Morgunblaðið - 01.03.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.03.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Dásamleg nærandi og mýkjandi krem og serum sem styrkja og yngja. Afsláttur af allri línunni. Sothys 25% afsláttur lyfja.is Tilboðsdagar í Lyfju Kynntu þér veglegt úrval snyrti– og dekurvara á enn betra verði dagana 1.–11. mars. Tilboðin gilda í öllum verslunum Lyfju og í netverslun okkar á lyfja.is. Ást er yfirskriftin hjá Alessandro, ekki láta þessa fallegu liti fram hjá þér fara! Þú færð silkimjúkar hendur með ManiQURE Rose handáburðinum. Afsláttur af allri línunni. Alessandro 20% afsláttur BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jón Steinar Gunnlaugsson, fv. hæstaréttardómari, gagnrýnir Hæstarétt harðlega vegna dóma í Landsréttarmálinu. Hæstiréttur hafi „leitað logandi ljósi“ að brotum af hálfu dómsmálaráðherra og borið niður í rannsóknarreglu almenns stjórnsýsluréttar. „Hvað átti hún að rannsaka?“ spurði Jón Steinar og vísaði til Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sem Hæstirétt- ur dæmdi að hefði ekki rannsakað dómaraval á fullnægjandi hátt. Á þeim grundvelli fengu tveir um- sækjendur um dómarastöður við Landsrétt dæmdar bætur (mál 591 og 592/2017). „Hæstaréttardóm- urinn er alveg svakalegur … Þarna er dómstóllinn kominn, og þeir sem þar standa að, í hávaða hagsmuna- og valdabaráttu gegn ráðherran- um,“ sagði Jón Steinar. Dómsmála- ráðherra hefði ekki gert annað „en það sem lögin heimiluðu honum“ við skipan dómara við Landsrétt. Fimm þáðu ekki fundarboð Dómarnir féllu 19. desember en þau tíðindi urðu í málinu 22. febr- úar að dómari við Landsrétt var metinn hæfur til að dæma við rétt- inn. Jón Steinar vék að Landsréttar- málinu í fyrirlestri í Háskóla Reykjavíkur í gær. Átti þar að vera málþing en fimm fulltrúar dóms- valdsins mættu hins vegar ekki. Var Jón Steinar því einn ræðumað- ur. Lögrétta stóð fyrir fundinum. „Rétturinn hefur um langt árabil viljað hafa mikið um það að segja hverjir koma nýir inn í hópinn … Dómarar í Hæstarétti eru í valda- baráttu …Þeir hafa setið í réttar- farsnefnd. Hugsið ykkur það. Rétt- arfarsnefnd sem hefur það verkefni að semja lagafrumvörp. Af hverju eru dómarar í réttarfarsnefnd? Svo hafa þeir verið að tilnefna í nefnd sem metur hæfni umsækjenda um dómaraembætti og komu svo fram þeirri lagabreytingu … að ef þessi nefnd, sem dómararnir sjálfir voru ráðandi í og hópur í kringum þá, setti einhvern í efsta sæti þá mátti ráðherra ekki skipa annan en þann sem í efsta sætið fór nema að hann bæri það þá undir Alþingi. Auðvitað fólst í þessu de facto vald dóm- aranna til þess að velja inn í hópinn. Ég hef sagt að í þeim endurbótum sem við verðum að gera er þetta eitt það þýðingarmesta, að skera á þetta áhrifavald dómaranna.“ Standast ekki þrýstinginn Jón Steinar fjallaði um bók sína Með lognið í fangið: Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun og setti efni hennar í samhengi við gagnrýni- verða dóma Hæstaréttar á 20. öld. Hæstiréttur hefði ekki staðist þrýstinginn þegar almenningur kallaði á sakfellingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Jafnvel Ólafur Jóhannesson, þáverandi dómsmála- ráðherra, hefði látið þau orð falla að „þungu fargi er af þjóðinni létt“ áð- ur en ákærur voru gefnar út. „Hálf- gerðir götustrákar í þingliðinu á Al- þingi höfðu ráðist á ráðherrann og sakað hann um einhvers konar þátt- töku í þessum verkum öllum saman. Þannig að hann var illa leikinn af þessu,“ sagði Jón Steinar um að- draganda ummæla Ólafs. Sakfellingarnar hefðu síðan ekki reynst halda vatni. Nú þrýsti al- menningur á sýknu. Skal tekið fram að Jón Steinar er verjandi í málinu sem hefur verið tekið upp á ný. Jón Steinar nefndi líka sakfell- ingu í bjórbruggsmáli og dóm yfir Magnúsi Thoroddsen sem dæmi um hvernig dómskerfið hefði látið undan þrýstingi en ekki farið að lögum. Til upprifjunar lét Magnús af embætti forseta Hæstaréttar í kjölfar áfengiskaupa. „Hann braut engin lög,“ sagði Jón Steinar sem var verjandi Magnúsar í málinu. Jón Steinar vék því næst að dómsmálum í kjölfar efnahags- hrunsins. „Þá var ákveðið hugarástand í réttinum sem maður varð var við,“ segir Jón Steinar sem var dómari við Hæstarétt 2004-12. Stjórnendur fjármálafyrirtækja hefðu verið sett- ir í gæsluvarðhald um tveimur ár- um eftir að þeir létu af störfum í kjölfar hrunsins. „Það voru auðvitað engin skilyrði fyrir því að svipta þessa menn frelsi í þágu rannsókn- arhagsmuna á þessu stigi,“ sagði Jón Steinar. Þá hefði verið framið „dómsmorð“ í máli Baldurs Guðlaugssonar, fv. ráðuneytisstjóra, sem dæmdur var fyrir innherjasvik. „Það var fyrsta [hrun]málið. Þá var mönnum mikið mál,“ sagði Jón Steinar sem rekur dóminn í bók- inni. Hæpnar forsendur dóma Jón Steinar gagnrýndi líka dóma yfir stjórnendum banka á grund- velli umboðssvika, sem sé lýst sem auðgunarbrotum í almennum hegningarlögum. Í umræddum dómum hafi „ekki einu sinni [verið] vikið að því hvort þessu skilyrði var fullnægt“. „Í langflestum málanna, ekki samt alveg öllum, var ekki sannað að það væru nein skilyrði auðgunar- tilgangs … Menn bjuggu til ein- hverja hugmynd um að það væri nóg að hafa skapað hættu á tjóni. Það er ekki eftir lögunum,“ sagði Jón Steinar og spurði hvernig dóm- arar gætu „dæmt menn til margra ára fangelsisvistar að ósekju“. „Hvaðan eru þeir menn komnir sem geta gert þetta og eiga að kunna skil á þeim reglum sem þeim ber að fara eftir? Það er ekki aðeins verið að valda sakborningnum óbæt- anlegu tjóni heldur öllum ástvinum hans, fjölskyldu hans, börnunum hans“. Umræddir dómar Hæstaréttar væru „misnotkun á ríkisvaldi“. Jón Steinar gagnrýndi líka dóma Hæstaréttar vegna meintrar mark- aðsmisnotkunar forsvarsmanna fjármálafyrirtækja. Sakborningum í þeim málum hefði verið meinað um aðgang að gögnum máls og Hæsti- réttur jafnvel fundið nýjar for- sendur dóms og dæmt annað mál en í héraði. Hæstiréttur sagður sveiflast með tíðaranda  Fyrrverandi hæstaréttardómari gagnrýnir Hæstarétt harðlega vegna dóms í Landsréttarmálinu  Hæstiréttur hafi teygt sig langt til að dæma dómsmálaráðherra brotlegan við skipan dómara Morgunblaðið/Hari Dómsmál Jón Steinar Gunnlaugsson flutti erindi á fundi Lögréttu í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.