Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. F E B R Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  49. tölublað  106. árgangur  Í EINU AÐALHLUT- VERKA VERÐ- LAUNAMYNDAR SELDI MEST AF MORGUN- BLAÐINU VALDÍS ÞÓRA JÓNSDÓTTIR Í VIÐTALI AUÐUNN BLAÐASALI 4 ÍÞRÓTTIR 1TÓMAS LEMARQUIS 30-31 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Efnahagshorfur á Íslandi hafa breyst á skömmum tíma og nú er út- lit fyrir töluvert minni hagvöxt. Það kallar á aðlögun í hagkerfinu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins (SA), segir hagkerfið vera að breyta um takt. Það séu ekki lengur horfur á verulegum hagvexti. „Þvert á móti er framboð og eftir- spurn að mætast. Það hefur ekki gerst undanfarin ár. Framleiðslu- slakinn er meiri en verið hefur.“ Stjórnvöld sýni á spilin Halldór Benjamín segir vísbend- ingar um að hagkerfið sé að kólna. Ein þeirra er aukið atvinnuleysi. Stjórnvöld þurfi að horfast í augu við breytta stöðu og sýna á spilin í kjara- málum. Endurskoða þurfi trygg- ingagjald og efla hlut vinnumarkaðs- tengdra sjóða. SA telji fyrirtæki eiga inni lækkun tryggingagjalds. Um það séu „allir sammála“. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs Samtaka at- vinnulífsins, segir umskiptin í hag- kerfinu hraðari en spáð var. Ljóst sé að samsetning hagvaxtar muni breytast með aukinni einka- neyslu og innflutningi. Það geti aftur haft áhrif á viðskiptaafgang þjóðar- búsins og þar með gengi krónunnar. Hagkerfið tekið að kólna  Samtök atvinnulífsins segja hagvaxtarhorfur breyttar hér á landi  Hægari vöxtur ferðaþjónustu ein meginskýringin  Þróunin kalli á aðlögun í hagkerfinu MBreytt staða »6 og 19 Hagkerfið skiptir um gír » Seðlabankinn spáði því í maí í fyrra að 6,3% hagvöxtur yrði á árinu 2017. Bankinn hefur lækkað spána í 3,4%. » Hægt hefur á vexti ferða- þjónustunnar milli ára. Veltan hefur þó aldrei verið meiri. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Samkeppniseftirlitið setur alvarlega fyrirvara við samruna Haga og Olís annars vegar og N1 og Festis hins vegar. Ein helsta ástæðan fyrir því er að frumniðurstöður rannsóknar stofnunarinnar á fyrirhuguðum samrunum munu tengjast víðtæku eignarhaldi íslenskra lífeyrissjóða á fyrirtækjunum. Þetta herma heim- ildir Morgunblaðsins. Samkeppniseftirlitið hefur nú sent út andmælaskjal vegna fyrr- nefndra samruna sem komnir eru til vegna harðnandi samkeppni á smá- sölumarkaði, ekki síst eftir tilkomu Costco á íslenskan markað. Í andmælaskjalinu kemur fram að samrunarnir verði að öllu óbreyttu ekki heimilaðir. Verði niðurstaðan sú í báðum til- vikum að samrunarnir verði ógiltir yrði það ekki í fyrsta sinn sem Sam- keppniseftirlitið stígur inn í sam- runatilraunir sem tengjast komu Costco á markaðinn. Þannig ógilti stofnunin í fyrra kaup Haga á Lyfju en fyrrnefnda fyrirtækið stefndi að því að hasla sér völl á lyfjamarkaði en þar hefur Costco gert sig verulega gildandi frá því í maí í fyrra. »16 Telur sjóðina of stóra Morgunblaðið/Þórður Samruni N1 stefnir að auknum um- svifum með kaupunum á Festi.  Eignarhald talið hamla samkeppni Um tugur fólks hefur króknað úr kulda á meginlandi Evrópu síðustu daga og spáð er harðnandi frosti. Það snjóaði í Rómaborg í fyrrinótt, í fyrsta skipti frá 2012, en ástæða kuldakastsins er kaldur vindur sem berst frá Síberíu. Breskir fjölmiðlar nefna veðrið „ófreskjuna að austan“. »17 „Ófreskjan að austan“ herðir tak sitt á meginlandi Evrópu AFP  Olíudreifing hefur samið við Akdeniz-skipasmíðastöðina í Tyrk- landi um smíði á nýju olíuskipi sem koma mun í stað Laugarness. Hið nýja skip mun dreifa olíu á hafnir landsins eins og Laugarnesið hefur gert um árabil. Nýja skipið verður búið átta farmgeymum og mun geta flutt all- ar tegundir eldsneytis sem eru í boði hérlendis, frá bensíni og upp í svartolíu, sem er sérstakt fyrir skip af þessari stærð. Burðargeta skips- ins verður um 230 rúmmetrum meiri en Laugarness. Það mælist 499 brúttótonn en Laugarnesið er 378 brúttótonn. Skipið er væntan- legt til landsins í árslok. »10 Olíudreifing lætur smíða nýtt skip  Norski álframleiðandinn Norsk Hydro hefur lagt fram skuldbind- andi tilboð um kaup á álverinu í Straumsvík sem er í eigu Rio Tinto. „Fyrirhuguð kaup falla vel að stefnu Norsk Hydro. Málmurinn á Íslandi er framleiddur með end- urnýjanlegri orku eins og raunin er með framleiðslu okkar í Noregi. Ál er málmur framtíðarinnar. Eftir- spurn eftir honum mun vaxa mest af öllum málmum,“ segir Ola Sæter, framkvæmdastjóri hjá Norsk Hydro, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að til skamms og með- allangs tíma muni fjöldi starfs- manna ekki taka breytingum. „Skuldbindandi tilboði fylgja við- ræður við fulltrúa starfsmanna ál- versins og samkeppnisyfirvöld.“ Norsk Hydro er skráð á hluta- bréfamarkað í Noregi. Stærsti hlut- hafi félagsins er norska ríkið með um 34% hlut. Félagið er með 35 þús- und starfsmenn í 40 löndum. »14 Norski álframleiðandinn Norsk Hydro býður í álver Rio Tinto í Straumsvík Morgunblaðið/Ómar Álver Fjöldi starfsmanna álversins mun ekki breytast á næstunni.  Bókaráð unglinga í Hagaskóla hefur áhyggjur af því að skortur á íslenskum og þýddum bókum fyrir unglinga geti myndað vítahring sem erfitt gæti orðið að leysa. Þau hafa því skipulagt og boðað til mál- þings í Hagaskóla á morgun Mennta- og menningarmála- ráðherra verður með framsögu auk rithöfundar, bókasafnsfræðings og þýðanda, fulltrúa félags íslenskra bókaútgefenda og þriggja nem- enda. Hugmyndin að málþinginu kem- ur frá unglingunum í bókaráði og hafa þau séð um alla framkvæmd sjálf. Á málþinginu munu unglingarnir fjalla um skort á þýddum unglinga- bókum, viðhorf unglinga til lesturs og framtíðaráhrif á bókaforlögin þegar unglingar sem ekki fengu nægjanlegt úrval af bókum verða fullorðnir. »12-13 Unglingar í Hagaskóla taka málin í sínar hendur og boða til málþings um lestur Morgunblaðið/Árni Sæberg Framsýn Unglingar í bókaráði Hagaskóla hugsa til framtíðar þegar kemur að lestri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.