Morgunblaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 30
VIÐTAL Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Í Suður-Þýskalandi býr Íslending- urinn Hans Ellert Ágústsson og rekur þar hestabúgarð og reiðskóla ásamt Kerstin, þýskri konu sinni. Hans hefur búið í Þýskalandi frá haustinu 1989, er hann 23 ára gamall skrapp þangað í þriggja mánaða vinnuferð. Ætlunin var að vinna á hestabúgarði til jóla og halda síðan áfram námi í Fjölbraut í Breiðholti. En örlögin höguðu því þannig að innan fárra vikna var Hans orðinn kærasti eigandans, konu sem var 23 árum eldri en hann. Samband þeirra stóð í 23 ár og þegar því lauk fannst honum ekki taka því að snúa aftur til Íslands. Fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna „Ég vildi alltaf fara burt frá Ís- landi og mér fannst ég aldrei vera alveg íslenskur,“ segir Hans. Enda á hann ættir að rekja út fyrir land- steinana, móðurafi hans var skip- stjóri frá Noregi og föðurafi hans amerískur hermaður. „Útþráin byrj- aði fyrir alvöru þegar ég var á síð- asta ári í grunnskóla, og sá auglýs- ingu frá AFS-skiptinemasam- tökunum, fór heim og sagði foreldrum mínum að ég ætlaði að taka þátt í þessu. Þau spurðu mig hver ætti borga og ég sagðist ætla vinna fyrir þessu sjálfur.“ Hans vann og safnaði peningum í eitt ár og greiddi síðan fyrir ársdvöl í Minnesota þar sem hann dvaldi 1984-85. „Þetta var frábært ár, mjög kalt var um veturinn, 40 stiga frost sem ég hafði aldrei upplifað áður, en loftið var svo þurrt að ég Íslending- urinn fann lítið fyrir kuldanum með- an allir aðrir voru að deyja úr kulda.“ Hans segist hafa verið heppinn með fjölskyldu og tók þátt í ýmsu starfi svo sem amerískum fótbolta og ræðuliði skólans. „Og það besta var að ég eignaðist kærustu, en árið leið og ég þurfti að fara aftur heim. Kærastan sagði mér upp eftir tveggja mánaða aðskilnað en hefur reyndar haft samband við mig aftur núna 30 árum seinna, en það er orðið allt of seint,“ segir Hans og glottir. Örlagaríkt símtal Þá kom hann heim og fór að vinna, fór í Iðnskólann, var í skát- unum og eignaðist íslenska kærustu. Það samband entist í tvö ár. „Þegar slitnaði upp úr því gat ég ekki hugsað mér að vera áfram á Ís- landi og kom mér í skip til Banda- ríkjanna, þar sem ég var næstu fimm mánuði að reyna að koma und- ir mig fótunum. En ég fékk hvorki atvinnu- né dvalarleyfi og ekki vildi ég vera ólöglegur í landinu.“ Hans segist þá hafa gefist upp á Ameríku og fékk föður sinn til þess að lána sér fyrir flugmiða heim. Þá var stefnan tekin á nám í framhalds- skóla, en áður en að því kom fékk hann örlagaríkt símtal í ágúst 1989. „Vinur minn hringdi frá Þýska- landi, en hann hafði ráðið sig í vinnu á búgarði þar í sex mánuði og var búinn með þrjá, en vildi hætta og koma heim. Ég var ekki lengi að hugsa mig um, en sagði honum að taka það skýrt fram að ég yrði bara í þrjá mánuði. En nú eru liðin næst- um 29 ár,“ segir Hans. Misstu búgarðinn á uppboði Hans hafði aldrei áður komið til Evrópu og flaug til Frankfurt þaðan sem hann tók lest til Nürnberg. „Enginn kom þangað að sækja mig þannig að ég hringdi í símanúmerið á búgarðinum. Þar urðu menn stein- hissa á því að Íslendingurinn væri kominn, því þeir voru víst vanir að koma alltaf of seint!“ Á búgarðinum voru um 120 ís- lensk hross, og nokkrar kýr. Hans var ekki óvanur hrossum því hann hafði stundaði hestamennsku frá unga aldri, verið í sveit, farið á reið- námskeið og átt hesta sjálfur. „Mér líkaði vel þarna og fljótlega var ég kominn í ástarsamband við konuna sem átti þetta. Hún er 23 ár- um árum eldri en ég og átti sex börn af fyrra hjónabandi, þar af tvö eldri en ég. Hún átti líka fyrirtæki sem sá um viðhald á byggingum og eignum fyrir ameríska herinn, en varð gjald- þrota eftir að herinn dró úr um- svifum sínum.“ Hans segir að þá hafi erfiðleik- arnir byrjað því þau misstu hestabú- garðinn á uppboði. „Við fórum nán- ast á flakk með 100 hross, vorum í Brandenburg og Bayern, við fund- um staði til að vera á og setja á fót reiðskóla, en það er býsna erfitt að eiga hross en engan fastan sama- stað.“ Á næstu árum lá fyrir að selja hross en jafnframt voru komnir brestir í sambúðina. Hans viður- kennir að hafa verið ótrúr og að sambandið hafi hangið á sam- viskubiti og kannski vorkunnsemi. „Síðustu 10 til 15 árin var ég í þessu til að reyna að gera réttu hlut- ina, láta hana ekki vera eina með vandamálin en sambandið var skemmt og ekki forsendur né traust til að laga það.“ Hans heldur áfram: ,,Rauði þráð- urinn var alltaf að starfa sem reið- kennari, en ýmislegt mistókst og ég fór að vinna annars staðar eftir því sem þurfti, t.d. að keyra vöruflutn- ingabíl á næturna og þetta var ótta- legt basl í mörg ár.“ Tekin var ákvörðun um að hætta með hrossin 2010 og hætta alfarið í hestamennsku. Þau reyndu að koma öllu í verð, sem tók þónokkurn tíma, en Hans segir þau ekki hafa vitað hvað annað væri hægt að gera. „Baslið byrjaði um leið og við misstum staðinn, ef þú hefur ekki stað, þá er þetta bara vitleysa. Hestamennska gengur samt ekki ein og sér, það þarf alltaf að fjár- magna starfsemina meðfram. Við vorum alltaf að vinna að því að finna verkefni, en ómögulegt var að fara í fullt starf verandi með hrossin.“ Tók ár að slíta sambandinu Árið 2011 segist hann hafa verið ákveðinn í að slíta sambúðinni og tók það um það bil ár. „Já, ég var heigull, að standa frammi fyrir því sem er rétt er ekki alltaf auðvelt, en ég taldi að ef einungis 10 hross væru eftir gæti hún séð um þau sjálf. Ég hafði kynnst Kerstin, núverandi konunni minni, árið 2003 en við urð- um kunnug í gegnum hrossin. Hún átti Shetlands-smáhesta og keypti af okkur þrjú íslensk hross á þessum árum. Árið 2012 var ég ennþá að reyna að gera hið rétta og ekki enn skilinn, en þáverandi konan mín vildi að við flyttum á nýjan stað. Þegar ég sagði Kerstin að ég væri að fara, fór henni að líða illa og ég var lengi að fatta að kannski væri ég ástæðan. Henni var farið að þykja vænt um mig og ég fann að mér leið svipað. Þegar ég mannaði mig upp í að slíta sambúðinni við fyrrverandi sagðist hún hafa verið að hugsa það sama um langa hríð. Ég geri mér grein fyrir því núna að ég hafði verið allt of lengi í sambandi þar sem ég var að reyna gera allt rétt út af sam- viskubiti.“ Sáttur og hamingjusamur Nú býr Hans ásamt Kerstin og dóttur hennar í Mallersdorf- Pfaffenberg (Niederbayern) og þar reka þau hestabúgarð og reiðskóla með 20 íslenskum hestum og 13 Shetlands-smáhestum. Bæði eru þau í vinnu meðfram, Kerstin vinnur í banka og Hans rekur fyrirtæki sem setur upp ryðfríar stálinnrétt- ingar í iðnaðareldhús. Þannig geng- ur þetta upp. Hann segist þó vinna mest við reiðskólann, enda sé hesta- mennska ekki bara vinna heldur lífs- stíll. „Reiðskólinn gengur þrátt fyrir allt vel, ég er ekki að gera þetta til að þéna peninga heldur er þetta það sem ég kann og geri. Ég er með um 13 reiðtíma á viku og konan mín með um 10. Þetta eru krakkar allt niður í 6 ára sem koma á námskeið, þau yngstu fara á smáhestana og þau stærri á íslensku hrossin.“ En hvernig eignast þau hross og endurnýja? „Kerstin sér um að kaupa, hún skoðar myndir á netinu og ef henni líkar vel og verðin eru í lagi, þá fara kaupin fram. Hrossin sem koma frá Íslandi fá mörg exem, sem er að mínu viti stress, en ef maður heldur stressinu niðri og leyf- ir þeim bara að vera hestar á eigin forsendum líður þeim betur.“ Hans segist að lokum vera sáttur í Þýskalandi eftir öll þessi ár, þar vill hann vera enda búinn að finna ást- ina og hamingjuna með Kerstin og hrossunum þeirra. Hestamennskan er lífsstíll  Hans Ellert fór ungur utan til Þýskalands á hestabúgarð  Bjó lengi með eiganda búgarðsins, 23 árum eldri konu  Býr nú með annarri þýskri konu og saman reka þau hestabúgarð og reiðskóla Morgunblaðið/Guðrún Vala Hrossarækt Hans Ellert Ágústsson við einn þeirra íslensku hesta sem þau Kerstin hafa á búgarðinum í Þýskalandi. Einnig reka þau reiðskóla. Morgunblaðið/Guðrún Vala Búgarður Hans og Kerstin eru með 20 íslenska hesta á búgarðinum. 30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.