Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 Reykjavík Vegfarandi í Kirkjustræti lét hvorki rokið né rigninguna á sig fá. Eggert Sæl þið þrjú. Við hjón í Fossatúni í Borg- arfirði höfum nú í tvö ár leitað eftir því innan stjórnsýslunnar að fá umræðu og leiðrétt- ingu á lögum sem Sig- urður Ingi lagði fyrir Alþingi og þið, Katrín og Bjarni samþykktuð. Afleiðingu þess að við unnum mál gegn veiði- félagi okkar. Okkur mætir sniðganga og þöggun. Hér skrifum við ykkur opið bréf og allt sem við förum fram á er að eiga málefnalegt samtal. Við keyptum jörðina Fossatún í Borgarfirði árið 2001 og urðum þar með skyldufélagar í Veiðifélagi Grímsár og Tunguár. Hófum rekstur á ferðaþjónustufyrirtæki okkar árið 2005. Skömmu áður ákvað stjórn veiðifélagsins að leigja veiðihús sitt út þannig að það væri sveitahótel ut- an laxveiðitímans. Okkur ábúendum í Fossatúni þótti sérkennilegt að þurfa vegna skylduaðildar að standa í samkeppni við okkur sjálf og verða fyrir fjárhagslegum skaða vegna svartrar atvinnustarfsemi, sem stunduð var í skjóli veiðifélagsins. Við aðhyllumst samkeppni en hún skal vera á sama grunni fyrir alla þá sem keppa. Að lokum ákváðum við að láta reyna á fyrir dómstólum hvort veiði- félaginu væri heimilt að leigja veiðihúsið út til hótel- og veitinga- starfsemi utan veiði- tíma. Hinn 13. mars 2014 lá niðurstaða Hæstaréttar fyrir og hún var okkur í hag. Landssamband veiðifélaga hafði að- komu að málinu og skömmu eftir nið- urstöðu Hæstaréttar gekk formaður þess á fund Sigurðar Inga, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra og fullyrti að niðurstaðan væri röng. Sigurður Ingi fól formanninum að vinna lagabreytingu sem miðaði að því að heimila hinum dæmda að stunda þá starfsemi sem Hæstirétt- ur hafði meinað. Hvorki var leitað annarra sjónarmiða en þeirra sem formaður Landssambands veiði- félaga hélt fram, né gagna aflað eða samráðs við óháða eða andstæða að- ila til að ganga úr skugga um hvort raunveruleg þörf væri á lagabreyt- ingu. Hinn 16. febrúar 2015, eða tæpu ári eftir að dómur Hæstaréttar féll, lagði Sigurður Ingi fram frumvarp um breytingu á lax- og silungs- veiðilögunum og sagði þá m.a.: „Unnin hefur verið álitsgerð um eðli, réttarstöðu og heimildir veiði- félaga fyrir Landssamband veiði- félaga af Stefáni Má Stefánssyni, prófessor við lagadeild Háskóla Ís- lands og Eyvindi G. Gunnarssyni, dósent við lagadeild Háskóla Ís- lands.“ Þið, Katrín og Bjarni, hélduð kannski að umrædd álitsgerð hefði verið gerð í tengslum við lagabreyt- inguna? Hið rétta er að álitsgerðin var greidd af og unnin fyrir Lands- samband veiðifélaga tæpum fimm árum fyrr og var aðalgagn Veiði- félags Grímsár og Tunguár í mála- ferlum okkar. Það hlýtur að vera óeðlilegt í lýðræðisríki að fulltrúa dæmds hagsmunaaðila sé falið að stýra lagagerð til ógildingar ný- gengnum dómi en útiloka sjónarmið þess sem vann málið. Álitsgerðinni var hafnað af Hæstarétti og því er órökrétt og allt að því galið að gera niðurstöðu hennar að lögum. Til viðbótar sagði Sigurður Ingi: „Forsendur dómsins voru byggðar á því m.a. að réttarstaða veiðifélaga væri ekki skýrð með skýrum hætti í lögum nr. 61/2006 hvað varðar með- ferð og ráðstöfun eigna veiðifélags […]“ Trúðuð þið líka þessari rakalausu fullyrðingu? Varla, ef þið hefðuð kynnt ykkur dóm Hæstaréttar. Þar er kveðið á um að eignarrétturinn til- heyri aðildarfélögum í hlutfalli við arðskrá en ekki félaginu sjálfu. Einn- ig að samþykki allra aðildarfélaga þurfi ef félagið fer út fyrir lögbundið hlutverk sitt. Ekki verður séð að lagasetningin hnekki þessu. Til við- bótar virðist augljóst að lagabreyt- ingin gengur í berhögg við ákvæði fé- lagafrelsis 74. greinar stjórnar- skrárinnar og forsendur skyldu- aðildar. Eða teljið þið að hægt sé að skylda fólk til að vera í félagi sem hefur það að markmiði að standa í eignaumsýslu og hámarka arðsemi félagsmanna? Hlýtur þátttaka í slíku félagi ekki að vera valkvæð? Eftir að hafa staðið í fjögurra ára málarekstri með tilheyrandi kostn- aði og leiðindum, horft, ásamt lög- manni okkar Sigríði Rut Júlíus- dóttur, á nágrannaerjur vaxa og verða að flóknu máli og sjá fjölskip- aðan dóm Hæstaréttar samþykkja rök okkar, vorum við reynslunni rík- ari. Af hverju, Sigurður Ingi, útilok- aðir þú sjónarmið og þekkingu okkar við vinnu lagagerðarinnar í ráðu- neyti þínu þegar þú varst í raun að undirbúa lög til höfuðs okkur ábú- endum í Fossatúni? Og af hverju samþykktuð þið, Katrín og Bjarni, þessi illa ígrund- uðu lög 30. júní 2015. Réð sannfær- ing ykkar því eða meðvirkni? Þver- pólitísk samstaða = óábyrg afstaða! Ein af forsendunum var að laga- breytingin myndi ekki hafa áhrif á ríkissjóð. Það er einfaldlega rangt og þú sem fjármálaráðherra þá, Bjarni, hefðir betur kannað það. Önnur for- senda var að lagasetningin hefði að- eins áhrif á veiðifélög. Það er firra. Spyrjið Samtök ferðaþjónustunnar! Við hjón höfum og liðið fyrir þetta fjárhagslega og félagslega. Í nafni upplýsingar, gegnsæis og réttlætis höfum við sett upp heima- síðu www.sveitasaga.com þar sem sagan er sögð og farið ofan í fyrir- liggjandi gögn. Þar afhjúpast að kerfisræði, þjónkun og þekkingar- skortur réð ferðinni í stjórnsýslunni og við lagasetninguna. Hvað er til ráða ef Alþingi setur ólög? Eftir Steinar Berg Ísleifsson » Álitsgerðinni var hafnað af Hæsta- rétti og því er órökrétt og allt að því galið að gera niðurstöðu hennar að lögum. Steinar Berg Ísleifsson Höfundur er ferðaþjónustubóndi. Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar Kjaraviðræður eru samningar um lífskjör fólks og um jákvæða þróun samfélagsins. Og sú þróun hefur verið gríðarlega hagstæð á undanförnum árum. Kaupmáttur hefur aukist á tíma gildandi samn- inga frá apríl 2015 um 20% og um 25% hjá þeim lægst launuðu. Það er Evrópu- og Íslandsmet. Uppsöfnuð kaupmáttaraukning heimila er án allra fordæma og margföld á við það sem mælist í nálægum ríkjum. Samfara miklum uppgangi í íslensku hagkerfi hefur gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins vaxið ár frá ári. Frá árinu 2014 er upp- safnaður viðskipta- afgangur um 520 milljarðar króna. Út- flutningstekjurnar samsvara um helm- ingi allrar verðmæta- sköpunar í hagkerf- inu. Íslensk heimili, fyrirtæki og hið op- inbera hafa nýtt upp- sveifluna til að greiða niður skuldir og eru Íslendingar nú orðnir hreinir lánveitendur til útlanda. Hrein er- lend skuldastaða þjóðarbúsins er loksins orðin jákvæð. Þetta er undraverður árangur, ekki síst þegar horft er til þess að fyrir ör- fáum árum glímdi Ísland við al- varlegan skuldavanda. Fjórar vísbendingar um kólnun í íslensku hagkerfi Þó að enn sé þokkalegur gangur á hagkerfinu má greina nokkur merki þess að tekið sé að hægja á. Fyrsta vísbending er vaxandi atvinnuleysi. Þrátt fyrir nokkurn hagvöxt vex atvinnuleysi hægt og bítandi. Atvinnuleysi var 4% í jan- úar síðastliðnum og fjölgaði at- vinnulausum um 1.600 manns milli mánaða, árstíðarleiðrétt. Atvinnu- leysi jókst um 29% frá marsmán- uði 2017. Önnur vísbending er minnkandi spenna í efnahagslíf- inu. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að framleiðsluspenna hafi náð hámarki á árinu 2016 og fari minnkandi á næstu árum. Gerir hann nú ráð fyrir að spennan minnki hraðar en í fyrri spám. Þriðja vísbending er í ferðaþjónustu. Ferðamönnum fjölgar mun hægar en áður. Í janúar á þessu ári fjölgaði ferðamönnum um 8,5% milli ára en á sama tíma í fyrra fjölgaði þeim um 75%, eða níu sinnum meira. Þá dregur hratt úr útgjöldum ferðamanna. Vissulega er óraunhæft að ætla að ferða- þjónustan vaxi stöðugt um tugi prósenta á ári en viðsnúningurinn er hraðari en búist var við. Fjórða vísbending er í fréttum úr atvinnulífinu. Nær daglega birtast fréttir af íslenskum fyrir- tækjum sem finna fyrir versnandi samkeppnisstöðu við útlönd. Það sem helst veldur fyrirtækjunum áhyggjum er hátt gengi krón- unnar og íþyngjandi launakostn- aður. Skyldi engan undra. Raun- gengi íslenskra launa, þ.e. hlutfallslegur kaupmáttur þeirra í erlendri mynt samanborið við laun í öðrum ríkjum, hefur rokið upp á síðustu árum og hefur aldrei verið sterkara. Þó Íslendingar njóti mikils kaupmáttar krónunnar er- lendis og með lágu verði innfluttra vara er hin hliðin á teningnum dekkri. Íslensk framleiðsla og þjónusta hefur verðlagt sig út af vissum mörkuðum og sú þróun heldur áfram að óbreyttu. Það er sama hvort litið er til sjávar- útvegs, iðnaðar, verslunar eða ferðaþjónustu. Innan allra at- vinnugreina á innlendum markaði berast merki um þverrandi sam- keppnishæfni gagnvart erlendri samkeppni. Það væri vanhugsað að leiða þessi viðvörunarmerki hjá sér. Hagkerfið er að breyta um takt. Takturinn hægist og upp er runn- ið ár hagræðingar í íslensku at- vinnulífi. Efnahagslegar upp- sveiflur taka alltaf enda og spurningin er einungis hversu hörð lendingin verður. Kjarasamningar snúast um lífskjör fólks Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson » Þó að enn sé þokka- legur gangur á hag- kerfinu má greina nokk- ur merki þess að tekið sé að hægja á. Halldór Benjamín Þorbergsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. Atvinnuleysi, árstíðarleiðrétt leitni Jan. 2011 til jan. 2018 skv. vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 +29% mars 2017 til ja n. 20 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.