Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 15
Morgunblaðið/Atli Vigfússon Húsavík | Það er ekki vanalegt að merar kasti í febrúar, en það gerðist í nýja hesthúsahverf- inu á Húsavík nýverið. Þá eignaðist merin Hátíð frá Hrafnagili lítið folald sem hefur vakið mikla lukku og prýðir mikið nýja hesthúsið hjá Einari Víði Einars- syni, sem er eigandi Hátíðar. Hann átti á engu von þegar hann keypti hana 20. mars á sl. ári og ætlaði með hana á landsmótið á komandi sumri. Í vetur kom í ljós að hún var ekki einsömul og frekar þung á sér. Litla folaldið, sem er meri, hefur fengið nafnið Góa, en hún fæddist á konudaginn. Ein- ar Víðir segir að Hátíð fari ekki á landsmótið í sumar þar sem hún verði að hugsa um Góu. Hún muni hafa það rólegt í staðinn fyrir að keppa. Tíðar heimsóknir í hesthúsið Kristján Kárason á Húsavík, sem á hesta hjá Einari Víði, var staddur í hesthúsinu þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði og vel fór á með honum og mæðgunum, eins og sjá má. Þetta hefur orðið til þess að heimsóknir í hesthúsið hafa aukist enda litla folaldið, hún Góa, mikið augnayndi. Hátíð ekki á landsmótinu  Góa kom í heiminn á Húsavík á konudaginn FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur á fundi um helgina. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leiðir listann en hann varð efstur í flokksvali sem haldið var fyrr í mánuðinum. Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að listinn er skipaður 20 körlum og 26 konum. Meðal fram- bjóðenda eru Guðrún Ásmunds- dóttir leikkona, Stefán Benedikts- son og Ellert B. Schram, fyrr- verandi alþingismenn, Margrét Pálmadóttir kórstjóri og í heiðurs- sætinu er Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, fyrrverandi borgar- stjóri. Í efstu sætum listans eru eft- irtalin: 1. Dagur B. Eggertsson, læknir og borgarstjóri 2. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi 3. Skúli Þór Helgason borgarfulltrúi 4. Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi 5. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi 6. Sabine Leskopf, túlkur og löggiltur skjalþýðandi 7. Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður 8. Magnús Már Guðmundsson borgarfulltrúi 9. Ragna Sigurðardóttir læknanemi 10. Ellen Jacqueline Calmon, fyrrverandi formaður ÖBÍ Framboðslisti Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningunum samþykktur Morgunblaðið/Hari Efst Frambjóðendurnir sem eru í fimm efstu sætum á lista Samfylkingarinnar. Heiða Björg Hilmisdóttir hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér sem varaformaður Samfylkingarinnar. Lands- fundur flokksins fer fram um næstu helgi en komið hef- ur fram að Logi Már Einarsson er áfram í kjöri sem for- maður. „Ég hef verið varaformaður Samfylkingarinnar í lið- lega eitt ár og á þeim tíma hefur sannarlega gengið á ýmsu, bæði í íslenskum stjórnmálum og hjá flokknum okkar. Þetta hefur verið krefjandi tími, en afar gefandi, enda sjaldan skemmtilegra í stjórnmálum, en þegar samstaða og eindrægni ríkir, árangur starfsins verður sýnilegur og hreyfingin eflist,“ segir Heiða Björg m.a. í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í gær. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram 2.-3. mars á Icelandair Hotel Natura, gamla Loftleiðahótelinu. Formaður og varaformaður verða kosnir síðdegis á föstudag en í önnur trúnaðarstörf á laugardeginum, eins og til embættis gjaldkera, ritara, formanns framkvæmdastjórnar og í fram- kvæmdastjórn, verkalýðsráð og flokksstjórn. Gefur áfram kost á sér sem varaformaður Heiða Björg Hilmisdóttir Aðalfundur ásamt árshátíð Samtaka ungra bænda var haldinn 24. febrúar sl. í Vatnsholti í Flóa. Á fundinum var kosinn nýr formaður samtakanna, Jóna Björg Hlöðvers- dóttir frá Björgum í Þingeyjarsýslu. Einar Freyr Elínar- son, fráfarandi formaður, hafði lokið kjörtímabili sínu og gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Jafnframt hafði Bjarni Rúnarsson lokið sínu kjörtímabili og gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Auk Jónu Bjargar skipa nýja stjórn þeir Guðmundur Bjarnason, Birgir Örn Hauksson, Jón Elvar Gunnarsson og Jóhannes Kristjánsson. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að aðalfund- urinn hafi verið með hefðbundnu sniði „með miklu mál- efnastarfi og öflugum umræðum“. Ályktanir voru samþykktar um t.d. plastumbúðir, nýliðunarstuðning, menntamál og nauðsyn þess að hafa öfl- ugan búrekstur við Landbúnaðarháskólann. Jafnframt var samþykkt að halda aðalfund og árshátíð að ári á Norðurlandi, á félagssvæði Félags ungra bænda á Norðurlandi. Jóna Björg fer fyrir ungum bændum Jóna Björg Hlöðversdóttir Aðrar upplýsingar Aðalfundur Landsbankans hf. verður haldinn miðvikudaginn 21. mars 2018 kl. 17:00, í útibúi Landsbankans við Austur- stræti 11 í Reykjavík. Landsbankinn • landsbankinn.is • 410 4000 Aðalfundur Landsbankans 2018 Hluthafar eiga rétt á því að fá mál sett á dagskrá aðalfundar og leggja fram ályktunartillögur. Tillögur og óskir um að koma máli á dagskrá aðalfundar þurfa að vera skriflegar og berast bankanum fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 6. mars 2018. Endanleg dagskrá fundarins og gögn er lögð verða fyrir aðalfundinn verða aðgengi- leg á vefsíðu bankans á slóðinni https://bankinn.landsbankinn.is/fjarfestar/adalfundir/ miðvikudaginn 7. mars 2018. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 skal tilkynna skriflega um framboð til bankaráðs skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Tilkynna skal skriflega um framboð til bankaráðs fyrir kl. 16:00 föstudaginn 16. mars 2018, til skrifstofu banka- stjóra, Austurstræti 11, Reykjavík. Upplýsingar um frambjóðendur til bankaráðs verða lagðar fram og birtar á vef bankans tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Eitt atkvæði fylgir hverri einni krónu í hlutafé í bankanum að frádregnum eigin hlutum sem eru án atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 16:30 á fundardegi. Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum umboðum við inngang. Reykjavík, 27. febrúar 2018 Bankaráð Landsbankans hf. 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans síðastliðið starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á næstliðnu reikningsári. 4. Tillaga bankaráðs um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum. 6. Kosning bankaráðs. 7. Kosning endurskoðanda. 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil. 9. Heimild til kaupa á eigin hlutum. 10. Önnur mál. Drög að dagskrá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.