Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Störukeppni virðist vera komin upp á milli samningsaðila sem ræða nú um framtíð kjarasamninga Alþýðu- sambands Íslands við Samtök at- vinnulífsins. Frestur ASÍ til þess að segja samningunum upp rennur út á morgun. Fulltrúar ASÍ í sérstakri forsendunefnd þeirra og SA telja að forsendur kjarasamninga séu brostnar vegna þess að launastefna þeirra hafi ekki verið stefnumark- andi í launaþróun í landinu. Það eru ekki síst hækkanir kjara- ráðs á launum þeirra sem undir það heyra sem skýra þessa afstöðu, sam- kvæmt yfirlýsingum frá sambandinu undanfarna daga. Bíða eftir viðbrögðum Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir í samtali við Morgunblaðið að eitthvað muni skýrast innan sam- bandsins í dag, fundir verði haldnir víða til þess að móta afstöðu aðild- arfélaga til framhaldsins, sem síðan muni birtast í „einhverjum ákvörð- unum á miðvikudaginn“, en þá koma formenn aðildarfélaganna saman og fara yfir málin. Gylfi segir jafnframt að ASÍ sé að bíða eftir einhverjum viðbrögðum frá SA eða stjórnvöldum. Eftirspurn eftir ró og yfirvegun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist hrein- lega ekki vera sammála því að for- sendubrestur sé til staðar. „Kjaraviðræður eru samningar um uppbyggingu lífskjara fólks og um jákvæða þróun samfélagsins. Ef við skoðum hvað gerst hefur undan- farin þrjú ár, þá hefur kaupmáttur aukist um 20% og kaupmáttur lægstu launa um 25%. Það er dágóð- ur árangur, sama á hvaða kvarða það er mælt,“ segir Halldór Benjamín. Jafnframt segir hann eftirspurn vera eftir ró og yfirvegun í samfélag- inu og að eftir kollhnísa undanfarin ár sé mikilvægt að ná stöðugleika. „Þeim stöðugleika verður ekki náð með uppsögn kjarasamninga. Til þess að tryggja raunverulegan lífs- kjarabata þurfum við að standa vörð um þá miklu kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum ár- um og það gerum við ekki með því að fara í enn einn kollhnísinn á vinnu- markaði.“ Halldór segir það jafnframt óum- deilt að launahækkanir síðustu kjarasamninga hafi verið mjög mikl- ar og sennilega meiri en innistæða var fyrir í íslensku atvinnulífi, sem birtist meðal annars í þverrandi samkeppnishæfni útflutningsfyrir- tækja. Deilt um forsendubrestinn  Framtíð kjarasamninganna ræðst á morgun  Aðildarfélög ASÍ funda í dag  Framkvæmdastjóri SA segir að óskað sé eftir ró og yfirvegun á vinnumarkaði Morgunblaðið/Eggert Vinnumarkaður Framtíð samninga er í höndum aðildarfélaga ASÍ. Halldór B. Þorbergsson Gylfi Arnbjörnsson Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is „Við fáum eðlilega mikið af símtölum til okkar frá fé- lagsmönnum sem hafa lent í holum og hafa áhyggjur af ástandinu. Það virðist vera að vegir og götur víða um land séu að koma mjög illa undan vetri og það er eins og þetta sé allt í einu að spretta fram þessa dagana,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), í samtali við Morgunblaðið. Hann segir mjög liggja á því að veghaldarar um allt land, bæði Vegagerðin og fulltrúar sveitarfélaga, „gangi hratt til verka við að laga verstu holurnar og merki þær sem ekki er hægt að ganga í að laga.“ Reykjavíkurborg sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem íbúar voru hvattir til þess að tilkynna um holur í gatnakerfinu. Þá segir á vef Vegagerðarinnar að mikið hafi borið á slitlagsskemmdum að undanförnu, sem ein- ungis sé hægt að bregðast við með ófullkomnum bráða- birgðaviðgerðum. Sérstaklega er nú varað við vegkafl- anum á milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur, þar sem hætta er á slitlagsblæðingum. Erum að horfa á afleiðingar lélegs viðhalds „Það er bara vel að Reykjavíkurborg skuli vera að biðja fólk um að tilkynna, en best hefði verið að losna við þessar holur og að bæði viðhald og slitlagsvinna hefði verið með þeim hætti að við værum ekki að upplifa þetta. Það blasir við að við erum að fá í andlitið þennan skort á viðhaldi. Þetta er að lenda núna á borgurunum og þess vegna leggjum við áherslu á að veghaldarar séu mjög vakandi yfir ástandinu og grípi skjótt til aðgerða.“ Hann segir FÍB hafa átt fund með Sigurði Inga Jó- hannssyni samgönguráðherra í gærmorgun og að fulltrúar félagsins hafi lagt áherslu á að bæta viðhald vegakerfisins, þar sem skortur á viðhaldi geti haft áhrif á umferðaröryggi. Ástand vegakerfisins sé þannig að fólk eigi oft fullt í fangi með að ráða við bifreiðar sínar. „Það er búið að vera að skera niður framlög til sam- gönguframkvæmda allt frá hruni og við höfum ekki enn náð í skottið á okkur hvað varðar hlutfall landsfram- leiðslu sem varið er til viðhalds vega,“ segir Runólfur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Brotholur Veðráttan að undanförnu hefur leikið slitlag vega um allt land grátt, en myndin er tekin á Mýrargötu. Holur og slitlagsskemmdir spretta fram um allt land  Framkvæmdastjóri FÍB segir viðhaldi vega ábótavant Morgunblaðið/Hari Varúð Þeir sem keyra í holur verða oft fyrir tjóni. „Ef veðrið helst skaplegt í nótt ætt- um við að ná ágætri loðnuveiði á morgun,“ sagði Ásgrímur Ingólfs- son, skipstjóri á Hornafjarðarskip- inu Ásgrími Halldórssyni SF-250, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Hann var þá skammt vestan við Vestmannaeyjar. Nú er loðnan farin að ganga vestur með landinu og mörg uppsjávarskip – íslensk og færeysk – eru því við Eyjarnar og eins út af Vík í Mýrdal. Þá voru nokkur skip inni í Vestmannaeyjum, þar sem þau hafa beðið af sér brælu síðustu daga. „Það lóðar illa á tækjum í myrkr- inu. Við verðum því alveg rólegir í nótt og höldum okkur hér í vari fyrir suðaustan-áttinni uns fer að birta í fyrramálið. Þá köstum við út trolli. Í dag voru menn á skipunum sem eru hérna að fá ágæt köst, stundum allt að 400 tonn. Útlitið er því ágætt, en við tökum um 1.000 tonn í þetta skip og veiðum bara til manneldis. Aflann siglum við svo með á Höfn þangað sem er um tólf tíma stím héðan frá Vestmannaeyjum,“ sagði Ásgrímur. Eitthvað er um að útgerðarmenn ætli að treina sér kvótann uns loðnu- hrognin hafa náð nægum þroska svo þau megi frysta og selja á Japans- markað. Til að svo megi verða þarf hrognafylling að vera 24% af þyngd fisksins en í dag er fyllingin ekki nema 18 til 21%. „Við þurfum að bíða í svona viku til tíu daga uns loðnan er komin með þessa miklu hrognafyllingu sem ger- ir fiskinn og afurðir af honum svo verðmætar,“ segir Ásgrímur Ing- ólfsson. sbs@mbl.is Kasta út loðnu- trollinu í birtingu  Tíu dagar enn í góða hrognafyllingu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Loðnuskip Ásgrímur Halldórsson við bryggju á Höfn í Hornafirði. Til stendur að opna í dag vefsíðu þar sem hægt verður að finna upp- lýsingar um ferðakostnað alþingis- manna. Miðað er við að upplýsingar þessar nái tíu ár aftur í tímann. Fyrsta efnið verður sett inn í dag og síðan bætt við eftir því sem unn- ið er úr fyrirliggjandi gögnum um þetta. Fundað var um málið í forsætis- nefnd Alþingis í gær. Að sögn Stein- gríms J. Sigfússonar, forseta Al- þingis, voru formenn þingflokka á því að birta upplýsingarnar á vefn- um áratug aftur í tímann og sam- kvæmt því var málið unnið áfram. Seint í gærkvöld birti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Mið- flokksins, upplýsingar um akstur sinn. Á þeim tæpum sjö árum sem Sigmundur Davíð hefur verið þing- maður er akstur hans sagður alls 145.000 km eða um 21.000 km á ári. Segist Sigmundur Davíð ekki hafa farið fram á akstursgreiðslur nema í sérstökum tilvikum. sbs@mbl.is Upplýsa um kostn- að í tíu ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.