Morgunblaðið - 01.03.2018, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 01.03.2018, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt Ný sending frá Elínrós Líndal elinros@mbl.is „Það er orðið jafndýrt að búa hér og í dýrustu hverfum borgarinnar, en húsnæðisverð hefur hækkað um rúm- lega 60% á síðasta áratug eða svo,“ segir Arnar Már, sem lagði stund á tískuhönnun við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2013. Eftir skólann lagði hann land undir fót og bjó í París um tíma þar sem hann vann fyrir franska hönnuðinn Mart- ine Sitbon, fyrir tískumerkið Rue Du Mail. „Þetta var áhugaverður tími í París en því miður tók eigandi tísku- hússins, Jimmy Chan, þá ákvörðun að loka. Svo vinnan sem ég hafði lagt til komst ekki á tískupallana í fram- haldi af því.“ Í Royal College of Arts Eftir það ákvað Arnar Már að flytja til Bretlands og sækja meist- aranám við Royal College of Arts. „Kærastan mín var aldrei ánægð í París, svo þessi ákvörðun var góð fyr- ir okkur bæði. Skólinn í Bretlandi þykir einn af þeim bestu, svo æv- intýrið í tískunni var bara rétt að byrja hjá mér.“ Þess má geta að skólinn mældist besti tískuskóli í heimi árið 2016. Var Arnar Már ánægður í því umhverfi? „Já, mjög. Skólinn hefur svo margt; frábæra kennara, gott tengslanet inn í iðnaðinn víðsvegar um heiminn og svo frábæra nemendur auðvitað.“ Arnar Már bætir við að hann sé í miklu sambandi við skólasystkini sín. „Við reynum að vinna eins mikið sam- an og hægt er.“ Það var einmitt í náminu sem Arn- ar Már fékk tækifæri til að leggja stund á að hanna hugmyndir fyrir ilmvatnsiðnaðinn. „IFF er eitt stærsta fyrirtækið í ilmvatnsiðn- aðinum í heiminum, gerir ilmvötn fyr- ir mörg af stóru merkjunum. Þeir efndu til samkeppni, sem ég tók þátt í, til að finna nýjar leiðir til að nota ilmvötn. Ég vann þessa keppni, sem sneri að vörumerkinu Ninu Ricci, og þannig hef ég fengið fleiri áhugaverð verkefni til að vinna að tengd ilm- vötnum.“ Starfar fyrir mismunandi aðila Í dag vinnur hann verkefni fyrir ýmis vörumerki, mörg þeirra eru þekkt og verkefnin því þannig að ekki má ræða um þau á opinberum vett- vangi. „Tækifærin eru víða og í dag starfa ég fyrir mismunandi aðila, s.s. ilmvatnsfyrirtæki, íþróttafyrirtæki, tískuhús og útivistarfata- framleiðendur. Ég starfa í mínu eigin stúdíói og hef því möguleika á að gera alls konar hluti ásamt því að vera að þróa eigin línu í mínu nafni.“ Aðspurður hvaðan þekking hans á ilmvötnum kemur hlær hann og seg- ir: „Ég hef aldrei notað ilmvatn á æv- inni, svo ég þurfti að byrja frá grunni. En fljótlega fór ég að fá hugmyndir sem tengdust spurningunni: Af mér var sagt þegar ég byrjaði í skól- anum var að allt yrði að hafa tilgang og það mætti aldrei leggjast í vinnu sem hefði enga þýðingu.“ Að mati Arnars Más er London ekki svo stór og í raun heimurinn ekki heldur. „Með aðstoð tölvutækn- innar getur maður unnið í tísku- bransanum hvar sem maður er stadd- ur í veröldinni um þessar mundir.“ Arnar Már segir að það sé ekki auðsótt að fá vinnu sem hönnuður fyrir stóru tískuhúsin. „Kaup og kjör eru ekki til fyrirmyndar fyrir nýút- skrifaða hönnuði, en það býr til ný jaðarmynstur. Ég finn fyrir því hér að hönnuðir vinna meira í verkefnum og við getum leyft okkur að gera hlut- ina öðruvísi.“ Í dag eru ekki margir ungir hönn- uðir með hefðbundnar tískusýningar upp á gamla mátann. „Við fæðumst á veraldarvefnum og því þarf ekki að sýna IRL (In Real Life) að mínu mati. Við getum sýnt beint í gegnum veraldarvefinn og svo erum við með flottar innsetningar á réttu stöðunum og vekjum þannig athygli. Ásamt því að vera í sambandi við flotta sýning- araðila víða.“ Tískuvikan í Kaupmannahöfn Næst á dagskrá hjá þessum unga flotta hönnuði er verkefni á tískuvik- unni í Kaupmannahöfn, þar sem hon- um hefur boðist að sýna útskriftarlín- una sína sem hluta af Raven Special Project. „Línan mín, sem hægt er að sjá á heimasíðunni minni, www.arn- armarjonsson.com, er fyrir karl- menn. Hún er hugsuð sem þægileg og með gott notagildi. Ég hugsa um viðskiptavininn, hver áhugamál hans eru og fleira í þeim dúr.“ Tæknin vinnur með hönnuðum Tískuhönnuðurinn Arnar Már hefur unnið fyrir nokk- ur af þekktustu tískumerkjum heims þrátt fyrir ung- an aldur. Hann býr í austurhluta Lundúnaborgar, þar sem menning og listir dafna og iðandi mannlífið fangar huga þeirra sem þangað koma. Við komumst að því hvernig er að vera ungur íslenskur fatahönn- uður í hinum stóra heimi tískunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tískan Arnar Már Jónsson fatahönnuður segir mikla samkennd í tískuiðnaðinum. Hún hafi komið honum á óvart. hverju notum við ilmvatn eingöngu sem vökva á húð? Hvernig væri að bjóða upp á hluti sem gæfu frá sér ilm? Ilmur getur einkennt áhugasvið okkar og við þekkt hvert annað á lyktinni einni saman en ekki bara í gegnum samtal og augun.“ Tribal-hugmyndafræði Hann segir eigið vörumerki lýsa hugmyndaheimi sínum og sinna nán- ustu í gegnum Tribal-hugmynda- fræði og nýsköpun. „Ég er mikið fyr- ir nýsköpun og tækni og að vinna með orku sem verður til innan ákveðinna hópa, sem dæmi úr mínum nánasta vinahópi.“ Hann notfærir sér tækni sem not- uð er til að gera íþróttavörur og yf- irfærir hana á hversdagsfatnað. „Að mínu mati verður hversdags- fatnaður æ þægilegri, eins og sjá má á því hvernig við klæðum okkur í dag, og er það mjög mikilvægt fyrir mig að það sé ekki hindrandi að klæðast flíkunum mínum. Auðvitað er Ísland mjög mikilvægt þegar kemur að hönnuninni og er allt hannað með þetta „clash“ á milli borgarlífsins og náttúrunnar og veðurfar Íslands í huga.“ Hvernig er tískuiðnaðurinn að þínu mati? „Ágætur. Ég náttúrlega þekki ekk- ert annað. Þetta er endalaus vinna en það er mikil samkennd í bransanum, sem kom mér verulega á óvart. Það er mikil menning og rannsóknir svo ekki sé minnst á nýsköpun hjá fólki í kringum mig, sem kom verulega á óvart í byrjun. En skólinn sem ég var í lagði áherslu á nýsköpun og að við fengjum aðgang að öllu því sem er í boði í tískunni í dag. Það fyrsta sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.