Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 10

Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Dásamleg nærandi og mýkjandi krem og serum sem styrkja og yngja. Afsláttur af allri línunni. Sothys 25% afsláttur lyfja.is Tilboðsdagar í Lyfju Kynntu þér veglegt úrval snyrti– og dekurvara á enn betra verði dagana 1.–11. mars. Tilboðin gilda í öllum verslunum Lyfju og í netverslun okkar á lyfja.is. Ást er yfirskriftin hjá Alessandro, ekki láta þessa fallegu liti fram hjá þér fara! Þú færð silkimjúkar hendur með ManiQURE Rose handáburðinum. Afsláttur af allri línunni. Alessandro 20% afsláttur BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jón Steinar Gunnlaugsson, fv. hæstaréttardómari, gagnrýnir Hæstarétt harðlega vegna dóma í Landsréttarmálinu. Hæstiréttur hafi „leitað logandi ljósi“ að brotum af hálfu dómsmálaráðherra og borið niður í rannsóknarreglu almenns stjórnsýsluréttar. „Hvað átti hún að rannsaka?“ spurði Jón Steinar og vísaði til Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sem Hæstirétt- ur dæmdi að hefði ekki rannsakað dómaraval á fullnægjandi hátt. Á þeim grundvelli fengu tveir um- sækjendur um dómarastöður við Landsrétt dæmdar bætur (mál 591 og 592/2017). „Hæstaréttardóm- urinn er alveg svakalegur … Þarna er dómstóllinn kominn, og þeir sem þar standa að, í hávaða hagsmuna- og valdabaráttu gegn ráðherran- um,“ sagði Jón Steinar. Dómsmála- ráðherra hefði ekki gert annað „en það sem lögin heimiluðu honum“ við skipan dómara við Landsrétt. Fimm þáðu ekki fundarboð Dómarnir féllu 19. desember en þau tíðindi urðu í málinu 22. febr- úar að dómari við Landsrétt var metinn hæfur til að dæma við rétt- inn. Jón Steinar vék að Landsréttar- málinu í fyrirlestri í Háskóla Reykjavíkur í gær. Átti þar að vera málþing en fimm fulltrúar dóms- valdsins mættu hins vegar ekki. Var Jón Steinar því einn ræðumað- ur. Lögrétta stóð fyrir fundinum. „Rétturinn hefur um langt árabil viljað hafa mikið um það að segja hverjir koma nýir inn í hópinn … Dómarar í Hæstarétti eru í valda- baráttu …Þeir hafa setið í réttar- farsnefnd. Hugsið ykkur það. Rétt- arfarsnefnd sem hefur það verkefni að semja lagafrumvörp. Af hverju eru dómarar í réttarfarsnefnd? Svo hafa þeir verið að tilnefna í nefnd sem metur hæfni umsækjenda um dómaraembætti og komu svo fram þeirri lagabreytingu … að ef þessi nefnd, sem dómararnir sjálfir voru ráðandi í og hópur í kringum þá, setti einhvern í efsta sæti þá mátti ráðherra ekki skipa annan en þann sem í efsta sætið fór nema að hann bæri það þá undir Alþingi. Auðvitað fólst í þessu de facto vald dóm- aranna til þess að velja inn í hópinn. Ég hef sagt að í þeim endurbótum sem við verðum að gera er þetta eitt það þýðingarmesta, að skera á þetta áhrifavald dómaranna.“ Standast ekki þrýstinginn Jón Steinar fjallaði um bók sína Með lognið í fangið: Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun og setti efni hennar í samhengi við gagnrýni- verða dóma Hæstaréttar á 20. öld. Hæstiréttur hefði ekki staðist þrýstinginn þegar almenningur kallaði á sakfellingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Jafnvel Ólafur Jóhannesson, þáverandi dómsmála- ráðherra, hefði látið þau orð falla að „þungu fargi er af þjóðinni létt“ áð- ur en ákærur voru gefnar út. „Hálf- gerðir götustrákar í þingliðinu á Al- þingi höfðu ráðist á ráðherrann og sakað hann um einhvers konar þátt- töku í þessum verkum öllum saman. Þannig að hann var illa leikinn af þessu,“ sagði Jón Steinar um að- draganda ummæla Ólafs. Sakfellingarnar hefðu síðan ekki reynst halda vatni. Nú þrýsti al- menningur á sýknu. Skal tekið fram að Jón Steinar er verjandi í málinu sem hefur verið tekið upp á ný. Jón Steinar nefndi líka sakfell- ingu í bjórbruggsmáli og dóm yfir Magnúsi Thoroddsen sem dæmi um hvernig dómskerfið hefði látið undan þrýstingi en ekki farið að lögum. Til upprifjunar lét Magnús af embætti forseta Hæstaréttar í kjölfar áfengiskaupa. „Hann braut engin lög,“ sagði Jón Steinar sem var verjandi Magnúsar í málinu. Jón Steinar vék því næst að dómsmálum í kjölfar efnahags- hrunsins. „Þá var ákveðið hugarástand í réttinum sem maður varð var við,“ segir Jón Steinar sem var dómari við Hæstarétt 2004-12. Stjórnendur fjármálafyrirtækja hefðu verið sett- ir í gæsluvarðhald um tveimur ár- um eftir að þeir létu af störfum í kjölfar hrunsins. „Það voru auðvitað engin skilyrði fyrir því að svipta þessa menn frelsi í þágu rannsókn- arhagsmuna á þessu stigi,“ sagði Jón Steinar. Þá hefði verið framið „dómsmorð“ í máli Baldurs Guðlaugssonar, fv. ráðuneytisstjóra, sem dæmdur var fyrir innherjasvik. „Það var fyrsta [hrun]málið. Þá var mönnum mikið mál,“ sagði Jón Steinar sem rekur dóminn í bók- inni. Hæpnar forsendur dóma Jón Steinar gagnrýndi líka dóma yfir stjórnendum banka á grund- velli umboðssvika, sem sé lýst sem auðgunarbrotum í almennum hegningarlögum. Í umræddum dómum hafi „ekki einu sinni [verið] vikið að því hvort þessu skilyrði var fullnægt“. „Í langflestum málanna, ekki samt alveg öllum, var ekki sannað að það væru nein skilyrði auðgunar- tilgangs … Menn bjuggu til ein- hverja hugmynd um að það væri nóg að hafa skapað hættu á tjóni. Það er ekki eftir lögunum,“ sagði Jón Steinar og spurði hvernig dóm- arar gætu „dæmt menn til margra ára fangelsisvistar að ósekju“. „Hvaðan eru þeir menn komnir sem geta gert þetta og eiga að kunna skil á þeim reglum sem þeim ber að fara eftir? Það er ekki aðeins verið að valda sakborningnum óbæt- anlegu tjóni heldur öllum ástvinum hans, fjölskyldu hans, börnunum hans“. Umræddir dómar Hæstaréttar væru „misnotkun á ríkisvaldi“. Jón Steinar gagnrýndi líka dóma Hæstaréttar vegna meintrar mark- aðsmisnotkunar forsvarsmanna fjármálafyrirtækja. Sakborningum í þeim málum hefði verið meinað um aðgang að gögnum máls og Hæsti- réttur jafnvel fundið nýjar for- sendur dóms og dæmt annað mál en í héraði. Hæstiréttur sagður sveiflast með tíðaranda  Fyrrverandi hæstaréttardómari gagnrýnir Hæstarétt harðlega vegna dóms í Landsréttarmálinu  Hæstiréttur hafi teygt sig langt til að dæma dómsmálaráðherra brotlegan við skipan dómara Morgunblaðið/Hari Dómsmál Jón Steinar Gunnlaugsson flutti erindi á fundi Lögréttu í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.