Morgunblaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018
Aðalfundur Eimskipafélags Íslands hf. verður haldinn fimmtudaginn 22. mars 2018
kl. 16:00 í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2, 104 Reykjavík.
Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá, leggja fram
ályktunartillögur og spyrja spurninga, með skriflegum eða
rafrænum hætti. Kröfu þar um skal fylgja rökstuðningur eða
drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins eigi síðar en
10 dögum fyrir fund, fyrir kl. 16:00 þann 12. mars 2018. Nánari
upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á vefsíðu félagsins:
www.eimskip.is/investors/agm
Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut í félaginu að frádregnum eigin
hlutum sem eru án atkvæðisréttar. Aðgöngumiðar, atkvæða-
seðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hlut-
höfum sem ekki sækja aðalfund stendur til boða að kjósa
um dagskrármál með skriflegum hætti eða veita umboð.
Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti
á fundinum.
Eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund þarf beiðni hluthafa
um að kjósa með skriflegum hætti að berast félaginu. Hluthafar
geta fengið atkvæðaseðla senda til sín, en einnig má nálgast þá
í höfuðstöðvum félagsins þar sem greiða má atkvæði alla virka
daga milli kl. 9:00 og 16:30. Atkvæðin skulu berast félaginu fyrir
aðalfundinn. Hluthafar geta veitt skrifleg umboð að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum. Slík umboð skulu berast félaginu áður en
aðalfundur hefst eða við skráningu á fundarstað. Nánari upp-
lýsingar um atkvæðareglur og notkun umboða er að finna á
vefsíðu félagsins: www.eimskip.is/investors/agm
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess á liðnu starfsári
2. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár
3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar á reikningsárinu 2017
4. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins
5. Kosning stjórnar félagsins
6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, varamanna
og undirnefnda stjórnar
7. Kosning endurskoðenda
8. Önnur mál, löglega upp borin
AÐALFUNDUR
EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS HF.
drög að dagskrá
reglur um þátttöku og
atkvæðagreiðslu á fundinum
Skjöl sem lögð verða fyrir aðalfund er að finna á vefsíðu
félagsins: www.eimskip.is/investors/agm
Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuð-
stöðvum félagsins að Korngörðum 2, 104 Reykjavík, virka daga
milli kl. 9:00 og 16:30.
Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar verða birtar tveimur
vikum fyrir fundinn. Berist tillögur frá hluthöfum verða þær
birtar a.m.k. þremur dögum fyrir fundinn ásamt uppfærðri
dagskrá. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 má
tilkynna um framboð til stjórnar skriflega minnst fimm dögum
fyrir aðalfund. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða
birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða
afhent frá kl. 15:30 á aðalfundardegi.
Reykjavík, 1. mars 2018
Stjórn Eimskipafélags Íslands hf.
aðrar upplýsingar
Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | eimskip.is
Andrés Magnússon, fjölmiðlarýn-ir Viðskiptablaðsins, gerir þátt
Jóns Gnarr í Ríkisútvarpinu á dög-
unum að umtalsefni. Andrés lýsir því
í pistli sínum í liðinni viku að í þætti
Jóns hafi mátt „heyra ákaflega
fyndna dagskrá, þar sem yrkisefnið
var heimsókn Ey-
þórs Arnalds í Höfða
á dögunum. Jón setti
það allt í annað sam-
hengi, beinskeytt og
fyndið, en græsku-
laust. Og af því póli-
tíkin er skrýtin mun
Eyþór sjálfsagt engu
tapa á því þó að Jón
hafi verið að sken-
sast þetta.
En það má samtsem áður vel
velta því fyrir sér
hversu vel fer á því
að í Ríkisútvarpinu – með allar sínar
lögbundnu skyldur um hlutleysi,
sanngirni og jafnvægi – sé fyrrver-
andi borgarstjóri, samverkamaður
núverandi borgarstjóra, launamað-
ur hjá Samfylkingunni um stutta
hríð, með pólitíska revíu á öldum
ljósvakans, þar sem skotspónninn er
helsti áskorandinn í komandi kosn-
ingum.
Það vildi svo til að þetta var ekkimeiðandi, en er þetta fyr-
irkomulag ekki eitthvað sem þyrfti
að leiða hugann að áður en eitthvað
ber út af? Hjá Ríkisútvarpinu eru til
ýmsar reglur um vinnubrögð í að-
draganda kosninga, þó þeim hafi
ekki alltaf verið fylgt. Ætti ekki að
skoða þær?“
Auðvitað er sjálfsagt fyrir Rík-isútvarpið að velta því fyrir sér
hvort það sinni lögboðnu hlutverki
sínu með eðlilegum hætti.
Augljóst er að slík athugun myndileiða í ljós að pottur er brotinn,
en þess þá heldur skoða málið.
Andrés
Magnússon
Pólitískt skens hjá
Ríkisútvarpinu
STAKSTEINAR
Jón Gnarr
Veður víða um heim 28.2., kl. 18.00
Reykjavík 5 skýjað
Bolungarvík 2 skýjað
Akureyri 3 súld
Nuuk -4 léttskýjað
Þórshöfn 1 léttskýjað
Ósló -9 léttskýjað
Kaupmannahöfn -6 léttskýjað
Stokkhólmur -10 heiðskírt
Helsinki -13 heiðskírt
Lúxemborg -5 heiðskírt
Brussel -3 heiðskírt
Dublin -1 skúrir
Glasgow -2 snjóél
London -2 skúrir
París -1 heiðskírt
Amsterdam -5 léttskýjað
Hamborg -8 heiðskírt
Berlín -6 heiðskírt
Vín -6 heiðskírt
Moskva -14 heiðskírt
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 12 rigning
Barcelona 2 súld
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 4 heiðskírt
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg -6 léttskýjað
Montreal 4 alskýjað
New York 9 heiðskírt
Chicago 12 alskýjað
Orlando 24 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
1. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:35 18:46
ÍSAFJÖRÐUR 8:45 18:46
SIGLUFJÖRÐUR 8:29 18:28
DJÚPIVOGUR 8:06 18:14
Ríkisskattstjóri opnar fyrir skatt-
framtöl einstaklinga í dag, 1. mars.
Frestur til að skila framtali er til
13. mars en hægt verður að sækja
um viðbótarfrest til 16. mars.
Helstu upplýsingar um laun, fast-
eignir, bifreiðar, bankainnstæður,
vaxtatekjur, hlutabréfaeign, arð,
skuldir og fleira verða fyrirfram
áritaðar inn á framtalseyðublaðið.
Er því fljótlegt og einfalt að yfirfara
framtalsupplýsingarnar, bæta við
þar sem vantar upp á og staðfesta
síðan, segir á heimasíðu RSK.
Til að opna framtalið þarf að nota
rafræn skilríki eða veflykil frá RSK.
Unnt er að panta veflykil og fá hann
sendan í heimabanka. Ríkisskatt-
stjóri mælir með notkun rafrænna
skilríkja sem öruggari innskráningu.
Framteljendur sem stunda at-
vinnurekstur þurfa að skila árs-
reikningi eða rekstraryfirliti með
framtali sínu. Endurskoðendur og
bókarar sem annast framtalsgerð
hafa lengri frest til að skila framtals-
gögnum eða allt fram í miðjan apríl.
Reiknað er með að niðurstaða
álagningar liggi fyrir eigi síðar en
31. maí, en það er mánuði fyrr en á
síðasta ári.
Framteljendur eru nú orðnir
295.789 einstaklingar en voru í fyrra
286.788. Fjölgunin milli ára er því
9.001 framteljandi. sisi@mbl.is
Opnað fyrir
skattfram-
töl í dag
Umferð á reiðhjólum jókst áber-
andi mikið í Reykjavík í vikunni nú
þegar snjórinn er tekinn upp.
Hjólateljarar í Nauthólsvík og á
Geirsnefni sýna tvöföldun umferð-
ar eftir að götur og stígar urðu auð-
ir. Kemur þetta fram í tilkynningu
frá Reykjavíkurborg.
Mánudaginn 26. febrúar síðast-
liðinn mældust 211 reiðhjól á stígn-
um í Nauthólsvík, en daginn eftir
voru 411 á reiðhjólum. Tvöföldun
varð einnig á Geirsnefi, umferðin
fór úr 93 hjólum í 187 og aukningin
í Elliðaárdal var úr 105 í 172 hjól
27. febrúar.
Hjólaumferð eykst
samhliða minni snjó
Bílar