Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarstjórn Fljótsdalshér-aðs hefur samþykkt aðkynna hugmyndir um nýt-ingu vindorku fyrir íbúum á Út-Héraði. Þar verði fyrirtækjum sem sýnt hafa áhuga á að koma upp vindrafstöðvum gefinn kostur á að kynna hugmyndir sínar. Málið var rætt í tengslum við samning sem Orkusalan vill gera við sveitarfélagið um rannsóknir á vind- orku í landi Hóls í Hjaltastaðaþinghá en Fljótsdalshérað er eigandi jarðar- innar. Drög að samningi um að leyft verði að setja upp könnunarmöstur í þessum tilgangi eru til umfjöllunar í stjórnkerfi bæjarins. Samningar munu vera í burðarliðnum við fleiri landeigendur. Menn eru jákvæðir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir að eitt eða tvö önnur fyrirtæki hafi sýnt áhuga á að nýta vindorku á svæðinu. „Menn eru jákvæðir fyrir þessu en vilja fá um- ræðu um málið þannig að íbúar í nær- samfélaginu verði vel upplýstir um þær hugmyndir sem uppi eru og hafi tækifæri til að koma spurningum eða athugasemdum á framfæri,“ segir Björn. Stefnt er að því að halda fund- inn í marsmánuði. Hugmyndir um einstaka vind- rafstöðvar eða stærri vindorkuver hafa komið upp víða um land á síð- ustu árum. Sum sveitarfélög hafa verið í vandræðum með að svara slík- um óskum. Nýting vindorku lýtur að mörgu leyti öðrum lögmálum en nýt- ing vatnsafls og jarðvarma og áhrif hennar á umhverfið eru önnur. Þann- ig geta sjónræn áhrif auðveldlega náð langt út fyrir mörk viðkomandi land- eiganda og sveitarfélags. Í nýju aðalskipulagi fyrir Snæ- fellsbæ sem auglýst hefur verið er sérstaklega fjallað um nýtingu vind- orku. Skýrsla verkfræðistofunnar Eflu um forathugun og stefnumótun í vindorkumálum fylgir greinargerð um aðalskipulagið. Starfshópur fer yfir málin Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld móti reglur um hvernig skuli fara með nýtingu vindorku við skipulagsgerð sveitarfélaga. Á fæst- um stöðum hefur verið tekið á málum í aðalskipulagi. Björn Ingimarsson bendir á að mörg sveitarfélög muni fara í endurskoðun aðalskipulags í upphafi nýs kjörtímabils og reiknar með að það verði gert á Fljótsdals- héraði. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar kemur fram að setja þurfi lög um vindorkuver og vinna með sveitarfélögum að leiðbeiningum um skipulagsákvarðanir og leyfisveit- ingar. Jafnframt er boðuð orkustefna til langs tíma. Á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins starfar hópur sem hefur það hlutverk að greina hvort fjallað sé nægjanlega vel um vindorkuver í lögum og reglugerðum. Samkvæmt upplýsingum ráðuneyt- isins er hópurinn meðal annars að at- huga framkvæmda- og starfsleyfi fyr- ir vindrafstöðvar. Málefnið er á sviðum tveggja ráðuneyta, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis auk um- hverfisráðuneytisins. Stefnt er að því að starfshópurinn skili fljótlega greinargerð og tillögum um breyt- ingar á lögum og reglugerðum. Þegar niðurstöður liggja fyrir mun umhverfis- og auðlindaráðherra ákveða framhald málsins, samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins. Skipulagsstofnun vinnur einnig að gerð leiðbeininga um skipulagsmál við vindorkunýtingu. Stofnunin hefur sömuleiðis tekið saman stutta grein- argerð um málið sem finna má á heimasíðu stofnunarinnar. Þörf á umræðu um nýtingu vindorku Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafið Vindmyllurnar tvær við Þjórsá hafa reynst vel. Myllurnar í fyrir- huguðum vindorkugarði, Búrfellslundi, verða mun stærri og afkastameiri. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Síðustu fréttirúr Dan-mörku eru nýstárlegar af ýmsum ástæðum. Ríkisútvarpið les út úr Berlingske vísbendingar um það sem Lökke forsætisráð- herra ætlar að kynna nú í vik- unni og segir blaðið það bylt- ingarkenndar hugmyndir. Stærsti andstöðuflokkurinn, jafnaðarmenn, hefur sagst styðja fyrirætlanir ríkisstjórn- arinnar. Það ber nýrra við þeg- ar viðurkennd eru „gettó“ í dönskum borgum, þar sem sér- stök lögmál gildi. Og við- brögðin við því sem nú er loks viðurkennt koma enn meir á óvart. Sænskir nágrannar Dana brugðust illa við ýmsum frétt- um um það síðustu misseri að hjá þeim væru borgarhverfi sem lytu öðrum lögmálum en önnur hverfi Svíþjóðar. Fullyrt var að beiðnum frá almenningi um aðstoð sjúkra-, slökkvi- og lögregluliðs lytu þar lögmálum sem hljóta að fella öryggi borg- ara þar um marga flokka, ef rétt er. Viðbragðstími þar væri miklu lengri en annars staðar, því að hjálparliðið teldi sér ekki óhætt að mæta nema með „ofurefli liðs“. Sænsk yfirvöld höfnuðu „sögusögnum“ um „gettó“ sem ósönnum og rætn- um. En staðreyndirnar virðast tala öðru máli. Danir eru opn- ari í þessum efnum en frænd- urnir, enda er það í samræmi við danskan kúltúr. En frétt- irnar sem berast nú koma óneitanlega á óvart. Í fréttum „RÚV“ sagði: „Danska ríkisstjórnin áformar að taka upp tvöfalt þyngri refsingar fyrir brot sem framin eru í skilgreindum vandræðahverfum í borgum og bæjum landsins, svokölluðum gettóum, þar sem fátækt fólk býr og fólk sem á við marg- vísleg félagsleg vandamál að stríða, og glæpatíðni er há. Danska blaðið Berlingske greinir frá þessu og segir þetta lið í áætlun ríkisstjórnarinnar um aðgerðir sem ætlað er að fækka glæpum í gettóunum. Haft er eftir Søren Pape Poulsen, dómsmálaráðherra, að þessari hertu refsilöggjöf sé ætlað að stuðla að auknu ör- yggi íbúa þessara hverfa. Nauðsynlegt sé að tryggja ör- yggi fólks alstaðar í Dan- mörku, óháð búsetu. Auk þess að þyngja refsingar fyrir glæpi gerir áætlun stjórnvalda ráð fyrir að löggæsla verði aukin til muna í þessum hverfum, segir í frétt Berlingske. Allt eftirlit verður hert og lögregla á að standa fyrir minnst 25 stóraðgerðum gegn glæpastarfsemi í hverfunum á þessu ári og því næsta. Þá vill ríkis- stjórnin að lög- reglan fari út í sér- stakar aðgerðir til að finna og afhjúpa lykilpersónurnar í skipulagðri glæpastarfsemi í gettóunum. Trine Bramsen, talskona Jafn- aðarmanna, stærsta stjórnar- andstöðuflokksins á danska þinginu, segist í samtali við Berlingske jákvæð í garð þess- ara áforma og bendir á að flokkur hennar hafi áður farið fram á að löggæsla verði aukin í þessum hverfum.“ Það er einnig upplýst að lög- regla hafi þegar rýmri vald- heimildir til aðgerða í þessum hverfum en öðrum, sem er merkileg og sterk vísbending um hversu alvarlegt málið er orðið. Í fréttunum er talað um „vandræðahverfi,“ „hverfi fá- tæklinga“ og „hverfi þar sem fólk á við margvísleg félagsleg vandamál að stríða“. Danmörk (rétt eins og Svíþjóð) hefur lengi verið talin í fremstu röð um jöfnuð og félagsleg réttindi. Hvers vegna er þannig komið að hægt sé að fjalla um fjöl- mörg hverfi með orðalagi sem helst minnir á aðvaranir til að hræða ferðamenn frá því að fara inn í Harlem í New York fyrir áratugum? Það er ekkert athugavert við það að taka fast á ástandi í ein- stökum hverfum þar sem um- gengni við lög hefur farið úr böndum og öryggi íbúa því orð- ið veikara en annars staðar. En hugmyndir um að heimildir um refsiþyngd í lögum verði mis- munandi eftir borgarhverfum landsins koma mjög á óvart. Og undrunin vex í réttu hlutfalli þegar rætt er í alvöru um það, að refsing fyrir misgjörð geti orðið helmingi þyngri sé hún framin í „skilgreindu“ hverfi, en fyrir sama brot í öðrum hverfum. Er með nokkrum ólíkindum fái slíkt staðist stjórnarskrá Danmerkur. Því hefur reyndar verið kom- ið í lög hér að þyngja megi refs- ingar verulega ef sérstaklega skilgreindir „hatursglæpir“ koma við sögu. Valið á þeim lýtur ekki síst tískubólum og því væri við hæfi að bæta „me too“ við réttarheimildirnar. Ekki hefur 65. grein stjórn- arskrárinnar verið breytt til að veita undanþágu til að fylgja þessari tísku hér á landi. Það er þekkt að æðsti dóm- stóll Danmerkur virðist ætla löggjafanum mikið rými til að meta það hvort ný lög samrým- ist stjórnarskrá. Það gerðu ís- lenskir dómstólar einnig lengst af, en hafa á síðari tímum sýnt meiri styrk í slíkum efnum. Hreinskilin dönsk umræða með heit- strengingum um öflug viðbrögð vekur mikla athygli} Horfst í augu við staðreyndir A llt of oft gleymist að þakka fyrir það sem vel er gert. Því væri ánægjuefni að geta þakkað ríkis- stjórninni fyrir vel unnin störf, en þegar litið er yfir feril hennar sést að það er ómögulegt, því stjórnin hefur nánast ekkert gert. Og þó. Hún hefur horfið frá stefnu fyrri stjórnar um að lækka almennan virðisauka- skatt. Hún hefur hægt á markmiðum fyrri rík- isstjórnar um að minnka hlut mengandi elds- neytis. Hún hefur ákveðið að hækka fjár- magnstekjuskatt um 10%. Hún hefur dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum, þannig að pen- ingastefnunefnd Seðlabankans treystir sér ekki til þess að halda áfram vaxtalækk- unarferlinu sem stóð allt síðasta ár og hafði boðað framhald á miðað við fyrri fjármála- áætlun. Og hún ákvað að hafa kampavín í lægra skatt- þrepi en bjór, enda ekki að ástæðulausu nefnd kampa- vínsstjórnin. Ekkert af þessu er ástæða til þess að þakka. Ráðherr- arnir hljóta samt að hafa gert eitthvað fleira en mæta sem auglýsingaefni fyrir einkafyrirtæki. En þó að grannt sé leitað finnst ekkert. Og það er einmitt ljósi punkturinn. Ég vil því þakka ríkisstjórninni fyrir verkleysi. Öllum er ljóst að þessi ríkisstjórn var mynduð utan um fortíðina. Stefnt er að því að lækka aðgangseyrinn að náttúru- auðlindum og gæta þess vel að markaðslögmálin fái ekki að ráða verðinu. Stefnt er að því að draga Ísland smám saman út úr samstarfi Evrópuþjóða og fylgja feigðarflani Breta. Stefnt er að því að tryggja að hags- munir neytenda verði fyrir borð bornir í land- búnaðarmálum. Verkleysi ríkisstjórnarinnar er þess vegna lofsvert. Ríkisstjórnin setti fram starfsáætlun þings- ins fyrir vorþing og sú áætlun er efnismesta skjal sem frá stjórninni hefur komið. Á þing- málaskránni eru fjölmörg mál sem höfðu þeg- ar verið lögð fram af fyrri ríkisstjórn á fyrra þingi eða voru tilbúin til framlagningar af hálfu Viðreisnarstjórnarinnar og virðist ekki vera mikill ágreiningur um. Ríkisstjórninni er samt um megn að prenta upp þau mál sem eru þegar tilbúin. Auðvitað er ekki tími til slíks, þegar ríkisstjórnin og þingmenn hennar eru bókstaflega úti að aka. Næstu verkefni full- trúa ríkisstjórnarinnar er að taka saman akst- ursskýrslur þingmanna, þar sem ríkisstjórnin sýnir mikinn metnað með því að fara allt aftur til 1. jan- úar 2018. Sumir hafa áhyggjur af því að lítill tími gefist til þing- starfa ef einhver mál koma loksins fram. Þær áhyggjur eru óþarfar. Þingmenn VG hafa í áranna rás lagt þann skerf helstan til þingstarfa að tala sem allra mest. Nú þegar þau eru komin í ríkisstjórn hafa þau ekkert að segja (þó að það hafi ekki alltaf haldið þeim frá pontunni). Því losna fjölmargir dagar sem ella hefðu verið undir- lagðir í ræður þeirra. Tíminn er nægur, þó að það sé sem betur fer ekkert um að ræða frá stjórninni. Benedikt Jóhannesson Pistill Það er svo fátt, ef að er gáð … Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Hugmyndir um nýtingu vind- orku með uppsetningu vind- orkugarða hafa verið kynntar víða um land. Hugmyndirnar eru mislangt á veg komnar. Landsvirkjun hefur hugað sérstaklega að því að beisla vindinn. Fyrirtækið hefur starf- rækt tvær vindrafstöðvar á Haf- inu við Búrfell í nokkur ár og kynnt hugmyndir um alvöru vindorkugarða þar og við Blönduvirkjun. Garðurinn við Blöndu fékk grænt ljós hjá þriðju verkefnisstjórn um rammaáætlun en garðurinn við Búrfell var settur í biðflokk. Áætlunin hefur ekki verið af- greidd frá Alþingi. Fyrirtækið Biokraft setti upp tvær vindmyllur í Þykkvabæ. Áform fyrirtækisins um að end- urnýja myllurnar vegna þess að önnur eyðilagðist í eldi hafa mætt andstöðu í sveitarfé- laginu. Stærri áform fyrirtæk- isins eru í undirbúningsferli. Áætlanir um vindorkugarða LANDSVIRKJUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.