Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 88

Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 88
FIMMTUDAGUR 1. MARS 60. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Óhress með ráðningu Gumma … 2. Kim sótti um áritun með … 3. Íslensk getspá leitar að … 4. Doktor Ásdís til S-Afríku »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hjónin Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson bjóða upp á kvöldstund í Hannesarholti í kvöld kl. 20. Ásta segir sögur af formæðrum sínum sem lengi hafa búið með henni en sögurnar komu út á bók fyrir skömmu. Valgeir bjó til söngva og texta út frá sögunum sem hann mun leika fyrir gesti. Morgunblaðið/Ómar Kvöldstund með Valgeiri og Ástu  Kastljósinu verður beint að tónlistarmann- inum, lagahöfund- inum og texta- smiðnum Magnúsi Kjart- anssyni í kvöld á tónleikum í röð- inni Söngvaskáld á Suðurnesjum sem haldnir verða í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Flytj- endur eru Dagný Gísladóttir, Arnór B. Vilbergsson og Elmar Þór Hauksson. Söngvaskáldið Magn- ús á Suðurnesjum  Í tilefni af því að 30 ár voru í fyrra liðin frá því fyrsta plata vin- og söng- kvennanna Lindu Ronstadt, Dolly Parton og Emmylou Harris, Trio, kom út halda þrjár íslenskar söngkonur, þær Guðrún Gunnars, Margrét Eir og Regína Ósk, sérstaka tón- leika þeim til heiðurs í Salnum í kvöld kl. 20. Þær munu syngja lög af plöt- unni, studdar af hljómsveit. Heiðra Ronstadt, Parton og Harris Á föstudag Norðaustan 8-18 m/s, hvassast SA-til. Víða él, en létt- skýjað á S- og SV-landi. Frost 0 til 8 stig, mildast með S-ströndinni. Á laugardag, sunnudag og mánudag Frost um allt land. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Kólnar í veðri. Norðaustan 8-15 m/s og dá- lítil snjókoma, en léttir til V-lands með morgninum og S-til síðdeg- is. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust við S-ströndina fram á kvöld. VEÐUR Ólafía Þórunn Kristins- dóttir, kylfingur úr GR, er mætt til Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem hún mun dvelja við æfing- ar næstu vikuna. Ólafía keppir næst á Bank of Hope Founders-mótinu í Phoenix í Arizona dagana 15.-18. mars og í Carlsbad í Kaliforníu áður en kemur að fyrsta risamóti keppn- istímabilsins í LPGA- mótaröðinni. »4 Ólafía er komin til Los Angeles Martin Hermannsson á góðu gengi að fagna með íslenska landsliðinu í körfuknattleik og Chalons-Reims í Frakklandi. „Ég fann það alveg sér- staklega þegar ég kom heim í landsliðsverk- efnið á dög- unum hvað það hefur gert mér gott að leika á móti og með þeim fjölda snöggu og fljótu leikmanna sem eru í frönsku deildinni,“ segir Martin en hann er þegar farinn að huga að því að taka næsta skref á ferlinum. »1 Fann að franska deildin hafði gert honum gott „Ef við komumst í 16-liða úrslit Meist- aradeildarinnar verður það vafalítið einn stærsti áfangi í sögu félagsins síðan Skjern varð danskur meistari í kringum aldamótin,“ sagði Tandri Már Konráðsson, handknattleiksmaður hjá danska liðinu Skjern, í samtali við Morgunblaðið í gær spurður um síðari leikinn við Zaporozhye frá Úkraínu á sunnudaginn. »1 Yrði einn stærsti áfangi í sögu félagsins ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Í þrjátíu og sex ár hefur kórbún- ingur Kórs Öldutúnsskóla verið sá sami: Blár batik-búningur sem er mjög minnisstæður. Búningurinn var hannaður af Katrínu Ágústs- dóttur batik-listakonu og tekinn í notkun 1982. Kórinn hefur sungið í þessum búningi síðan án nokkurrar end- urnýjunar en nú er svo komið að skipta á um kórbúning og er efnt til sérstakra fjáröflunartónleika og búningasöfnunar á laugardag- inn í Hafnarfjarðarkirkju vegna þess. „Við höfum hugsað okkur að nota gömlu búningana áfram sem sérstaka hátíðarbúninga við ákveðin tækifæri. Þeir eru ná- tengdir ímynd kórsins en eins og gefur að skilja þá hafa búning- arnir látið á sjá eftir 36 ára notkun og lagfæringar í gegnum tíðina. Margir eru orðnir slitnir og velkt- ir og þá hafa fjölmargir búningar tapast,“ segir Brynhildur Auð- bjargardóttir, kórstjóri og tónlist- arkennari í Öldutúnsskóla. Saumaðir voru um 60 búningar upphaflega en það eru tæplega 40 eftir. „Fyrrum kórfélagar eru margir hverjir með búninga heima hjá sér í geymslum og er eitt af markmiðum tónleikanna á laug- ardaginn að endurheimta þá. Fólk getur komið með búningana með sér og skutlað í tunnur sem verða á staðnum.“ Brynhildur er ein af þeim sem frumsýndi búninginn 1982 þegar hún var í kórnum og var mjög stolt af honum. „Búningurinn hefur far- ið í og úr tísku í gegnum tíðina en er núna orðinn svolítið klassískur. Ég veit að kórbörnin mín hafa stundum fengið að heyra það frá öðrum kórum að þetta séu hallær- islegir búningar. Þetta er kannski engin tískuflík en þeir eru ótrú- lega fallegir þegar horft er yfir kórinn úr salnum. Börnunum þyk- ir vænt um búninginn og alltaf þegar ég afhendi kórbarni nýjan búning er það svolítil athöfn því það er mikið mál fyrir þau að fá hann. Búningurinn hefur fest sig í sessi hér í Öldutúnsskóla.“ Hönnun nýs kórbúnings er á frumstigi að sögn Brynhildar en hugmyndin er að nýi búningurinn hafi sterka vísun í þann gamla, verði með sama mynstri og í bláum lit svo ásýnd kórsins haldist áfram svipuð. Tónleikarnir fara fram í Hafn- arfjarðarkirkju 3. mars kl. 12:30. Þar verður flutt fjölbreytt efnis- skrá af Kór Öldutúnsskóla, fyrr- verandi liðsmönnum kórsins og öðrum velunnurum. Á eftir verða kórbörnin með kaffisölu. Sungið í sama búningi í 36 ár  Nátengdir ímynd Kórs Öldutúnsskóla  Börnunum þykir vænt um búninginn Allir eins Kór Öldutúnsskóla í gömlu búningunum ásamt Brynhildi Auðbjargardóttur kórstjóra og Valdimari Víðissyni, skólastjóra Öldutúnsskóla. Kór Öldutúnsskóla var stofnaður 22. nóvember 1965 og er hann elsti barnakór landsins sem hefur starfað samfellt. 40 börn eru í eldri hóp kórsins núna og 50 í yngri hópnum. Bryn- hildur segir ásókn í kórinn mjög góða en það hafi ekki alltaf verið svo. „Vinsældir kórsins koma í bylgj- um og fara mikið eftir því hvernig árgangar eru í skólanum. Það koma söngnir árgangar sem hafa mikinn áhuga, það hefur verið mjög gott undanfarið og öflugt foreldrastarf.“ Brynhildur segir kórstarf hafa góð áhrif á tungumálið og orðskiln- ing barna. Það hafi sýnt sig í nýaf- staðinni upplestrarkeppni. „Kenn- ararnir sögðu að þau börn sem eru í kórnum hafi borið af í að lesa upp- hátt. Þau sem stóðu fremst í keppn- inni voru líka öll í kórnum. Texta- framburðurinn er svo skýr í söngnum.“ Vinsældirnar koma í bylgjum KÓR ÖLDUTÚNSSKÓLA VAR STOFNAÐUR 22. NÓVEMBER 1965

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.