f. í Reykja- vík 13. júlí 1900, d. 26. mars 1984, og Sigurjón Jónsson, f. í Vík á Akranesi 5. apríl 1894, d. 29. janúar 1947. Soffía var tvígift og var fyrri maður hennar Eiður Ottó Bjarnason verkstjóri, f. á Eski- firði 24. mars 1923, d. 25. júní 1982. Soffía og Eiður eign- uðust níu börn sem eru Hafdís Bára, f. 1943, eiginmaður Jak- ob Friðþórsson. Hörður Eiðs- son, f. 1944, d. 2015, eiginkona Þórarinsdóttir, f. 4. nóvember 1923, d. 29. janúar 1986. Börn Björns og Guðrúnar eru Þór- arinn, f. 1960, eiginkona Gyða Karlsdóttir, og Reynir, f. 1967, eiginkona Ólöf Ásgeirsdóttir. Fyrstu ár Soffíu bjó fjölskyldan þar sem hét Ás og Langi-Ás við hornið neðan við gömlu mjólkurstöðina við Laugaveg 171, rétt austan við Hlemm. Síðar bjó hún á Hverf- isgötu 82. Soffía og Eiður stofnuðu síðar heimili inn við Laugarnestanga í svokölluðum Laugarneskampi en árið 1957 fluttu þau að Ásgarði 15 í Smáíbúðahverfinu. Soffía var miðlungur í ellefu systkina hópi. Eldri voru Vilhjálmur Sverrir, Vilhelmína, Ólafur Jón, Þórunn Ólafía og Sig- urður sem dó rétt 12 ára að aldri. Yngri voru Hörður, Gunnsteinn, Kristinn, Sigurður Sævar og Þóranna Erla sú yngsta í hópnum. Að Soffíu genginni er hún nú ein eftirlif- andi. Útför Soffíu fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 27. febr- úar 2018, klukkan 13. Kolbrún Ólafs- dóttir. Ottó Eiður Eiðsson, f. 1946, eiginkona Birna Theodórsdóttir. Sigríður Björg Eiðsdóttir, f. 1948, eiginmaður Sturla Birgisson. Sigur- jón Eiðsson, f. 1949, eiginkona Jóhanna Magn- úsdóttir. Bjarni Eiðsson, f. 1953, eiginkona Raghildur Árnadóttir. Auður Eiðsdóttir, f. 1954. Jón Helgi Eiðsson, f. 1956. Kristinn Eiðs- son, f. 1957, eiginkona Þórunn Haraldsdóttir. Seinni maður Soffíu frá 19. febrúar 1987 var Björn Krist- inn Fritzson Berndsen mál- arameistari, f. í Reykjavík 19. febrúar 1931, d. 29. apríl 2006. Fyrri kona Björns var Guðrún Það eru blendnar tilfinningar þegar maður sest niður og ætlar að skrifa nokkur orð um ömmu sína. Tilfinningar um að nú sé hún farin og sorgin sem því fylgir að merkismanneskja í lífi manns sé horfin á braut og líka tilfinningar þakklætis fyrir það hversu lengi maður fékk að njóta þess að hafa hana hjá sér. Amma var í mínum augum ótrúlega merkilegur einstakling- ur, ég segi ekki að hún hafi verið týpíska amman sem flestir hugsa um sem staðalímynd ömmunnar. Amma var þessi létta, hressa og skemmtilega persóna sem gaman var að umgangast og vera í kring- um. Það eina sem gerði ömmu mína „ömmulega“ voru kannski prjónarnir. Það kom heldur aldr- ei í hugann að vilja hafa ömmu eitthvað öðruvísi en hún var. Ég var stoltur af að kalla hana ömmu og hafði gaman af að segja skemmtilegar sögur af henni, enda hreinskilin, frekar kjaftfor og hispurslaus. Amma var fork- ur, þurfti ekki að fara á stofnun þó aldurinn hafi verið hár enda töggur í þeirri gömlu. Í minning- unni voru bestu stundirnar sem maður átti með ömmu helst einn eða í litlum hópi þar sem hún sagði sögur frá því í gamla daga og áttaði maður sig á því að þessi hressa og káta amma hafði ekki alltaf átt sjö dagana sæla. Ég á eftir að sakna þessara sögu- stunda og maður hugsar núna við þessi skrif að maður hefði átt að gera miklu meira af þessu. Elsku amma, það var gott að kíkja til þín áður en þú fórst, það var líka gott að þú þurftir ekki að fara á stofnun, því það vildir þú alls ekki, það var líka gott að sjá þig opna augun þegar ég nefndi sveitina og það var líka gott þeg- ar þú réttir mér vangann í síðasta sinn. Ég mun alltaf hugsa til þín með hlýju og kærleika um þá ömmu sem ég var stoltur af og stoltur að eiga. Nú ertu komin á nýjan stað, stað sem þú stundum hræddist en ég er viss um að afar mínir og Hörður hafa tekið vel á móti þér. Elsku amma, takk fyrir allt og allt, þú eðaltöffari og snillingur. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Magnús Sigurjónsson. Soffía Sigurjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.