Morgunblaðið - 01.03.2018, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 01.03.2018, Qupperneq 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 tilskipunum EES,“ segir Kleveland og bendir á að Noregur hafi sagt nei við pósttilskipun EES um bréf undir 50 gr. og það hafi engar af- leiðingar haft. Nei við orkureglugerð ESB „Í dag höfum við ástæðu til þess að segja nei við EES vegna orku- reglugerðar ESB. Nei til EU vinn- ur að því að fá norska stórþingið til þess að neita tilskipun ESB í gegnum EES, sem felur í sér að það taki yfir orkustefnu okkar,“ segir Kleveland sem gladdist þegar Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra sagði á Alþingi 6. febrúar sl. að hann hefði efasemdir um að- ild Íslands að EES og tenginguna við ACER. „Bjarni telur tímabært að skoða stöðu EFTA-ríkjanna á grundvelli EES-samningsins og dregur í efa að kröfur ESB samrýmist grunn- hugsun EES um tveggja þátta stoðir lengur, þar sem regluverk ESB gengur lengra en lög bæði í Noregi og á Íslandi,“ segir Kleve- land enn fremur. Hún segir orkustefnuna mjög mikilvæga og nauðsynlegt að Ís- land og Noregur hafi forræði og stefnumörkun í orkumálum, ekki ESB. Um það sé skýr vilji meiri- hluta Norðmanna. „Ég held að umræðan um ACER og orkureglur ESB hafi ekki verið tekin á Íslandi. Í Noregi hélt ríkisstjórnin að það yrði létt verk að fá ESB-regluverkið sam- þykkt í Stórþinginu en það gekk ekki eftir. Nú hafa margir spurt gagnrýninna spurninga og nokkrir sem vilja ekki samþykkja reglu- verkið,“ segir Kleveland og bætir við að ESB hafi þegar árið 2009 stofnað ACER og ríkisstjórnir Noregs hafi verið berskjaldaðar fyrir því að segja já og tengja Noreg við ACER. Kleveland segir að Noregur hafi enn sem komið er ekki tapað neinu og Nei til EU vilji að Noregur haldi fullveldi í orkumálum. „Ég trúi því að Noregur og Ís- land geti hjálpast að með því að segja bæði nei við orkustefnu ESB. Það er ógnvekjandi að ESB hafi nú þegar sett sæstrenginn Icelink á dagskrá orkusambandsins,“ segir Kleveland og bendir á að hit- unarkostnaður sé minni á Íslandi en í Evrópu. Ef regluverk ESB nái fram að ganga muni rafmagns- og hitakostnaður aukast bæði í Noregi og á Íslandi. „Á meðan við erum í EES þurf- um við stöðugt að taka við lögum og reglugerðum beint frá ESB. Við verðum að segja oftar nei,“ segir Kleveland ánægð með Brexit og að Bretar ætli að ganga úr ESB. Hún segir spennandi að sjá hvað gerist í kjölfarið. Bæði Theresa May for- sætisráðherra og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi, segi EES ekki nauðsyn- legt fyrir Breta og þeir hafi óskað eftir viðskiptasamningi en ekki EES-samningi. „Það eru fleiri og fleiri í Stór- þinginu sem hafa efasemdir um EES samninginn og segist vilji beita fyrirvörum. Nei til EU hefur óskað eftir nánara samstarfi við Bretland. Við höfum heyrt að Ís- land hafi boðið Bretland velkomið til baka í EFTA. Norska ríkis- stjórnin hefur verið aðeins tregari en NEI til EU sem telur rétt að stuðla að því að Bretland gangi aft- ur í EFTA,“ segir Kleveland sem bendir á að Noregur sjái tækifæri til þess að ræða og gera breytingar á EES-samningnum í tengslum við Brexit. „NEI til EU vill brýna Íslend- inga til þess að rökræða um EES og þess vegna er ég hingað kom- in,“ segir Kathrine Kleveland. „Við verðum að segja oftar nei“  Nei til EU brýnir Íslendinga  Barátta um orkumál á norska Stórþinginu  Brexit, tækifæri fyrir Ísland og Noreg  ESB ásælist völd yfir orkunni  Beita þarf fyrirvörum og neitunarvaldi oftar Evrópa Kathrine Kleveland, formaður NEI til EU í Noregi, er stödd hér á landi til þess að hefja umræðu um EES.  Heimssýn, þverpólitísk sam- tök sjálfstæðissinna í Evrópu- málum sem telja að Ísland ætti að vera sjálfstæð þjóð utan ESB.  NEI til EU, systursamtök Heimssýnar í Noregi sem berj- ast að auki fyrir umræðu um stöðu EES-samningsins.  EFTA, Fríverslunarsamtök Evrópu.  Brexit, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu.  ACER, (Agengy for Co- operation of Energy Regula- tors) Orkusamband Evrópusam- bandsins.  Icelink, væntanlegur sæ- strengur milli Íslands og Bret- lands Heimssýn og NEI til EU HUGTÖK Systursamtök Erna Bjarnadóttir, formaður Heimssýnar, og Kathrine Kleveland, formaður NEI til EU í Noregi, hafa sömu hagsmuna að gæta. VIÐTAL Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Mitt markmið er að lyfta upp um- ræðunni um EES-samninginn á árs- fundi Heimssýnar,“ segir Kathrine Kleveland, formaður norsku sam- takanna NEI til EU sem eru systursamtök Heimssýnar með yfir 200.000 félagsmenn. Kleveland er gestur á aðalfundi Heimssýnar á Hótel Sögu í dag. „Ég hef áhuga á að koma um- ræðunni um EES-samninginn í gang á Íslandi, það er orðið tíma- bært,“ segir Kleveland sem telur mikilvægt að tala bæði um ESB og EES en í Noregi hafi meirihluti Norðmanna tvívegis fellt í þjóðar- atkvæðagreiðslu um inngöngu í ESB, árin 1972 og 1994. Skoðana- kannanir hafi verið á sama veg undanfarin 14 ár. „Umræðan um ESB er ekki eins mikilvæg í Noregi eins og umræðan um EES vegna þess að meirihluti Norðmanna trúir því að við þurfum á EES að halda. En á samningnum eru margar neikvæðar hliðar og það þarf að skoða hvaða þýðingu hann hafi fyrir Noreg og hvort við þörfnumst hans,“ segir Kleveland. Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu „Samkvæmt skoðanakönnun vill meirihluti Norðmanna þjóðar- atkvæðagreiðslu um EES- samninginn og það er krafa NEI til EU,“ segir Kleveland. Hún telur að með útgöngu Breta úr ESB verði norsk stjórnvöld að hefja samtalið um stöðuna sem upp kemur þegar Bretar ganga úr ESB og þá við- skiptasamninga sem Bretar ná í kjölfarið. „Í umræðunni um EES á Íslandi og í Noregi þarf að ræða hvers vegna samningurinn er umfangs- meiri en aðrir viðskiptasamningar ESB sem gerðir eru við yfir 150 lönd og að EES-löndin séu þau einu sem þurfa að breyta lögum til þess að eiga viðskipti innan ESB,“ segir Kleveland og bætir við að þegar Noregur skrifaði undir EES- samninginn við ESB hafi Norð- mönnum verið sagt að EES samn- ingurinn tæki bara til viðskiptalífs- ins. „Hugsunin með EES var ekki að samþykkja lög sem fjölluðu um ann- að en viðskipti,“ segir Kleveland sem telur að Ísland og Noregur geti hjálpað hvort öðru og þau ættu að vera gagnrýnni á EES-samninginn. „Ef við getum ekki sagt okkur úr EES þá eigum við að nýta okkur réttinn sem við höfum til þess að sporna gegn meiri völdum ESB. Við eigum að nýta réttinn til að gera fyrirvara og segja nei við beinum Flytjendur Nemendur í óperudeild Tónlistarstjóri Hrönn Þráinsdóttir Leikstjóri og dansahöfundur Sibylle Köll Hljómsveit Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands Stjórnandi Garðar Cortes Miðasala í Hörpu er opin 12-18 bæði virka og helga daga, harpa.is / harpa@harpa.is / sími 528 5050 songskolinn.is songskolinn@songskolinn.is sími 552 7366 Söngskólinn í Reykjavík nemendaóperan Johann Strauss LEÐURBLAKAN ...ein vinsælasta óperetta allra tíma Sýningar í Norðurljósasal Hörpu mánudaginn 5. mars 2018 kl. 19.30 og þriðjudaginn 6. mars 2018 kl. 19.30 Hildur Ingvars- dóttir vélaverk- fræðingur hefur verið ráðin skólameistari Tækniskólans. Tekur hún við starfinu af Jóni B. Stefánssyni 1. júní næstkom- andi en hann snýr sér að öðr- um störfum fyrir skólann. Hildur hefur starfað hjá Orku- veitu Reykjavíkur síðustu 12 ár og síðustu fimm ár hefur hún verið forstöðumaður viðhaldsþjónustu Veitna. Áður starfaði Hildur hjá Al- mennu verkfræðistofunni og sem kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Hildur stýrir Tækniskólanum Hildur Ingvarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.