Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 ✝ Pálmi Ás-mundsson fæddist 13. sept- ember 1947 í Snartartungu, Strandasýslu. Hann lést á Land- spítalanum 17. febrúar 2018. Pálmi var sonur hjónanna Ásmund- ar Sigurkarlssonar og Svövu Jónsdótt- ur. Hann var yngstur sjö systk- ina, þau eru: Þórey, látin, Sig- urkarl, Ragnar, Jón Sturla, Hrefna og Snorri. Pálmi ólst upp í Snartartungu. Hann tók gagnfræðapróf frá Reykjaskóla í Hrútafirði, lærði trésmíði við Iðnskólann í Reykjavík og tók meistararéttindi í húsasmíði. Árið 1981 stofnaði Pálmi, ásamt Gissuri Rafni Jóhannssyni, Byggingafélagið Gissur og Pálmi ehf. og rak það til æviloka. Pálmi kvæntist, 12. júlí 1973, Ásdísi Halldórsdóttur, f. 24. apríl 1947, frá Broddadalsá í Strandasýslu. Börn þeirra eru Linda Rós, f. 3. mars 1985, ættleidd frá Srí Lanka, og Pálmi Þór, f. 7. október 1988, ættleiddur frá Indlandi. Pálmi og Ásdís byggðu sér hús í Þverárseli 2 í Reykjavík árið 1979 og hafa búið þar síðan. Útför Pálma fer fram frá Seljakirkju í dag, 27. febrúar 2018, klukkan 13. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöfin, sem þú gefur er gjöfin, sem varla sést. Ástúð í andartaki augað sem glaðlega hlær, hlýju í handartaki hjarta sem örar slær. Allt, sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til gef þú sálarsjóði sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Ég elska þig. Ásdís (Dísa). Elsku pabbi minn er dáinn. Pálmi pabbi, þú varst alltaf góður og hjálpsamur, alltaf tilbú- inn að aðstoða mig við hluti sem þurfti að redda. Þú varst alltaf góður við okkur systkinin og blíð- ur við Birtu, hundinn okkar. Þú varst líka alltaf tilbúinn að hjálpa Pálma bróður. Það var alltaf gaman að fara með þér og fjöl- skyldunni í útilegur og til útlanda þegar ég var lítil. Mér þykir óskaplega vænt um þig og sakna þín mikið, elsku pabbi minn. Vertu sæll, pabbi minn. Guð, Jes- ús og englarnir fylgi þér á himn- um. Takk fyrir mig. Þín dóttir, Linda Rós. Elsku pabbi minn. Ég þakka þér fyrir að hjálpa mér með allt sem þú hefur kennt mér, spila golf, með bílinn, kenndir mér að veiða, pabbi minn, þú ert meist- ari. Það sem þú varst góður caddy hjá mér á „Special Olymp- ics 2015“. Ég veiddi fyrsta laxinn minn með þér, sló fyrsta golfbolt- ann með þér, vann þig loksins 12 ára á litla vellinum Bradendon. Svo núna 12. febrúar 2018 þá fengum við þær fréttir að ég hefði verið valinn í liðið á Special Olympics 2019. Ég veit að þú verður með mér þar. Ég veit líka að þú ert góðum höndum hjá afa og ömmu. Þinn sonur, Pálmi Þór. Við Pálmi kynntumst skömmu fyrir 1970, þegar ég hafði kynnst núverandi konu minni og fór að heimsækja tengdafólkið mitt á Broddadalsá og mágkonu mína í Snartartungu. Það varð þó ekki fyrr en 1975 sem við fórum að vera meira sam- an, ferðast um landið, veiða fisk í vötnum víða um land og fara saman í útilegur. Einnig vorum við mikið á Ströndum við störf og leik. Pálmi var afar heilsteyptur maður, frekar fáskiptinn en afar traustur vinur. Hann var með handlögnustu mönnum sem ég hef þekkt og skipti þá engu máli hvort unnið var með járn, tré eða annað smíðaefni. Um hann má segja að hann mældi tvisvar og sagaði að- eins einu sinni. Á árunum milli 1975 og 1980 keyptum við t.d. afar illa farinn International Scout jeppa, sem hafði verið notaður á salti og salt- fiski. Saman og ásamt eiginkon- um okkar gerðum við þennan eð- alvagn upp lömdum upp fjaðrir, þéttum í ryðgötin, bólstruðum að innan og að endingu máluðum við hann skærgulan og til að fela mis- fellur á boddíinu máluðum við á hann rauðar og gular eldingar, enda fékk hann strax nafnið Eld- ingin. Á þessum bíl ferðuðumst við um landið þvert og endilangt, yfir flesta fjallvegi og mörg fljót landsins, sjö saman, fjögur full- orðin og þrjú börn. Er það ekki síst að þakka handlagni Pálma hve vel tókst að gera bíl úr flakinu sem við keypt- um. Síðari árin ferðuðumst við saman til annarra landa og eftir að við hjónin tókum upp golfiðk- un spiluðum við oft saman, en Pálmi tók tiltölulega ungur að leika golf. Var þá stundum farið til annarra landa til að elta dell- una saman. Einnig heimsóttum við hann í sumarbústað þeirra hjóna og átt- um góðar stundir saman. Það er söknuður að Pálma, þessum öndvegismanni. Eftirmælin um Pálma eru þau að hann var ákaflega traustur og heiðarlegur maður, stóð ávallt við sitt og gott betur. Hann var drengur góður og gerði ekki á hlut nokkurs manns. Blessuð sé minning hans. Söknuður okkar er mikill. Guð blessi ykkur, Dísa mín, Linda Rós og Pálmi Þór. Már og Guðrún. Í dag verður lagður til hinstu hvílu vinur minn í hálfa öld – Pálmi Ásmundsson byggingar- meistari. Andlát hans kom öllum vinum hans ónotalega á óvart, enda Pálmi mikið hraustmenni og vel á sig kominn líkamlega. Hann var úti að ganga með konu sinni, þegar kallið kom. Vinskapur okkar Pálma hófst þegar minn kæri félagi og bróðir Pálma, Snorri Ásmundsson, kynnti okkur, þegar ég var að leita að traustum fagmanni fyrir húsbyggingu. Ég varð þess fljót- lega var að Pálmi var sannkall- aður listasmiður. Verklagni hans og færni í trésmíði vakti verð- skuldaða athygli og eftirtekt. Flókin og fyrirhafnarmikil við- fangsefni vöfðust ekki fyrir hon- um. Vandvirki og góður frágang- ur var á öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ekkert verkefni var of stórt eða erfitt fyrir hann. Þeir sem kynntust Pálma urðu þess líka fljótt áskynja að hann hafði ákaflega þægilega nærveru. Pálmi var yngstur sjö systkina sem öll fæddust og eru uppalin í Snartartungu í Bitrufirði. Hann kynntist kornungur myndarlegri stúlku, Ásdísi Halldórsdóttur frá Broddadal í Strandasýslu, sem varð honum mikil hamingjugjöf. Hún átti eftir að færa honum gæfu og giftu og reynast honum mikill gleðigjafi. Saman eignuð- ust þau tvö börn – Lindu Rós og Pálma Þór, sem bæði eru upp- komin. Í áratugi rak hann ásamt vini sínum Gissuri Jóhannssyni fyrir- tækið Gissur og Pálmi hf. Alls staðar fór gott orð af þeim fé- lögum og fyrirtæki þeirra. Vand- virki og góður frágangur var á öllu sem Pálmi tók sér fyrir hend- ur. Hann var nærgætinn og um- hyggjusamur maður í öllum sam- skiptum sínum við fólk. Það var eins og honum tækist alltaf að móta þægilegt andrúmsloft í kringum sig, andrúmsloft hjálp- semi og glaðværðar Hans er sárt saknað. Með þakklæti kveðjum við Kolbrún kæran vin og leggjum eiginkonu hans Ásdísi, börn og fjölskyldu alla í Guðs hendur. Svo er endar ógn og stríðin, upp mun renna sigurtíðin, oss þá kallar heim til hallar, himna Guð, er lúður gjallar, sagði sr. Friðrik Friðriksson og eftir dálitla ævi- stund fáum við að sjá frelsara okkar á lífsins grund. Pálma er sárt saknað. Með þakklæti og virðingu kveðjum við Kolbrún kæran vin og leggjum eiginkonu hans Ásdísi og börnin og fjölskyldu alla í Guðs hendur. Ómar Kristjánsson. Margar góðar minningar koma upp í huga okkar hjóna þegar við hugsum til þín, kæri Pálmi, sem góðs nágranna og vin- ar. Á snöggu augnabragði kom kallið ótímabæra og sorglega. Við munum geyma með okkur allar góðar samverustundir sem við áttum saman. Megi hæsti höfuðsmiður blessa minningu þína, eins biðj- um við góðan Guð að passa þig, kæra Dísa, og börnin ykkar Lindu Rós og Pálma Þór. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum.(H.J.H.) Gísli Erlendsson og Jónína Hjartardóttir. Leiðir okkar Pálma lágu fyrst saman fyrir 45 árum þegar við unnum hjá byggingarfyrirtæki Óskars og Braga er við unnum við að slá upp blokkum í Flyðru- granda 2-10. Með okkur tókst vinátta og var ákveðið að stofna fyrirtæki saman sem hét Gissur og Pálmi sf., og síðar meir ehf. Ekki hafði okkur órað fyrir að við værum enn í samvinnu 45 árum seinna. Lýsir það vel hversu vel við unnum saman. Verkefnin voru lítil til að byrja með en urðu umfangsmeiri með árunum. Af öllum þeim bygging- um sem við komum að var Holta- smári 1, eða betur þekkt sem Hjartarverndarhúsið, okkar stoltasta verk. Einnig má nefna sérstæðasta verkefnið sem var þegar menn frá okkur aðstoðuðu við byggingu á þyrlupalli í Kol- beinsey. Þó vinnan væri í fyrirrúmi vor- um við með svipuð áhugamál. Golf var stór hluti af lífi okkar beggja sem og ástríða fyrir lax- veiði. Var för okkar oft heitið saman á golfvöllinn bæði á Ís- landi og erlendis. Fórum við ár- lega í laxveiði í Kjarrá og Brenn- una til að koma heim með nokkra laxa fyrir fjölskyldurnar. Þó svo að árangurinn hafi verið misjafn þá var félagsskapurinn ávallt góður og margar góðar minning- ar frá græna grasinu og straum- hörðum ám. Aldrei var fjarlægð- in mikil á milli okkar en hús okkar í Seljahverfinu og bústaðir í Kiðjaberginu eru nálægt hvor öðrum. Ég kveð hér með góðan og traustan vin sem hefur verið mér nátengdur í næstum hálfa öld. Við Gyða sendum Ásdísi og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Þórður Rafn Gissurarson. Pálmi Ásmundsson ✝ Rannveig Jóns-dóttir fæddist á Akureyri 1. apríl 1930. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 14. febr- úar 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörg Helgadóttir, hjúkr- unarkona og hús- móðir, f. á Ösku- brekku í Ketildala- hreppi í Arnarfirði 23.11. 1898, d. 21.12. 1958, og Jón Sigurðs- son ljósmyndari frá Dagverð- areyri í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði, f. 11.12. 1888, d. 23.9. 1958. Bróðir Rannveigar er Ari Viðar Jónsson, f. 9.12. 1942, og fósturbróðir Sigurður Jónsson, f. 30.11. 1934. Árið 1950 giftist Bryndís, f. 15.3. 1957, maki Kristján Árni Baldvinsson, f. 14.10. 1953. Börn Bryndísar og Guðmundar Geirssonar: Ingi- gerður, f. 8.11. 1978, Edda, f. 3.4. 1982, Rannveig Ása, f. 1.4. 1988, og Magnús Ari, f. 24.7. 1992, 4) Guðbjörg, f. 17.6. 1963, maki Björg G. Gísladóttir, f. 2.10. 1956. Barnabarnabörn Rannveigar eru ellefu talsins og barnabarnabarnabarn eitt. Rannveig átti alls átta stjúpbarnabörn. Rannveig ólst upp á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri ár- ið 1950. Veturinn 1953-1954 dvaldist Rannveig með eigin- manni sínum í Washington DC þar sem hann nam málvísindi við Georgetown-háskóla en hún tók þar námskeið í enskum bók- menntum. Rannveig starfaði sem húsmóðir alla ævi. Útför Rannveigar fer fram frá Langholtskirkju í Reykjavík í dag, 27. febrúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Rannveig Ottó Jónssyni, f. 1.1. 1921, d. 9.4. 1995. Þau skildu 1974. Börn þeirra eru: 1) Jón Gunnar, f. 27.11. 1950, maki Margrét Frímanns- dóttir, f. 29.5. 1954. Börn Jóns Gunnars og Sigríðar Hall- dórsdóttur: Auður, f. 30.3. 1973, Rann- veig, f. 11.9. 1978, og Ari Klæng- ur, f. 11.12. 1980. Börn Mar- grétar: Áslaug Hanna Baldurs- dóttir, f. 30.11. 1972, og Frí- mann Birgir Baldursson, f. 24.6. 1974. 2) Gunnhildur, f. 29.7. 1952. Dóttir Gunnhildar og Brynjars Viborg: Inga María Brynjarsdóttir, f. 9.3. 1980, 3) Orð fá því ekki lýst hversu sárt við söknum þín, elsku amma, en á sama tíma erum við ótrúlega þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þér og alla þína ást og umhyggju. Þú varst alltaf með allt á hreinu um allt og alla, með kraft- mikinn persónuleika og stórglæsi- leg. Þú varst alltaf svo athugul, hreinskilin, skilningsrík og bros- mild. Jafnvel þó að þú ættir einungis örfáa daga eftir skein af þér feg- urð og hamingja og það var ákveð- in værð yfir þér. Það yljar okkur um hjartarætur vitandi að þú varst tilbúin að fara, enda búin að eiga gott líf, umvafin fjölskyldu og vinum. Elsku amma, nú dansar þú með ömmu Ingu, sem tók á móti þér eftir að þú kvaddir þetta líf. Það er gott að vita að þið tvær séuð sam- an og passið upp á hvor aðra. Við elskum þig og minning þín mun fylgja okkur alla tíð. Edda Guðmundsdóttir, Rann- veig Ása Guðmundsdóttir, Magnús Ari Guðmundsson. Elsku hjartans amma mín, vin- kona, fyrirmynd og stoð og stytta í gegnum allt lífið er fallin frá. Söknuðurinn er svo mikill að orð fá því ekki lýst. Hún amma mín var einstök, fluggáfuð kona með sterkan per- sónuleika og manneskja sem hik- aði ekki við að láta skoðanir sínar í ljós. Hún var glæsileg og leit alltaf út eins og Hollywood-stjarna. Henni fannst mikilvægt að vera vel til fara og var hún alltaf vel til höfð með snyrtilega greitt hár og í fallegum fötum. Hún var ákaflega stolt af sínu fólki og talaði reglulega um hversu mörg barnabörn hún ætti og hreykin af því að alltaf bættist í langömmuhópinn. Í fyrra eignað- ist hún sitt fyrsta langalangömmu- barn og fannst mikið til koma. Hún lagði mikla áherslu á að rækta fjölskyldu- og vinasambönd enda var hún vinamörg og vinsæl. Amma bar alla tíð hag nákom- inna fyrir brjósti og það besta sem hún vissi var þegar við afkomend- urnir komum í heimsókn og spjöll- uðum við hana um daginn og veg- inn. Hún sagði alltaf að verðmætasta gjöfin væri að fá langömmubörnin og okkur ömmu- börnin í heimsókn. Ég er þakklát fyrir allar stund- irnar mínar með henni, símtöl, kossa og þessi nánu tengsl okkar. Þegar ég var lítil eyddi ég löngum stundum heima hjá ömmu minni, í pössun með aðstoð kaþólskrar nunnu og Ara frænda og gistinótt- um þar sem maður sofnaði við tikkið í stóru klukkunni. Seinna meir áttum við góðar stundir sam- an í búðarferðum í IKEA og Kringlunni, við Scrabble-spil í Sól- heimum og í stússi í kringum jólin. Ég brosi þegar ég rifja upp hversu gott ömmu fannst þegar ég kom með sveittan hamborgara og franskar handa henni og Ara í kvöldmat. Amma var sú sem ég hringdi í þegar mér lá eitthvað á hjarta. Það besta sem ég vissi var að setjast upp í rúm hjá ömmu og hún strauk og nuddaði á mér hálsinn á meðan við spjölluðum saman. Á seinustu árum fóru synir mínir Goði og Kári að gera það sama, setjast upp í rúm og fá besta klór í heimi eins og þeir orðuðu það á meðan amma sagði þeim sögur af fuglum og frændfólki. Dýrmætar eru síðustu stundirn- ar okkar á spítalanum þegar ég kvaddi hana í hinsta sinn. Ég lá á koddanum hjá ömmu og lét hana vita hversu þakklát ég væri fyrir hana og lífið okkar saman. Ég sagði henni hversu mikið ég elsk- aði hana. Amma brosti til mín fal- legu brosi, svo friðsæl loksins eftir erfiðar vikur á spítalanum og not- aði síðustu kraftana til að nudda hálsinn á mér og strjúka mér um vangann. Þótt það hafi verið óendanlega erfitt að yfirgefa spítalann og fljúga heim mun ég vera að eilífu þakklát fyrir þessa síðustu minn- ingu okkar og stundir saman. Hvíldu í friði, elsku amma mín, ég veit að þú heldur áfram að vaka yfir mér og gera mig að betri manneskju. Takk fyrir, amma mín. Takk fyrir allt. Þín, Ingigerður. Elskuleg ævivinkona mín er dá- in. Löngum gangi er lokið. Jafn gamlar vorum við svo það er svo margs að minnast. Að hafa gengið saman öll þessi ár, alltaf vinkonur, þó að gangan okkar væri ekki allt- af sú sama vissum við alltaf hvor af annarri. Hún var svo hrífandi hún Ransý. Falleg svo eftir henni var tekið. Hún kom í áttræðisafmælið mitt fyrir nokkrum árum eins og öll hin þegar við vorum ungar að árum. Mér fannst ekkert hafa breyst, við vorum bara aðeins eldri. Það er svo mikilvægt að hafa þekkst svona lengi og átt vinskap sem aldrei bar skugga á. Gengum báðar í MA og tíminn leið. Þótt við gengjum ekki sömu götuna tókum við alltaf þátt í lífi hvor annarrar. Gleði og sorg og allt þar á milli. Veikindi hennar til margra ára komu ekki í veg fyrir að hún tæki þátt og væri með eins og hennar var siður. Hún var alltaf miðpunkt- ur í öllum fagnaði. Svo skemmtileg og hrífandi. Alltaf vinamörg og hélt góðu sambandi við bekkjar- félaga, tók þátt í bridskvöldum á Hótel Sögu vikulega. Þegar við heyrðumst í símanum spurði ég hana alltaf hvort hún væri upptek- in ef ég kíkti þennan eða hinn dag- inn. Um veikindi töluðum við ekki oft. Orð voru óþörf, við vissum allt hvor um aðra. Ransý mín gerði okkur svo létt að heimsækja hana og eiga góða stund og alltaf var stutt í nostalgíuna og gamla daga eins og gengur. Þegar ég hringdi til hennar 1. apríl í fyrra fannst henni að á þessum aldri væru öll afmæli alveg óþörf til að tala um. Ég á sama máli. Mér finnst frá- bært að hafa átt öll þessi ár saman. Ekki margar á þessum aldri til að láta gamminn geisa um forna frægð. Elskulega vinkonan mín, næst hittumst við í blómabrekk- unni og tökum upp þráðinn. Hepp- in að eiga þessa yndislegu fjöl- skyldu, sem hefur umvafið hana í gegnum allt lífið og hún gert það sama. Það var svo gott að koma í Sólheimana og sjá hvað hún var glöð og ánægð. Nú er svolítið lang- ur tími síðan síðast en ég veit að þegar við hittumst á næsta stað verður allt óbreytt. Samúðar- kveðjur mínar til allra afkomend- anna þinna. Sigrún Sigurðardóttir. Fyrir bráðum fjörutíu árum, þegar ég fæddist í þennan heim, vildi svo til að amma Rannsí lá á Landspítalanum. Pabbi hljóp til hennar og til- kynnti henni að Rannveig Jóns- dóttir væri fædd. Læknirinn hennar bauð henni sérrí og þau skáluðu. Amma hefur oft sagt mér þessa sögu. Það er ekki langt síðan síð- ast. Og þegar hún segir frá ljómar hún af stolti. Sama stolti og er í augum hennar þegar komið er að kveðjustund og hún segir hjúkr- unarfræðingi af veikum mætti að ég sé alnafna hennar. Amma var nefnilega alltaf ánægð með mig. Hún trúði á mig. Sama á hverju gekk. Og stundum var það erfitt. En ég fékk aldrei að finna að henni þætti það. Það er erfitt að kveðja mann- eskju sem alltaf hefur verið í til- veru manns. Bráðgáfuð, hugrökk og svo fág- uð og falleg. Nú ertu frjáls ferða þinna, elsku amma. Þín Rannveig Jónsdóttir. Elsku amma, nú ertu fallin frá, þessar síðustu vikur og dagar þínir sýndu hversu mögnuð kona þú varst. Fram að þínu síðasta varst þú skýr í kollinum og með allt þitt á hreinu og eins og læknarnir sögðu varst þú hreint og beint kraftaverk, á allan hátt. Það er auðvitað vont að missa svona góða ömmu eins og þig, alltaf til staðar fyrir okkur ættingjana, vildir alltaf vita hvað við værum að bardúsa og tókst okkur með opnum örmum, vildir öllum vel og varst ávallt með rétta svarið fyrir okkur. Það er vandasamt að finna jafn hjarta- góða, hlýja og sterka manneskju eins og þú varst og ert í hugum okkar allra, við búum að því til framtíðar. Þegar ég var hjá þér daginn áður en þú féllst frá gat ég ekki annað en brosað, þú varst enn ósjálfrátt að laga á þér hárið, og ég þurfti varlega að leggja þínar fal- legu hendur niður með síðunum. Ég brosti, vegna þess að ég var ný- komin frá Svíþjóð og hafði farið út að borða á dýrindis veitingastað með nýju fólki, ef það væri ekki fyrir þig hefði ég líklegast ekki kunnað að haga mér. Þú kenndir Rannveig Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.