Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 Vöðva eða liðverkir? Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. 15% afsláttu r af 100g og 150 g Voltare n Gel www.apotekarinn.is - lægra verð Voltaren Gel - njótum þess að hreyfa okkur Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Hlýlegir kvarterma bolir Kr. 6.900 Str: M-XXXL Tillaga að endurskoðaðri Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs auglýsir hér með, skv. 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007, tillögu að endurskoðaðri Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Stjórnunar- og verndaráætlun er meginstjórntæki þjóðgarðsins og tilgreinir nánar markmið verndunar, stefnu stjórnar og leiðir til að framfylgja stjórnun og vernd, í samræmi við markmið laga um Vatnajökulsþjóðgarð. Upphafleg Stjórnunar- og verndaráætlun var staðfest af umhverfisráðherra 28. febrúar 2011. Áætlunin var endurskoðuð og 2. útgáfa, sem nú er í gildi, staðfest af umhverfis- og auðlinda- ráðherra 12. júlí 2013. Tillagan sem nú er auglýst er önnur endurskoðun á Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, unnin af stjórn í samræmi við 7. mgr. 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð, að fengnum umsögnum svæðisráða. Helstu efnislegu breytingar sem lagðar eru til við endurskoðunina felast í nýjum ákvæðum vegna stækkunar á austursvæði þjóðgarðsins árið 2013, umfjöllun um nýmyndanir í náttúr- unni, tilkominni vegna eldgossins í Holuhrauni, og textabreytingum vegna breytinga á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð á árinu 2016, auk þess sem efnistökum í markmiðasetningu, framsetningu og niðurröðun efnis er breytt. Tillaga að Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í endurskoðaðri mynd mun liggja frammi til sýnis, á opnunartíma, á eftirfarandi stöðum, frá og með 27. febrúar til og með 18. apríl 2018; á starfsstöðvum þjóðgarðsvarða í Ásbyrgi, á Hraunvegi 8 við Mývatn, á Skriðuklaustri, í Skaftafelli og á Kirkjubæjarklaustri, á skrifstofum Vatnajökulsþjóðgarðs; Klapparstíg 25-27, 4. hæð, Reykjavík, Einhleypingi 1, Egilsstöðum og í Gömlubúð á Höfn. Ennfremur eru gögnin birt á vef þjóðgarðsins; www.vjp.is og á vef Skipulagsstofnunar; www.skipulag.is. Allir sem hagsmuna eiga að gæta og aðrir sem áhuga hafa, eru hvattir til að kynna sér tillögu- na og senda athugasemdir og ábendingar. Síðasti skiladagur athugasemda er 18. apríl 2018. Athugasemdum skal skilað skriflega til Vatnajökulsþjóðgarðs, Klapparstíg 25-27, 101 Reykja- vík eða í tölvupósti á netfangið info@vjp.is, með nafni, kennitölu og heimilisfangi viðkomandi. Að loknum athugasemdafresti gengur stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs frá endanlegri tillögu að endurskoðaðri Stjórnunar- og verndaráætlun, til staðfestingar umhverfis- og auðlindaráðherra. 27. febrúar 2018, Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fulltrúar rafbókaveitunnar Storytel Iceland ehf. hafa óskað eftir fundum með íslenskum rithöfundum maður á mann til þess að koma á hreint ýmsu varðandi höfundarrétt. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu telur forysta Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) að samningar um að nálgast megi efni bóka í hljóðveitum fyrir- finnist ekki. Um þetta hafa fulltrúar höfunda og útgefenda átt samtöl að undanförnu þar sem leitað hefur ver- ið lausna. Útséð með félagsfund Í bréfi sem Stefán Hjörleifsson hjá Storytel Iceland ehf. sendi rithöfund- um um helgina segir að miður sé ef einhver hugverk hafi ratað inn á veit- ur fyrirtækisins án heimilda. Storytel eigi allt undir því að höfundarréttur sé virtur. Síðasta sumar hafi fulltrúar Storytel og RSÍ hist og fengið afrit samninga sem fyrirtækið geri við höfunda. Stefnt hafi verið að því að fara betur yfir málin auk þess sem fulltrúum höfunda hafi verið haldið upplýstum um til að mynda hvenær vefur Storytel á Íslandi færi í loftið. „Það kom okkur því verulega á óvart að fá bréf frá lögmanni félags- ins daginn sem við fórum í loftið,“ segir Stefán Hjörleifsson í bréfi sínu. Hann segir því útséð með t.d. félags- fund með RSÍ og því bjóði hann fé- lagsmönnum að hafa við sig samband svo hægt sé að setjast niður og fara yfir mál með hverjum og einum. Mikill vaxtarbroddur „Útgáfa hljóðbóka er mikill vaxt- arbroddur í tekjuöflun fyrir rétthafa í bókageiranum og við eigum frekar erfitt með að skilja ef einhverjir höf- undar vilja ekki taka þátt í því,“ segir Stefán ennfremur í bréfi sínu. Hann segir Storytel vopn gegn þeirri mis- notkun sem hefur viðgengist á Ís- landi varðandi ólögmæta dreifingu hljóðbóka. Fyrirtækið ætli sér að framleiða 250 nýjar hljóðbækur á ári eftir íslenska höfunda og vonandi fari aðrir útgefendur einnig að gefa út hljóðbækur. Ef allt gengur eftir þá verði loks til heilbrigður markaður með hljóðbækur – og hann geti skilað talsverðum tekjum. Ræða beint við höfunda um efnisveitu  Storytel Iceland ehf. vill funda maður á mann  Ætla að gefa út 250 íslenskar hljóðbækur árlega Samningar hafa ekki tekist á milli Félags framhaldsskóla- kennara og rík- isins. Formaður kennara segir að viðræðurnar snúist um efndir ríkisins á fyrri samningi. Leysa þurfi þau mál áður en hægt verði að horfa til framtíðar. Samninganefndirnar funduðu sl. föstudag og segir Guðríður Arnar- dóttir, formaður Félags fram- haldsskólakennara, að næsti fund- ur sé boðaður 7. mars. Unnið verði á milli funda. Tekið var upp nýtt vinnumat kennara á árinu 2014. Það átti að taka tillit til ýmissa þátta í kennslu og þjónustu við nemendur. Guð- ríður segir að fjármagn hafi átt að fylgja. Ýmislegt hefur gerst síðan, meðal annars var nám til stúdents- prófs stytt. „Við erum í jákvæðum og uppbyggilegum viðræðum sem tengjast þessu,“ segir Guðríður um gang viðræðna. Hún á ekki von á öðru en greiðlega gangi að semja þegar leyst hafi verið úr gömlu málunum. helgi@mbl.is Tekist á um efndir ríkisins á fyrri samn- ingi við kennara Guðríður Arnardóttir Við mat á virkjunarkostum og við aðra uppbyggingu sem felur í sér rask eiga þarfir nærsamfélagsins, umfram aðrar þarfir, ætíð að vera mest í forgrunni. Þetta segir í ályktun frá Samiðn – sambandi iðn- félaga. Sterkir innviðir eru, að mati Samiðnar, forsenda fyrir framþró- un sveitarfélaga og byggða. Í því felst meðal annars að aðgangur að rafmagni sé tryggur, auk góðra samgangna. Víða skorti þó veru- lega á að skilyrði um öryggi í orku og samgöngumálum sé uppfyllt. Vernd náttúru og virðing fyrir um- hverfi eigi að vera grundvall- aratriði þegar kemur að mann- virkjagerð og auðlindanýtingu. Áríðandi sé að þörfum nærsam- félagsins sé ekki stillt upp sem and- stæðu þessa. „Með vönduðum und- irbúningi og skilvirku samráði við almenning er í langflestum til- vikum hægt að finna lausnir þar sem vernd náttúru og hófstillt nýt- ing lands og auðlinda í þágu byggð- anna fer vel saman,“ segir Samiðn. Nýting auðlinda verði í þágu byggðanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.